Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 39
menning 39Helgarblað 3. nóvember 2017 ir tvo daga frekar en tvo mánuði, en það er eitthvað sem þeir voru virkilega að íhuga að gera. Þótt orrustan um Noreg hafi verið vel heppnuð frá sjónarhóli Þjóð- verja misstu þeir samt stóran hluta flotans, en ef það hefði ekki gerst hefðu þeir auðveldlega get- að haldið áfram til Íslands,“ segir Valur og rekur hugmyndir Hitlers um að umkringja Bretland með því að taka Skandinavíu, Írland og Ísland. Hann segir að hernám Ís- lands hefði enn fremur komið í veg fyrir birgðasendingar til Rúss- lands og þegar Bandaríkin myndu loks lýsa yfir stríði hefði víglínan ekki síst verið milli Grænlands og Íslands. „Í stað þess að Bandarík- in færu að ráðast inn í Afríku og Ítalíu er líklegt að áherslan hefði orðið meiri á Norður-Atlantshaf og Norðurslóðir.“ Með augum samtímamanna Það sem er kannski hvað áhuga- verðast í bókinni er hvernig við- brögð Íslendinga eru teiknuð upp, bæði venjulegra borgarbúa sem reyna að láta hernámið ekki of mik- ið á sig fá og svo stjórnmálamanna og annarra sem reyna að færa sér ástandið í nyt. Flestum Íslending- um er fyrst og fremst umhugað að vera með sigurvegaranum í liði þegar stríði lýkur – hver sem það nú verður. Þá teiknar Valur upp breytingar sem hlytu að verða á borgarlífinu – bjór er leyfður og Ís- lendingar taka upp þýska siði – og borgarmyndinni – „autobahn“ er lagður og herflugvöllur byggður á Kaldaðarnesi frekar en Vatnsmýr- inni. Margt af þessu byggir hann á raunverulegum hugmyndum sem Þjóðverjar voru með á millistríðs- árunum en einnig á því hvernig nasistar nálguðust uppbyggingu í þeim löndum sem þeir hernámu. „Ég skoðaði mikið hið raun- verulega hernám Íslands og sneri því við. En ég setti mig líka vel inn í hernámssögu Noregs og Dan- merkur. Ólíkt því sem var til dæm- is í Póllandi þar sem hernámið hófst með fjöldamorðum þá var markmið hernámsyfirvalda í Dan- mörku að ganga ekki of hart fram og helst fá fólk með sér í lið, enda áttu þessi svæði að verða partur af Germaníu eftir stríð. Það voru margir sem unnu með nasist- um í báðum löndum en svo var það helst þegar fór að syrta í álinn hjá þeim sem andspyrnuhreyf- ingarnar fóru að skjóta upp koll- inum. Þetta er það sem flestir vilja hampa en gleyma frekar fyrri hlut- anum.“ Maður upplifir þetta á vissan hátt í bókinni. Í upphafi hennar virka þær breytingar sem verða á Reykjavík og ís- lensku þjóðlífi við hernámið ekki al- slæmar og nas- istarnir margir vinalegir en það er ekki fyrr en líð- ur á bókina sem skuggahliðar al- ræðisstjórnarinnar fara að koma í ljós. „Já. Að einhverju leyti er ég að reyna að sjá þetta með aug- um samtímamanna frekar en að hugsa aftur á bak eins og við ger- um yfirleitt, þar sem við byrjum á helförinni og Auschwitz og setj- um svo allt í samhengi við það. En á þessum tíma var það ekki vitað eða mönnum efst í huga. Ég þurfti að standast þá freistingu að sýna nasismann strax sem vondan, þó að það komi auðvitað í ljós þegar á líður, En það voru auðvitað ekki heldur allir Þjóðverjar á þessum tíma vondir eða allir Íslendingar góðir eða annað slíkt. “ Íslenskir nasistar og andspyrnumenn Þú ímyndar þér enn fremur