Fréttablaðið - 10.11.2017, Side 20

Fréttablaðið - 10.11.2017, Side 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Hér má sjá Sigurð, móður hans Stef- aníu Sigurðardóttur og systur hans. Hundurinn heitir Stefsstells Kolmars Krómi og hampar hér titlinum Besti hundur sýningar en hann er einmitt faðir hvolpsins Sigurs sem er í eigu Sigurðar. MYND/JÓN SVAVARSSoN Sigurður Edgar er einn vinsælasti boylesque-listamaður í Stokkhólmi. MYND/HAMpUS LEoNARDo DANIELSSoN „Saint Edgard er mjög óheftur boylesque- skemmtikraftur sem fyllir öll rými með kyn- þokka, stælum og spennu og gerir hluti sem Sigurður Edgar mundi aldrei gera.“ MYND/ FELIcIA LEMMEKE Stefsstells Kolmars Krómi var yfir sig glaður að hitta vin sinn aftur en Sigurður ólst upp með íslenskum fjárhundum og hefur m.a. starfað sem hundaþjálfari. Sigurður Edgar Andersen er kominn heim. Reyndar bara í stutta vinnuferð til að koma fram á þremur afmælissýningum Reykjavík Kabarett um helgina en hann getur ekki beðið eftir að háma í sig kúlusúkk og malt, eyða tíma með fjölskyldunni og gera það sem honum finnst skemmtilegast: kynna Saint Edgard fyrir Íslendingum og leyfa honum að leika lausum hala og gera hluti sem Sigurður Edgar myndi aldrei gera. Sigurður er 25 ára og ólst upp á Íslandi en hefur verið búsettur í Hässelby rétt fyrir utan Stokkhólm undanfarin þrjú ár. „Ég var mikið í samkvæmisdansi þegar ég var yngri og hin ástríðan mín var að rækta og sýna hunda og ég hef fundið farveg fyrir hvort tveggja eftir að ég flutti til Svíþjóðar. Ég kom oft í heimsókn til Svíþjóðar í tengslum við hundana en flutti alveg fyrir þremur árum af því að ég vildi prófa eitthvað nýtt og breyta til en mér fannst ég vera að festast á erfiðum stað hérna heima. Planið var að flytja út svo ég gæti unnið meira með hunda en ég hef verið kringum hunda síðan ég fædd- ist. Móðir mín, Stefanía Sigurðardótt- ir, ræktar íslenska fjárhundinn undir ræktunarnafninu Stefssells og hundar frá henni eru margverðlaunaðir í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. Ég elska hunda og hef fengið mörg tækifæri kringum þá, ferðast um heiminn til að sýna og kynnst mörgu yndislegu fólki.“ Hann segir Svía halda mikið upp á íslenska hestinn og íslenska fjárhundinn og margir eigi hvorn tveggja. „Hér er íslenski fjár- hundurinn notaður til vinnu, sýninga og svo er hann náttúrlega frábær fjöl- skylduhundur. Hundafólk erlendis hefur mikinn áhuga á tegundinni því íslenski fjárhundurinn hefur svo marga góða eiginleika. Hann vill alltaf vera með fólki og þóknast eiganda sínum. Þetta er ofboðslega blíð tegund og hún er vinsælli erlendis en hér heima. Það er eins og við kunnum ekki alveg að meta hann.“ Sigurður á sjálfur hvolpinn Sigur sem hann segir efnilegan sýningar- hund, skemmtilegan með æðislegan karakter. „Ég elska fátt meira en að fara út í skóg í labbitúr með Sigur eftir viðburðaríka helgi. Hundarnir halda mér á jörðinni.“ Saint Edgard og Sigurður Edgar Þótt upphaflega hafi íslenski fjár- hundurinn dregið Sigurð til Svíþjóðar eru hundaþjálfun og sýningar þó ekki hans aðalstarf heldur er hann einn þekktasti boylesque-listamaður Stokkhólms. „Mitt aðalstarf er að koma fram á Melt Bar sem þjónn og ég sýni þar allar helgar. Melt Bar er mjög miðsvæðis í Stokkhólmi, innblásinn af stemmingu þriðja ára- tugarins en allir þjónarnir eru líka skemmtikraftar og koma fram með söng, dans, burlesque eða boylesque og sirkusatriði. Svo kem ég líka fram í veislum á vegum einstaklinga eða fyrirtækja. Svo ef ég er ekki að baða hunda þá er ég að líma kristalla á búninginn minn. Ég er mjög þakk- látur fyrir hvernig líf mitt er að þró- ast!