Fréttablaðið - 10.11.2017, Page 33

Fréttablaðið - 10.11.2017, Page 33
Við sjáum fram á um 30 pró-senta aukningu í innlendri netverslun til ársins 2021 en netverslun á Íslandi hefur aukist með hverju árinu. Stærstu dagarnir eru fram undan, 11.11. eða Singles’ Day á morgun, Black Friday þann 24. nóvember, Cyber Monday þann 27. nóvember og svo jólagjafainnkaup- in. Fólk nýtir sér það sérstaklega að panta á netinu síðustu dagana fyrir jól og sparar með því heilmikinn tíma. Margar netverslanir bjóða einnig upp á innpökkunarþjónustu svo fólk fær allt klárt heim að dyrum með Póstinum,“ segir Vésteinn Viðarsson, vörustjóri Póstsins. Fyrirtækið mæti aukinni netverslun Íslendinga með fleiri útkeyrslu- dögum og endurbættu kerfi. Keyrt út á laugardögum „Við höfum verið að keyra út pakkasendingar til einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu öll virk kvöld, milli klukkan 17 og 22. Nú höfum við bætt sjötta deginum við og keyrum einnig út á laugar- dögum, milli klukkan 12 og 17,“ útskýrir Vésteinn. „Þær netverslan- ir sem nýta útkeyrsluþjónustuna á laugardögum skila sendingunum til okkar á föstudegi og sendingar komast því til skila daginn eftir. Laugardagsferðirnar voru prufu- keyrðar í október og gengu mjög vel. Nú er þetta orðin föst þjónusta hjá okkur og var full þörf á þessari viðbót. Hér eru sífellt fleiri net- verslanir opnaðar og fólk er ánægt með að hafa þennan möguleika á laugardögum,“ segir Vésteinn. Nákvæmari tímasetning „Við erum einnig að gera breytingar á útkeyrslukerfinu í kjölfarið á aukinni netverslun. Breytingar sem gera okkur kleift að gefa við- skiptavinum okkar nákvæmari tímasetningu á því hvenær við rennum við með sendinguna,“ segir Vésteinn. „Núna er þetta þann- ig að viðskiptavinur þarf að vera heima frá 17 til 22, þessu viljum við breyta og stytta þennan tíma sem fólk þarf að bíða. Í dag er það þannig að þegar innlend netverslun sendir pakka með okkur, sendum við viðskiptavinum tölvupóst þegar pakkinn berst okkur og látum vita að hann sé væntanlegur. Þegar pakkinn fer inn í bílinn sendum við sms um að pakkinn sé að fara í útkeyrslu. Viðbótin sem nýja kerfið býður upp á er að við getum sent annað sms þegar útkeyrsluröðin er komin á hreint hjá bílstjóranum og gefið nákvæmari tímasetningu, til dæmis að pakkinn berist milli 17 og 19. Fljótlega munu viðskiptavinir svo geta fylgst með ferðum bílsins á korti, séð hvar hann er nákvæmlega staddur og fengið þá enn nákvæm- ari tímasetningu á því hvenær hann kemur heim til viðkomandi.“ Keyra út sex daga vikunnar Pósturinn mætir aukinni netverslun Íslendinga og keyrir nú vörur heim á höfuðborgarsvæðinu sex daga vikunnar. Þá er endurbætt útkeyrslukerfi í þróun. Vésteinn Viðarsson, vörustjóri Póstsins, segir fólk í auknum mæli nýta sér netverslanir til jólagjafakaupa og þau þægindi að fá pakkana heim að dyrum. „Fólk nýtir sér það sérstaklega að panta á netinu síðustu dagana fyrir jól og sparar með því heil- mikinn tíma,“ segir Vésteinn Viðarsson, vöru- stjóri Póstsins. MYND/EYÞÓR VIÐ SKILJUM EFTIR TILHLÖKKUN Í PÓSTBOXI Hægt er að nálgast pakka í póstboxi hvenær sem er sólarhringsins KYNNINGARBLAÐ 11 F Ö S T U DAG U R 1 0 . n óV e m b e r 2 0 1 7 NETSÖLUDAGURINN 1 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 F -F 7 F 8 1 E 2 F -F 6 B C 1 E 2 F -F 5 8 0 1 E 2 F -F 4 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.