Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 54
Vikublað 3. nóvember 2017 6 Arndís lét gamlan draum rætast þegar hún opnaði tískuverslun í Firðinum Föstudaginn 27. október var opnuð ný og glæsileg verslun í Firðinum í Hafnarfirði. Hjónin Arndís Helga Ólafsdóttir og Gunnbjörn Viðar Sigfússon létu gamlan draum rætast þegar þau opnuðu sína fyrstu verslun en bæði eru þau Hafnfirðingar í húð og hár. Í versluninni, sem heitir 4 YOU, býðst gott úrval af vandaðri tísku og snyrtivöru, en sjálfa dreymir Arndísi um að gerast hönnuður einn daginn. „Til að byrja með urðu fjölskyldan og fólkið í kring­ um okkur pínu hissa á því að við vildum opna tískuvöruverslun en eftir að boltinn fór að rúlla hefur þetta gengið eins og í góðu ævin­ týri. Þetta er bara byrjunin, fyrsta skrefið í rétta átt,“ segir Arndís sem hyggst einnig opna netverslun fyrir jólin. Leggur áherslu á fatnað fyrir konur, þrítugar og eldri „Við leggjum mesta áherslu á að bjóða fatnað fyrir konur sem eru þrítugar og upp úr,“ segir Arndís sem ætlar að leggja mikið upp úr persónulegri og góðri þjónustu í 4 YOU en ásamt henni sjálfri munu vinkonur hennar standa vaktina í Firðinum. Í versluninni býðst feikigott úrval af vönduð­ um merkjum en Arndís er hvað ánægðust með Kaffe Clothing sem hún segir henta konum á öllum aldri. „Kaffe hefur alveg slegið í gegn hjá okkur enda frábær hönnun sem ég er mjög ánægð með að hafa tekið í sölu,“ segir hún stolt. Hjá 4 YOU er einnig að finna fatnað frá meðal annars; KY dress Milano, Esther Queen, Urban Mist og fleiri framleiðendum, aðallega frá Ítalíu. Þá býður hún einnig mikið úrval af fylgihlutum; trefla, húfur, hanska og veskin frá Infinity. Snyrtivörurnar sem allar elska Þá býðst einnig mjög gott úrval af snyrtivöru í 4 YOU en Arndís er meðal annars í sam­ starfi við snyrtivöru­ verslanirnar Deisy­ makeup og Daríu. „Frá Daríu kemur til dæmis gyllta olían frá Muddy Glow Skin sem inniheld­ ur hvorki meira né minna en 24 karata gull og tannhvíttunin frá Carbon Coco sem er rosalega vinsæl hjá okkur. Það sama má segja um vöruúrvalið frá Deisymakeup sem er hannað af Ásdísi Ingu Helgadóttur en hún hefur til dæmis algjörlega slegið í gegn með Dermacol make­ up hyljarann sem felur húðflúr fullkomlega og það sama má segja um vörurnar frá Divu sem margir þekkja frá Deisymakeup,“ segir Arndís að lokum. Hafnfirðingur í Húð og Hár Arndís Helga Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar 4 YOU í Firðinum, er Hafnfirðingur í húð og hár. Hún er hæstánægð með móttökurnar sem versl- unin hefur fengið þann stutta tíma sem hún hefur verið opin. 4 YOu Firðinum Hafnarfirði facebook: 4 you iceland Sími: 693-2272 4 YOU - Fatnaður og fylgihlutir í Firðinum fínt fyrir veturinn Í verslunni býðst frábært úrval af fatnaði og fylgi- hlutum fyrir konur. í samstarfi við verslunina 4 u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.