Morgunblaðið - 01.02.2017, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017
✝ Vigdís fæddistí Reykjavík 17.
október 1951. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 19. janúar
2017.
Foreldrar henn-
ar eru Soffía Pét-
ursdóttir, f. 1.
september 1928,
og Helgi Pálmars-
son, f. 9. janúar
1924, d. 11. október 1989. Vig-
dís giftist Guðbrandi Haralds-
syni, f. 10. október 1948. Börn
þeirra eru: 1) Haraldur, f. 29.
júlí 1970, í sambúð með Tinu
Merethe Henriksen, f. 1967.
Synir þeirra eru Per Henrik og
Guðbrandur Martin. Tina á tvö
börn úr fyrra sambandi: José
Miguel og Anne Talita. 2)
Helgi, f. 15. októ-
ber 1972, dætur
hans eru Vigdís
Arna, Hugbjörg og
Unnur Birta. 3)
Sigrún, f. 3. desem-
ber 1976, d. 22. jan-
úar 1983. 3) Stúlka,
fædd 1986, látin
samdægurs. 4) Sig-
rún Ósk, f. 13. des-
ember 1987, í sam-
búð með Baldri
Kristjánssyni, f. 1989. Bræður
Vigdísar eru: a) Halldór, f. 11.
september 1950, giftur Selmu
Antonsdóttur. b) Ómar, f. 26.
september 1953, og c) Ásgeir, f.
6. júlí 1960, giftur Stefaníu
Gissurardóttur.
Vigdís verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 1. febr-
úar 2017, klukkan 13.
Elsku mamma, í dag fylgjum
við þér til hinstu hvílu. Minning
þín mun alltaf lifa í hjörtum okk-
ar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Haraldur og fjölskylda.
Elsku amma, orð fá ekki lýst
hversu mikið þín er saknað. Við
eigum svo yndislegar minningar
um þig sem munu alltaf varðveit-
ast í hjarta okkar. Svo góðhjört-
uð, yndisleg og skemmtileg kona.
Þú átt svo marga sem elska þig
og munu sakna þín, enda ekki
annað hægt. Ert besta amma í
heimi.
Þín saknað er,
í hjarta okkar minningu ber,
þér betur núna líður,
og eftir okkur bíður.
Þínar ömmustelpur,
Vigdís Arna og Hugbjörg.
Kær mágkona mín hefur kvatt
þetta líf. Það gerðist nokkuð
óvænt og allt of snemma. Eftir
sitjum við og syrgjum góða konu.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Blessuð sé minning Vigdísar
Helgadóttur.
Elsku amma Soffía, Brandur,
Halli, Helgi, Sigrún Ósk og fjöl-
skyldur, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Stefanía.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þínar bræðradætur,
Ásta, Sólveig og Aldís.
Mig langar að skrifa nokkrar
línur til að minnast nöfnu minnar,
hennar Vigdísar, um leið og ég
votta fjölskyldunni samúð mína.
Í hvert sinn sem maður hitti
Viggu var hún dugleg að minnast
skemmtilegra atburða um börnin
og barnabörnin, t.d. frásöguna af
dóttur minni, henni Vigdísi Örnu,
þegar hún var níu ára og mætti
með vinkonu sína í heimsókn til
ömmu til að sanna fyrir vinkon-
unni að amma hennar gæti farið í
splitt og viti menn, amma Vigga
gerði sér lítið fyrir og fór í splitt
við mikla kátínu stelpnanna.
Hún Vigga var yndisleg amma
dóttur minnar og tók mér einnig
eins og dóttur. Síðar þegar ég
eignast son minn, hann Hilmi, þá
opna þau Vigga og Brandur einn-
ig hjarta sitt og heimili fyrir hon-
um. Já, þarna var á ferðinni
hræsnislaus og einlægur kær-
leikur.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Takk fyrir kynnin í von um að
sjást aftur í nýjum og réttlátum
heimi Guðs.
(Jóh 5:28,29; Opb 21:3,4)
Vigdís (Vidda).
Fallið lauf
eftir sit ég hljóð
tárin falla.
Ég stari á kertalogann
það er þögn í hjarta mínu
ég bið
í hljóðri bæn
bið fyrir þér.
Eitt skarð enn
ég rétti fram hönd mína.
Kveiki á kerti
horfi á logann
og hugsa í þögninni.
Enn og aftur
falla tárin
allt er hljótt
eitt lauf enn
hefur fallið
af fallega trénu.
