Morgunblaðið - 01.02.2017, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017
Reiknað er með að um 8,7 milljónir
farþega muni fara í gegnum flug-
stöðina árið 2017. Kemur fram í
farþegaspá Isavia að teikn sjáist í
spánni um að ferðamönnum muni
fjölga mikið yfir vetrartímann. Spá-
in gerir ráð fyrir tæplega 70 þúsund
fleiri brottfararfarþegum í janúar
2017 miðað við 2016. Þegar litið er
lengra aftur í tímann má sjá að árið
2010 voru um 50% ferðamanna að
koma til Íslands yfir hásumarið (júní
til ágúst) og 23% yfir vetrartímann
(janúar til mars, nóvember og des-
ember). Árið 2017 verður hins vegar
vetrinum í vil því áætlað er að um
35% ferðamanna komi yfir vetr-
armánuðina en einungis 33% yfir há-
sumarið.
yfir vetrartímann og segir bókunina
ganga betur en í fyrra.
„Sumarið hefur verið heiti tíminn í
gegnum tíðina. Ég myndi segja að
eftirspurnin væri töluvert meiri í ár
en í fyrra. Það er mjög erfitt að bæta
við fólki á sumrin, sumrin hafa verið
þétt bókuð mörg ár í röð en það eru
mjög jákvætt að sjá hvað hótelin eru
uppbókuð yfir vetrartímann,“ segir
Eva.
Ísland heitur reitur að vetri til
Farþegaspá Isavia fyrir árið 2017
reiknar með áframhaldandi vexti í
farþegafjölda hingað til landsins.
Flugfarþegar í Leifsstöð árið 2016
voru um 6,8 milljónir en það var
40,4% aukning frá árinu áður.
Mikið hefur verið flutt inn af er-
lendum gulrótum að undanförnu á
sama tíma og mikið magn er til af
góðum íslenskum gulrótum.
„Ég sel 75% minna af gulrótum
núna en á sama tíma í fyrra,“ segir
Ragnhildur Þórarinsdóttir hjá SR
grænmeti á Flúðum. „Út af því að
síðastliðið sumar og haust var svo
gott eru fleiri bændur sem eiga gul-
rætur á lager en auk þess er heil-
mikið flutt inn núna,“ segir Ragn-
hildur, sem selur aðallega til
heildverslunarinnar Innnes og í
Víðisverslanirnar. „Það er sorglegt
að vera að eyða gjaldeyri í gulræt-
ur þegar við eigum til nóg af þeim,
svo ég tali nú ekki um matar-
sóunina, en ef ég sel ekki mínar
gulrætur fara þær á haugana. Þá
verða kolefnasporin mörg að
óþörfu,“ segir Ragnhildur.
Óvön þessari stöðu
Gunnlaugur Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Sölufélags garð-
yrkjumanna, segir að uppskeran í
fyrra hafi verið góð og því til meira
af gulrótum nú en oft áður. „En það
sem er nýtt fyrir okkur er að það er
talsverður innflutningur á gulrót-
um á sama tíma. Það hefur ekki
verið áður innflutningur á gulrót-
um á meðan nóg er til af íslenskum,
það er staða sem við erum óvön,“
segir Gunnlaugur. „Grænmetis-
bændur vilja standa sig og eiga nóg
til af vöru og þá kemur þessi inn-
flutningur sem svolítill skellur.“
Hægt er að geyma góðar gulræt-
ur fram í maí svo að Gunnlaugur
býst við að flestir nái að selja lager
sinn að mestu þegar upp er staðið.
Hann segir söluna á íslensku græn-
meti heilt yfir vera góða en Sölu-
félag garðyrkjumanna sé alltaf að
berjast fyrir réttum merkingum á
grænmetinu og að gæta þess að
neytandinn fái réttar upplýsingar
um uppruna vörunnar.
