Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager og á leiðinni Sími 4 80 80 80 2017 Ram Laramie Sport Með 6,7L Cummins, loftpúðafjöðrun og Aisin sjálfskipting. 2016 GMC All Terrain 3500 GFX Ultimate pakki, stórglæsilegur. 6.6 lítra Duramax,sóllúga, 2016 Suburban LTZ 7 manna bíll, fjórir kapteinsstólar, Blu Ray spilari, sóllúga o.fl. 5,3L V8, 355 Hö. VERÐ 10.560.000 VERÐ 14.990.000 VERÐ 10.190.000 1. febrúar 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 116.07 116.63 116.35 Sterlingspund 145.59 146.29 145.94 Kanadadalur 88.25 88.77 88.51 Dönsk króna 16.684 16.782 16.733 Norsk króna 13.933 14.015 13.974 Sænsk króna 13.132 13.208 13.17 Svissn. franki 116.17 116.81 116.49 Japanskt jen 1.0123 1.0183 1.0153 SDR 157.26 158.2 157.73 Evra 124.1 124.8 124.45 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 155.6021 Hrávöruverð Gull 1198.8 ($/únsa) Ál 1806.0 ($/tonn) LME Hráolía 55.47 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Eigendur Ikea á Íslandi hafa til- kynnt að þeir hyggist opna sambæri- lega verslun í Riga, höfuðborg Lett- lands, í ágúst á næsta ári. Frá þessu greinir LSM, ríkisfjölmiðillinn í Lettlandi. Er það önnur verslunin sem þeir opna í Eystrasaltsríkjunum því árið 2013 opnuðu þeir verslun í Vilníus í Litháen. Framkvæmdir við hina nýju versl- un, sem staðsett verður um átta kíló- metra austur af miðborg Riga, hefj- ast nú á vordögum og mun hún verða 34.500 fermetrar að stærð. Þá er gert ráð fyrir 1.000 bílastæðum við verslunina. Sigurður Gísli Pálmason, einn eigenda verslunarinnar, stað- festir í samtali við LSM að fjárfest- ing í verslunarhúsnæðinu kunni að verða um 100 milljónir evra, jafngildi 12 milljarða íslenskra króna. Hluti af undirbúningi fyrir opnun verslunarinnar felst í að laga gatna- kerfi nærumhverfis verslunarinnar að þörfum hennar. Þannig hafa for- svarsmenn hennar undirritað sam- starfssamning við borgarstjóra Riga varðandi þá aðlögun. Greina þar- lendir fjölmiðlar frá því að fjárfest- ing borgarinnar í innviðum, sem ætl- að er að tryggja gott aðgengi að versluninni, muni verða í kringum 500 þúsund evrur eða ríflega sextíu milljónir króna. Gert er ráð fyrir að um 300 starfs- menn muni koma að uppbyggingu verslunarhúsnæðisins og þá er einn- ig gert ráð fyrir að um 400 störf verði til í tengslum við verslunarrekstur- inn sjálfan þegar hann verður kom- inn í fullan gang. ses@mbl.is Íslendingar opna Ikea í Lettlandi  Fjárfesting upp á allt að 12 milljarða IKEA Fjárfestingin í Lettlandi er áætluð allt að 100 milljónir evra. ● Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað að nýju í stýrinefnd sem hefur það verkefni með höndum að vinna að fullri losun fjármagnshafta. Í henni sitja Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Benedikt Árnason, tilnefndur af for- sætisráðherra, Guðmundur Árnason, til- nefndur af fjármálaráðherra, Már Guð- mundsson seðlabankastjóri og Ragnhildur Arnljótsdóttir, tilnefnd af for- sætisráðuneyti. Ný haftanefnd skipuð Burlington er írskt skúffufyrir- tæki bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner í New York og er eitt af 480 fyrirtækjum sem eru skráð hjá aflandsþjónustu Deutsche International Finance á Írlandi, samkvæmt grein The Irish Times á síðasta ári. Ríkið seldi vogunarsjóðnum Snemma á síðasta ári tilkynnti Fjármálaeftirlitið að ríkissjóði, í gegnum Lindarhvol ehf. sem ann- ast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs, væri heimilt að fara með 20% óbeinan eignarhlut í Lýsingu eftir að hafa eignast 17,6% hlut Klakka. Hlutinn eignaðist ríkið vegna stöðugleikaframlags Kaup- þings. Seint á síðasta ári seldi ríkið þennan hlut til dótturfélags Burl- ington, BLM fjárfestinga ehf., eftir að hafa fengið tilboð frá þremur að- ilum. Burlington á eftir kaupin 75% hlut í Klakka. Svigrúm til túlkunar Lögfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við voru á því að Fjármála- eftirlitið hefði mikið svigrúm til mats þegar kemur að því að meta hæfi aðila til að eiga íslensk fjár- málafyrirtæki og litið væri til ým- issa skilyrða. Erfitt væri þó að full- yrða að mat á Burlington Loan Management sem