Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 58
Vikublað 3. nóvember 2017 10
„Mig hefur alltaf langað að deila
einhverju nánu. Einhverju sem
skiptir máli og hreyfir við fólki.
Þegar ég kom þarna á Kjarvalsstaði
horfði ég í kringum mig og hugs-
aði hvað það væri eitthvað klikkað
að nota þetta flotta húsnæði, undir
einhverja leiðinlega konseptlist. Af
hverju ekki að sýna tilfinningar,
eitthvað sem skiptir fólk máli?
Ég var einmana á þessum tíma,
mér leiddist á vinnustofunni á
daginn, stundaði sjálfsfróun, tók
það upp og fór svo með þetta á
Kjarvalsstaði. Ég var þarna ungur
maður með kynhvöt sem fékk
takmarkaða útrás, þetta var hluti
af því, hluti af því að vera til, vera
manneskja. Steikt manneskja undir
þessu pottloki þar sem aldrei má
tala um neitt. Þetta var tilraun til
að sýna eitthvað skítugt úr sjálfum
mér. Á sama tíma fannst mér þetta
rosalegur skandall. Sem sagt að ég
væri að gera þetta á vinnustofunni,
á bak við gluggann, um hábjartan
dag. Þetta var eins þveröfugt við
útreiknaða leiðinlega konseptlist
og mögulega hugsast gat.“
Hélt sig frá áfengi, kjöti
og kynlífi í mörg ár
Egill lýsir þessu þannig að hann
hafi einfaldlega gengið út á
hengiflugið og kastað sér fram af
brúninni.
„Ég lét mig bara gossa. Sveif
niður af þessari bjargbrún um leið
og ég hugsaði að ég gæti aldrei
boðið mig fram sem forseta, hvað
allar frænkurnar yrðu hrikalega
hneykslaðar, ég yrði örugglega
útskúfaður og svo framvegis.
Svo fékk ég auðvitað mjög sterk
viðbrögð. Sumir voru alls ekki
sáttir við að ég skyldi hafa verið
að sýna eitthvað svona dónalegt á
virtasta listasafni landsins,“ segir
hann kíminn og bætir við að oft
sé þetta dónalega inni í okkur
einhvers konar uppreisn eða svar
við bælingu. Sjálfur hafi hann til
að mynda verið í hugleiðsluhóp
frá sextán ára til rúmlega tvítugs
þar sem mikil áhersla var lögð á að
iðkendur héldu sig frá kynlífi, bæði
með sjálfum sér og öðrum.
„Ég hafði verið á kafi í tíbeskum
búddisma í mörg ár. Drakk ekkert
áfengi, borðaði engan sykur, ekkert
hveiti, ekkert ger, ekkert kjöt og
engar dýraafurðir, stundaði ekkert
kynlíf. Var bara vegan á kafi í
hugleiðslu. Svo hætti ég þessu.
Fann að mig langaði meira til að
vera mannlegur. Maður reynir alls
konar leiðir til að laga sig en besta
leiðin sem ég hef fundið er að láta
sér bara þykja vænt um sjálfan sig
og taka smá hlé frá kaldhæðninni.
Hún er allt of sterk í Íslendingum,
allt of fyrirferðarmikil.“
Fannst barnalegt að bjóða
upp á ímyndaða vini sem list
Fyrir tæpum tíu árum fór Egill að
hafa áhuga á tröllum. Hann lýsir
þeim eins og furðulegum, illa lykt-
andi osti sem hann varð að skoða
betur. Hann fór að safna sögum
af tröllum og velta þeim mikið
fyrir sér. Smám saman fæddust svo
hugarfóstrin Ūgh og Bõögâr, tröllin
sem slógu í gegn á Feneyjatvíær-
ingnum.