(Solla Magg)
Mikið varð ég slegin, elsku
Vigga mín, þegar þær fréttir bár-
ust til mín að þú hefðir kvatt
þennan raunheim okkar. Við sem
vorum nýfarnar að spjalla saman
eftir dálítið langan tíma en viss-
um alltaf hvor af annarri og alltaf
á leiðinni að hittast sem við vor-
um búnar að ákveða að við mynd-
um gera einhvern daginn. Síðast
spjölluðum við saman í síma ekki
fyrir svo löngu síðan, þá rifjuðum
við upp skemmtilegar stundir
sem við áttum á Björgunum á
Patreksfirði í gamla daga, þær
stundir eru ógleymanlegar og lifa
með mér um ókomin ár. Minn-
ingin um þig, elsku Vigga, er um
svo yndislega góða konu með fal-
lega brosið og góða skapið. Lífið
er ekki alltaf dans á rósum og það
sýndi sig þegar sorgin barði að
dyrum hjá ykkur fjölskyldunni
og setti stórt mark í hjarta ykkar
sem þér reyndist svo erfitt að
yfirstíga. Elsku Vigga mín, ég
veit að þú ert umvafin fallegu
englunum þínum sem tóku á móti
elsku mömmu og munu passa þig
í fallegu blómabrekkunni. Hjart-
ans þakkir fyrir samfylgdina,
elsku besta Vigga mín, ég mun
alla tíð minnast þín með kærleik
og hlýju.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku besti Guðbrandur minn,
ég votta þér og börnunum þínum,
barnabörnum, barnabarnabarni,
tengdabörnum og elskulegri
tengdamóður þinni mína dýpstu
samúð.
Sólveig Sigríður Magn-
úsdóttir (Solla Magg).
Ég kynntist Vigdísi fyrst þeg-
ar ég var bara smástelpa í Fella-
hverfinu. Ég held að flestallir
krakkarnir í hverfinu hafi þekkt
hana. Hún var amman á róló sem
alltaf heilsaði manni og brosti til
manns úti í búð eða úti á götu.
Seinna varð ég svo heppin að
Sigrún Ósk varð „bestasta“ besta
vinkona mín og var ég eins og
heimalningur í Fannarfellinu öll
unglingsárin.
Þegar ég frétti að hún væri
farin kom flóð minninga og til-
finninga og svo margt sem ég
hefði viljað segja.
Elsku Vigga. Það var ekki allt-
af auðvelt að vera unglingur án
þess að hafa mömmu nálæga, en
þú brúaðir bilið algjörlega! Sér-
staklega eftir að amma dó! Þú
varst alltaf tilbúin að hlusta og
faðma þegar á þurfti að halda.
Það voru hlý og góð faðmlög.
Ég vil og vona að þú vitir hvað
þú reyndist mér rosalega vel og
hversu ótrúlega þakklát ég er
fyrir að hafa haft þig til staðar.
Ég á svo margar dásamlegar
minningar um þig sem ég mun
alltaf varðveita.
Elsku Brandur, Sigrún og fjöl-
skylda.
Innilegar samúðarkveðjur.
Megi ljós og hlýhugur umvefja
ykkur og kærleikurinn vernda.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(GJ)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(MJ)
Hjartans kveðjur frá Dan-
mörku.
Lilja Rós Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Vigdís Helgadóttir
Nú þegar
ásetningur yfir-
valda virðist
vera að opna
flóðgáttir fyrir
svokallaða
flóttamenn inn í
landið væri lág-
markskrafan að
skoðað væri
hvað það muni
kosta íslenskt
samfélag í fjármunum og ýms-
um neikvæðum hliðarverkun-
um. Hvað mun það kosta í
beinum fjárútlátum, hvað mun
það kosta í verra þjóðlífi, hvað
mun það kosta í minni þjóð-
artekjum á mann og breyttu
samfélagi?
Reynslan er hvarvetna sú, að
atvinnuþátttaka múslímskra
flóttamanna á Vesturlöndum
er afar lág um leið og af-
brotatíðni er miklu hærri en
hjá öllum öðrum þjóðfélags-
hópum hvort sem það eru inn-
fæddir eða aðrir innflytjendur.
Auk þess þarf enginn að efast
um að löndin með mörgum
múslímskum innflytjendum
breytast til hins verra með
auknu öryggisleysi almennra
þegna, auknum glæpum, auk-
inni spennu og versnandi af-
komu svo ekki sé talað um
hryðjuverkin sem fylgja músl-
ímskum innflytjendum.
