Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 16
Snjókoman hjálpaði ekki Stjörnukonum í Meistaradeildinni í gær Tap á heimavelli Stjarnan tapaði 2-1 fyrir tékkneska liðinu Slavia Prag í Garðabænum í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Stjörnukonur fengu fín færi til að skora í fyrri hálfleiknum eins og það sem Ana Cate sést í hér fyrir ofan. Stjarnan náði síðan að jafna í seinni hálfleik með marki Láru Kristínar Pedersen en Slavia komst strax aftur yfir með marki úr vítaspyrnu. Fréttablaðið/enir Fótbolti Eftir þrettán ár í atvinnu- mennsku er Sölvi Geir Ottesen kominn aftur heim til Íslands. Að baki er ævintýralegur atvinnu- mannsferill, þar sem hann spilaði með átta félögum í fimm löndum í tveimur heimsálfum. „Mér líður vel. Það var löngu ákveðið að ég myndi koma heim á þessum tíma og ég er sáttur við þá niðurstöðu. Ég er feginn að vera kominn heim og ég lít á þennan tíma úti sem mjög góðan og skemmtilegan,“ sagði Sölvi Geir en börnin hans fluttu heim til Íslands fyrir fjórum árum, um svipað leyti og hann samdi við Ural í Rússlandi. „Það hefur verið langerfiðast við þetta, fjarveran frá börnunum mínum. Það var því orðið tímabært að koma heim,“ sagði Sölvi Geir sem kom hingað til lands í upphafi vikunnar. Hef enn mikinn metnað Ljóst er að allflest félög í Pepsi- deildinni hafa áhuga á að fá jafn sterkan leikmann og Sölva Geir í sitt lið. Hann segist þó ekki búinn að ákveða hvar hann muni spila í sumar, en hann hefur til að mynda verið orðaður við FH sem hann æfði með þegar hann var staddur hér á landi í byrjun árs. „Ég á eftir að fara betur yfir þessi mál. Það hafa verið einhverjar þreif- ingar í gangi og samtöl við klúbba en ég vil heyra betur hvað þeir hafa að segja. Ég mun svo vega og meta kostina til að sjá hver er bestur fyrir mig í stöðunni,“ segir Sölvi Geir, sem spilaði í yngri flokkum með KA og Víkingi hér á landi en meistara- flokksferilinn hóf hann með síðar- nefnda liðinu. „Það er langt í næsta tímabil og ég hef nægan tíma til að finna út úr þessu. Ég er 33 ára og þarf því kannski ekki að æfa jafn mikið og þessir ungu. En ég hlakka mikið til og hef mikinn metnað til að standa mig hér á landi og sýna að ég geti enn spilað fótbolta.“ náði flestum markmiðum Sölvi Geir hóf atvinnumannsferilinn hjá Djurgården í Svíþjóð en spilaði einnig með SönderjyskE og FCK í Kaupmannahöfn, áður en hann hélt til Rússlands þar sem hann spilaði í tvö ár. Síðustu tvö árin hefur hann verið í Kína, þar sem hann spilaði með þremur félögum, og Taílandi. „Ég er mjög sáttur við minn feril. Maður getur alltaf hugsað til baka um eitthvað sem hefði getað farið betur en heilt yfir þá er ég mjög sáttur. Ég náði flestum af þeim markmiðum sem ég setti mér sem ungur drengur,“ segir Sölvi Geir sem segir að það hafi verið skemmtileg reynsla að spila í Asíu. „Það var frábært að fá að fara til Asíu og kynnast fótboltanum þar og menningunni. Þetta er mjög frá- brugðið Evrópu, sérstaklega í Kína. Ég upplifði margt skemmtilegt þar – mér tókst að verða bikarmeistari á fyrsta tímabili mínu í Kína og ég verð sennilega taílenskur meistari ef þeir klára leikina sína þar.