hvern- ig raunverulegir einstaklingar úr íslensku þjóðlífi hefðu brugðist við aðstæðunum, til dæmis hverj- ir hefðu starfað með nasistum, hverjir hefðu njósnað fyrir Breta og hverjir hefðu endað í fangabúð- um. Sveinn Björnsson verður ríkis- stjóri – eða Reichsführer – landsins á meðan Stefán Jóhann Stefáns- son flýr til Bretlands og gagnrýn- ir ástandið á Íslandi. Þórbergs Þórðarsonar bíða hörmuleg örlög í fangabúðum við Kleppjárnsreyki en Halldór Laxness flýr til Banda- ríkjanna og gerist handritshöfund- ur í Hollywood. Varst þú ekkert smeykur við að draga slíkar álykt- anir um mögulega hegðun raun- verulegra einstaklinga? „Það hafa margir verið að spyrja mig að þessu, en ég verð að viðurkenna að ég skil nánast ekki spurninguna. Þetta er bara innifalið í þessari bókmennta- grein – ef það væri ekki tekið mið af raunverulegum aðstæðum þá væri þetta ekki hvað-ef-saga! Þetta hefur ekki þótt tiltökumál annars staðar en á Íslandi, kannski er það nálægðin, eða kannski er þetta bara innifalið í tungumálinu – við gerum ekki greinarmun á sögu og sögu,“ segir Valur. „En auðvitað þarf að fara var- lega. Það má til dæmis nefna að Jónas frá Hriflu hefur þá ímynd í dag að hann hafi verið svo rosa- lega þjóðernissinnaður, fólk man að hann var á móti nútímalist og svoleiðis, og þannig auðvelt að ímynda sér að hann hefði unnið með nasistum. En þegar ég fór að skoða það betur sá ég að hann var líklega sá maður sem íslenskir nasistar hötuðu hvað mest og tók meðal annars að sér njósnir fyrir Breta. Að lokum fékk hann því allt annað hlutverk í skáldsögunni en ég hafði upphaflega hugsað – en þetta er bara byggt á því sem að mér finnst líklegt að hann hefði gert. Af því sem Gísli [Sigurbjörns- son] í Ási sagði og gerði á þess- um tíma er svo alveg ljóst að þetta hefði verið óskastaða fyrir hann.“ Sagan ekki þungur straumur Á meðan fyrri hlutinn er þjóð- lífsstúdía og sagnfræðileg spek- úlasjón endar bókin sem æsileg spennusaga um háskalegt ráða- brugg lítils flokks andspyrnumanna – atburðarás sem Valur segir kannski helst innblásna af þeim gömlu stríðsmyndum sem hann ólst upp með. Sú persóna sem verður miðlæg í þeirri háskaför er þýski eðl- isfræðingurinn og einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar, Werner Heisenberg. „Það vill svo skemmtilega til að persóna Heisenbergs tengir marga þræði saman. Annars vegar er hann sá fræðimaður sem kom fram með óvissulögmálið í skammtafræði, sem bókmennta- greinin byggir að einhverju leyti á. Hann var hins vegar líka mjög áhugaverð söguleg persóna og hefði kannski einn og sér getað breytt gangi stríðsins. Í gegnum hann tengist því bæði söguþráður spennusögunnar og þessar pæl- ingar um aðra mögulega heima,“ segir Valur, en í samtölum Heisen- bergs og aðalpersónunnar koma fram nokkrar vangaveltur um óreiðu og orsakasamhengi, fiðr- ildaáhrif og löghyggju. „Ég vona að bókin opni svo- lítið huga fólks fyrir pælingum um söguna og samtímann. Það er svo mikil árátta hjá okkur, bæði í eigin lífi og mannkynssögunni, að álíta að hlutirnir hafi bara farið eins og þeir áttu og þurftu að fara. En við lifum á tímum þar sem við erum stöðugt á krossgötum þar sem hlutirnir geta brugðið til beggja vona. Sagan er ekki bara þungur straumur, heldur afleiðing gjörða ótal einstaklinga. Það er kannski ógnvekjandi að einhverju leyti en það er líka frelsandi, við getum öll haft áhrif, þau virka kannski lítil en geta verið mjög mikil.