„Karakterþróun hefur alltaf ver-
ið stór hluti af lífi mínu og að eiga
ímyndaða vini er eitthvað sem hef-
ur alltaf fylgt mér. Þegar ég var lítill
þá bjuggum við bróðir minn til alls
konar karaktera sem við lékum í
mörg ár en tröllin Ūgh og Bõögâr
þróuðustu með vini mínum, lista-
manni sem heitir Diego Fernandes
sem er frá Chile. Hann bjó á vinnu-
stofunni minni í Berlín, við fórum
að leika okkur að því að herma eftir
tröllum og smátt og smátt fór mig
að langa til að gera verk sem væru
eftir þessa karaktera. Fyrst átti þetta
ekkert að vera list heldur aðeins
leikur, þannig séð. Svo gerðist
það fyrir tveimur árum að ég fór
með vini mínum, Magnúsi Alberti
Jenssyni arkitekt, niður í MHÍ til
að búa til hurðarhúna úr leir, en
við erum stundum að bralla saman
í alls konar verkefnum. Þegar við
byrjuðum að vinna með leirinn
fann ég allt í einu að tröllin langaði
að gera skartgripi úr þessum efni-
við en þegar Feneyjatvíæringurinn
nálgaðist ákvað ég að setja þau í
pásu. Mér fannst svo kjánalegt og
barnalegt að setja þessa ímynduðu
vini fram sem list, og svo var ég
hræddur um að tröllin þættu ekki
kúl. Þetta væri of mikil klisja og
enginn nútímalegur listamaður
gæti leyft sér að vinna með það.“
Tröllin tóku Tvíæringinn með trompi
Líkt með sýninguna á Kjarvals-
stöðum nítján árum fyrr reið Egill
aftur á vaðið og ögraði sjálfum sér.
Tröllin hertóku umsóknina um að
komast á Tvíæringinn og lögðu
fram tillögu. Verkið skyldi vera
risastór espresso-kaffibar, tveir risa-
stórir tröllshausar sem hægt væri
að ganga inn í, alls þrjár hæðir.
Tillagan var samþykkt og verkið sló
í gegn.
„Margir þekktir fjölmiðlar völdu
þetta sem einn af fimm, átta eða
tíu bestu skálunum á sýningunni.
Það þótti eitthvað svo ferskt að láta
ímyndaða vini taka yfir skálann,
svo eru þetta í þokkabót tröll,
sem er ótrúlega forneskjulegt. Ég
held að fólki hafi kannski bara
þótt þetta skemmtilegt. Þannig að
núna er ég bara stoltur og ánægður
með ímynduðu vini mína, sem er
breyting frá því sem áður var, þá
skammaðist ég mín fyrir svo margt,
líka tónlistina mína,“ segir hann en
margir tóku fyrst eftir Agli í kring-
um aldamótin þegar hann sendi
frá sér meistaraverkið Tonk of the
Lawn, frábæra plötu sem sló ræki-
lega í gegn og þá aðallega samnefnt
lag sem nú er meðal annars hægt
að heyra á Youtube og Spotify.
Hjálpar innflytjendum að leggja
eitthvað af mörkum til samfélagsins
Í Berlín hefur Egill um 400 fermetra
vinnuaðstöðu til ráðstöfunar. Hann
hefur jafnframt aðstoðarfólk sér til
halds og trausts enda í nægu að snú-
ast og verkefnin fjölbreytt og mörg.
Eitt þeirra fer fram í bænum
Kristinehamn í Svíþjóð. Þar
búa um 2.000 innflytjendur og
hælisleitendur sem sumir hverjir
hafa lítið fyrir stafni. Egill segist
lengi hafa velt því fyrir sér hvað
væri hægt að gera fyrir þetta fólk
og fékk þá hugmynd að setja upp
einhvers konar stað þar sem fólkið
gæti fengið það á tilfinninguna
að það væri að leggja eitthvað af
mörkum til samfélagsins.
„Ekki bara koma sem flótta-
maður, fá ölmusu og geta ekkert
gefið til baka. Það er svo mikil
niðurlæging,“ útskýrir hann.