“ Hann segist nú spenntur fyrir framhaldinu á Íslandi, hvar sem hann muni spila næsta sumar. „Ég náði ekki að spila lengi í efstu deild áður en ég fór út á sínum tíma, aðeins hálft tímabil. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ eirikur@frettabladid.is Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. Sölvi Geir Ottesen ætlar að spila í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttablaðið/SteFán Ég er feginn að vera kominn heim ég og lít á þennan tíma úti sem mjög góðan og skemmti- legan. Sölvi Geir Ottesen Domino’s-deild karla Þór ak. - njarðvík 85-92 Stigahæstir: Ingvi Rafn Ingvarsson 36, Marques Oliver 16/13 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 13/5 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 10 - Terrell Vinson 25/10 fráköst, Logi Gunnarsson 22, Maciek Stanislav Baginski 15, Oddur Rúnar Kristjánsson 12. Haukar - Höttur 105-86 Stigahæstir: Haukur Óskarsson 23, Kári Jónsson 22/13 stoðsendingar, Paul Ant- hony Jones III 16, Emil Barja 15/6 frák./8 stoðs. - Kevin Lewis 28/6 frák./6 stoðs., Mirko Stefan Virijevic 17. Keflavík - tindastóll 88-97 Stigahæstir: Reggie Dupree 19, Ágúst Orrason 15, Magnús Már Traustason 13, Cameron Forte 13/11 frák. - Pétur Rúnar Birgisson 26/7 frák./13 stoðs., Sigtryggur Arnar Björnsson 21, Antonio Hester 16. Þór Þorl. - Ír 69-77 Stigahæstir: Jesse Pellot-Rosa 18/12 frák., Halldór Garðar Hermannsson 10 - Ryan Taylor 22/15 frák., Kristinn Marinósson 19, Danero Thomas 16. efst ÍR 10 Tindastóll 10 KR 8 Keflavík 8 Njarðvík 8 Haukar 6 neðst Grindavík 6 Stjarnan 4 Þór Ak. 4 Valur 2 Þór Þorl. 2 Höttur 0 Nýjast olís-deild kvenna ÍbV - Fjölnir 33-22 Markahæstar: Ester Óskarsdóttir 7, Karólína Bæhrenz 6, Ásta Björt Júlíusdóttir 6, Sandra Dís Sigurðardóttir 5 - Andrea Jacobsen 6, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 4. Coca-Cola bikar karla Ír - Stjarnan 37-25 Víkingur - Fjölnir 28-34 Í dag 18.00 PGa: OHl Classic Golfst. 19.35 Svíþjóð - Ítalía Sport 3 19.45 Grindavík - Kr Sport 19.55 england - Þýskaland Sport 2 22.00 Domino’s Körfub.kv. Sport 04.00 lPGa: blue bay Golfstöðin Domino’s-deild karla: 19.15 Valur - Stjarnan Valshöll 20.00 Grindavík - Kr Mustad-h. Coca-Cola-bikar karla: 19.00 ÍH - akureyri Höllin, Ak. Coca-Cola-bikar kvenna: 20.00 HK - Selfoss Digranes 20.15 Ka/Þór - FH KA-heimili ÓLAfíA enn uM MiðjAn hÓP Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 36.-41. sæti á Blue Bay-mótinu í Kína en um síðasta hefðbundna mót tímabilsins á LPGA-mótaröðinni er að ræða. Ólafía lék á fjórum höggum yfir pari í fyrrinótt við krefjandi aðstæður. Hún er á samtals fjórum höggum yfir pari en aðeins 80 kylfingar taka þátt í mótinu og því enginn niðurskurður. Ólafía lék sinn þriðja hring í nótt, eftir að Fréttablaðið fór í prentun, en upp- lýsingar um gengi hennar má finna á íþróttavef Vísis. Útsending frá lokadegi mótsins hefst klukkan 04.00 í nótt á Golfstöðinni. Umspil um HM-sæti - Fyrri leikur norður Írland- Sviss 0-1 Króatía - Grikkland 4-1 1 0 . n ó v e M b e r 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U r16 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 1 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 F -C 1 A 8 1 E 2 F -C 0 6 C 1 E 2 F -B F 3 0 1 E 2 F -B D F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.