Fréttablaðið - 10.11.2017, Side 22

Fréttablaðið - 10.11.2017, Side 22
Elín Albertsdóttir elin@365.is Pamela De Sensi flautuleikari hefur gert nútímaútgáfu af Pétri og úlfinum sem frumflutt verður í Hörpu á sunnudag. MYND/HANNA Það er Pamela De Sensi flautu-leikari sem er höfundur sögunnar ásamt Hauki Grön- dal. Verkið nefnist Pétur og úlfurinn … en hvað varð um úlfinn? Stórsveit Reykjavíkur flytur verkið sem segir frá úlfinum eftir að hann var kló- festur í sögu Prokofievs. Sögumaður er Guðjón Davíð Karlsson eða Gói. Pétur og úlfurinn lifna við í nýrri nútímaútgáfu Ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev er fyrir löngu orðið klassík. Framhald sögunnar hefur nú litið dagsins ljós og verður frumflutt í Silfurbergi, Hörpu, á sunnudag, kl. 14 og 16. Stórsveit Reykjavíkur flytur tónlistina við verkið. Pamela segir að verkið hafi verið lengi í vinnslu. „Við höfum unnið að því síðastliðin tvö og hálft ár að koma Pétri og úlfinum í þessa útsetningu. Þegar ég fór að vinna þetta með Stórsveitinni kom upp sú hugmynd að skrifa nýja tónlist við verkið. Þá fékk ég Hauk til að búa til tónlistina. Við erum mjög stolt af verkinu og teljum að okkur hafi tekist að færa það í nútíma- legt horf. Tónlistin er frumsamin í stórsveitarstíl og er ætlað að kynna börnum muninn á hljóðfæraheimi og stíl djassins ásamt og klassíska,“ segir Pamela. „Sagan fæst í bókar- formi með fallegum myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur og geisladiskur fylgir með.“ Pamela segir að úlfurinn hafi lært að haga sér skikkanlega eftir að hafa dvalið á bak við rimla í dýragarði. „Í sögunni fær úlfurinn frelsi og er eiginlega orðinn vegan en með þessari sögu viljum við senda góð skilaboð út í sam- félagið,“ segir Pamela sem er ítölsk en hefur búið á Íslandi í 14 ár. Þegar hún er spurð af hverju hún hafi flutt til Íslands, svarar hún: „Það var ástin.“ Pamela bætir við að eftir að hún sagði frá verkinu á Facebook hafi margir erlendir vinir hennar spurt hvort það verði ekki flutt á ítölsku og ensku. „Ég fékk mikil viðbrögð við færslunni.“ Pamela rekur Töfrahurð sem hefur það markmið að kynna klassíska tónlist fyrir ungu fólki. Tónlistinni er blandað saman á léttan hátt með fræðslu og skemmtun. Tónlistarævintýrið um Pétur og úlfinn hafði einmitt það markmið þegar það var samið árið 1936. Prokofiev, sem var rússneskur, var falið að semja sinfóníu þar sem einstök hljóð- færi hljómsveitarinnar yrðu kynnt fyrir ungum hlustendum. Pétur og úlfurinn er eitt vinsælasta verk allra tíma. Pamela segist hafa hug á að fara með sýninguna um landið en með smærri hljómsveit. Á sunnudag verða tvær sýningar í Hörpu og koma 25 djassdansarar frá Dans- listarskóla JSB fram á tónleikunum. Pamela hefur komið víða við í íslenskum tónlistarheimi. Hún er kennari við Tónlistarskóla Kópa- vogs og Tónlistarskóla Sigursveins. Þá hefur hún rekið Töfrahurð í tíu ár sem byrjaði sem tónleikaröð. „Mér fannst vanta tónlistarefni og bækur fyrir börn á Íslandi. Ég ákvað því að vinna í listsköpun sem væri sérhæfð fyrir unga hlust- endur.“ Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu kl. 14 á sunnudag og auka- tónleikar kl. 16. E F LIR / H N O T S K Ó G U R STELPUR KONUR STAÐURINN RÆKTIN Ekki eftir neinu að bíða! Síðustu TT – námskeiðin fyrir jól hefjast 19. nóvember Tökum mataræðið og ræktina föstum tökum og fyllum okkur af orku og léttleika! Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . N Óv e M B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 F -F C E 8 1 E 2 F -F B A C 1 E 2 F -F A 7 0 1 E 2 F -F 9 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.