Morgunblaðið - 01.02.2017, Síða 23

Morgunblaðið - 01.02.2017, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 ✝ Þórður ViggóGuðnason fæddist 24. maí 1917 á Þingeyri. Hann lést 18. jan- úar 2017 á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðni Vil- hjálmur Bjarnason, vélsmiður, f. 13. ágúst 1891, d. 22. nóvember 1918, og Mikkalína Sturludótt- ir, húsfreyja, f. 21. september 1894, d. 20. júlí 1982. Stjúpfaðir Þórðar var Óskar Jónsson, sjó- maður og útgerðarmaður frá Fjallaskaga í Dýrafirði, f. 16. nóvember 1897, d. 6. maí 1971. Alsystir Þórðar var Ólafía Verónika, f. 15. apríl 1914, d. 23. desember 1989, og hálf- systur Anna Jenśs, f. 17. ágúst 1921, d. 2. mars 2016, og Mar- grét Jensína, f. 21. júlí 1931, Óskarsdætur. Þann 30. desem- ber 1950 kvæntist Þórður Ragnheiði Tryggvadóttur, deildarstjóra, f. 26. mars 1929. Foreldrar hennar voru Tryggvi Jónsson frá Fjallaskaga í Dýra- firði, f. 18. maí 1895, d. 10. nóv- ember 1971, og Margrét Egg- barn og hann fjögur. b) Þórður, stjórnmálafræðingur, f. 25. febrúar 1980. Maki hans er Tara Flynn, hugbúnaðarverk- fræðingur, f. 5. ágúst 1978. Þau eiga þrjú börn. c) Ragnheiður, líffræðingur og verkefnastjóri, f. 19. mars 1981. Maki hennar er Cory Allen Bussey, lánamiðl- ari, f. 17. ágúst 1977. Þau eiga tvö börn. Þórður ólst upp á Þingeyri. Fjórtán ára flutti hann til Hafnarfjarðar með fjöl- skyldu sinni. Hann lærði renni- smíði í Hamri hf. og lauk meist- araprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann vann hjá Rafha í Hafnarfirði og stofnaði vélsmiðjuna Hrímni þar í bæ með Bror Westerlund. Hann vann einnig um árabil sem verkstjóri á verkstæði sænska frystihússins. Árið 1952 byggði hann verkstæðishús á Álfhóls- vegi 22 í Kópavogi og rak þar vélsmiðju Þórðar Guðnasonar allt þar til hann lét af störfum 88 ára. Auk almennra verkefna við málmsmíði vann hann þar að ýmiss konar framleiðslu auk innbrennslu og herslu stáls. Um skeið rak hann einnig næl- onhúðunarfyrirtæki á sama stað. Vesturendi verkstæðis- hússins varð heimili fjölskyld- unnar allt frá 1954. Eftir að Þórður hætti störfum fluttu þau hjónin á Skógarsel 43 í Reykja- vík. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 1. febrúar 2017, klukkan 13. ertsdóttir frá Kleifum í Seyð- isfirði, f. 28. desem- ber 1897, d. 17. október 1991. Börn Þórðar og Ragn- heiðar eru: 1) Tryggvi Þórðarson, vatnavistfræðingur. Dóttir hans og Kristínar Péturs- dóttur, kennara, f. 22. desember 1952, er Dagbjört, upplýsinga- og bókasafnsfræðingur, f. 19. júní 1979. Maki Dagbjartar er Bjarni Helgason, grafískur hönnuður, f. 9. apríl 1977, og eiga þau tvö börn. Maki Tryggva er Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari, f. 9. ágúst 1954. Þeirra börn eru: Þórður, háskólanemi, f. 17. ágúst 1991, og Jóhanna Sólveig, há- skólanemi, f. 25. júlí 1993. 2) Lína Margrét, viðskiptafræð- ingur, f. 22. maí 1955. Maki Línu var Sigtryggur Jónsson, við- skiptafræðingur, f. 9. júní 1954, d. 24. apríl 2010. Börn þeirra eru: a) Kristín, lögfræðingur, f. 15. júlí 1978. Maki hennar er Timothy Pellittiere, lögfræð- ingur, f. 30. ágúst 1973. Þau eiga eitt barn. Fyrir átti hún eitt Þann 18. janúar kvaddi tengdafaðir minn, Þórður Guðnason, tæplega 100 ára að aldri og trúi ég að hann hafi orðið hvíldinni feginn eftir langa ævi. Þrátt fyrir háan ald- ur fannst mér hann aldrei gam- all maður fyrr en síðustu tvö árin sem hann lifði. Þórður var meðalmaður á hæð, glæsilegur, svipfallegur, dökkur yfirlitum og hafði ró- lyndislegt yfirbragð. Hann var alla tíð grannur og spengilegur og var mikið snyrtimenni jafnt með sjálfan sig og umhverfi sitt. Hann hafði einstakt jafnaðar- geð og aldrei sá ég hann skipta skapi. Við áttum samleið hátt í fjóra áratugi og bar aldrei skugga á samskipti okkar enda var erfitt að láta sér ekki