Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 36
36 menning Helgarblað 27. október 2017
B
ókin Sögur frá Rússlandi
hefur að geyma smásögur
eftir nokkra af þekktustu rit-
höfundum Rússa á 19. öld.
Þetta eru rithöfundarnir Alexander
Púshkín, Nikolaj Gogol, Fjodor
Dostojevskí, Ívan Túrgenev, Lev
Tolstoj, Anton Tsjekhov, Ívan Búnín
og Teffí.
Áslaug Agnarsdóttir þýddi
sögurnar. Þegar hún er spurð
hvernig hún hafi valið þær segir
hún: „Ég miðaði við að sögurnar
hefðu verið skrifaðar fyrir
byltinguna 1917. Ég byrjaði á að
velja þá frægu sögu, Spaðadrottn-
inguna eftir Púshkín. Hún hefur
reyndar verið þýdd áður fyrir margt
löngu en ekki úr frummálinu. Mig
hafði lengi langað til að þýða hana.
Svo fór ég að leita að fleiri sögum
til að bæta við. Ég átti drög að þýð-
ingu á frægri sögu eftir Búnín sem
ég lauk við og svo valdi ég sögur
eftir Tsjekhov og Tolstoj. Þrjár sög-
ur í þessari bók, m.a. sögurnar eftir
Gogol og Túrgenev, hafa áður kom-
ið út í smásagnasöfnum sem nú eru
ófáanleg. Ég leitaði að sögum eftir
konur frá þessum tíma og fann hina
skemmtilegu Teffí og tvær sögur eft-
ir hana rötuðu í bókina.“
Aðspurð segir Áslaug að Spaða-
drottning Púshkíns sé eftirlætis-
saga sín í bókinni. „Púshkín var
fyrst og fremst ljóðskáld. En þessi
spennandi saga er eitt af bestu
prósaverkum hans. Rússar líta á
hann sem sitt helsta þjóðskáld og
brautryðjanda í rússneskum nú-
tímabókmenntum.“
Hin sterka taug Tsjekhovs
Sögur frá Rússlandi kemur út inn-
bundin í fallegri útgáfu, en ekki í
kilju eins og svo algengt er orðið.
„Mér þótti mjög vænt um það þegar
Jakob F. Ásgeirsson hjá Uglu sem
gefur bókina út sagðist vilja gefa
hana út innbundna. Ég er honum
mjög þakklát fyrir að hafa viljað
gefa hana út á þennan hátt,“ segir
Áslaug.
Spurð hver sé eftirlætis rússneski
höfundur hennar segir Áslaug: „Ef
ég ætti að nefna einhvern einn þá
er það Tsjekhov. Hann hefur sterka
mannlega taug og hefur greini-
lega samúð með lítilmagnanum.“
Hún vitnar í rússneska höfundinn
Sergej Dovlatov sem sagði: „Það
má vegsama andagift Tolstojs, hafa
ánægju af orðfimi Púshkíns, kunna
að meta sálarangist Dostojevskís og
kímnigáfu Gogols, en sá eini sem ég
myndi vilja líkast er Tsjekhov.“
Höfundurinn
sjálfur sögupersóna
Fyrr á þessu ári kom einmitt út
skáldsaga eftir Dovlatov í þýð-
ingu Áslaugar, Kona frá öðru landi.
„Dovlatov fæddist 1941 og lést 1990
svo hann náði ekki háum aldri.
