Morgunblaðið - 14.02.2017, Side 20

Morgunblaðið - 14.02.2017, Side 20
20 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 ✝ Vilborg Jó-hannesdóttir fæddist 3. febrúar 1924 á Framnes- vegi 22b í Reykja- vík. Hún lést 1. febrúar 2017 á Droplaugarstöðum. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Sigurðs- son prentari, f. 8. apríl 1892, d. 1. nóv. 1979, og Ragnhildur Sig- urðardóttir, f. 23. des. 1889, d. 9. des. 1940. Systkini Vilborgar voru a) Ingileif Ágústa, f. 31. mars 1918, d. 8. des. 2006, gift Hjalta Sigurðssyni, f. 22. mars 1891, d. 3. okt. 1979, b) Kristín, f. 4. júní 1922, d. 28. febr. 2006, c) Sigurður, samfeðra, f. 13. nóv. 1945. Uppeldissystir Vil- borgar var Helga Guðfinna Ás- mundsdóttir, f. 17. jan. 1912, d. 28. nóv. 2006. Vilborg giftist 28. janúar 1950 Gunnari Sigurjónssyni guðfræðingi, f. 4. sept. 1913, d. 19. nóv. 1980. Börn þeirra eru a) Gunnar Jóhannes, f. 1950, pró- fessor, kvæntist Sigrúnu Harð- ardóttur, en þau skildu. Dætur þeirra eru Erla Kristín og Hildi- gunnur Borga. b) Sigurjón, f. vist en lærði síðan fatasaum hjá saumakonu og vann hjá henni í fyrstu. Eftir að móðir hennar dó sá hún um heimilið fyrir föður sinn og Kristínu systur sína og um tíma gekk hún einnig í hús og saumaði föt. Í ársbyrjun 1947 fór Vilborg í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og var síðan ráðin vinnukona á Þórsgötu 4 um haustið. Þar bjó hún þangað til hún flutti árið 1998 á Þórsgötu 12. Vilborg var heimavinnandi húsmóðir mest alla starfsævina en eftir að börnin voru komin vel á legg vann hún fyrst við gardínusaum á Laugavegi 66 og síðan í mötuneyti kennara í Iðn- skólanum í Reykjavík. Síðan lá leiðin í Fósturskóla Íslands þar sem hún hugsaði um mat fyrir kennara. Eftir að Kristín systir hennar missti heilsuna árið 1984 bjuggu þær systur saman. Vilborg tók þátt í unglinga- starfi í KFUK og var m.a. í fyrsta flokknum sem fór í Vind- áshlíð. Var sá staður henni afar kær. Hún var mjög virk í starfi KFUK alla tíð, var leiðtogi í deildastarfi, var í basarnefnd, sat í stjórn félagsins í 12 ár og í bænahópi til margra ára. Vil- borg gekk í kristniboðsflokk KFUK fljótlega eftir að hann var stofnaður enda var hún mik- ill kristniboðsvinur. Hún varð heiðursfélagi KFUM og KFUK árið 2008. Útför Vilborgar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 14. febr- úar 2017, kl. 13. 1953, bankamaður, kvæntur Margréti Ernu Baldursdótt- ur, hjúkrunarfræð- ingi. Börn þeirra eru Helga Vilborg, Agla Marta og Gunnar. c) Ragnar, f. 1955, fram- kvæmdastjóri, kvæntur Sigríði Hrönn Sigurðar- dóttur, guðfræð- ingi. Börn þeirra eru Sigurður, Hermann Ingi, Kristín Rut og Árni Gunnar. d) Guðlaugur, f. 1957, forritari, kvæntur Val- gerði Arndísi Gísladóttur, hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra eru Katrín, Vilborg og Gísli. e) Ragnhildur, f. 1963, kennari, gift Einari K. Hilmarssyni, kennara. Börn þeirra eru Anna Lilja, Hilmar og Gunnhildur. f) Bjarni, f. 1965, konrektor, kvæntur Rúnu Þráinsdóttur, fornleifafræðingi. Dætur þeirra eru Hildur og Lilja. Barna- barnabörn Vilborgar eru 17 talsins. Vilborg lauk skyldunámi frá Barnaskólanum á Akureyri en þangað flutti hún með fjölskyld- unni níu ára gömul og bjó þar í sex ár. Eftir fermingu fór hún í Vilborg hefur verið tengda- móðir mín í 43 ár. Ég var sautján ára þegar Sissi kynnti mig fyrir foreldrum sínum, Borgu og Gunn- ari, sem umvöfðu mig kærleika frá fyrstu tíð. Gunnar var því mið- ur allt of stutt hjá okkur en hann lést 19. nóvember 1980. Borga hélt alla tíð vel utan um sífellt stækkandi hópinn sinn sem telur nú 58 manns. Það gerði hún m.a. með því að kalla hópinn sam- an af ýmsu tilefni og skapa þannig dýrmætar minningar. Þar fyrir utan var alltaf hægt að koma við á Þórsgötunni, fá hlýtt faðmlag, kaffi og spjall. Borga var einstaklega vel gef- in, snilldarkokkur, handlagin og kunni að fara vel með. Hún átti brennheita trú