Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 16
16 sport Helgarblað 3. nóvember 2017 A rnór Ingvi Traustason, kantmaður íslenska lands­ liðsins, er ekki í góðum málum hjá AEK Aþenu í Grikklandi. Arnór kom á láni til AEK Aþenu í sumar, en hann er samningsbundinn Rapid Vienna í Austurríki. Arnór, sem er 24 ára gamall, hefur upplifað bæði góðu og slæmu hliðar atvinnumennsk­ unnar, hann átti tvö frábær ár með Norrköpping í Svíþjóð áður en hann hélt til Austurríkis. Hjá Rapid Vienna upplifði hann svo mótlæti og ákvað að færa sig um set og var talin trú um að hann myndi leika stórt hlutverk hjá AEK Aþenu en það hefur ekki gengið eftir. „Staðan er ekkert alltof góð, maður er inn og út úr hópnum hérna í Grikklandi. Það er afar lítið sem maður gert í svona stöðu ann­ að en að halda ótrauður áfram og koma sér inn í myndina. Ég geri mér fulla grein fyrir því hvernig staðan er og maður veit ekki hvað gerist,“ sagði Arnór þegar DV heyrði í honum þar sem hann naut lífsins í Aþenu. Góð frammistaða breytir ekki neinu Manolo Jiménez, þjálfari AEK Aþenu, virðist hafa ákveðið það að nota Arnór ekki, sama hver stað­ an er. Arnór fékk tækifæri í bikar­ keppni á dögunum og spilaði afar vel. Hann uppskar hrós allra, en þjálfarinn setti hann út úr leik­ mannahópnum í næsta leik. „Það hefur komið mér mjög á óvart hversu fá tækifæri ég hef fengið, það er allt mjög grískt við þetta. Ég er ekki mikið fyrir að setja út á þjálfara minn. Maður vinnur bara sína vinnu og leggur hart að sér, ég held að það sé það besta í stöð­ unni. Ég átti mjög góðan leik í bik­ arnum á dögunum og fékk mikið hrós fyrir. Stjórnin hrósaði mér og yfirmaður knattspyrnumála gerði það líka, stuðningsmennirnir voru afar ánægðir með mig. Svo kom að næsta leik og þá var ég ekki í hópn­ um.“ Átti að vera lykilmaður AEK Aþena taldi Arnóri trú um að hann myndi leika stórt hlutverk en hann hefur ekki fengið sanngjörn tækifæri til að sanna hversu öflug­ ur hann er. „Mér var seld sú hug­ mynd að við yrðum tveir að berj­ ast um stöðuna á kantinum, mér fannst það hljóma vel. Það er hollt fyrir alla sem eru í þessu að vera í samkeppni. Þjálfarinn hefur svo breytt um kerfi og það er voða lítið að gerast í þessu. Ég þarf að vera þolinmóður en það getur tekið á.“ Þrátt fyrir að lífið í Grikklandi innan vallar sé ekki dans á rósum er Arnór afar ánægður utan vallar. „Lífið utan fótboltans er afar ljúft hérna, ég er með kærustuna hérna hjá mér og lífið er gott. Það er mjög gott að búa hérna, það er góður matur og gott veður hérna. Það er ekki hægt að vera að kvarta.“ Íhugar að fara frá Grikklandi Arnór veit að staðan er slæm og fyrir alla knattspyrnumenn er erfitt að spila lítið sem ekkert. Hann hefur ekki rætt við félag sitt, Rapid Vienna. Möguleiki er á að Arnór snúi aftur til Austurríkis ef hlutirn­ ir breytast ekki í Grikklandi. „Ég held öllum möguleikum opnum ef staðan breytist ekki, auðvitað er eitthvað í gangi. Það er áhugi hér og þar, ég er hins vegar ekki farinn að hugsa hvað gerist. Ég hef alveg íhugað framhaldið, maður þarf að horfa á raunveruleikann eins og hann er. Það er ekkert komið í gang með Rapid Vienna, ég er með samning þar og þeir vita hver stað­ an er hjá mér. Ég á eftir að tala við þá persónulega, ég held áfram að berjast hérna áður en ég fer á kaf í þessi mál.“ Allir vilja fara á HM Ef Arnór spilar lítið sem ekkert fram að næsta sumri er ljóst að staða hans í íslenska landsliðinu yrði erfið. Hann hefur átt fast sæti í íslenska landsliðshópnum en hann hefur fengið fá tækifæri eftir að hann datt í frystikistuna hjá AEK. Hann er meðvitaður um að hann þurfi að spila, og spila vel, til að komast með á HM í Rússlandi. „Það er heimsmeistaramótið á næsta ári, þar vilja allir vera með og maður horfir á það þegar mað­ ur hugsar út í framtíðina. Það bitn­ ar á landsliðinu ef maður er ekki að spila neitt. Eitt af því sem við Ís­ lendingar eigum nóg af eru góðir leikmenn. Það vilja allir standa sig vel og vera með þegar farið verður til Rússlands, ef maður er ekki að spila eða er ekki að standa sig þá kemur næsti maður inn og hann vill gera allt til þess að sanna sig. Auðvitað vill maður vera þarna, en eins og staðan er núna er samt það eina sem ég get gert hjá AEK er að reyna að koma mér inn í liðið.“ Magnað að vera partur af þessu Arnór kom sér inn í íslenska landsliðið eftir að það tryggði sig inn á Evrópumótið í Frakklandi. Hann stóð sig frábærlega og vann sér inn sæti í hópnum. Á EM skor­ aði hann svo frægt mark gegn Austurríki sem tryggði liðið í 16 liða úrslit og leik gegn Englandi. Eftir EM lék Arnór stórt hlutverk í undankeppni HM, en eftir að hann fór að spila minna hefur hlutverk hans hins vegar minnkað. Arnór hefur ekki komið við sögu í síð­ ustu fimm landsleikjum. Hann var hins vegar með þegar liðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi. „Það var algjörlega geðveikt að vera hluti af þessu augnabliki, frá því að mað­ ur var lítill gutti þá dreymdi mann um að vera þarna einn daginn. Maður var að vakna með félögun­ um snemma á morgnana til að ná að horfa á leiki á HM. Þessi fjar­ lægi draumur er nú orðinn að veruleika, það var magnað að vera partur af því.“ n Arnór Ingvi í slæmri stöðu í Grikklandi n Gæti þurft að skipta um lið til að komast með á HM n Mun skoða alla möguleika Deildarleikir með félagsliðum Ár Lið Mörk 2010–2013 Keflavík 52 (10) 2012 Sandnes Ulf (Lán) 10 (0) 2014–2016 IFK Norrköping 56 (12) 2016– SK Rapid Vín 22 (3) 2017– AEK Aþena (Lán) 3 (0) Landsliðið 2009 Ísland U17 2 (0) 2011 Ísland U19 5 (0) 2012–2014 Ísland U21 12 (1) 2015– Ísland 13 (5) Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Það bitnar á landsliðinu ef maður er ekki að spila neitt. Eitt af því sem við Íslendingar eigum nóg af eru góðir leikmenn. Á toppnum Arnór Ingvi fagnar ógleym- anlegu marki á EM í Frakklandi. Mynd Getty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.