Hann flutti frá Sovétríkjunum til
New York og bjó þar síðustu tólf
ár ævi sinnar. Hann er vel þekktur
vestanhafs og mikils metinn enda
var gata í Queens-hverfinu í New
York nefnd eftir honum. Kona frá
öðru landi fjallar einmitt um Rússa
í Queens. Dovlatov er sjálfur sögu-
persóna í þessari sögu og kemur
fram undir nafni og gerir það einnig
í fleiri sögum sem hann hefur skrif-
að. Þessi bók þykir mjög aðgengi-
leg, létt og meinfyndin. Ég held
mikið upp á 19. öldina í rússnesk-
um bókmenntum og hef kannski
mest gaman af að þýða verk eftir
höfunda þess tíma en ég hef einnig
haft mikla ánægju af að þýða nú-
tíma höfunda sem höfða til mín.“
Áslaug lagði stund á rússnesku
í Óslóarháskóla og tók þar cand.
mag-próf. Hún fékk síðan styrk til
dvalar í Rússlandi og var þar vet-
urinn 1975–76. Hún hefur þýtt þó
nokkuð, einkum úr rússnesku, og
fleiri þýðingarverkefni eru á döf-
inni. Hún og eiginmaður hennar,
Óskar Árni Óskarsson skáld, eru
um þessar mundir að þýða örsög-
ur eftir absúrdhöfundinn Danííl
Kharms (1905-42). „Kharms skrif-
aði stuttar sögur fyrir börn og full-
orðna. Hann var þekktur sem
barnabókahöfundur meðan hann
lifði og sögur hans fyrir fullorðna
voru ekki gefnar út í heimalandinu
fyrr en á áttunda áratugi síðustu
aldar. Nú er hann þekktur um heim
allan. Hann dó hungurdauða í um-
sátrinu um Leníngrad.“
Langar að þýða Stríð og frið
Þegar talið berst að bókmenntum
og þýðingum úr rússnesku er ekki
annað hægt en að minnast á Stríð
og frið eftir Tolstoj en það mikla
verk hefur ekki komið út óstytt á
íslensku. „Ég hefði mjög gaman af
því að þýða Stríð og frið en það er
svo mikil bók að ég veit ekki hvort
mér myndi endast ævin til þess,“
segir Áslaug. „Ég er samt alltaf með
það bak við eyrað að byrja á þeirri
stóru sögu og sjá svo til hvernig það
mundi ganga. Hún þyrfti að vera til
í íslenskri útgáfu óstytt og ég held
að ég hefði mjög gaman af að fást
við að þýða hana.“
Hún segist einnig hafa mikinn
áhuga að koma saman í eina bók
rússneskum smásögum sem skrif-
aðar voru eftir byltinguna. „Í þeirri
bók kæmu konur sterkar inn því
þar er af nógu að taka,“ segir Ás-
laug. n
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Rússneskir
bókmennta-
risar saman í bók„Ég hefði mjög
gaman af því að
þýða Stríð og frið en það
er svo mikil bók að ég
veit ekki hvort mér myndi
endast ævin til þess.
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Kvikmyndir
Rökkur
Leikstjóri: Erlingur Thoroddsen
Leikarar: Björn Stefánsson, Sigurður Þór
Óskarsson, Guðmundur Ólafsson
R
ökkur er fyrsta kvik-
mynd leikstjórans Erlings
Thoroddsen í fullri lengd
á íslensku en áður hafði
hann gert hrollvekjuna Child
Eater í Bandaríkjunum þar sem
hann stundaði nám. Hin íslenska
frumraun er einnig hrollvekja
sem ber að taka fagnandi því Ís-
lendingar hafa nú ekki verið dug-
legir í framleiðslu slíkra kvik-
mynda. Rökkur hefur verið sýnd á
kvikmyndahátíðum víða og fengið
töluverða umfjöllun þrátt fyrir að
framleiðendurnir hafi ekki haft úr
miklum fjármunum að moða.
Dulúð á Snæfellsnesi
Í upphafsatriðinu fylgjumst við
með tveimur ungum samkyn-
hneigðum mönnum sem hafa
gengið í gegnum sambandsslit og
annar þeirra, Einar (Sigurður Þór
Óskarsson), er augljóslega ekki al-
veg í jafnvægi. Gunnar (Björn Stef-
ánsson), sem sleit sambandinu,
hefur hins vegar hafið sambúð
með öðrum ungum manni, leikn-
um af rapparanum Joey Christ.
