Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 4
4 Helgarblað 3. nóvember 2017fréttir S íðastliðinn þriðjudag, 31. október, fór fram aðalmeð- ferð í riftunarmáli þrota- bús Procura ráðgjafar ehf. gegn hjónunum Guðmundi Andra Skúlasyni og Sigrúnu Hafsteins- dóttur. Í málinu krefst þrotabúið þess að hjónin endurgreiði fé- laginu um 18 milljónir króna en hjónin voru eigendur og stjórn- endur félagsins áður en það fór í þrot. Procura ráðgjöf sérhæfði sig á sínum tíma í endurútreikn- ingi gengistryggðra bílalána og var áberandi í baráttu lántaka gegn fjármögnunarfyrirtækjum, eink- um Lýsingu. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í lok árs 2015 en í frétt RÚV skömmu síðar sagði Guð- mundur að það hafi gerst vegna misskilnings lögmanna. Sagði Guðmundur þá að búið væri fullt af eignum og að hann væri að vinna í málinu í góðu samstarfi við skiptastjóra. Bætti hann því við að „það er enginn sem mun tapa á þessu“. Úttektir af reikningum félagsins Svo virðist sem skuggi hafi fallið á hið góða samstarf Guðmundar og skiptastjóra því þrotabúið höfðaði nokkru síðar mál á hendur Guð- mundi og Sigrúnu. Í málflutningi þrotabúsins fyrir dómi á þriðju- daginn var því haldið fram að við skoðun á bókhaldi félagsins hefðu komið í ljós fjölmargar millifær- slur hjónanna af reikningi félags- ins yfir á persónulega reikninga þeirra sem og úttektir til persónu- legra nota af fyrirtækjakorti félags- ins, bæði hérlendis og erlendis. Voru þar meðal annars nefndar greiðslur til Iberia, Burger King, Mercadona og Heimsferða, og dró lögmaður þrotabúsins í efa að sá kostnaður hafi fallið undir rekstur félagsins. Enn fremur benti lög- maðurinn á að í bókhaldinu hafi mátt sjá eignfærslu ýmissa áhalda og tækja sem fundust svo ekki á starfsstöð félagsins þegar tekið var við búinu. Samtals metur þrota- búið úttektirnar og eignfærslun- ar á rúmlega 18 milljónir króna og krefst þess að fá fjármunina endurgreidda. Grimmd Guðmundur og Sigrún krefj- ast sýknu í málinu og telja að all- ar millifærslur og úttektir máls- ins eigi sér eðlilegar skýringar. Að meginstefnu hafi verið um að ræða launagreiðslur til Guðmund- ar og að í bókhaldi félagsins hafi mátt sjá kvittanir og skýringar á út- tektum. Þrotabúið hafi hins vegar ekki sinnt því að nálgast öll bók- haldsgögn félagsins sem lágu á starfsstöð félagsins heldur hafi búið lánað starfsstöðina sem töku- stað fyrir kvikmyndina Grimmd. Þar kunni einhver af gögnum fé- lagsins að hafa glatast. Auk þess eigi Guðmundur um 12 milljóna króna gagnkröfu á þrotabúið á grundvelli skuldabréfs sem félag- ið gaf út til hans. Lögmaður þrota- búsins virtist hins vegar gefa lítið fyrir gildi þess skuldabréfs enda hafi það verið undirritað af Guð- mundi fyrir báða aðila, án votta. Sagt upp fyrir að fara frjálslega með fjármuni Um meðferð Guðmundar á reikn- ingum fyrirtækja hefur áður ver- ið fjallað í dómsölum. Guðmund- ur stofnaði Samtök lánþega árið 2009 og hefur verið talsmaður samtakanna alla tíð. Þar að auki var hann í stjórn Borgarahreyf- ingarinnar, stjórnmálaflokks sem bauð fram í alþingiskosningum árið 2009. Í upphafi árs 2011 var Guðmundur ráðinn verkefnastjóri Borgarahreyfingarinnar. Sam- starfið varð hins vegar storma- samt og aðeins hálfu ári síðar var honum sagt upp störfum, meðal annars á þeim grundvelli að hann hefði farið frjálslega með fjármuni hreyfingarinnar. Ágreiningur um uppgjör starfsloka hans var út- kljáður í Hæstarétti árið 2012 þar sem dómurinn féllst á að Guð- mundur hefði ranglega fært fé af reikningi Borgarahreyfingarinnar til greiðslu reikninga Samtaka lán- þega vegna utanlandsferðar sam- takanna. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Þrotabúið hafi hins vegar ekki sinnt því að nálgast öll bók- haldsgögn félagsins sem lágu á starfsstöð félags- ins heldur hafi búið lánað starfsstöðina sem töku- stað fyrir kvikmyndina Grimmd. Deilt um prókúru Procura Fyrrverandi eigendur Procura krafðir um 18 milljónir króna Guðmundur Andri Skúlason Þess er krafist að hann og eigin- kona hans, Sigrún Hafsteinsdóttir, endurgreiði þrotabúi Procura ráðgjöf ehf. um 18 milljónir króna. Blaðamenn óskast Okkur vantar fleira gott fólk í hópinn okkar á ritstjórn Við leitum að duglegu, jákvæðu og heiðarlegu fólki sem hefur áhuga á blaðamennsku. Góð íslenskukunnátta skilyrði. Umsóknir sendist fyrir 10. nóvember á sigurvin@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.