Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 35
honum afarkosti. En það var aldrei
gert. Þarna misstum við báðar von
um að einhver gæti hjálpað okkur.
Systir mín missti hana alveg. Ég
nærri því. Það fylgdist enginn með
okkur. Það fylgdist enginn með
honum eftir þetta. Málinu okkar
var lokað held ég. Þetta var slæmur
tími. Ég átti þó góðar vinkonur og
það hjálpaði mér mikið. Einhverra
hluta vegna á ég auðvelt með að
tengjast fólki. Ég held líka að ég
hafi náð að varðveita góða eigin-
leika í mér. Að einhverju leyti er
það systur minni að þakka,“ segir
Alena og það dimmir yfir henni.
Hinir fullorðnu rétthærri
„Systir mín reyndi að halda
verndar hendi yfir mér. Stundum
hélt hún fyrir eyrun á mér svo ég
gæti sofnað þegar það var fyll-
erí. Hún var líka í vondri stöðu.
Mamma hafnaði henni. Mér líka.
En henni meira. Hún þurfti að vera
mér eins konar móðir. Á sama tíma
er hún bara barn og þurfti athygli.
Ég fékk stundum þessa athygli sem
hún þráði, sem yngsta barnið nýtur
stundum. Ég veit að það hefur verið
sárt. Barnavernd Reykjavíkur greip
of seint inn í. Tíminn líður óskap-
lega hægt hjá barni í vondum
aðstæðum,“ segir Alena sem segir
að á sama tíma virðist hann renna
hratt hjá í kerfinu sem tekst ekki að
ráðast inn í aðstæður barna. „Það
er vegna þess að þeir fullorðnu eru
rétthærri. Við eigum minni rétt á
góðu lífi en foreldrar okkar. Þann-
ig er það bara, sama hverju aðrir
reyna að halda fram.“
Varnarviðbragð Alenu var að
draga sig í hlé. „Ég gat leikið mér
tímunum saman einhvers staðar
úti í horni. Það var mitt varnarvið-
bragð. Ég geri það enn í dag og er að
vinna með þetta með sálfræðingi.
Ég tek mér frí frá heiminum, fjar-
lægist hann, fylgist samt með. Ég sá
allt. Ég heyrði allt.
Ég held að vegna þessa þá hafi
pabbi orðið hissa þegar ég fékk
loksins nóg,“ segir Alena.
Hún var orðin tólf ára þegar hún
fékk nóg. Þremur árum eftir að hún
flutti aftur heim frá öruggu skjóli
Hildu. „Ég var komin með nóg. Ég
vildi ekki lifa lífinu svona lengur. Ég
var lítið heima hjá mér. Ég var hjá
vinkonum mínum og á flakki. Systir
mín líka en á þessum tíma var hún
komin með kærasta. Ég var svolítið
ein. Ég borðaði eiginlega ekkert.
Var með alvarlegan næringarskort
svo það sá á mér. Ég var marin
um allan líkamann. Skólinn hafði
miklar áhyggjur af mér. Félagsráð-
gjafi reyndi ítrekað að ná til mín.
En ég þagði lengi vel. Sagði ekki
orð. Ég bara trúði ekki að nokkur
gæti hjálpað okkur systrum. Ekkert
hafði gerst. Ekkert borið árangur.
En svo bara gerðist það. Ég sagði
frá. Systir mín varð reið við mig.
Nú myndu allir krakkar vita að við
hefðum orðið fyrir ofbeldi. Ég vildi
ekki bera þessa ábyrgð lengur. Hún
er foreldra minna. Ég hringdi svo í
Hildu og spurði hana hvort einhver
hefði haft samband við hana. Hún
neitaði. Ég sagði henni að ég hefði
beðið um að koma til hennar. Búa
hjá henni.“
Erfitt að segja satt
Og það fékk hún.
„Hún bjargaði lífi mínu. Ég var oft
svo illa farin af hræðslu og kvíða að
ég svaf upp í hjá henni. Hélt í hana
og vildi ekki sleppa. Það leyfði hún
mér. En systir mín vildi ekki koma.