Eina nóttina fær Gunnar undar-
lega símhringingu frá Einari og
heldur hann þá strax af stað vestur
á Snæfellsnes, á æskuslóðir Einars.
Þar finnur hann Einar í sumarhúsi
undir Jökli.
Það er ekki að ástæðulausu að
þetta svæði er valið því undarlegir
atburðir byrja að gerast um leið og
Gunnar kemur þangað. Snæfells-
nes hefur verið hjúpað dulúð síðan
galdramaðurinn Jón lærði bjó undir
Jökli á 17. öld og vilja margir meina
að hið yfirnáttúrulega þrífist þar.
Í bústaðnum hefst upp-
gjör á sambandsslitunum
og Gunnar hefur áhyggj-
ur af því að Einar sé í sjálf-
stortímingarleiðangri. Þess
utan virðist einhver fylgjast
með bústaðnum en erfitt
er að átta sig á því hver það er. Fáar
aðrar persónur koma við sögu en
hinir fyrrverandi ástmenn nema
þá kona af næsta sveitabæ (Aðal-
björg Árnadóttir) sem beðin var
að gæta sumarhússins af foreldr-
um Einars.
Sterkir aðalleikarar
Rökkur uppfyllir eina af megin-
skyldum kvikmyndalistarinnar,
að vera frumleg. Myndin nær
að samþætta dramatíska hómó-
erótík, yfirnáttúrulega dulúð, sí-
gilda hrollvekjuhefð og alíslensk-
an veruleika. Styrkur hennar
felst aðallega í því hversu vel að-
alleikararnir virðast tengjast og
má hugsa sér að hægt hefði verið
að skrifa Rökkur eingöngu sem
dramamynd. Einstaka sinnum
falla persónurnar þó á einlægn-
isskalanum en það verður að skrif-
ast á handritið frekar en leikarana.
Styrkur Björns sem leikara
kemur helst fram í dramatísku at-
riðunum en Sigurðar í hryllingn-
um. Nærvera Einars er ákaflega
truflandi og maður hefur það á til-
finningunni að hann sé ekki þarna
í raun og veru. Aðalleikararnir
bera myndina að mestu leyti.
Myndin hefur tvo veikleika sem
báðir gera vart við sig í seinni hlut-
anum. Annars vegar er handritið
losaralegt og áhorfandinn átt-
ar sig ekki á hvert myndin stefn-
ir. Eftir á að hyggja virðast sum
atriðin skorta alla merkingu og til-
gang eða að merkingin sé svo djúp
að hinn almenni áhorf-
andi meðtaki hana ekki.
Kæmi það nokkuð á óvart
því að hér er ekki um
neina „artí-fartí“ mynd
að ræða.
Hinn veikleikinn er
lengdin. Langdregni hef-
ur aldrei verið talin dyggð
í kvikmyndagerð og Rökk-
ur missir af nokkrum
gullnum tækifærum til að
enda snyrtilega. Endirinn er þó
ekki að öllu slæmur því þar eru
nokkur vel heppnuð og truflandi
bregðu atriði.
Niðurstaða
Þrátt fyrir að vera merkilega vel
framleidd miðað við efni þá hef-
ur Rökkur augljós merki þess að
vera frumraun. Kannski skrifast
það á reynsluleysi og kannski á
ungæðislega dirfsku. En framtakið
er vel meinandi, metnaðarfullt og
að mörgu leyti áhugavert og gott.
Hárin rísa nokkuð oft sem er ágæt-
is mælikvarði á góða hrollvekju.
Hér eru efnilegir leikarar og leik-
stjóri á ferð sem við eigum eftir að
sjá meira af á hvíta tjaldinu. n
Rökkur Björn Stefánsson
veldur hlutverki sínu vel.
Hrollur og hómóerótík