Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 34
34 menning Helgarblað 3. nóvember 2017 L eikhópurinn Aldrei óstelandi, gerir í þessari stuttu sýningu tilraun til þess að sýna nokkrar mögulegar ástæður fyrir morðinu á Natani Ketilssyni á Illugastöðum árið 1828. Þau Friðrik, Agnes og hin 16 ára gamla Sigríður voru sek fund­ in um morðið og bæði Agnes og Friðrik hálshöggvin tveimur árum síðar. Sigríður var hins vegar send utan til ævilangrar fangelsisvistar. Hvað var það sem fékk þau til þessa voðaverks? Var það ágirnd, öfund, ofbeldi, ástríða, misnotk­ un eða blanda af öllu þessu ásamt ömurlegum aðbúnaði og kol­ svartri framtíð? Ólíkar sviðsmynd­ ir eru mátaðar og áhorfendum eftir látið að finna sitt eigið svar. Óspennandi illmenni Grunnhugmyndin er mjög spennandi en sýningin nær þó ekki því flugi sem maður hefði óskað sér. Það kemur fátt á óvart og ekki tekst að skapa þá dýpt í persónurnar að maður finni til samkenndar með þeim. Stefán Hallur leikur Natan og fer létt með að sýna fjölmargar illar og andstyggilegar hliðar húsbónd­ ans á Illugastöðum. Einsleit túlkun­ in verður þó rislítil og enginn sam­ úð er með grimmilegum örlögum hans. Natan þótti mikill kvenna­ maður og kunni ýmislegt fyrir sér svo einhver möguleiki hlýtur að hafa verið á meiri sjarma og dýpt í bland við illmennskuna. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur Agnesi. Framsögn hennar var á köflum full dramatísk og dró sá stíll frekar úr harmi frásagnarinnar en styrkti. Samleikur þeirra Stefáns Halls var þaulæfður en hvorki nógu hættulegur til þess að draga áhorfendur fram á sætisbrúnina né heitur til þess mynda þær ástríður sem að var látið liggja. Einfaldir morðingjar Kjartan Darri Kristjánsson fer með hlutverk Friðriks Sigurðssonar, morðingja Natans. Hann er ekki atkvæðamikill í hlutverkinu, ráð­ villtur en viljugur til óhæfuverka. Það var erfitt að láta endurtekið hangs hans í kringum konurnar á Illugastöðum ganga upp og ólík­ legt að Natan hefði þolað hans löngu og tíðu heimsóknir. Það hefði mátt skerpa betur á eðli Frið­ riks, finna á honum fleiri fleti en einfeldnina og heimskuna og gera hlutverkið meira spennandi. Birna Rún Eiríksdóttir fer með hlutverk hinnar 16 ára bústýru. Birna Rún er nýútskrifuð leik­ kona með mikla reynslu af kvik­ myndaleik og býr yfir firna sterku og þroskuðu raddsviði. Hún gæt­ ir þó styrks síns í þessu hlutverki og túlkar hina umkomulausu og barnslegu Sigríði af alúð og næmni. Litlausir búningar á vel hönnuðu sviði Mikið er lagt upp úr flóknum sviðshreyfingum og dansi. Þetta kemur oft skemmtilega út þrátt fyrir að nokkur atriði hafi verið of löng. Búningarnir voru litlausir og flatir, saumaðir á röngunni. Þessi útfærsla virkaði full einföld og að­ greindi persónurnar ekkert. Sviðs­ myndin var hins vegar hugvit­ samlega unnin og skapaði sterka tilfinningu fyrir bæði þrengslum og vanlíðan íbúanna á Illuga­ stöðum. Þá var upptökutækni einnig beitt með skemmtilegum hætti. Sem áður sagði, þá er grunn­ hugmynd verksins spennandi en niðurstaðan er hálfklárað verk þar sem umgjörðin er að skríða saman þótt kjarninn sé enn ófundinn. n Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Natan Höfundur: Salka Guðmundsdóttir og leikhópurinn Aldrei óstelandi. Leikstjórn: Marta Nordal Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Birna Rún Eiríksdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Guðmundur Vignir Karlsson Lýsing: Jón Þorgeir Kristjánsson Aðstoð við hreyfingar: Valgerður Rúnars- dóttir Sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins „ Grunnhugmynd verksins er spennandi en niðurstaðan er hálfklárað verk þar sem umgjörðin er að skríða saman þótt kjarninn sé enn ófundinn. Efniviður í morð Framkvæma eigin rannsókn Í rannsókn sinni á morðinu á Natani Ketilssyni árið 1828 leitar leik- hópurinn Aldrei óstelandi meðal annars fanga í dómskjölum og þeim fjölmörgu fræðigreinum, bók- um, kvikmyndum og sjónvarpsefni sem gert hefur verið um morðið. Það besta í íslenskri hönnun Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands kynntar T ilkynnt hefur verið um forval dómnefndar á fimm tilnefningum til Hönnunarverðlauna Ís­ lands árið 2017. Þetta er í fjórða skipti sem verðlaunin eru veitt, en þau hlýtur hönnuður, arkitekt, hönnunarteymi eða ­stofa fyrir framúrskarandi nýtt verk; einstak­ an hlut, verkefni eða safn verka. Sigurvegarinn verður tilkynntur 9. nóvember næstkomandi. Marshall-húsið Listamiðstöðin Marshall-húsið var opnuð í sumar í gamalli síldarbræðslu við Reykajvíkurhöfn, en það voru arkitektarn- ir Steinþór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson sem leiddu verkefnið í samstarfi við ASK Arkitekta. Dómnefndin segir verkið „kristalla velheppnaða breytingu eldra iðnaðarhúsnæðis fyrir nýtt hlutverk í samtímanum.“ Reitir Workshop + Tools for Collaboration Reitir er alþjóðlegt samstarfsverkefni Ara Marteinssonar hönnuðar og Arnars Ómars- sonar myndlistarmanns, og undir því nafni stóðu þeir fyrir þverfaglegum vinnusmiðjum í Alþýðuhúsinu Siglufirði frá 2012 til 2016. Í ár gáfu þeir svo út leiðarvísinn, Tools for Collaboration, en það var Sophie Haack sem hannaði og ritstýrði. Einkenni listahátíðarinnar Cycle Döðlur hönnuðu merki og heildarásýnd listahátíðarinn- ar Cycle sem er ætlað að skapa samtal milli tilrauna- kenndrar samtímatónlistar og myndlistar. Dómnefndin segir hönnunina „endurspegla áherslur hátíðarinnar á einfaldan en tilraunakenndan hátt.“ Orlofshús BHM í Brekkuskógi Tvö orlofshús Bandalags háskólamanna í Bláskógabyggð voru byggð eftir hönnun PKDM árið 2015. Þau eru sögð einkennast af ríkri efniskennd með umlykjandi lands- lagsmótun, hlöðnum veggjum, kolaðri timburklæðningu og grasi grónu þaki. Saxhóll Landslag hannaði varanlegan stíg sem á að takmarka umgang ferðamanna við ákveðið svæði við gíginn Saxhól í þjóð- garði Snæfellsjökuls. Dómnefnd segir að stígurinn sé „gott dæmi um hvernig hlúa má á faglegan og fagurfræðilegan hátt að vinsælum ferðamannastöðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.