Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.11.2017, Blaðsíða 30
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is „Þegar ég panta í fyrsta sinn af einhverri síðu spyrst ég fyrir um hvort einhver sem ég þekki hafi reynslu af við- komandi síðu. Þegar Sólveigu Helgu Hjarðar sálfræðinema vantar föt eða annað fer hún í verslunar- ferð í tölvunni heima hjá sér. „Mér finnst mjög þægilegt að versla á netinu. Yfirleitt kynni ég mér vel þá vöru sem ég hef áhuga á að kaupa. Ef um er að ræða fatnað skoða ég vel númerin, kanna úr hvaða efni fötin eru og horfi jafnvel á myndbönd til að sjá betur snið og liti,“ segir Sólveig sem stundar fjarnám við Háskólann á Akureyri. Þarf ekki að snúa ættingjum Sólveig býr á Egilsstöðum og segir netverslun afar mikilvæga fyrir þá sem búa úti á landi, þar sem úrvalið er oft minna en í stærri bæjum. Hún byrjaði að versla á netinu í kringum sautján ára aldur- inn og uppgötvaði þá strax kostina sem felast í því að fá vöruna senda heim. „Ég kíki reglulega á íslenskar netverslanir, eins og heimkaup. is og ikea.is og finnst gott að geta pantað varning á þeim síðum í staðinn fyrir að fá ættingja eða vini til að snúast fyrir mig í Reykjavík. Ég fylgist líka vel með því sem er í gangi í Kringlunni og Smáralind og nýti mér oft tilboð sem ég rekst á á netinu,“ segir Sólveig. Inn á milli kaupir hún vörur á eBay og AliExpress en hvaða síður eru í mestu uppáhaldi hjá henni? „Ég er mjög hrifin af asos.com, boohoo.com, fashionnova.com og torrid.com sem eru kvenfata- verslanir. Ég kaupi líka margt á íslenskum síðum, eins og fotia.is. Úrvalið af íslenskum vefverslunum er alltaf að aukast.“ Keypti jólagjafirnar á netinu Sólveig segir aðalkostinn við net- verslun vera þann að úrvalið er breitt og hægt að kaupa í raun allt sem hugurinn girnist. „Fyrir jólin í fyrra pantaði ég rosalega mikið á netinu, ekki síst ef það voru tilboð Innkaupaferð í tölvunni heima Sólveig Helga Hjarðar var á menntaskólaaldri þegar hún verslaði í fyrsta sinn á netinu. Hún kaupir helst fatnað, snyrtivörur og gjafir í netverslunum, innlendum sem erlendum. Mér finnst mjög þægilegt að versla á netinu. Yfirleitt kynni ég mér vel þá vöru sem ég hef áhuga á að kaupa. Ef um er að ræða fatnað skoða ég vel númerin, kanna úr hvaða efni fötin eru og horfi jafnvel á myndbönd til að sjá betur snið og liti. í gangi. Ég keypti jólafötin mín og nær allar jólagjafirnar.“ Spurð hvaða ókosti það hafi að panta vörur á netinu segir Sólveig að það sé helst að sendingar- kostnaður geti verið hár og biðin eftir vörunni, ef hún skilar sér ekki á réttum tíma. „Ég held mig við netsíður sem ég þekki vel og hef góða reynslu af. Þegar ég panta í fyrsta sinn af einhverri síðu spyrst ég fyrir um hvort einhver sem ég þekki hafi reynslu af viðkomandi síðu. Reynslan skiptir miklu máli upp á hvort ég versla við viðkom- andi netverslun eða ekki.“ Sólveig segir netverslun tví- mælalaust vera framtíðina. „Ég þekki fjölda fólks sem kaupir vörur á netinu. Mér finnst eins og að þeir sem búa fyrir sunnan versli líka á netinu þótt úrvalið af búðum sé mun meira þar en úti á landi.“ En er eitthvað sem þú myndir alls ekki kaupa á netinu? „Nei, ég held ekki.“ Fyrir áhugasama er Instagram- síða Sólveigar solveighjardar. Pei er einföld greiðslulausn sem sett var á markað í byrjun árs 2016. Pei býður fjölbreyttar greiðslulausnir til að gera viðskiptavin- um kleift að ganga frá kaupum með greiðsluseðlum á öruggan og ein- faldan máta. Greiðsluleiðin Pei er einföld og örugg fyrir alla ein-staklinga. „Að borga með Pei gæti ekki verið auðveldara,“ segir Guðni Birkir Ólafsson, ráð- gjafi hjá Greiðslumiðlun. „Allt er gert rafrænt án korts og það tekur enga stund að klára kaupin sem þýðir að einstaklingur getur verslað á netinu án þess að eiga eða nota kreditkort,“ útskýrir hann. „Við notkun á Pei getur fólk valið eingreiðslu eða fjölgreiðslur og dreift á allt að 36 mánuði. Þegar valin er eingreiðsla fær viðkomandi 14 daga frest til að borga fyrir vöruna. Hægt er að kaupa vörur eða þjónustu með Pei í netverslunum og í verslunum hjá þjónustuaðilum okkar,“ segir Guðni. Tæplega 600 fyrirtæki bjóða upp á Pei greiðsluþjónustu og þeim fjölgar ört. Hámarks- heimild er 1,9 millj- ónir króna og getur hver og einn séð sína heimild á heima- síðunni Pei. is. Eina sem þarf eru rafræn skilríki eða Íslykill til að skrá sig inn í þjónust- una og kanna heimildina. Guðni segir að þessi möguleiki hafi komið að góðum notum hjá einstaklingum frá því að þjón usta Pei hófst hér á landi. „Þessi þjónusta hefur fengið frábærar viðtökur. Viðskipta- vinir eru almennt sammála um að þessi kostur sé frábær,“ segir Guðni og bætir við að fyrirtækið sé alltaf að bæta þjónustuna. „Á næstu dögum förum við af stað með þá nýjung að viðskiptavinir geta fengið aukinn greiðslufrest í 30 eða 60 daga eftir óskum. Fólk getur keypt jólagjafirnar núna og greitt fyrir þær 30 til 60 dögum seinna, að viðbættum þeim 14 daga fresti sem innifalinn er í þjónustu okkar. Dæmi má nefna að ef jólainnkaupin hefjast í byrjun desember þarf ekki að greiða vöruna fyrr en í janúar eða febrúar. Nýtt Pei app fer jafnframt í dreifingu á næstunni, sem mun bæta þjónustu við viðskiptavini okkar enn frekar,“ segir Guðni. „Við hvetjum fólk til að skrá sig hjá Pei og skoða heimildina sína. Það kostar ekkert að skrá sig,“ segir Guðni. Hægt er að fá frekari upplýsingar um Pei greiðsluþjónustu á heima- síðu www.pei.is eða með því að hringja í síma 527 5400. Pei – örugg leið til að versla á netinu Pei – greiðsluþjónusta hefur verið starfrækt frá árinu 2016. CMYK C 75 M 90 Y 5 K 0 C 0 M 50 Y 92 K 0 8 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . N óv e m B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RNetsöLudAGuRINN 1 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 F -D 5 6 8 1 E 2 F -D 4 2 C 1 E 2 F -D 2 F 0 1 E 2 F -D 1 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.