Morgunblaðið - 01.02.2017, Síða 24

Morgunblaðið - 01.02.2017, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 ✝ Páll Guð-bandsson fæddist í Hafnar- firði 25. janúar 1940. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Lundi 22. janúar 2017. Foreldrar hans voru María Mark- úsdóttir frá Dísu- koti, f. 20. sept- ember 1915, d. 17. febrúar 1962, og Guðbrandur Pálsson frá Hafnarfirði, f. 6. nóvember 1911, d. 16. nóv- ember 1953. Páll var þriðji í röð sex systkina en þau eru: Klara, f. 9. desember 1935, d. 17. maí 2012, Esther, f. 11. janúar 1937, d. 28. maí 1992, Fjóla, f. 1. febrúar 1942, Markús, f. 10. maí 1945, og Kristjón, f. 3. ágúst 1947, d. 26. febrúar 1994. Þann 31. desember 1961 kvæntist Páll Hjördísi Sigurbjartsdóttur frá Hávarðarkoti í Þykkvabæ, f. in sex. Páll lauk hefðbundinni skólagöngu í Hafnarfirði. Hann var ekki gamall þegar báðir foreldrar hans létust en hann missti föður sinn ein- ungis 13 ára gamall. Hann fórst í sjóslysi með Eddu GK 25 í nóvember 1953, og móðir hans lést 1962. Páll dvaldi mikið hjá frændfólki sínu í Bjóluhjáleigu og líkaði vistin þar vel. Í sveitinni kynntist hann eiginkonu sinni Hjördísi og hóf með henni búskap í Hávarðarkoti í félagsbúi með foreldrum Hjördísar. Páll bjó hefðbundnum búskap í Þykkvabæ en kartöflurækt var aðalbúgreinin en hann hafði þó mikinn áhuga á dýr- um. Páll tók virkan þátt í fé- lagsmálum bæði fyrir kart- öflubændur og sveitina sína. Sökum veikinda fór hann á hjúkrunarheimilið Lund síðla sumars þar sem hann naut góðrar aðhlynningar og um- hyggju þar til yfir lauk. Páll verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju í dag, 1. febrúar 2017, og hefst athöfn- in kl. 13. 21. júní 1943. Foreldrar hennar voru Sigurbjartur Guðjónsson, f. 7. mars 1918, d. 31. ágúst 2003, og Halldóra G. Magnúsdóttir, f. 18. nóvember 1917, d. 27. des- ember 2004. Börn Páls og Hjördísar eru: 1) Sig- urbjartur, f. 27. mars 1960, kvæntur Jóhönnu Lilju Þrúð- marsdóttur, f. 9. maí 1959, og eiga þau fjögur börn; Hjör- dísi, Ragnhildi, Þórð og Ómar Pál. 2) María, f. 23. október 1967, gift Theodóri Kristjáns- syni, f. 10. apríl 1968, og eiga þau þrjú börn; Pál, Róbert og Sesselju. 3) Guðbrandur, f. 16. júlí 1973, kvæntur Kristínu Margréti Sveinsdóttur, f. 22. febrúar 1973, og eiga þau þrjú börn; Pál, Steinunni og Hjört. Langafabörnin eru orð- Þá sól til viðar er sigin og sýsla dagsins er hætt, og máninn stillt er stiginn og stjörnuljósið er glætt. Ég sit hér og hripa þessi kveðjuorð á afmælisdaginn hans Palla. Við spilum ekki ólsen-ólsen í dag og rúntum ekki heldur um gangana á Lundi. Hann hefur verið kallaður til annarra starfa. Hann var þrotinn að kröftum eft- ir langvarandi heilsuleysi og meira en tilbúinn að halda í sína hinstu ferð. Þá hjúpað kyrrðin sig hefur um hauðrið vær og djúp, þá sætleg foldin sefur og sveipuð er næturhjúp. (Þýð. V. Briem) Það var 1976 sem ég varð hluti af stórfjölskyldunni í Hávarðar- koti. Þá var tekið brosandi á móti þessari unglingsstelpu og allar götur síðan hef ég notið sam- fylgdar við Palla tengdaföður minn í leik og starfi. Við Sigur- bjartur stigum okkar fyrstu bú- skaparskref í félagi við Hjördísi og Palla og alla tíð höfum við not- ið handleiðslu þeirra. Í mörg ár stóðum við Palli hlið við hlið í vinnu tengdri kartöfluræktinni og þar hafði ég góðan læriföður. Það kom alveg fyrir að honum fannst ég fulláköf í úrtínslunni