Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 2
Lögreglu berast enn ábendingar í máli Birnu Brjánsdóttur, sem hún er að skoða. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsóknina í máli Birnu, sem fannst látin í fjörunni við Sel- vogsvita 14. janúar. Meðal þess sem lögregla skoðar eru ábendingar frá fólki sem er staðkunnugt á því svæði þar sem talið er að Birna hafi farið í sjóinn. „Þetta er eitt af þeim atriðum sem við fáum upplýsingar um og sem við skoðum,“ segir Grímur. Engin áform eru þó um frekari leit að vísbendingum með aðstoð björgunarsveita. Fátt nýtt gerðist í máli Birnu um helgina. Maðurinn sem grunaður er um að vera valdur að dauða hennar var síðast yfir- heyrður á föstu- dag og ekki ligg- ur fyrir hvenær hann verður yf- irheyrður næst. Núverandi gæsluvarðhalds- úrskurður yfir honum rennur út næsta fimmtu- dag og verður maðurinn þá búinn að vera í ein- angrun í fjórar vikur. Ljóst er að rannsókn málsins verður ekki lokið fyrir þann tíma, en Grímur segir þó enn ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á framlengingu gæslu- varðhalds. Enn berast ábendingar til lögreglu Grímur Grímsson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í blíðviðrinu sem verið hefur að undanförnu eru allir helstu þjóð- vegir greiðfærir og aðeins hálend- isleiðir eru lokaðar. Þetta er óvenjulegt og tíðindum sætir að vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum sé greiðfær um miðjan febrúar. Algengt er að þangað sé ófært stóran hluta vetrar og sam- kvæmt snjómokstursreglum er leiðin þangað aðeins rudd tvisvar eftir nýár, þ.e. einu sinni strax eftir nýár, dagana 1. til 5. janúar, og svo aftur í kringum 20. mars. Á þetta hefur þó ekki reynt í vetur. Sinna víðfeðmu svæði „Ég man ekki eftir jafngóðu tíð- arfari í langan tíma og verið hefur að undanförnu,“ sagði Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri hjá Vega- gerðinni á Hólmavík, í samtali við Morgunblaðið. Sína menn segir hann í tvígang hafa farið leiðina norður í Árneshrepp frá áramót- um; í annað skiptið til að hreinsa snjó af vegi og í hitt skiptið til að brjóta upp klakabunka með stórum veghefli. Vegagerðarmenn á Hólmavík sjá um þjónustu á víðfeðmu svæði, svo sem fjallvegina yfir Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði. Aldrei hefur komið til þess í vetur að þeir hafi teppst, utan einhverja klukkutíma þegar hryðjur ganga yfir, segir Jón Hörður. Þetta góða tíðarfar segir hann vissulega spara kostnað við snjómokstur. Hins vegar sé krafan sú að vetrar- þjónustan sé í fullkomnu lagi og snjómoksturstæki jafnan tiltæk og af því hljótist talsverður fastur kostnaður sem lækki lítið þótt tíð- in sé góð. Holur og þungatakmarkanir Jón segir þetta gilda um snjó- mokstur á landinu öllu. Þegar frostlaust er bætist síðan við kostnaður vegna holuviðgerða og annars slíks viðhalds auk þess sem setja þarf á þungatakmark- anir hér og þar. Góð tíð en snjó- moksturskostn- aður lækkar lítið  Greiðfært í Árneshrepp á Ströndum um hávetur  Vetrarþjónusta sé í lagi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hefill Lítið hefur þurft að moka og ryðja undanfarið enda blíðuveður. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Samninganefnd sjómanna gerði samninganefnd Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi (SFS) tilboð í kjaradeilunni á milli sjómanna og útgerða í gær. Heiðrún Lind Mar- teinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í samtali við Morg- unblaðið að gærkvöldið hefði verið nýtt í að fara yfir þær forsendur sem gefnar voru í tilboðinu. „Þetta er í skoðun og við reynum að vinna þetta eins hratt og mögulegt er og getum vonandi tekið afstöðu til þess á morgun [í dag],“ segir Heiðrún. Hún segir að SFS hafi vitað af því að tilboð hafi verið á leiðinni en vill ekki tjá sig um það efnislega að öðru leyti. „Báðir að- ilar eru að reyna að finna leiðir til þess að ljúka þessu,“ segir Heið- rún. Finnum fyrir hita og kulda Valmundur Valmundsson, for- maður Sjómannasambandsins, tjá- ir sig í engu um forsendur tilboðs- ins. Spurður hvort mikill hiti sé í fólki segir hann að svo sé. „Við finnum bæði fyrir hita og kulda. Bæði hjá okkar viðsemjendum og hjá fólki úr okkar röðum,“ segir Valmundur. Hann tekur fram að tilboðið sé frá Sjómannasamband- inu en fjögur félög standa í kjara- deilu við SFS. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi sagði Valmundur að sjó- menn hefðu slegið af kröfum sín- um og sagði hann við fjölmiðla í gær að um væri að ræða „loka- tilboð“ til útgerðarinnar. Þá segir Valmundur að ekkert hafi verið ákveðið varðandi fram- hald fundahalda vegna verkfalls- ins. Fylgist vel með „Ég fylgist vel með og boða fund um leið og ég held að það hafi einhverja þýðingu,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Spurð út í vangaveltur um laga- setningu til að binda enda á kjara- deiluna segir hún að alltaf sé best að kjaradeilur séu leystar með samningum. „Það er hið eðlilega. Öll inngrip inn í það eru neyð- arbrauð. Ég geri ráð fyrir að að- ilar óski þess sjálfir að það sé allt- af best að ná samningum. Ef sú ákvörðun verður tekin að löggjaf- inn ætli að blanda sér inn í málin eru málin komin svolítið úr mínum höndum,“ segir Byndís. Morgunblaðið/Golli Fundur Samninganefnd sjómanna fundaði í gær í húsi Alþýðusambands Íslands. Í framhaldi var tilboð lagt fram. SFS vonast til að svara tilboði í dag  Samninganefnd sjómanna gerði SFS tilboð í kjaradeilunni Fréttastofa breska rík- isútvarpsins, BBC, fjallaði í gær um áhrif sjómannaverk- fallsins á Íslandi á fiskmark- aðinn í Bretlandi. Martyn Boyers, framkvæmdastjóri Grimsby Fish Dock Enterpr- ises, segir að til greina komi að grípa til frekari uppsagna. Fiskmarkaðurinn í Grimsby er einn sá stærsti í Bretlandi en yfirleitt koma um 75% afurð- anna sem þar eru á markaði frá Íslandi. Nú sé þó algengara að sjá aðeins um 100 kassa af þorski frá Íslandi í stað þús- und eins og venjulega, að því er segir í frétt BBC. „Þegar stór birgir eins og Ís- land allt í einu staðnar þýðir það að fólk verður að leita að fiski annars staðar, það svo í kjölfarið þrýstir á verðið,“ seg- ir Boyers í samtali við BBC. BBC fjallar um verkfallið SKORTUR Í GRIMSBY Allstórt svæði í Hrútey, sem er á Mjóafirði í Ísa- fjarðardjúpi, er illa sviðið eftir sinubruna þar fyrir nokkrum dögum. Þjóðveg- urinn um Djúpið liggur yfir eyj- una um brú og því er jafnan talsverð umferð á þessum slóðum. Þegar lögregla kom á vettvang var eldurinn útbrunninn en málið verður þó rannsakað frekar. Minnir lögreglan á Vestfjörðum í þessu efni á að aðeins landeigendum á hverjum stað sé heimilt að brenna sinu, það er í aprílmánuði og þá þarf skriflegt leyfi sýslumanns til allra aðgerða. sbs@mbl.is Sinubruni í Hrútey í Djúpi í febrúar Eldur Sina brennur. Ísland stendur að óbreyttu ekki undir skuldbindingum sem stjórn- völd hafa gert um að draga úr losun skv. Parísarsáttmálanum sem gildir til ársins 2030. Spáð er 53-99% aukningu í losun gróðurhúsalofts til 2030, en ef tekið er mið af kolefn- isbindingu með skógrækt og land- græðslu sem mótvægi er aukningin 33-79%. Losun eykst mest í stór- iðju. Þetta er niðurstaða Hag- fræðistofnunar HÍ sem í gær skil- aði umhverfisráðuneyti skýrslu um möguleika Íslands til að draga úr losun gróðurhúsalofts. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum frá 2010 miðaði að því að út- streymi án stór- iðju og bindingar yrði 9% minna en 1990 og 32% árið 2020 án stóriðju en með bindingu. Nokkuð vantar á að þessi markmið náist, segir Hagfræðistofnun. Þörf er því á aðgerðum með land- græðslu, skógrækt eða endurheimt votlendis. Í skýrslu Hagfræðistofnunar eru nefndar 30 leiðir til að draga úr los- un gróðurhúsalofts. Landgræðsla í sinni víðustu merkingu þykir þar best. Langdýrustu kostirnir á hvert tonn af samdrætti gróðurhúsa- lofttegunda eru notkun vetnis í samgöngum og léttlest á höf- uðborgarsvæðinu. Aukning í útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi er meiri en í flestum þróuðum ríkjum, sagði Björt Ólafsdóttir umhverfis- ráðherra við mbl.is í gær. Þrátt fyr- ir að í skýrslunni sé dregin upp dökk mynd segir ráðherrann þar líka að finna góða leiðsögn um hvernig Íslendingar geti dregið úr útblæstri. Staðan hafi þó verið verri en hún bjóst við. Skilmálar nást ekki að óbreyttu Björt Ólafsdóttir  Gróðurhúsalofttegundir á Íslandi að aukast  Dökk mynd í nýrri skýrslu Morgunblaðið/Ómar Mengun Svifryksmengun getur stundum verið mikil í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.