lynda við Þórð. Þegar ég kynntist Þórði rak hann fyrirtæki sitt, Vélsmiðju Þórðar Guðnasonar, sem sam- byggð var heimili fjölskyldunn- ar í Kópavogi. Alla tíð man ég hann sívinnandi með brennandi áhuga á verkefnum sínum og oft held ég hann hafi verið feg- inn að hafa heimilið svona ná- lægt, því þá var hægt að vinna dálítið lengur frameftir. Hann var svo heppinn að geta starfað til 88 ára aldurs og jafnvel þá var hann ekki alveg tilbúinn til þess að hætta að vinna. Þótt hann ynni mikið var Þórður á undan sinni samtíð að því leyti að hann tók alltaf þátt í heimilisstörfum og elda- mennsku á heimilinu, sem þótti óvenjulegt á þeim tíma. Þóttist ég heppin að eignast mann sem hafði haft svona fyrirmynd í æsku sinni. Þau hjón, hann og Ragnheið- ur áttu unaðsreit við Gíslholts- vatn í Holtum þar sem þau nutu þess bæði að stunda skóg- rækt af mikilli ástríðu. Þar fékk hann útrás fyrir náttúrubarnið í sér og undi sér hvergi betur en þar við að planta trjám og sinna gróðri meðan heilsan leyfði. Einnig þar var vinnusemin og snyrtimennskan í fyrirrúmi og bar sumarbústaðurinn og um- hverfi hans þess glöggt vitni. Það var alltaf fallegt sam- band milli tengdaforeldra minna, Þórðar og Ragnheiðar, þótt þau væru ólík í eðli sínu, hún mikil félagsvera en hann sjálfum sér nógur og líkaði allt- af vel að vera einyrki. Þau voru afar samhent og gagnkvæm væntumþykja var augljós. Sýndi það sig best þegar Þórður þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili fyrir ári síðan hve erfitt Ragnheiði fannst að geta ekki annast hann sjálf. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þakklæti. Helga I. Guðmundsdóttir. Elskulegi Dúddi afi okkar hefur nú kvatt þennan heim. Hann lést miðvikudaginn 18. janúar, 99 ára ungur, og langar okkur til að rifja upp fáeinar af þeim mörgu og góðum minn- ingum sem við eigum um hann. Margs er að minnast þegar litið er til baka til þess tíma er við vorum krakkar að heim- sækja afa og ömmu á Álfhóls- veg 22. Á fallega heimili afa og ömmu leið okkur alltaf vel. Við nutum frelsisins í stóra og ævintýralega garðinum sem virtist hafa endalausa króka og kima. Fallega tjörnin í garð- inum var alltaf jafn spennandi og ekki er hægt að gleyma bekkjarrólunni sem við notuð- um óspart á sumardögum. Við fengum spennandi ferðir með afa upp á háaloft, sem gat verið svolítið draugalegt, þar grömsuðum við saman og lék- um okkur með það sem þar fannst. Afi var hæglátur maður með ljúfa framkomu. Hann hafði ávallt gaman af því að spjalla við okkur barnabörnin. Hann var hafsjór af fróðleik sem hon- um fannst skemmtilegt að miðla til okkar. Óteljandi voru ferðirnar út á Stórasjó og bíl- ferðir þar sem rifjuð voru upp heiti og saga hvers einasta kennileitis á leiðinni óháð áhuga áhorfenda í aftursætinu. Hann var mikill áhugamaður um náttúruna og gat maður lært ýmislegt af hinum mörgu vísindaritum sem hann átti til og af náttúrulífsþáttunum sem við horfðum á með honum í sjónvarpinu. Afi kunni að meta hið góða og fagra í lífinu. Í sumarbústað afa og ömmu við Gíslholtsvatn leið honum alltaf vel og tók hann á móti gestum ásamt ömmu af mikilli gest- risni. Við vorum alltaf velkomin þangað og lentum við þar í alls kyns skemmtilegum verkefnum og ævintýrum með afa, þar á meðal voru bátsferðir og land- könnunar-göngutúrar svo ekki sé minnst á páskaeggjaleitina í skóginum. Við eigum einnig hlýjar minningar um afa við matar- borðið þar sem hann var meist- ari í að gera kalda fiskiafganga bæði góða og skemmtilega að borða. Þegar okkur gekk illa að borða fiskinn kunni hann vel til verka. Hann stappaði ýsuna, kartöflurnar og smjörið saman og mótaði meistaralega með gafflinum í alls kyns myndir; flugvélar, báta, dýr og svo framvegis. Undantekningalaust sló það í gegn hjá ungu kyn- slóðinni. Hann var mikill hagleiks- maður og