en ávallt leystum við þann ágreining í vinsemd. Við nutum aðstoðar hans svo lengi sem heilsa hans leyfði. Um tíma bjuggum við fjórar kynslóðir undir sama þaki í Háv- arðarkoti. Það var þroskandi tími sem ég þakka fyrir í dag. Palla var mikið í mun að fá að vera þátttakandi í sigrum og sorgum afkomenda sinna og fylgdist stoltur með ört stækkandi hópn- um sínum. Ég vil trúa því að hann haldi áfram að líta eftir okkur öllum. Það er með virðingu og þakk- læti sem ég kveð tengdaföður minn, Pál Guðbrandsson. Hvíldu í friði. Lilja. Fyrir ungan og ástafanginn einstakling er það alltaf dálítið kvíðvænlegt að hitta í fyrsta sinn fólkið sem maður vonar að geta síðar kallað tengdaforeldra sína. Þannig var það að minnsta kosti með mig þegar ég rétt tvítugur fór með Maju í Hávarðarkot í Þykkvabæ, þar sem Páll og Hjör- dís bjuggu þá ásamt foreldrum Hjördísar, Sigurbjarti og Dóru. Ég hafði heyrt að þar væri oftast margt um manninn, alltaf mikið líf og fjör og átti sjálfur eftir að upplifa það margoft síðar. Þann- ig var það líka þennan laugardag skömmu fyrir jólin 1990. Sú heimsókn snerist hins vegar minnst um það heldur mest um það hvort þessum heiðurshjónum litist á þennan hafnfirska strák sem eyddi öllum stundum með stelpunni þeirra. Ég veit auðvit- að ekkert hvort þau urðu yfir sig ánægð með mig alveg strax, en ég veit að sjálfur skynjaði ég að þarna væri á ferðinni gott fólk, góð fjölskylda og góðir foreldrar sem bæði tóku þétt í höndina á mér, horfðu fast á mig og buðu mig hlýlega velkominn þegar Maja kynnti mig fyrir þeim. Tengdafaðir minn var einstak- ur maður. Það er stundum sagt að hægt sé að sjá manngæskuna í svip sumra. Fyrir mér var Páll þannig maður. Það var einhvern veginn nóg að hitta hann, tala við hann og horfa á hann til að vita að hann var vandaður og vildi öll- um vel. Hann var duglegur, greiðvikinn og bóngóður maður. Hann elskaði fólkið sitt, sveitina og samfélagið sitt og það var ekkert sem hann hefði ekki gert fyrir börnin sín og fjölskylduna. Hann var góður faðir, góður tengdafaðir og góður afi. Hann var góður að hlusta, gaf góð ráð þegar eftir því var leitað og studdi alltaf ákvarðanir okkar Maju eftir fremsta megni. Hann var líka einhver besti kasínuspil- ari sem ég hef spilað við og þegar ég lít til baka vildi ég óska að ég hefði sýnt áhugamálum hans sama áhuga og hann sýndi mín- um. Held þó að hann yrði ánægð- ur að heyra að í hvert sinn sem ég heyri kvenmannsnafnið Sandra rifjast upp fyrir mér upp- haldsmerin hans. Og þegar ég heyri einhvern lýsa samfélaginu sínu og sveitinni sinni með sannri væntumþykju minnir það mig alltaf á þau heiðurshjón, Pál og Hjördísi. Nú þegar komið er að leiðar- lokum hjá þessum heiðursmanni þakka ég honum allt það sem hann var mér og mínum. Ég þakka honum samfylgdina og fyrir að hafa verið Maju minni einstakur pabbi, börnunum mín- um einstakur afi og okkur öllum frábær félagi, vinur og fyrir- mynd. Theodór Kristjánsson. Þá er elsku afi farinn. Minn- ingarnar um góðan mann, sem við systkinin vorum svo heppin að hafa í næsta nágrenni við heimili okkar á uppvaxtarárun- um, streyma fram. Afi var stór hluti af lífi okkar í leik og starfi. Amma og afi tóku virkan þátt í uppeldi okkar og þrátt fyrir að við höfum ekki alltaf kunnað að meta þetta aukasett af forráða- mönnum er það okkur afar dýr- mætt í dag. Við fengum þannig að læra gildi tveggja kynslóða og