Það var of seint og hún var komin
með nóg af þessu hringli í kerfinu.
Hún hefur beðið um hjálp síðan
hún var lítið barn. Algjörlega búin
að gefast upp á kerfinu. Hún sem er
svo klár. Ég er reið yfir hennar hlut-
skipti en ég veit að ég er að gera rétt
með því að segja frá. Segja satt þótt
það sé erfitt. Það gæti fært mínum
nánustu kjark.“
Alena hefur ekki verið í góðu
sambandi við móður sína í nokkur
ár. „Hún lokaði alveg á okkur. Við
áttum gott spjall samt þegar ég var
þrettán ára. Þá kom hún til Hildu og
við spjölluðum. Það var gott og ég
geymi það. En svo lokaði hún aftur.
Ég hef núna farið tvisvar til Portúgal
og er forvitin um bakgrunn minn. Ég
þarf að rækta úr því sem ég get.“
Pabbi hennar er á Spáni. „Hann
veit að ég steig fram. Hann spurði
mig og ég sagði honum að svona
væri þetta. Ég hefði ákveðið að
segja frá þessu. Mér þykir vænt um
hann. Það má segja að mér þyki svo
vænt um hann að ég geri þetta.“
Hringið í lögregluna!
Hún biðlar til fólks að hætta með-
virkni og skipta sér af aðstæðum
þar sem ljóst er að börn séu í
hættu,. „Pabbi tók mig með á
pöbbarölt. Ef fólk sér börn í slíkum
aðstæðum þá verður það að hafa
samband við lögreglu eða bakvakt
reykjavik.is/lodir
Fimmtán íbúðir í Fossvogi
Skila skal skriflegu kauptilboði á tilboðsblaði í lokuðu umslagi merkt „Fossvogsvegur 8“ til
Þjónustuvers Reykjavíkurborgar Borgartúni 12-14, fyrir kl. 13:00 mánudaginn 4. desember.
Tilboð verða opnuð sama dag kl. 13:15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Tilboðsblöð og nánari upplýsingar eru á vef Reykjavíkurborgar – reykjavik.is/lodir
Byggingarréttur til sölu
Til sölu er byggingarréttur fyrir fimmtán íbúðir á Fossvogsvegi 8.
Gert er ráð fyrir að 11 íbúðir, sem mega vera allt að 144 m2 að stærð, verði á
tveimur hæðum og fylgja þeim 48 m2 þaksvalir. Þá verða fjórar íbúðir á einni hæð
og mega þær vera allt að 192 m2. Þrjár þeirra verða með 144 m2 þaksvölum og ein
íbúð með 48 m2 þaksvölum. Nánari upplýsingar eru í úthlutunarskilmálum.
Alena með eldri systur sinni.
Barnaverndar. Ekki hika.“
Framtíðin þykir henni björt. Hún
er nýflutt í litla leiguíbúð og vinnur
á sambýli og aðstoðar Hildu við að
passa börn. „Ég á móður í henni
og fjölskylda hennar er fjölskylda
mín. Ég er þakklát fyrir það sem ég
hef fengið í minn hlut. En nú vil ég
láta gott af mér leiða. Ég tek þátt í
stofnun samtaka fósturbarna. Við
þurfum að eiga okkur sterka rödd
og vinna í því að bæta rétt okkar.
Það er kominn tími til. Svo langar
mig að mennta mig og taka stúd-
entspróf. Halda áfram með líf mitt.
Það er margt sem ég hef farið á mis
við en ég er nógu sterk til að sækja
það. Ég er nógu vitur til að þiggja
hjálp til þess.“
En systir
mín vildi
Ekki koma.
Það var of
sEint og
hún var
komin mEð
nóg.
h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 35l A U g A R D A g U R 1 8 . n ó v e m B e R 2 0 1 7
1
8
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
4
0
-9
4
6
4
1
E
4
0
-9
3
2
8
1
E
4
0
-9
1
E
C
1
E
4
0
-9
0
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
2
0
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K