Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 43
menning - SJÓNVARP 43Helgarblað 3. nóvember 2017 RÚV Stöð 2 Sjónvarp Símans Skáklandið dv.is/blogg/skaklandid 07.15 Lundaklettur (28:39) 07.22 Ólivía (47:52) 07.33 Húrra fyrir Kela (12:26) 07.56 Símon (23:52) 08.00 Molang (43:52) 08.05 Með afa í vasanum 08.16 Ernest og Célestine 08.30 Hvolpasveitin (15:26) 08.53 Ronja ræningjadóttir 09.16 Alvinn og íkornarnir 09.27 Hrói Höttur (15:52) 09.38 Skógargengið (22:52) 09.50 Litli prinsinn (16:26) 10.15 Flink 10.20 Útsvar (7:14) 11.35 Vikan með Gísla Marteini 12.15 Spólað yfir hafið 13.05 Sagan bak við smell- inn – Apologize - One Republic (5:8) 13.35 Hæpið (1:2) 14.05 Siðbótin (1:2) 14.35 Atvinnumenn í tölvuleikjum 15.35 Animals in Love 16.25 Íþróttaafrek sögunnar 16.50 Olíuplánetan 17.40 Landakort 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Kioka (6:26) 18.07 Róbert bangsi (18:26) 18.17 Alvinn og íkornarnir 18.28 Letibjörn og læmingjarnir 18.35 Krakkafréttir vikunnar 18.54 Lottó (44:52) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Fjörskyldan (2:7) Nýr fjölskyldu- og skemmtiþáttur í umsjón Jóns Jónssonar þar sem hann fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndn- um spurningaleikjum og þrautum. Dag- skrárgerð: Vilhjálmur Siggeirsson. 20.30 Gúllíver í Putalandi (Gulliver's Travels) Gamanmynd með Jack Black í aðalhlutverki. Ferðablaðamaðurinn Lemuel Gulliver er sendur til Bermúda til að skrifa grein um Bermúdaþríhyrninginn og þær sögusagnir að fjöldi skipa hafi horfið þar á dularfullan hátt. 21.55 Bíóást (Top Gun) Í vetur sýnir RÚV vel valdar kvikmyndir sem hafa valdið straumhvörfum í kvikmyndasögunni. Að þessu sinni segir kvikmyndagerðarmað- urinn Hrafn Jónsson frá Óskarsverðlauna- myndinni Top Gun í leikstjórn Tony Scotts. Tom Cruise fer með hlutverk kokhrausta orrustuflugmannsins Pete „Maverick“ sem hefur nám í flugskóla bandaríska sjóhersins, þar sem aðeins þeir allra bestu komast að. 23.50 Í fararbroddi 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Mæja býfluga 08:00 Með afa (9:100) 08:10 Nilli Hólmgeirsson 08:25 Billi Blikk 08:40 Dagur Diðrik (5:20) 09:05 Dóra og vinir 09:30 Stóri og litli 09:45 Gulla og grænjaxlarnir 09:55 K3 (50:52) 10:05 Víkingurinn Viggó 10:20 Ævintýri Tinna 10:45 Beware the Batman 11:05 Friends (23:24) 12:20 Víglínan (36:60) 13:05 Bold and the Beautiful 14:50 Friends (18:24) 15:15 Um land allt (2:8) 15:55 Leitin að upprunanum 16:35 Kórar Íslands (6:8) 18:00 Sjáðu (518:550) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn 19:05 Lottó 19:10 Top 20 Funniest 19:55 Lea to the Rescue 21:35 The Dark Horse Dramatísk mynd byggð á sannri sögu um Genesis Wayne Potini, sem var jafnan kallaður Gen, var Maóri sem átti erfiða og ofbeldis- fulla æsku. Hann var snemma greindur með geðhvarfasýki og margoft vistaður á geðdeildum vegna þess fram eftir aldri. En eins og oft er með fólk sem talið er geðveikt var Gen ákaflega greindur, talaði þrjú tungumál og bjó m.a. að snilligáfu í skáklistinni. Í The Dark Horse er farið yfir sögu Gens á áhrifaríkan