hæfum eiganda fjármálafyrirtækis væri ekki for- dæmisgefandi, eins og Jón Þór Sturluson sagði í Morgunblaðinu í gær. Fékk heimild FME nánast án eigin fjár  Burlington með 8 milljarða dala umsvif en 2.624 dali í eigin fé AFP Írland Burlington Loan Managment er skráð í fjármálamiðstöðinni í Dublin. Í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka er gert ráð fyrir að hús- næðisverð muni hækka um 34,4% fram til ársloka 2019. Er matið háð ströngum forsendum og bendir bankinn á að breyttar forsendur geti aukið eða slegið á verðhækkanir. Sviðsmynd bankans gerir þó ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka um 14% á þessu ári, 9,7% árið 2018 og 7,5% árið 2019. Segir bankinn að húsnæðisverð hafi hækkað sífellt hraðar síðustu mánuði og að árshækkunin á höfuð- borgarsvæðinu hafi í desember num- ið 15%. Þá hafi önnur svæði einnig tekið við sér og að húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hafi hækkað um 20% síðastliðna 20 mán- uði og er sú hækkun að mestu tengd verðhækkunum í nágrannasveitar- félögum höfuðborgarsvæðisins. Skýringar á sífellt hærra verði tengjast fyrst og fremst hagstæðu efnahagsástandi, fólksfjölgun, kaup- máttaraukningu og góðu aðgengi að lánsfé. Þá bendir Arion banki einnig á að skortur á íbúðarhúsnæði hafi sín áhrif til hækkunar. Þannig þurfi að byggja að minnsta kosti 8.000 íbúðir á næstu árum til að halda í við fólks- fjölgun og að inni í þeim tölum sé ekki fyllilega tekið tillit til uppsafn- aðrar þarfar á síðustu árum. Spá bankans bendir til að litlar líkur séu á að takast muni að anna fyrrnefndri eftirspurn. Gangi spá bankans eftir mun hús- næðisverð að öllum líkindum hækka töluvert umfram flestar undirliggj- andi stærðir í hagkerfinu, meðal annars kaupmátt ráðstöfunartekna. Í skýrslunni er bent á að af þeim sök- um sé ástæða til að vara við ofhitnun á markaðnum til lengri tíma litið. ses@mbl.is Spá 34% hækkun fasteignaverðs  Gott efnahags- ástand meðal þess sem ræður mestu Morgunblaðið/Kristinn Spenna Bankinn spáir myndar- legum hækkunum á fasteignaverði. Lýsing er meðal elstu fjármála- fyrirtækja landsins og elsta starfandi eignaleigufyrirtækið. Það annast einkum fjármögnun á atvinnutækjum og bifreiðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Samkvæmt árshlutareikningi var hagnaður félagsins fyrstu sex mánuði 2016 um 285 millj- ónir króna. Leigusamningar og útlán námu um 17 milljörðum króna um mitt síðasta ár en handbært fé var um 5,9 milljarðar. Eignir félagsins voru liðlega 25 millj- arðar króna og eigið fé tæplega 11 milljarðar. Handbært fé um 6 milljarðar TRAUST STAÐA LÝSINGAR BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management DCA, sem hefur verið umsvifamikill fjárfestir á Íslandi frá hruni, og var í liðinni viku met- inn hæfur til að fara með fullan eignarhlut í fjármálafyrirtækinu Lýsingu í gegnum eignarhald sitt á eignarhaldsfélaginu Klakka, er með aðeins 2.624 Bandaríkjadali í eigið fé, eða um 305 þúsund íslenskar krónur. Hlutafé í félaginu er enn minna, eða 3 hlutir að nafnverði 1 dalur hver, eða samtals um 350 krónur. Þetta kemur fram í árs- reikningi félagsins fyrir árið 2015 sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Samkvæmt ársreikning- um er félagið skilgreint sem góð- gerðarfélag á Írlandi. Stjarnfræðileg umsvif Fjármálaumsvif Burlington eru stjarnfræðileg í samhengi við fyrr- greindar tölur, en skuldir félagsins nema rúmum 8 milljörðum dala, eða um 935 milljörðum króna, og eignirnar eru nánast þær sömu. Mismunurinn er fyrrgreint eigið fé. Hagnaður félagsins eftir skatta nam 375 dölum árið 2015 og var einnig 375 dalir árið á undan, eða um 44 þúsund krónur. Jón Þór Sturluson, aðstoðarfor- stjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í Morgunblaðinu í gær að ítarleg könnun hefði verið gerð á eignar- haldi Burlington. Flókið sé að ákvarða hver hinn raunverulegi eigandi félagsins sé. „Við teljum hins vegar að öllum kröfum hafi verið fullnægt í þessu tilviki,“ sagði Jón Þór, en í lögum um fjármála- fyrirtæki kemur fram að fjárhags- staða umsækjanda sé eitt þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.