Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2017, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 10.11.2017, Qupperneq 26
Netverslun á kínverskum vefsíðum eins og Tmall.com hefur margfaldast á örfáum árum. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Það er nóg að gera hjá póstafgreiðslumönnum í Kína á degi einhleypra. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Ungt fólk í Asíu verslar mjög mikið á netinu. Hlutabréf í Alibaba hafa tvöfaldast í verði á árinu. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Netverslun í Asíu hefur marg-faldast á örfáum árum. Tækniþróun og vöxtur milli- stéttarinnar eru stærstu áhrifaþætt- irnir og unga fólkið keyrir þróunina áfram, en í Asíu er meira af ungu fólki en í nokkurri annarri heims- álfu. Fyrir vikið eru Kínverjar nú ábyrgir fyrir 40% af allri netverslun í heiminum. Þessari þróun fylgja þó ný vandamál. Stökkbreyting Alibaba Langstærsti hluti netverslunar í Kína fer fram á síðum sem eru í eigu netverslunarrisans Alibaba, en fyrirtækið hefur ítrekað farið fram úr væntingum með vexti sínum. Tekjurnar aukast gríðarlega á hverju ári og hlutabréf í fyrir- tækinu hafa meira en tvöfaldast í verði á þessu ári. Nú er Alibaba að undirbúa stærsta söludag ársins, svokallaðan „Singles’ Day“ eða „dag einhleypra“, sem er haldinn 11. nóvember hvert ár. Dagurinn var upprunalega hátíðisdagur einhleypra í Kína, en Alibaba gerði þetta að útsöludegi árið 2009. Það ár seldi fyrirtækið vörur fyrir 50 milljónir Bandaríkja- dollara á þessum degi, en þremur árum síðar seldust vörur fyrir þrjá milljarða dollara og í fyrra seldust vörur fyrir 18 milljarða dollara á þessum eina degi. Vöxturinn hefur því verið gríðarlega hraður og gert er ráð fyrir að hann haldi áfram. Sérfræðingar segja að Asía, sér- staklega Kína, sé í þungamiðju alþjóðlegra breytinga á verslun, sem sé sífellt meira að færast yfir á netið. Árið 2015 tóku Kínverjar fram úr Bandaríkjamönnum og varð sú þjóð sem eyðir mestu á netinu og í dag eru Kínverjar ábyrgir fyrir 40% af allri verslun á netinu. Margfalt fleira ungt fólk í Asíu Unga fólkið í Asíu hefur tekið staf- rænum viðskiptum fagnandi og það er fyrst og fremst þetta fólk sem keyrir vöxtinn áfram. Sameinuðu þjóðirnar áætla að það séu 720 milljón manns á aldr- inum 15-24 ára í Asíu, ekki nema 47 milljónir í Norður-Ameríku og 82 milljónir í Evrópu. Á sama tíma er fólk að verða mun ríkara en nokkru sinni áður. Það er því engin furða að Asía keyri þessa þróun áfram af mestum krafti. Á sama tíma hafa líka orðið miklar framfarir í tækni og póst- flutningum í Asíu, sem ýtir enn frekar undir þróunina. Lög gegn vörusvikum Þessari miklu verslun hafa fylgt skuggahliðar. Kínverskir sölu- menn hafa orðið uppvísir að alls kyns vörusvikum, sem varð til þess að nýlega vöru sett lög í Kína sem gera yfirvöldum kleift að sekta svikahrappa að lágmarki um þrjár milljónir króna. Söluaðilar sem eyða neikvæðum umsögnum eða birta falsaðar jákvæðar umsagnir um vörur sínar á netinu geta átt von slíkum sektum. Hugmyndin með nýju lögunum er að hreinsa til í netverslun fyrir verslunaræðið á degi einhleypra, en Alibaba hefur verið gagnrýnt mikið fyrir skort á gæðaeftirliti. Sóun og mengun Annar og verri fylgifiskur þessarar gríðarlegu netverslunar er sóun og mengun. Samkvæmt könnun sem Shue Yan-háskóli í Hong Kong vann fyrir Greenpeace í Austur-Asíu endar ein af hverjum fjórum flíkum, sem Hong Kong-búar kaupa á netinu, í ruslinu án þess að vera notuð oftar en tvisvar. Algengustu ástæðurnar sem fólk gaf fyrir þessu voru að fötin væru óvönduð, pössuðu illa eða litu öðru- vísi út en það bjóst við. Þar sem fötin eru mjög ódýr hugsar fólk sig ekki vandlega um áður en það kaupir og lætur það ekki stoppa sig að fá stundum ekki það sem það vill. Fyrir vikið fara milljónir flíka í ruslið á hverju ári. En þótt fötin séu ódýr kosta þau náttúruna mikið. Þau fylla ruslahauga og mikil vatnsnotkun, plastnotkun og útblástur fylgir fram- leiðslunni. Því hvetur Greenpeace fólk til að hugsa vandlega um hvort það vanti fötin sem það er að hugsa um að kaupa. Netverslun eykst hratt í Asíu Í Asíu eykst netverslun mjög hratt. Netverslunarfyrirtæki græða á tá og fingi og fleira ungt fólk verslar á netinu þar en í nokkurri annarri heimsálfu. En þessi mikla verslun hefur slæmar hliðar. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is 4 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . N óv E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RNETSöLUDAGURINN 1 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 F -E 4 3 8 1 E 2 F -E 2 F C 1 E 2 F -E 1 C 0 1 E 2 F -E 0 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.