fyrir það erum við þakklát. Hvíldin var afa kærkomin, það var ekki fyrir hann að liggja útaf og bíða eftir að dagarnir liðu. Söknuðurinn er mikill en við trú- um því að afa líði vel. Elsku afi, takk fyrir allt og allt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Hjördís, Ragnhildur, Þórður, Ómar Páll og fjölskyldur. Þeir sem þekktu afa vita vel hvaða mann hafði að geyma. Hann var góður maður, gerði allt fyrir alla og krafðist einskis í staðinn. Það var alltaf gott að koma í sveitina til afa og ömmu, þau tóku vel á móti okkur og hjá þeim var gott að vera. Afa þótti sérlega vænt um sveitina sína og vildi hvergi annars staðar vera og gat í mesta lagi gist í eina nótt þegar þau amma komu til okkar í Mosfellsbæinn og hafði þá ýmsar afsakanir en helst að hann þyrfti að komast heim til að gefa hest- unum. Afi var frábær og eigum við fjölda góðra og fallegra minn- inga sem gott er að hugsa til nú þegar hann er farinn. Við huggum okkur við þá til- hugsun að hann sé nú kominn á betri stað, laus við hjólastólinn og að afi vaki yfir okkur. Hvíldu í friði, elsku besti afi. Páll, Róbert og Sesselja. Páll Guðbrandsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og mágkona, JÓNA SIGÞRÚÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Fossum Svartárdal, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi, laugardaginn 21. janúar. Útför hennar fer fram frá Bergstaðakirkju laugardaginn 4. febrúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi. Stefán S. Guðmundsson Una A. Sigurðardóttir Guðrún Guðmundsdóttir Magnús Guðjónsson Guðmundur Guðmundsson Helga Þ. Hjálmarsdóttir Borgþór I. Guðmundsson Sigurjón Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Hann Hörður minn er látinn. HÖRÐUR JÓNSSON, Vogatungu 85a, Kópavogi, lést á Vífilsstöðum 22. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát Harðar. Anna Margrét Þorsteinsdóttir Jón Ragnar Harðarson Aðalheiður Þorsteinsdóttir Svanlaug Elín Harðardóttir Theodór Þórðarson Jóna Björk Guðmundsdóttir Jóhannes Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, HARALDUR ÁRNASON, lést á heilbrigðisstofnun Norðurlands, Siglufirði, þriðjudaginn 17. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Helga Guðmundsdóttir Ingvar Haraldsson Brynja Haraldsdóttir Ólafur Þór Erlingsson Indiana Svala Ólafsdóttir Haraldur Ólafsson Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÓLÖF HÓLMFRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, áður Karfavogi 36, lést á Landspítalanum 15. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Lára Á. Gunnarsdóttir Gunnþór Halldórsson Júlíana Gunnarsdóttir Jóhann Þ. Sigurðsson Lóa Björk Gunnarsdóttir Andrés M. Ágústsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN ÞÓR JÓNSSON, Heiðarvegi 10, Reyðarfirði, lést fimmtudaginn 26. janúar á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 4. febrúar klukkan 14. Bryndís Steinþórs Jón Þór Björnsson Júlíana Vilhjálmsdóttir Anna Þórunn Björnsdóttir Steinþór Björnsson Andrea Björk Sigurvinsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RAGNAR GUÐMUNDSSON, Ásgarði 77, Reykjavík, sem lést 26. janúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu Landspítalans. Elín Bergljót Björgvinsdóttir Björgvin Ragnarsson Steinunn Björk Ragnarsdóttir Árni Sigurðsson Hrafnhildur Ragnarsdóttir Valur Heiðar Sævarsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.