Lítum til reynslu Dana. Árið
2010 tosaðist atvinnuþátttaka
hjá flóttamönnum, sem eru yf-
irgnæfandi múslímar, í 8% eftir
árið. Þetta var áður en flóð-
bylgjan stóra skall á Vestur-
Evrópu 2015. Tölur um at-
vinnuþátttöku flóttamanna
hafa síðan enn versnað. Núna
segja tölur frá Dönum 2016 að
atvinnuþátttaka flóttamanna
er um 2% eftir árið þrátt fyrir
að stjórnvöld hafi lagt sig fram
um að hjálpa flóttamönnum að
komast á vinnumarkaðinn með
námskeiðum og með því að
greiða atvinnurekendum til
þess að aðlaga flóttamenn að
störfum með lærlingsstöðum.
Velferðarkerfið verður að
halda uppi 98% af flóttamönn-
um eftir árs aðlögun og reynsl-
an kennir að langstærsti hluti
þeirra verður alltaf þurfalingar
og komandi kyn-
slóðir þeirra
einnig.
Sama reynsl-
an og Danir hafa
liggur fyrir hvar-
vetna fyrir þar
sem tölur eru að-
gengilegar t.d. í
Þýskalandi.
Þetta er ekki
eina sameigin-
lega reynslan
heldur önnur og
verri: Ógnvæn-
leg aukning í alls
kyns glæpum, sérstaklega of-
beldisglæpum svo sem nauðg-
unum, líkamsmeiðingum og
manndrápum. Tölur um
glæpatíðni flóttamanna eru
óskemmtilegar að svo miklu
leyti sem þær eru aðgengileg-
ar en mikillar tilhneigingar
gætir til þess að fela þessar
tölur.
Glæpatíðnin heldur svo
áfram að vera mjög há hjá
múslímskum innflytjendum
kynslóð eftir kynslóð. Múslím-
ar eru t.d. um 70% af öllum
föngum í Frakklandi þó að
þeir séu aðeins um 10% þjóð-
arinnar. Það vill segja að
múslímar í Frakklandi eru 21
sinnum líklegri til að gerast
sekir um alvarlega glæpi, sér-
staklega ofbeldisglæpi, en
aðrir þjóðfélagshópar að með-
altali að sögn þessara talna.
Allar tiltækar tölur um glæpa-
tíðni á Vesturlöndum benda í
sömu átt. Þannig er t.d. sagt
að um 80% nauðgana í Svíþjóð
a.m.k. stafi frá múslímskum
karlmönnum sem eru rúm 2%
af íbúum.
Þeirrar hugsunar virðist
gæta hér að Íslendingar séu
miklu færari að taka við er-
lendum flóttamönnum en aðr-
ar þjóðir eru. Hörmuleg
reynsla annars staðar muni
því ekki endurtaka sig hér.
Við ættum ekki að þurfa að
velkjast í vafa um þetta atriði.
Alkunna er að Akurnesingar
tóku afar vel á móti 28 rík-
isfangslausum arabískum
flóttamönnum fyrir tæpum
áratug. Einkaaðilar og sveit-
arfélagið sinntu verkefninu af
alhug. Nú skyldi sýna efa-
semdamönnum í tvo heimana
og aðlaga þá að fullu inn í ís-
lenskt samfélag. Engar upp-
lýsingar fást um árangur þó að
eftir því sé leitað. Skagamenn
hrista bara hausinn og segjast
ekki vita deili á neinum ár-
angri. Þeir og við, sem borgum
brúsann, fáum engar upplýs-
ingar. Hér hefði mátt reikna
með betri árangri en almennt
væri vegna þess hve þetta
voru fáir einstaklingar sem
væri unnt að sinna betur og
hefðu fáa aðra að reiða sig á en
vinalega nágranna.
En það er enn meira í húfi.
Hvaða áhrif munu mannskæð
hryðjuverk hafa á þjóðlíf og
ferðamannaþjónustu hérlend-
is? Þau verða ekki síður í lönd-
um sem leggja sig fram um
góðar móttökur eins og
Kanadamenn hafa nú fengið
að reyna og Evrópuþjóðir hafa
mátt þola undanfarin ár með
hörmulegum afleiðingum.