Í Krónuverslunum er boðið upp á
lífrænar gulrætur frá Danmörku
sem Krónan flytur inn sjálf. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Ósk Heiðu
Sveinsdóttur, markaðsstjóra Krón-
unnar, leggja þau áherslu á að geta
boðið viðskiptavinum upp á lífræna
valkosti til blands við íslenska. Hún
segir Krónuna líka leggja mikla
áherslu á að bjóða upp á íslenskt
grænmeti og kaupa það sem í boði
er og stilla íslenskum gulrótum og
dönskum upp hlið við hlið í versl-
unum. ingveldur@mbl.is
Innlendar gulræt-
ur seljast hægar
vegna innflutnings
Mikið til af íslenskum gulrótum eftir
góða uppskeru Selur 75% minna
Gulrætur Nóg er til af innlendum
gulrótum á lager núna.
Svanfríður Jón-
asdóttir, nýr for-
maður Samráðs-
hóps um
endurskoðun bú-
vörusamninga,
segir að unnið
verði í samræmi
við ákvæði bú-
vörusamninga.
„Þetta verður
þjóðarsamtal.
Þannig verða við borðið fulltrúar
sem flestra sjónarmiða en um leið
mikil þekking. Það er mikilvægt að
landbúnaðurinn búi við ákveðið ör-
yggi og mikilvægt að finna sátt fyr-
ir alla, neytendur og bændur.“
Fara á fram ákveðið
þjóðarsamtal í
samráðshópnum
Svanfríður
Jónasdóttir
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Mér finnst það sérkennilegt að verið
sé að taka fagmennsku úr nefndinni
og færa aukna pólitík inn í hana með
nýrri skipan nefndarmanna,“ segir
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður
Framsóknarflokks og fyrrv. sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, um
breytingu Þorgerðar Katrínar Gunn-
arsdóttur, sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, á skipan samráðshóps
um endurskoðun búvörusamninga.
„Ekki er bara tekinn út formaður
nefndarinnar, sem kom úr háskóla-
samfélaginu, og settur inn nýr for-
maður, fyrrverandi þingmaður Sam-
fylkingarinnar, heldur er bætt við
fulltrúa heildsala. Þetta snýst um lifi-
brauð bænda og skyldur þeirra til að
sinna neytendum. Á leiðinni þangað
eru alls konar milliliðir en þeir eiga
enga kröfu um að vera í þessum hóp
og óeðlilegt að þeir séu það. Markmið
heildsala er eingöngu að auka gróða
sinn sem mest,“ segir Gunnar og vísar
til fulltrúa Félags atvinnurekenda,
sem kemur nýr inn í samráðshópinn.
Þá segist Gunnar óttast að ný ríkis-
stjórn opni landið fyrir innflutningi.
Áhersla á umhverfismál
Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytinu segir að
með breyttri skipan samráðshópsins
sé sérstaklega verið að horfa til þess
að auka vægi umhverfis- og neyt-
endasjónarmiða í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Hefur Svanfríður Jónasdóttir, fyrr-
verandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggð-
ar og fyrrverandi alþingismaður, ver-
ið ráðin formaður hópsins auk þess
sem fulltrúum hans er fjölgað úr tólf í
þrettán.
Umhverfisráðherra mun þá til-
nefna einn fulltrúa og Félag atvinnu-
rekenda annan. Hefur skipan þriggja
fulltrúa af fimm sem fyrri ráðherra
skipaði án tilnefningar verið aftur-
kölluð. Í þeirra stað hefur ráðherra
skipað Brynhildi Pétursdóttur, fyrr-
verandi alþingismann og starfsmann
Neytendasamtakanna, og Svanfríði
Jónasdóttur.
