Fréttablaðið - 10.11.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 10.11.2017, Síða 6
2x10 PI PA R\ TB W A • S ÍA Láttu mæla í þér sjónina Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 Dómsmál Landsbanki Íslands áfrýjar dómi í máli sem kona á sjö- tugsaldri höfðaði gegn bankanum og vann í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið snýst um að konan skrifaði undir veðskuldabréf sem þáverandi unnusta sonar hennar hafði gefið út til Landsbanka Íslands 18. júní 2007 að fjárhæð 1.750 þúsund krónur. Veð var tekið í fasteign konunnar í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hún stefndi Landsbankanum og krafðist þess að felld yrði úr gildi veðsetning á fasteign hennar og skuldabréfinu aflýst. Dómari féllst á kröfur konunnar. Konan  byggði kröfu sína á því að Landsbankinn hafi brotið gegn ákvæðum samkomulags um notkun ábyrgða frá árinu 2001, einkum 4. grein samkomulagsins. Þá hafi verið brotið gegn 19. grein þágildandi laga um fjármálafyrirtæki. Konan  segist ekki hafa fengið að sjá greiðslumat um lántakann. Bankinn hefði átt að afhenda upp- lýsingabækling um ábyrgðir en það hafi ekki verið gert. Þá byggði konan kröfuna á því að hæpið sé að vinna greiðslumat sama dag og sótt eru um lán. Fjár- málafyrirtæki beri ábyrgð á því að upplýsingarnar séu réttar og verði að afla nauðsynlegra gagna til þess að matið gefi góða mynd af ætlaðri greiðslugetu skuldara. Vafasamt sé að unnt sé að afla gagna á nokkrum klukkustundum. Ekki hafi verið veitt heimild til upplýsingaöflunar með lánsumsókn og því virðist sem bankinn hafi ekki aflað neinna gagna. Hann sé þó skyldur til þess. Þá taldi konan að upplýsingar í greiðslumatinu hafi verið rangar. Tekjur hafi verið sagðar of háar. Þá hafi verið sagt að leigugreiðsl- ur næmu 25 þúsund krónum á mánuði en lántaki hafi greitt 100 þúsund krónur í leigu. Benti konan á að láninu hafi meðal annars verið varið til að greiða upp skuld vegna húsaleigu að fjárhæð 444 þúsund krónur. Dómurinn kemst að þeirri niður- stöðu að Landsbankinn og forveri hans hafi engin gögn varðveitt um vinnslu og forsendur greiðslumats- ins. Fjárhæð húsaleigu sé óstaðfest og forsendur framfærslu ósann- færandi. Þá sé ekki hægt að segja að konan hafi haft næg tækifæri til að kynna sér greiðslumatið. Því beri að fella veðsetninguna á fasteigninni úr gildi. Eins og segir á forsíðu glímir konan við krabbamein og kveðst lögmaður hennar undrast að Lands- bankinn haldi málinu til streitu með áfrýjun þess til Hæstaréttar. jonhakon@frettabladid.is Tengdadóttirin tók lán út á bjagað greiðslumat Kona á sjötugsaldri stefndi Landsbankanum til að fá veðsetningu á húsi sínu aflétt. Veðsett var vegna láns þáverandi unnustu sonar hennar. Héraðsdómur segir mat bankans á tekjum og framfærslu tengdadótturinnar ósannfærandi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur um afléttingu veðs. FRéttablaðið/Rósa Skólinn þeirra er í rúst Grunnskóli þessara tveggja sýrlensku stúlkna í Austur-Ghouta-héraði Sýrlands var í rúst þegar þær skoðuðu hann í gær. Hart hefur verið barist í héraðinu nýverið eftir að vopnahléssamkomulagi var rift og hafa loftárásir ríkisstjórnarhersins meðal annars eyðilagt skólann. Mannúðarsamtök vöruðu við því í gær að ástandið í héraðinu væri sífellt að versna og óttast starfsmenn mannúðarsamtaka mjög um öryggi íbúa. NoRdicpHotos/aFp sVÍÞJóÐ Menningarmálaráðherra Svíþjóðar, Alice Bah Kuhnke, kall- aði  stjórnendur  leikhúsa, meðal annars Dramaten og Riks teatern auk óperustjóra Kungliga operan, á sinn fund eftir að 456 leikkonur sögðu í grein í Svenska Dagbladet frá nauðg- unum, öðru kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Leikkonurnar greindu frá heimi þar sem karlkyns leikarar og leik- stjórar væru hafnir upp til skýjanna og kæmust upp með það að áreita samstarfsmenn. Ráðherrann sagði málið alvarlegt og að breytinga væri þörf. Framkvæmdastjóri Kungliga oper- an, Birgitta Svendén, segir aðgerða- áætlanir liggja fyrir um hvernig bregðast skuli við kynferðislegri áreitni. Nú verði hins vegar að skapa þannig umhverfi að starfsmenn verði ekki hræddir við að kæra. Þeir megi ekki vera hræddir um að missa hlut- verk við það að samþykkja ekki það sem er rangt. – ibs Ráðherra boðar stjórana á fund um áreitnismál alice bah Kuhnke, menningar- málaráðherra svíþjóðar. sVeitarstJórnir Bæjarráð Vest- mannaeyja hafnaði í gær þeirri hug- mynd eins Eyjamanns að efnt yrði til íbúakosningar vegna fyrirhugaðs samnings um rekstur bæjarins á ferjunni Herjólfi. „Tilgangur með störfum í bæjar- stjórn er enda að sameina fólk um mikilvæg mál frekar en að sundra. Til að fyrirbyggja misskilning vill bæjarráð benda bréfritara á að samkvæmt viljayfirlýsingu sem kynnt hefur verið er eingöngu unnið út frá því að Vestmannaeyja- bær reki Herjólf í 2,5 ár og að skýrt sé að framlög ríkisins standi undir kostnaði við reksturinn. Áhættan er því afar takmörkuð ef samningur verður yfirhöfuð gerður,“ segir bæjarráðið.  – gar Íbúar kjósa ekki um Herjólfsmálið Vestmannaeyingar eiga í viðræðum um yfirtöku á Herjólfi. FRéttablaðið/EyþóR 1.750 þúsund króna lán sem þáver- andi unnusta sonar öryrkja tók fyrir tíu árum með veði í húsi tengdamóðurinnar hefur dregið langan dilk á eftir sér fyrir konuna sem barist hefur við krabbamein. 456 sænskar leikkonur sögðu í blaðagrein frá nauðgunum og öðru kyn- ferðislegu ofbeldi. 1 0 . n ó V e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a Ð i Ð 1 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 F -D F 4 8 1 E 2 F -D E 0 C 1 E 2 F -D C D 0 1 E 2 F -D B 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.