Tilurð verkefnisins varð með
þeim hætti að Andreas Brändström
safnstjóri bauð Agli að setja upp
sýningu í bænum. Þeir hlutu styrk
úr ríkisstyrktum sjóði sem kallast
Kreative Platser og er á vegum
Kulturradet í Svíþjóð. Tilgangurinn
er að hjálpa innflytjendum, at-
vinnulausum og hælisleitendum að
taka þátt í listatengdum verkefnum.
„Við byrjuðum á að setja upp
brennsluofn og leirgerðarverk-
stæði. Það hefur nefnilega mjög já-
kvæð áhrif á fólk með áfallastreitu
að vinna með höndunum og gera
eitthvað skapandi. Nú eru þau búin
að gera heilmikið af leirmunum,
diskum, skálum, bollum og þess
háttar,“ segir hann og bætir við
að fljótlega hafi verið ákveðið að
smíða líka gróðurhús og byrja að
rækta grænmeti.
„Svo er lítið vatn þarna rétt hjá
verkstæðinu sem hægt er að veiða
í. Næsta skref er að koma upp
veitingahúsi og veitingastaðurinn
kemur þá í staðinn fyrir hefð-
bundna listsýningu. Fólkið kemur
inn á hlýjan veitingastað og fær
að borða góðan mat í stað þess að
standa á miðju gólfi og virða fyrir
sér kalda konseptlist á „Kjarvals-
stöðum“. Er það ekki fín umbót?
Breyting á því hvað list getur verið.
Mér finnst gott að taka listina út
úr sérfræðingaumhverfinu og láta
hana vera part af daglegu um-
hverfi,“ segir Egill sem stefnir á að
flytja til Kristinehamn og búa þar
fyrstu þrjá mánuðina 2018 enda sé
verkefnið krefjandi.
„Við þurfum að skapa myndir af
þessum heimi sem við viljum búa í“
Spurður að því hvort hann gæti
hugsað sér að vinna í sambærilegu
verkefni hér á landi segir hann
ekkert því til fyrirstöðu, svo lengi
sem það væri innan rétta rammans.
Nægilegur skilningur stjórnvalda
þurfi þó að vera fyrir hendi.
„Ég hef mjög mikinn áhuga á
því að taka þátt í stjórnmálum á
Íslandi en það er erfitt að sinna
þeim hér. Ég sé það nefnilega fyrir
mér að stjórnmál eigi að gerast
meira í gegnum myndmál. Fólk
þarf að hafa mynd eða myndrænt
kort til að fylgja eftir í stað þess
að vera alltaf að karpa og þrasa
og hrapa svo aftur og aftur ofan í
sama gapið. Við þurfum að sjá lífið
fyrir okkur … visjúalisera ný sam-
félagsmódel. Myndin sem Hrafn
Gunnlaugsson gerði á sínum tíma,
um það hvernig önnur tegund af
Reykjavík gæti litið út, var mjög
gott dæmi um þessa aðferð. Við
gætum til dæmis skapað okkur
mynd af því hvernig lífið með
greiðu aðgengi til spítala og skóla
gæti litið út, og hvernig lífið verður
ef kvótinn verður tekinn til baka
og við notum fiskinn á annan hátt
– og við gætum gert myndband af
lífinu á Íslandi þegar hagnaðurinn
af vatninu okkar verður notaður
til að gera kjör almennings betri.
Þá mætti sjá fyrir sér bensínbíla-
laust Ísland og margt, margt fleira.
Þannig finnst mér að gott stjórn-
málaafl ætti að starfa vegna þess
að þannig er auðveldara að láta
draumana rætast. Við þurfum að
skapa myndir af þessum heimi sem
við viljum búa í.“
„Maður reynir
alls konar
leiðir til að laga sig
en besta leiðin sem
ég hef fundið er að
láta sér bara þykja
vænt um sjálfan sig
og taka smá hlé
frá kaldhæðninni.
Hún er allt of sterk í
Íslendingum, allt of
fyrirferðarmikil.
„Björk kenndi mér
meðal annars að fara
úr heimi kaldhæðninnar
í heim hlýju og öryggis.
Komast heim til mín.