hátt og þá aðallega þann tímapunkt í lífi hans þegar hann stofnaði skákklúbbinn Eastern Knightsog hóf þar að kenna börnum og unglingum sem ratað höfðu í vandræði af ýmsum ástæðum skák. 23:35 Sicario Spennu- mynd frá 2015 sem tilnefnd var til þrennra Óskarsverðlauna með Emily Blunt, Benicio Del Toro og Josh Brolin í aðalhlutverki. Aðal- persóna Sicario, sem þýðir leigumorðingi í Mexíkó, er alríkis- lögreglukonan Kate Macer sem lítur á það sem köllun sína að berjast gegn glæpum og glæpamönnum og skortir ekki hugrekki til þess. Dag einn er hún send af yfirmönnum sínum til liðs við liðsfé- laga sína við mexíkósku landamærin, en þeir eru að reyna að hafa uppi á stórtækum eiturlyfjakóngi sem gert hefur þeim lífið leitt að undanförnu. 01:35 The Hangover 03:15 Pawn Sacrifice 06:00 Síminn + Spotify 08:00 Everybody Loves Raymond (6:25) 08:20 King of Queens (6:25) 09:05 How I Met Your Mother (11:24) 09:50 American Housewife 10:15 Parks & Recreation 10:35 The Great Indoors 11:00 The Voice USA (11:28) 12:30 The Bachelor (3:13) 14:00 Top Gear (4:6) 14:50 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (12:20) 15:20 The Muppets (14:16) 15:45 Rules of Engagement 16:10 The Grinder (2:22) 16:35 Everybody Loves Raymond (16:26) 17:00 King of Queens (11:25) 17:25 How I Met Your Mother (16:24) 17:50 Old House, New Home 18:45 Glee (1:22) Bandarísk þáttaröð um söngelska unglinga sem ganga í Glee-klúbbinn, söng- hóp skólans undir for- ystu spænskukennar- ans Will Schuester. 19:30 The Voice USA (12:28) Vinsælasti skemmti- þáttur veraldar þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn. Þjálf- arar í þessari seríu eru Adam Levine, Blake Shelton, Miley Cyrus og Jennifer Hudson. 20:15 High Fidelity Skemmtileg rómantísk gamanmynd frá 2000 með John Cusack í aðalhlutverk. Myndin er lofgjörð til tónlist- arbransans, og Rob og óvenjulegir fastagestir í búðinni ræða saman flækjurnar í lífinu og tónlistinni, á meðan þeir reyna að láta sam- bönd sín við hitt kynið ganga upp. Eru þeir að hlusta á popptónlist af því að þeim líður illa? Eða líður þeim illa af því að þeir hlusta á popptónlist? 22:10 4 Minute Mile Dramat- ísk mynd frá 2014 með Kelly Blatz, Richard Jenkins og Kim Basin- ger í aðalhlutverkum. Bönnuð börnum. 23:50 The November Man Mögnuð spennu- mynd frá 2014 með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. Fyrrum leyniþjónustumaður neyðist til að snúa aftur í hasarinn af persónulegum ástæð- um og þarf að mæta fyrrum lærisveini sínum í baráttu upp á líf og dauða. 01:40 Best Night Ever 03:10 Silence of the Lambs 05:10 Síminn + Spotify Laugardagur 4. nóvember Dauði njósnarans S íðastliðið þriðjudagskvöld hóf RÚV sýningar á bresk- um spennuþætti, London Spy. Bretar kunna sitt- hvað fyrir sér þegar kemur að gerð vandaðra spennuþátta og því voru væntingarnar nokkrar. Fyrsti þáttur var afar hægur, það er að segja í byrjun. Danny, sem er gefinn fyrir næturlíf, kynntist hinum dularfulla Alex og þeir felldu hugi saman. Í fyrsta þætti voru þeir mestan part í faðm- lögum. Ég verð að viðurkenna að mér