Morgunblaðið - 01.02.2017, Page 30

Morgunblaðið - 01.02.2017, Page 30
Spurning Hver er sigurvegarinn? heitir þetta verk eftir Heiðrík frá 2014. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Færeyingnum Heiðríki á Heygum, Heidrik a Heygum eins og hann heit- ir á móðurmáli sínu, er margt til lista lagt. Ekki er nóg með að hann sé fær kvikmyndagerðarmaður og mynd- listarmaður heldur er hann líka af- bragðstónlistarmaður, syngur eins og engill, tekur fallegar ljósmyndir og hefur auk þess starfað í leikhúsi og sjónvarpi, m.a. íslensku leikhúsi því hann var listrænn ráðgjafi í leik- ritinu Suss! sem sýnt var í Tjarn- arbíói í fyrra. Heiðríkur er samkynhneigður og sendi í fyrrahaust frá sér breiðskíf- una Funeral. Á henni fjallar hann um hvernig það er að vera hommi í Fær- eyjum en nokkuð hefur verið fjallað um fordóma í garð samkynhneigðra þar í landi hin síðustu ár. Stundar myndlistarnám Á plötunni eru tíu lög og segist Heiðríkur ætla að gera myndbönd við öll þeirra, þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans þar sem hann er staddur á Seyðisfirði með skóla- félögum sínum úr Listaháskóla Ís- lands. Heiðríkur flutti til Íslands fyr- ir þremur árum eftir að hafa hlotið inngöngu í BA-nám í skólanum í myndlist en þar áður nam hann kvik- Tileinkar plötuna LGTB-fólki í Færeyjum  Heiðríkur á Heygum sendir frá sér plötuna Funeral  Fjallar um upplifun hans af því að vera samkynhneigður Jarðarför Heiðríkur á umslagi plötu sinnar Funeral. Dúett Umslag sem Heiðríkur gerði fyrir plötu Byrtu. 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 Opnið 8-17 virka daga. Vetrartilboð á kuldagöllum aðeins 14.500,-Litir: Gulur og blár – grár – dökkblár – rauður Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Við hreinsum yfirhafnir og útiföt FRAKKAR – KÁPUR – ÚLPUR GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 Jón Proppé list- fræðingur flytur í dag, miðviku- dag frá kl. 12 til 13, fyrirlestur í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Fyrirlesturinn kallar hann Blátt strik: Átökin um abstraktið. Fyrirlesturinn er sá fyrsti í nýrri fyrirlestraröð Listfræðafélagsins í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift raðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykil- tímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hug- sjóna og stefna voru áberandi í um- ræðunni. Í tilkynningu segir að fimmti ára- tugurinn hafi verið vettvangur mik- illa átaka á myndlistarsviðinu á Ís- landi. Þar laust saman ólíkum hugmyndum um listir, menningu og samfélag, og það er langt í frá einfalt að greina þessa þræði í sundur til að átta sig á því hvað gerðist á þessum lykiltíma í ís- lenskri listasögu. Jón Proppé mun reyna að losa nokkra enda úr flækj- unni og byggir á vinnu sinni við skrif í Listasögu Íslands og rann- sóknum á skrifum um myndlist á Ís- landi sem hann hefur stundað und- anfarin ár og áður fjallað um í fyrirlestrum og á prenti. Fjallar um átökin við abstraktið Jón Proppé. Tónleikaröðinni Söngvaskáld Suðurnesja, sem hrint var af stokk- unum í Hljómahöllinni í fyrra við góðar móttökur, verður fram hald- ið á næstu mánuðum. Söngvaskáld og ríkulegur tónlistararfur Suður- nesja eru kynnt í tali og tónum. Kynnir og handritshöfundur er Dagný Gísladóttir, söngvari er Elmar Þór Hauksson og útsetn- ingar og píanóleikur er í höndum Arnórs B. Vilbergssonar, sem ný- verið hlaut Menningarverðlaun Reykjanesbæjar. Tónlistarsaga í tali og tónum Á dagskrá tónleikaraðarinnar á næstu mánuðum er kynning á verk- um Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Ingibjargar Þorbergs og Þorsteins Eggertssonar. Í tilkynningu segir að fjallað verði um menningarlegan bakgrunn þeirra og tónlistarsögu í máli samhliða tónlistarflutningi á þremur kvöldum í Hljómahöllinni. Fyrsta dagskráin verður annað kvöld, helguð Ingibjörgu Þorbergs sem fagnar níræðisafmæli á árinu. Þrjár sögustundir á næstunni Ingibjörg Þorbergs hefur mark- að djúp spor í íslenska tónlistar- sögu. Hún varð snemma þekkt söngkona og að auki kunn fyrir lög og ljóð barna- og jólalaga sem hafa lifað fram á þennan dag. Ingibjörg varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka einleikaraprófi á blásturs- hljóðfæri og var frumkvöðull í plötuútgáfu. Eftir mánuð, 2. mars, verður dagskrá um Þorstein Eggertsson, sem samið hefur ófáa lagatextana, rúmlega fjögur hundruð, en Þor- steinn hóf ferilinn sem söngvari. Þá verður 6. apríl dagskrá um Magnús Þór Sigmundsson, sem er hvað kunnastur fyrir samstarfið við ann- að söngvaskáld af Suðurnesjum, Jó- hann Helgason. Tónlistardagskrá um Ingibjörgu Þorbergs Ingibjörg Þorbergs Magnús Þór SigmundssonÞorsteinn Eggertsson Í réttarhöldum sem fara nú fram í Frakklandi yfir þjófi sem rændi fimm meistaraverkum úr Samtíma- listasafninu í París árið 2010, og vitorðsmönnum hans sem hugðust selja verkin, segist einn hinna ákærðu hafa eyðilagt verkin þegar hann óttaðist að böndin bærust að honum. Rænt var málverkum eftir Picasso, Modigliani, Matisse, Braque og Léger sem metin eru á um 12 milljarða króna. Kveðst hafa eyðilagt meistaraverk Hluti verks Picasso.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.