Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 22
22 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 3. nóvember 2017 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson Ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Sporin eiga að hræða Ö rstutt er síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfi í skjóli nætur án þess að ræða við samstarfsflokka sína, Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Þar voru samræðustjórnmál ekki í heiðri höfð. Afleiðingar þessa ábyrgðarleysis urðu vitan­ lega þær að þjóðin gerði sér fulla grein fyrir að flokki sem stundar vinnubrögð af þessu tagi er ekki treystandi. Björt framtíð þurrkað­ ist út af þingi. Þingmenn flokksins hafa því miður ekki horfst í augu við það hversu ámælisverð vinnu­ brögð þeirra voru við stjórnar­ slitin heldur endurtaka í sífellu að þeir hafi staðið með sannfær­ ingu sinni. Þeir láta eins og þeir hafi fallið með reisn þegar stað­ reyndin er sú að þeir gerðu sig að ómerkingum. Sporin ættu að hræða, en samt ætla formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Samfylk­ ingar að láta á það reyna að sameinast í ríkisstjórnarsam­ starfi með Pírötum. Þar yrði á ferð stjórn með minnsta mögu­ lega meirihluta, líkt og sú síðasta. Ekki væri það gott en enn verra er að varasamt er að treysta á út­ hald Pírata í stjórnarsamstarfi. Í þeim flokki er ekki strangur innri strúktúr, enginn áhugi er á að halda í hefðir heldur er stöðugt verið að reyna að finna upp hjól­ ið og auk þess þykja tilfinninga­ upphlaup af minnsta tilefni nán­ ast sjálfsögð. Slíkur flokkur er ekki sérlega líklegur til að sýna ábyrgð í ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarf við Pírata yrði afar erfitt og ekki hægt að treysta því að þar myndi grasrótin vera til friðs. Líkt og grasrót Bjartrar framtíðar gæti grasrót Pírata allt eins tekið upp á því að efna til netkosninga og slíta stjórnarsamstarfi hið snarasta kæmi upp ágreiningur innan stjórnarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, for­ maður Framsóknarflokksins, á að vita að ekki er óhætt að treysta á Pírata. Þetta ætti Katrín Jakobs­ dóttir, formaður Vinstri grænna, sömuleiðis að vita. Logi Einars­ son, formaður Samfylkingarinnar, getur látið eins og hann trúi öðru, enda þráir Samfylkingin að öðl­ ast völd og komast aftur til vegs og virðingar, en innst inni hlýt­ ur einnig hann að vita þetta. Við­ ræður stjórnarandstöðuflokkanna geta ekki verið annað en sýndar­ mennska fólks sem veit betur. Vonlítið er að þessi fjögurra flokka stjórn verði að veruleika en jafnvel þótt svo verði eru sáralitlar líkur á því að hún yrði langlíf. Hug­ myndir hafa skotið upp kollinum um fimm eða sex flokka stjórn og satt best að segja hljóma þær eins og óðs manns æði. Þar yrði fljótlega hver höndin uppi á móti annarri. Píratar myndu ólmast og Flokkur fólksins myndi aldrei fá brýnustu stefnumál sín í gegn, svo kostnaðarsöm eru þau. Það er einungis tímaspursmál hvenær ríkisstjórn sem samsett væri af svo mörgum og ólíkum flokkum myndi deyja drottni sínum. Hún myndi ekki kveðja hægt og hljótt heldur springa með miklum lát­ um. Stjórnmálaflokkarnir verða að vanda sig við stjórnarmyndun og útkoman verður að vera trúverð­ ug. Þjóðin er orðin leið á sífelldu upphlaupi stjórnmálamanna og stjórnarslitum af litlu tilefni. n Val Framsóknar Mikla athygli vakti sú frétt að Sigurður Ingi Jóhannesson hefði hringt í Sigmund Davíð Gunnlaugs- son en talið er að samtalið hafi að hluta snúist um þann valkost að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar­ flokkur og Miðflokkur verði í næstu ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn yrði afar umdeild og pólitískir andstæðingar myndu ham­ ast á því að þar væru Panama­ prinsarnir, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð, enn á ný komnir í pólitískar valdastöður í íslensku samfélagi. Innan Fram­ sóknarflokksins hljóta menn að íhuga hvort ráðlegt sé að koma sér í aðstæður þar sem formenn tveggja samstarfsflokka liggi und­ ir stöðugu ámæli um spillingu. Það gæti verið mun heppilegra fyrir Framsókn að sleppa því að vera meðvirk í slíku ríkis­ stjórnarsam­ starfi og leita á önn­ ur mið. Þagað þunnu hljóði Hugmyndir um sérstakt kvenna­ framboð hafa skotið upp koll­ inum og mælast misvel fyrir, en einhverjir telja slíkt tímaskekkju. Vissulega veitir ekki af að auka hlut kvenna í stjórnmálum, en líka má velta fyrir sér hvort ekki sé beinlínis þörf á meiri kvenna­ samstöðu. Þær konur sem eru í áberandi áhrifastörfum í samfé­ laginu eru stundum eins og einar og stuðningslausar úti á berangri. Það á til dæmis við um biskup Ís­ lands, Agnesi M. Sigurðardóttur, sem sætir ámæli í nær hvert sinn sem hún stígur fram og segir skoðun sína. Það er líkt og opið skotleyfi sé gefið þegar Agnes á í hlut. Ekki verður vart við að kvennahreyfingar styðji þessa kynsystur sína rösklega líkt og vert væri, heldur er þagað þunnu hljóði. Það er ein fald lega óþarfi að flækja lífið að óþörfu Maðurinn var elskulegur og bauð mér bílstjórann sinn því hann veit að ég er ekki með bílpróf Inga Sæland um Sigmund Davíð Gunnlaugsson – mbl.isLilja Alfreðsdóttir – Rás 2 Myndin Sólsetur við Gróttu Það var fallegt um að litast við Gróttu þegar ljósmyndari DV var þar á ferðinni í vikunni. MynD BrynJA Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Viðræður stjórnar- andstöðuflokkanna geta ekki verið annað en sýndarmennska fólks sem veit betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.