á Guð sem hún miðlaði til afkomenda sinna og allra sem umgengust hana. Hún var mikil bænakona og nefndi okkur öll daglega með nafni frammi fyrir Guði. Við áttum það sameiginlegt að hafa ungar misst mæður okkar og ég fann að það tengdi okkur á sér- stakan hátt. Þrátt fyrir aldurs- muninn var hún mér góð vinkona og mér leið alltaf vel í návist henn- ar. Þegar ég útskrifaðist sem stúd- ent þá saumaði hún á mig fallega dragt og bauð mínum nánustu til veislu ásamt heimilisfólkinu á Þórsgötu 4. Þetta gladdi mig mik- ið og ég fæ tár í augun þegar ég minnist þess. Frá fyrsta búskaparári okkar Sissa tókum við saman slátur. Hún kenndi mér handbragðið og ekki var verra hvað við skemmt- um okkur innilega á meðan. Við lukum sláturgerðinni þetta árið að kvöldi 6. október. Ég hafði gef- ið það út að ég ætlaði að fæða frumburð minn 7. október. Gunn- ar brosti góðlátlega til mín þegar við kvöddum og sagði að líklega stæðist þetta nú ekki. Við hjóna- kornin vorum varla stigin inn fyr- ir dyr heima hjá okkur þegar barnið gerði vart við sig. Helga Vilborg fæddist 7. október. Síðar eignuðumst við Öglu Mörtu og Gunnar sem öll nutu ástríkis afa og ömmu. Við störfuðum saman í YD KFUK á Amtmannsstíg. Þar kynntist ég því hvað hún gat verið mikill fjörkálfur og tilbúin í alls konar sprell og leiki. Hún var mér mikil og góð fyrirmynd. Borga var fær saumakona og auk þess að sauma áðurnefnda dragt á mig saumaði hún ná- kvæma eftirlíkingu af kápu sem mig langaði í en hafði ekki efni á að kaupa. Hún fór með mér í búð- ina, lét mig máta, keypti efni, tók upp snið og saumaði eins kápu. Þær voru ófáar flíkurnar sem hún saumaði og prjónaði á börnin okk- ar og kenndi mér ýmislegt varð- andi saumaskap. Hún kenndi mér að gera rifsberjahlaup sem ég geri árlega. Borga var alltaf að baka eða sauma hluti sem hún gaf á bas- ara KFUK og Kristniboðssam- bandsins. Frægar eru smjörkök- urnar hennar. Borga var mjög virk, sótti fundi, samkomur, leikhús og tón- leika. Hún fór allra sinna ferða gangandi eða með strætó. Hún var sjálfstæð og dugleg og átti það til að príla upp á stóla. Gjarnan var haft samband við mig þegar Borgu varð fótaskortur og nokkr- ar ferðir fór ég með hana á slysó þar sem hún kynnti mig með stolti og lét þess getið að ég væri hjúkr- unarfræðingur. Hún hló dátt þeg- ar ég kallaði hana síbrotakonu. Ég þakka Guði fyrir Borgu tengdamóður mína. Blessuð sé minning hennar. Margrét Erna Baldursdóttir. „Allt til elliára er ég hinn sami og ég vil bera yður þar til er þér verðið gráir fyrir hærum. Ég hef gjört yður og ég skal bera yður, ég skal bera yður og frelsa “ (Jes. 46:4) Á dagatali sem ég á með ritn- ingarorðum fyrir hvern dag standa þessi orð við afmælisdag- inn hennar ömmu. Amma hafði orð á því hve vel það ætti við. Í þessu trausti lifði amma og í sama trausti fór hún á fund frelsara síns. Elsku amma, kletturinn minn. Við vorum svo miklar vinkonur og söknuðurinn sár en þakklætið jafnframt mikið. Ég er óendan- lega þakklát fyrir að hafa átt ömmu að á stóru stundum lífsins. Þakklát fyrir að börnin mín öll fimm fengu að kynnast henni og koma til með að muna eftir henni. Þegar ég heimsótti hana á spít- alann og starfsfólkið kom inn á stofuna kynnti hún mig alltaf með stolti í röddinni: „Þetta er elsta barnabarnið mitt og hún á fimm börn.“ Minningarnar eru margar, all- ar sveipaðar hlýju og kærleika. Öll skiptin sem ég kom í heimsókn og amma tók brosandi á móti mér með opinn faðminn. Ég kom alltaf endurnærð frá ömmu. Ég hef oft óskað þess að vera jafnflink að sauma og amma var en kemst líklega aldrei með tærn- ar þar sem hún hafði hælana þar. Mörgum stundum varði ég með ömmu þar sem hún aðstoðaði mig og leiðbeindi mér við saumana. Hún brosti að óþolinmæðinni í mér og sagði oft: „Helga mín, þú vilt helst sníða, sauma og vera í flíkinni um leið.