Gagnrýnir skipan í nefnd
Þorgerður Katrín hefur breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvöru-
samninga Gunnar Bragi óttast að opna eigi landið fyrir innflutningi
Nýlokið er útboði sem Ríkiskaup sáu um fyrir Hagstofu Íslands og Ferða-
málastofu um framkvæmd landamærarannsóknar meðal farþega á leið úr
landi. Mun ekki hafa fengist jafnmikið fjármagn í slíkt verkefni áður. Fram
kemur í útboðsgögnum, að rannsóknin verði gerð með könnun á Keflavík-
urflugvelli, sem fylgt verður eftir með vefkönnun. Beinist rannsóknin að
erlendum ferðamönnum sem hafa dvalið á Íslandi og Íslendingum búsett-
um erlendis sem ferðast til Íslands. Vonir standa til að um 60% svarhlut-
fall fáist í netkönnuninni, m.a. með því að bjóða þátttakendum upp á ein-
hverskonar glaðning, sem verkkaupinn mun standa undir kostnaði við.
Ætla að efla tölfræðiupplýsingar
LANDAMÆRARANNSÓKN, GAGNAÖFLUN MEÐAL FERÐAMANNA
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Starfsmenn á hótelum hérlendis
reikna með því að hótelin verði full-
bókuð í sumar en sum þeirra eru það
nú þegar. Þá hafa þau einnig fundið
fyrir miklum mun í bókunum yfir
vetrartímann og fagna því að hótel-
starfsemi sé orðinn heilsársstarf-
semi hérlendis.
Finna fyrir fjölgun í febrúar
„Það er nánast orðið troðið, eigum
næst lausa helgi í október. Þetta er í
raun ótrúleg staða í febrúar,“ segir
Gunnar Már Árnason, bókunarstjóri
Fosshótels, en hann hefur starfað í
hótelbransanum í rúm 20 ár. „Við er-
um með einhverja örfáa daga hér og
þar sem eru lausir en annars erum
við með u.þ.b 80% bókun út árið nú
þegar.“ Mikil aukning hefur verið í
bókunum yfir vetrartímann og fagn-
ar Gunnar því. „Febrúar og janúar
hafa hingað til verið dauðir tímar í
hótelbransanum en nú eru þetta
mánuðir þar sem er brjálað að gera
hjá okkur. Í janúar í fyrra var um
35% bókun hjá okkur en nú erum við
að klára mánuðinn í ár með 80%
bókun,“ segir Gunnar.
Eftirspurn meiri en í fyrra
Eva Silvernail, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs CenterHotels, segir
þau einnig vera að upplifa aukningu
Morgunblaðið/Eggert
Hrímland Ferðamenn láta frostið ekki á sig fá, heldur sækjast þeir frekar í hrím en hásumar í ár.
Hótel fullbókuð fyrir
árið í byrjun febrúar
Aukning yfir vetrartímann Hásumarið fullbókað
Ríkissáttasemjari lagði í gærkvöldi
fram miðlunartillögu í deilu Kenn-
arasambands Íslands vegna Félags
kennara og stjórnenda í tónlistar-
skólum (FT) og Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Kjarasamningur aðila
rann út þann 31. október 2015 og var
málinu vísað til ríkissáttasemjara,
þann 27. apríl 2016. Haldnir hafa
verið 20 árangurslausir fundir í mál-
inu og telur ríkissáttasemjari að
frekari sáttaumleitanir beri ekki ár-
angur, segir í tilkynningu frá Rík-
issáttasemjara.
Þar segir enn fremur að sam-
komulag hafi náðst á milli samnings-
aðila um öll meginatriði, að undan-
skildu því að hvaða leyti
samningslaust tímabil er bætt og
gildistíma samningsins. Því hefur
ríkissáttasemjari lagt fram miðlun-
artillögu til lausnar deilunni sem
byggist á fyrirliggjandi samkomu-
lagsdrögum auk þess sem tekið er á
útistandandi ágreiningi.
Félagsmenn í FT annars vegar og
stjórn Sambands íslenskra sveitarfé-
laga hins vegar munu greiða atkvæði
um miðlunartillöguna en atkvæða-
greiðslan hefst svo skjótt sem verða
má og henni lýkur kl. 13:00 föstudag-
inn 10. febrúar næstkomandi.
Miðlunartillaga í deilu
tónlistarkennara
Samkomulag um öll meginatriði