þótti það frekar einhæft áhorf. Ég hresstist því nokkuð þegar Alex hvarf skyndilega og Danny leitaði hans árangurs- laust en fann síðan líkið af hon- um. Undir lok þáttarins kom í ljós að Alex hafði sagt sitthvað ósatt um hagi sína og var starfs- maður í bresku leyniþjónust- unni. Danny er vitanlega miður sín yfir að hafa misst ástmann sinn svo sviplega og virðist ætla að leggjast í rannsókn á láti síns heittelskaða. London Spy er áberandi vel leikinn þáttur. Þarna er Jim Broadbent í aukahlutverki og bregst ekki nú fremur en fyrri daginn. Þættirnir eru nokkuð drungalegir en vonandi á spenna eftir að læða sér þar inn. Svo þurfa þeir að enda almennilega. Maður er orðinn dauðþreyttur á þeim fjölmörgu framhaldsþátt- um sem enda í lausu lofti þannig að maður andvarpar og segir: Var þetta nú allt og sumt? Um leið er auðvelt að afgreiða áhorf- ið sem tímaeyðslu. n Alex og Danny Alex fannst látinn og Danny er miður sín. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið Þ egar fimm umferðum af níu er lokið á Evrópumóti landsliða í skák þá er ár- angur Íslands á pari. Liðið situr í 28. sæti af 40 þjóðum en fyr- ir mótið var Ísland í 27. sæti styrk- leikalistans. Því fer þó fjarri að landsliðsmennirnir séu sáttir við árangurinn því litlu hefur mátt muna að liðið næði góðum úrslit- um gegn öflugum skákþjóðum. Í fyrstu umferð tapaði liðið 3-1 gegn ógnarsterku liði Ungverja, sem er með forystu í mótinu. Næst vannst fínn sigur með minnsta mun gegn sveit Albana, 2½-1½. Síðan beið liðið hrotta- legan ósigur gegn sveit Georgíu, 3½-½. Það voru hrikaleg úrslit í ljósi þess að lengi vel stefndi í sigur íslenska liðsins. Allt fór úr- skeiðis í lokin og sárgrætilegt tap staðreynd. Liðið beit þá í skjaldarrendur og hafði seiga sveit Portúgala undir 3-1 í fjórðu umferð og næst á matseðl- inum var sterk sveit Slóvena. Aftur varð raunin sú að sigur Íslendinga var í augsýn en skyndilega hrundi allt og því varð tap með minnsta mun, 2½-1½, staðreynd. Það er morgunljóst að liðið á mun meira inni en núverandi staða gefur til kynna og vonandi verður enda- spretturinn öflugur. Burðarásar liðsins hingað til hafa verið Hjörvar Steinn Grétars- son og Hannes Hlífar Stefánsson á 2. og 3. borði. Hjörvar Steinn hef- ur verið mjög óheppinn en hefur engu að síður önglað saman 2½ vinningi í fimm skákum. Hann lagði goðsögnina Beliavsky að velli í viðureigninni gegn Slóvenum og gladdi það íslenska skákáhuga- menn mjög. Hannes Hlífar hefur síðan teflt af fítonskrafti og er með 3 vinninga í 5 skákum. Á 1. og 4. borði hafa Héðinn Steingrímsson og Guðmundur Kjartansson átt erfitt uppdráttar. Tvímenningarnir hafa teflt vel á löngum köflum en síðan hafa undarlegar ákvarðanir á ögur- stundu skemmt fyrir þeim. Íslenska liðið mætir sveit Makedóníu í 6. umferð á morgun, föstudag, og verður hægt að fylgj- ast með viðureigninni í beinni út- sendingu í gegnum skak.is n Jójó-árangur Íslands Evrópumót landsliða hálfnað: Einbeittir Íslensku landsliðsmennirnir búa sig undir að máta Portúgala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.