“  segir hann hlæjandi. Sigurður kemur fram undir sviðsnafninu Saint Edgard og hann viðurkennir að þeir Sigurður séu frekar ólíkir. „Saint Edgard er mjög óheftur boylesque- skemmtikraftur sem fyllir öll rými með kynþokka, stælum og spennu og gerir hluti sem Sigurður Edgar mundi aldrei gera.“ Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Fann sjálfsvirðingu í boylesque Saint Edgard varð til fyrir algjöra tilviljun fyrir tveimur árum. „Ég var búinn að leita lengi að vinnu meðfram hundasýningunum og sá auglýsingu frá Melt Bar þar sem var leitað að „performance waiter“ sem er heitið yfir það sem ég geri í dag. Þá hafði ég aldrei heyrt um burl- esque eða boylesque. En ég sendi þeim línu og var boðaður í prufu daginn eftir. Ég gleymi aldrei fyrsta kvöldinu því ég hafði ekki grænan grun um hvað beið mín og var frekar skeptískur. En svo kom Mrs. Murphy fram á sviðið og ég missti andlitið. Hvílíkt sjálfstraust og þokki! Hún var í rauðum kjól með rauða hanska, stóra og dramatíska skartgripi og heillaði alla í kringum sig. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og nú er ég heltekinn af þessu list- formi.“ Spennandi tækifæri fram undan Boylesque er karlaútgáfan af burl- esque og Sigurður segir það ganga út á sömu grunnatriði. „Boylesque inniheldur glamúr, gleði, frjálsræði, ástríðu, húmor, skemmtun og það fallegasta er að það eru engar reglur, það er undir þér komið hvernig þú vilt tjá þig og ná tengslum við áhorfendur og það er kannski það besta af þessu öllu.“ En skyldu vera mörg tækifæri fyrir boylesque-listamann í Stokk- hólmi? „Senan er vaxandi í Svíþjóð enda eiga Svíar mjög metnaðarfullt burlesque-listafólk. Þegar kemur að boylesque erum við ekki margir. Drag-senan hérna er mjög stór og á háu plani og það tekur tíma fyrir fólk að venja sig við eitthvað nýtt og öðruvísi. En mér hefur verið tekið mjög vel og er einmitt núna að skoða mörg spennandi tækifæri fyrir 2018.“ Kúlusúkk, slátur og kabarett Sigurður kemur til Íslands tvisvar til þrisvar sinnum á ári. „Þegar ég kem heim vil ég eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni og hundunum og anda að mér íslenska loftinu sem er best af öllu. Það fyrsta sem ég geri þegar ég lendi er alltaf að kaupa malt og kúlusúkk, eigum við að ræða það eitthvað? Og svo elska ég að komast í matinn hennar mömmu og í slátur til ömmu.“ Hann segir það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá tækifæri til að koma fram á Íslandi. „Þegar ég var yngri leið mér aldrei eins og ég passaði inn í en ég hef lært að maður verður að vera maður sjálfur og ekki hugsa of mikið um það sem öðrum finnst. Hamingjan er undir sjálfum þér komin og þú verður að þora að taka af skarið og fara þínar eigin leiðir. Mér finnst ég hafa fundið mína leið og er svo þakklátur fyrir að Margrét Erla Maack bauð mér að taka þátt í eins árs afmælissýningu Reykjavík Kabarett. Mamma og systir mín ætla að koma og ég skora á vini og ættingja að redda sér miða núna í kvöld eða annað kvöld og hafa gaman með okkur.“ Hamingjan er undir sjálfum þér komin og þú verður að þora að taka af skarið og fara þínar eigin leiðir. Mér finnst ég hafa fundið mína leið. Sigurður Edgar Andersen Framhald af forsíðu ➛ Ath! Eingöngu afgreitt fyrir hópa Nánari upplýsingar á sjavarbarinn.is fyrir hópa Aðeins 3.900 kr. á mann! Öðruvísi Jólahlaðborð Grandagarði 9 - Sími 517 3131 - sjavarbarinn.is Rjómalöguð sjávarréttasúpa Karrísíld Rússnesk rauðrófusíld Grafinn lax og karfi Tvíreykt sauðahangikjöt Forréttir Jólalambakótilettur í raspi Grillsteikt lambalæri bernaise Dönsk purusteik Allt góða og hefðbundna meðlætið Aðalréttir Hjónabandssæla Ís og ávextir Eftirréttir 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 F -E 9 2 8 1 E 2 F -E 7 E C 1 E 2 F -E 6 B 0 1 E 2 F -E 5 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.