Hvaða áhrif mun ásetningur
stórs hluta múslíma hafa að ná
Íslandi undir íslam og sharia-
lög með jihad, – hvort sem það
yrði með orðum eða sverðinu?
Samkvæmt rannsóknum
Humboldt-háskólans í Berlín
eru um 45% múslíma í Evrópu
bókstafstrúarmenn, fúnda-
mentalistar og trúa því að fara
beri eftir kóraninum og sun-
nah þ.e. ekki aðeins að fylgja
fyrirmælum kóransins heldur
einnig fylgja fordæmi Múham-
eðs í einu og öllu en hann var
hræðilegur maður samkvæmt
lýsingum múslíma sjálfra. Það
er raunar uppspretta sífelld-
rar undrunar að sómakærir
múslímar skuli ekki fyrir
löngu hafa losað þjóðir sínar
undan þessum þunga klafa.
Hefur íslenska þjóðin verið
spurð hvort hún sé tilbúin til
að taka þátt í glannaskap ráða-
manna og greiða þetta háa
gjald?
Hvað má það kosta?
Eftir
Valdimar H.
Jóhannesson
Valdimar H
Jóhannesson
» Skagamenn
hrista bara
hausinn og segjast
ekki vita deili á nein-
um árangri. Þeir og
við, sem borgum
brúsann, fáum eng-
ar upplýsingar.
Höfundur er á eftirlaunaaldri.
Nýlega var
lögð fram þing-
málaskrá núver-
andi ríkis-
stjórnar. Þar
kemur fram að
fyrsta frumvarp
félags- og jafn-
réttismálaráð-
herra verður
breyting á lögum
nr. 10/2008. Með
nýju lögunum verður atvinnu-
rekendum með 25 eða fleiri
starfsmenn gert skylt að undir-
gangast jafnlaunavottun sam-
kvæmt reglugerð nr. 929/2014.
Samkvæmt reglugerðinni er
faggildum vottunaraðilum ætl-
að að sjá um úttektir á launa-
kerfum atvinnurekanda. Ef at-
vinnurekandi uppfyllir kröfur
Jafnlaunastaðalsins ÍST
85:2012, fær hann útgefið vott-
orð því til staðfestingar og öðl-
ast jafnframt jafnlaunavottun.
Framangreind framkvæmd
kann að hljóma sakleysislega
en er í raun inn-
grip í rekstur at-
vinnurekenda af
hálfu stjórn-
valda. Með fyrir-
hugaðri lagasetn-
ingu verður
atvinnurekend-
um gert að ráð-
ast í íþyngjandi
aðgerðir, s.s. að
aðlaga launakerfi
til samræmis við
lögin og að gang-
ast undir úttektir
á ársgrundvelli
með tilheyrandi kostnaði. Með
lögunum er einnig vegið að
samningsfrelsi atvinnurekenda,
sem bindur hendur þeirra í
samningaviðræðum um launa-
kjör við starfsmenn.
Brautargengi stjórnarfrum-
varpsins á kostnað atvinnurek-
enda hefur verið réttlætt með
sjónarmiðum um að brúa bilið á
jafnrétti kynjanna og að útrýma
kynbundnum launamun. Árið
2015 var framkvæmd ítarleg
rannsókn á kynbundnum launa-
mun á Íslandi og birt í skýrslu
velferðarráðuneytisins sem ber
nafnið „Launamunur karla og
kvenna“. Í lokakafla skýrsl-
unnar komust höfundar að eft-
irfarandi niðurstöðu:
„Niðurstaða þessarar rann-
sóknar, eins og margra ann-
arra, er að launamun milli
kynjanna megi einkum rekja
til kynbundins vinnumarkaðar.
Mennta- og starfsval kynjanna
skiptir hér mestu.“
Með framangreindu er ekki
ætlunin að gera lítið úr barátt-
unni um jafnrétti kynjanna
heldur að vekja athygli á því að
vandamálið verður ekki leyst
með lagasetningu. Lögin munu
hafa lítil áhrif á kynbundinn
launamun, reynast atvinnurek-
endum kostnaðarsöm og fela í
sér aukin útgjöld ríkissjóðs.
Ádeila á fyrirhugaða
jafnlaunavottun
Eftir Baldvin
Má Krist-
jánsson
Baldvin Már
Kristjánsson
» Gagnrýni á
fyrirhugaða
lagasetningu um
jafnlaunavottun.
Höfundur er ungur
sjálfstæðismaður.