“ n Í Reykjavík Hitlers„Það er svo mikil árátta hjá okkur, bæði í eigin lífi og mannkynssögunni, að álíta að hlutirnir hafi bara farið eins og þeir áttu og þurftu að fara. Úr listheiminum Finnar atkvæðamiklir Verðlaun Norðurlandaráðs í ýmsum listgreinum voru veitt í Helsinki miðvikudagskvöldið 1. nóvember. Það var finnska kvikmyndin Tyttö nimeltä Varpu (einnig þekkt sem Little Wing) sem hlaut kvikmynda- verðlaunin, en myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Selmu Vilhunen í fullri lengd. Tónlistarverð- launin hlaut landi hennar, tónskáldið Susanna Mälkki. Í bókmenntum var það danski rithöfundurinn Kirsten Thorup sem hlaut verðlaunin fyrir skáldsöguna Erindring om kærlig- heden (Minningar um ástina). Í flokki barna- og ungmennabóka sigraði bókin Djur som ingen sett utom vi (Dýr sem enginn hefur séð nema við), en hún er samstarfsverkefni finnska teiknarans Lindu Bondestam og sænska rithöfundarins Ulf Stark, sem lést fyrr á þessu á ári. Útópía Bjarkar Tónlistarkonan Björk hefur tilkynnt að níunda hljóðversplata hennar muni koma út í lok mánaðarins, að öllum líkindum 24. nóvember. Platan hefur fengið heitið Utopia og mun innihalda 14 lög, þar á meðal lagið The Gate sem kom út í sept- ember. Björk deildi plötuumslaginu á dögunum. Það er hannað af Jesse Kanda (sem hefur meðal annars unnið með Arca og FKA Twigs) og á því ber Björk silíkongrímu eftir James Merry. Eins og á síðustu plötu, Vul- nicura, nýtur Björk aðstoðar vene- súelska tónlistarmannsins Alejandro Ghersi, sem er betur þekktur sem Arca, við gerð plötunnar – en hún hefur sagt tónlistarlegt samband þeirra það nánasta sem hún hafi upplifað með annarri manneskju. Á síðustu plötu tókst Björk á við og gerði upp sambandsslit sín og mynd- listarmannsins Matthew Barney en í viðtali hefur hún sagt nýju plötuna vera eins kona „Tinder-plötu.“ Áreitni gerð upp Fréttir um kynferðislega áreitni og ofbeldi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hafa opnað flóðgáttir í hinum ýmsu kimum listaheims- ins, þar sem fjölmargir karlmenn hafa verið sakaðir um að nýta sér stöðu sína og valda- mun til að ganga yfir kynferðis- leg mörk annarra einstaklinga. Ásakanirnar eru vissulega ólíkar og misalvarlegar en hafa hrist duglega upp í menningariðnaðinum. Leikstjórinn Brett Ratner er sakaður um áreitni og gróft kynferðisofbeldi gegn nokkrum konum. Leikarinn Kevin Spacey er sakaður um að hafa áreitt dreng og ungan karlmann, leikarinn Dustin Hoffman er sakaður um áreita ungan lærling árið 1985. Leikstjórinn Lars von Trier og fram- leiðandi hans Peter Aalbæk Jensen hafa báðir verið sakaðir um áreitni. Í myndlistarheiminum hefur Knight Landesman, útgefanda eins virtasta myndlistartímarits heims, Artforum, verið sagt upp störfum eftir að hafa verið kærður fyrir kynferðislega áreitni, en auk kærunnar hafa níu konur stigið nafnlaust fram og sakað hann um áreitni. SaMSett Mynd / davÍð þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.