Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 3. nóvember 2017fréttir
S
íðastliðinn þriðjudag, 31.
október, fór fram aðalmeð-
ferð í riftunarmáli þrota-
bús Procura ráðgjafar ehf.
gegn hjónunum Guðmundi Andra
Skúlasyni og Sigrúnu Hafsteins-
dóttur. Í málinu krefst þrotabúið
þess að hjónin endurgreiði fé-
laginu um 18 milljónir króna en
hjónin voru eigendur og stjórn-
endur félagsins áður en það fór
í þrot. Procura ráðgjöf sérhæfði
sig á sínum tíma í endurútreikn-
ingi gengistryggðra bílalána og var
áberandi í baráttu lántaka gegn
fjármögnunarfyrirtækjum, eink-
um Lýsingu. Félagið var úrskurðað
gjaldþrota í lok árs 2015 en í frétt
RÚV skömmu síðar sagði Guð-
mundur að það hafi gerst vegna
misskilnings lögmanna. Sagði
Guðmundur þá að búið væri fullt
af eignum og að hann væri að
vinna í málinu í góðu samstarfi
við skiptastjóra. Bætti hann því við
að „það er enginn sem mun tapa
á þessu“.
Úttektir af reikningum félagsins
Svo virðist sem skuggi hafi fallið á
hið góða samstarf Guðmundar og
skiptastjóra því þrotabúið höfðaði
nokkru síðar mál á hendur Guð-
mundi og Sigrúnu. Í málflutningi
þrotabúsins fyrir dómi á þriðju-
daginn var því haldið fram að við
skoðun á bókhaldi félagsins hefðu
komið í ljós fjölmargar millifær-
slur hjónanna af reikningi félags-
ins yfir á persónulega reikninga
þeirra sem og úttektir til persónu-
legra nota af fyrirtækjakorti félags-
ins, bæði hérlendis og erlendis.
Voru þar meðal annars nefndar
greiðslur til Iberia, Burger King,
Mercadona og Heimsferða, og dró
lögmaður þrotabúsins í efa að sá
kostnaður hafi fallið undir rekstur
félagsins. Enn fremur benti lög-
maðurinn á að í bókhaldinu hafi
mátt sjá eignfærslu ýmissa áhalda
og tækja sem fundust svo ekki á
starfsstöð félagsins þegar tekið var
við búinu. Samtals metur þrota-
búið úttektirnar og eignfærslun-
ar á rúmlega 18 milljónir króna
og krefst þess að fá fjármunina
endurgreidda.
Grimmd
Guðmundur og Sigrún krefj-
ast sýknu í málinu og telja að all-
ar millifærslur og úttektir máls-
ins eigi sér eðlilegar skýringar.
Að meginstefnu hafi verið um að
ræða launagreiðslur til Guðmund-
ar og að í bókhaldi félagsins hafi
mátt sjá kvittanir og skýringar á út-
tektum. Þrotabúið hafi hins vegar
ekki sinnt því að nálgast öll bók-
haldsgögn félagsins sem lágu á
starfsstöð félagsins heldur hafi
búið lánað starfsstöðina sem töku-
stað fyrir kvikmyndina Grimmd.
Þar kunni einhver af gögnum fé-
lagsins að hafa glatast. Auk þess
eigi Guðmundur um 12 milljóna
króna gagnkröfu á þrotabúið á
grundvelli skuldabréfs sem félag-
ið gaf út til hans. Lögmaður þrota-
búsins virtist hins vegar gefa lítið
fyrir gildi þess skuldabréfs enda
hafi það verið undirritað af Guð-
mundi fyrir báða aðila, án votta.
Sagt upp fyrir að fara
frjálslega með fjármuni
Um meðferð Guðmundar á reikn-
ingum fyrirtækja hefur áður ver-
ið fjallað í dómsölum. Guðmund-
ur stofnaði Samtök lánþega árið
2009 og hefur verið talsmaður
samtakanna alla tíð. Þar að auki
var hann í stjórn Borgarahreyf-
ingarinnar, stjórnmálaflokks sem
bauð fram í alþingiskosningum
árið 2009. Í upphafi árs 2011 var
Guðmundur ráðinn verkefnastjóri
Borgarahreyfingarinnar. Sam-
starfið varð hins vegar storma-
samt og aðeins hálfu ári síðar var
honum sagt upp störfum, meðal
annars á þeim grundvelli að hann
hefði farið frjálslega með fjármuni
hreyfingarinnar. Ágreiningur um
uppgjör starfsloka hans var út-
kljáður í Hæstarétti árið 2012 þar
sem dómurinn féllst á að Guð-
mundur hefði ranglega fært fé af
reikningi Borgarahreyfingarinnar
til greiðslu reikninga Samtaka lán-
þega vegna utanlandsferðar sam-
takanna. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is „Þrotabúið hafi hins
vegar ekki sinnt
því að nálgast öll bók-
haldsgögn félagsins sem
lágu á starfsstöð félags-
ins heldur hafi búið lánað
starfsstöðina sem töku-
stað fyrir kvikmyndina
Grimmd.
Deilt um
prókúru
Procura
Fyrrverandi eigendur Procura krafðir um 18 milljónir króna
Guðmundur Andri Skúlason
Þess er krafist að hann og eigin-
kona hans, Sigrún Hafsteinsdóttir,
endurgreiði þrotabúi Procura
ráðgjöf ehf. um 18 milljónir króna.
Blaðamenn óskast
Okkur vantar fleira gott fólk
í hópinn okkar á ritstjórn
Við leitum að duglegu, jákvæðu og heiðarlegu
fólki sem hefur áhuga á blaðamennsku.
Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Umsóknir sendist fyrir 10. nóvember á sigurvin@dv.is