vann á verkstæðinu sínu sem var baka til í húsinu þeirra. Fyrir okkur barnabörn- in var verkstæðið alltaf magn- aður heimur. Það var stórt og mikið með framandi lykt og fullt af spennandi vélum og tækjum sem gaman var að skoða. Hluti verkstæðisins var lok- aður af vegna hættulegra efna þar sem við máttum ekki koma inn en okkur fannst nú líklegra að ástæðan væri sú að þar byggju skrímsli. Afi gaf sér alltaf tíma fyrir okkur ef við skottuðumst þarna inn þegar hann var að vinna. Hann var hraustur og duglegur maður og vorum við stolt af því að eiga afa sem vann ennþá sem vél- smiður kominn langt á níræð- isaldur. Við vorum handviss um að skýringin á hreysti hans væri sú að hann drakk lýsið sitt ávallt af stút. Dúdda afa verður sárt sakn- að en minning um yndislegan afa mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Kristín, Dagbjört, Þórður, Heiða, Þórður og Jóhanna Sólveig. Þórður Viggó Guðnason Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA HOBBS, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 2. febrúar klukkan 13. Gunnar Kvaran Guðný Guðmundsdóttir Helga Hafsteinsdóttir Alexander Jóhannesson Guðmundur Hafsteinsson Anna Benassi Guðrún Hafsteinsdóttir Jón Árni Þórisson Dröfn H. Farestveit Arthur Farestveit Guðrún Skúladóttir Gunndór Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, ANNA MARGRÉT KOLBEINSDÓTTIR hjúkrunarkona, sem lést á Landspítalanum Fossvogi 23. janúar, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 3. febrúar klukkan 11. Kolbeinn Sigurðsson Steinunn Sigurðardóttir Páll Sigurðsson Guðrún Sigurðardóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, PETRA GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, aðfaranótt 28. janúar. Útför hennar verður gerð frá Grindavíkur- kirkju föstudaginn 3. febrúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Hjalta Pálmasonar hjá Björgunarsveitinni Þorbirni, sími 893-8626. Stefanía Björg Einarsdóttir Ólafur Þór Þorgeirsson Magnús Andri Hjaltason Hjörtfríður Jónsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ÁRMANNSDÓTTIR, Löngumýri 38, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ási 25. janúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 3. febrúar klukkan 13. Guðmar Þór Hauksson Ármann Hauksson Elín Hauksdóttir Guðlaugur A. Stefánsson Magni Freyr Hauksson barnabörn og barnabarnabörn Móðir mín, dóttir okkar, systir og mágkona, ÁSDÍS MJÖLL GUÐNADÓTTIR, andaðist í Kaupmannahöfn laugardaginn 28. janúar. Bálför verður gerð í Kaupmannahöfn. Minningarathöfn á Íslandi verður auglýst síðar. Kjartan Helgi Sigurðsson Lilja Bergsteinsdóttir Guðni Kolbeinsson Hilmir Snær Guðnason Bryndís Jónsdóttir Bergdís Björt Guðnadóttir Kristján Reinholdsson Kristín Berta Guðnadóttir Hörður Sveinsson og fjölskyldur SVEINN SIGHVATSSON húsasmíðameistari frá Brekku í Lóni lést á Skjólgarði fimmtudaginn 26. janúar og verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 2. febrúar klukkan 13. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Ingibjargar Guðmundsdóttur, reikn. 0169-15-556211, kt. 621189-2559. Aðstandendur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR ÁRNASON, fyrrverandi bóndi og bílstjóri, frá Ketu í Hegranesi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki föstudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 4. janúar klukkan 11. Brynja Ingimundardóttir Símon Skarphéðinsson Árni Ingimundarson Jóhanna Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri BIRGIR PÉTURSSON verkfræðingur, Sundabakka 8, Stykkishólmi, lést af slysförum laugardaginn 28. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Katrín Gísladóttir Pétur Kristinsson Kristinn Magnús Pétursson Dagbjört Ýr Kiesel Sigríður Þorvaldsdóttir Sigríður Erla Sturludóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.