“ Hún hafði enda- lausa þolinmæði. Síðasta sauma- verkefnið okkar saman var ferm- ingarkjóllinn á hana Margréti Helgu mína fyrir tveimur árum. Henni var farin að daprast mjög sjón og alveg hætt að sauma sjálf en kom sjálfri sér á óvart hve mik- ið hún gat gert, þetta var allt í fingrunum. Þetta var óendanlega dýrmætur tími fyrir okkur báðar. Nokkrum vikum eftir ferminguna veiktist hún og missti allan mátt vinstra megin í líkamanum. Amma var einstök, henni var margt til lista lagt en umfram allt vildi hún að við minntumst hennar fyrir það að hún kenndi okkur fagnaðarerindið um Jesú. Hún bað fyrir öllu fólkinu sínu á hverj- um degi, börnunum, barnabörn- unum og barnabarnabörnunum frá því við vorum í móðurkviði. Hún naut þess að hafa fólkið sitt í kringum sig og þegar við hittumst heima hjá henni við hin ýmsu tækifæri deildi hún ávallt með okkur Guðs orði og bað með okk- ur. Hvar sem hún fór streymdi í gegnum hana kærleikur Jesú sem snerti við öllum sem hún um- gekkst og bænalistinn hennar var langur. Oft hafði fólk samband við hana og bað um fyrirbæn fyrir ástvinum og margir hafa upplifað kraftaverk og lækningu fyrir bænir hennar en hún leit á sjálfa sig fyrst og fremst sem verkfæri Drottins, bænirnar voru heyrðar fyrir náð og kraft Jesú Krists. Ég vona að ég hafi erft eitthvað af eiginleikum ömmu. Ég bið þess að líf mitt mætti vera sami vitn- isburður um kærleika Krists og líf hennar og öll nærvera var, að ég mætti vera jafn ófeimin að vitna um Jesú og hún var, bæði í orði og verki. Ég þakka Guði fyrir ömmu og að hafa fengið að eiga hana að í öll þessi ár. Hún er núna í dýrðinni á himnum, þar fáum við að hittast einn dag á ný. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Það eru mörg ljós í lífi mínu. Eitt þeirra hefur nú slokknað og Vilborg Jóhannesdóttir Þær lýsingar sem koma fram í skýrslu vistheim- ilanefndar um Kópavogshæli eru sláandi og dapur vitn- isburður um það samfélag sem var fyrir áratug- um. Við eigum að finna til þegar við lesum um hluti sem eru óboðlegir og eiga ekki að geta gerst hvort held- ur atburðir eiga sér stað í nú- tíð eða fortíð. Það er ávallt flókið þegar við setjum siðferði samtímans á atburði og at- hafnir fyrir áratugum og dæmum. Það var mjög til fyrir- myndar þegar sáttanefndin í Suður-Afríku vann í því að gera upp fortíðina (aðskiln- aðarstefnuna) að þá var það með samtali og fyrirgefningu. Ekki datt mönnum í hug að bæta því við að ef sorgin var mikil sem vissulega var, að þá gæti viðkomandi átt von á að fá fé í bætur. Gera þarf upp fortíðina á svo mörgum sviðum, en á sama tíma að draga lærdóm af sögu okkur og reyna að tryggja að við sem sam- félag þroskumst og að samfélag okkar verði mannlegra og betra. Það kemur ítrekað fram í skýrslu vist- heimilanefndar að ábyrgð stjórnvalda er mikil, s.s. að reglur hafi ekki verið til staðar, að lögum og reglum hafi ekki verið fram- fylgt, að mönnun var ekki nægjanleg, skortur var á fjár- magni og fleira. Sveitarfélög og sjálfstæðir rekstraraðilar eru í nákvæm- lega sömu stöðu í dag. Það get- ur hver sem er, hvenær sem er fullyrt að ekki sé næg mönnun eða að það sé ekki nægur fjöldi fagaðila starfandi í þjónustu við fólk með fötlun á hvaða stað sem er. Þó notað sé SIS-mat við mat á þjónustuþörf einstaklings með fötlun, þá er ekkert í SIS- mati sem kveður á um lág- marksmönnum til að veita ein- staklingi þá þjónustu sem hann á rétt á, hvort heldur um er að ræða stuðningsfulltrúa eða fagaðila. Það er nauðsynlegt að op- inberir aðilar setji með skýrum hætti viðmið um hversu mikla mönnun einstaklingur á rétt á til að fá þá þjónustu sem réttur einstaklings segir til um. Einstaklingurinn á að eiga rétt á því, að vita með skýrum hætti hvaða þjónustu og mönn- un hann á rétt á. Þjónustuveitandinn á að geta verið viss um að hann sé að veita þá þjónustu og þá mönnun sem einstaklingurinn á rétt á, á grunni viðmiðs sem opinberir aðilar hafa sett. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að árið 2017 sé réttur fólks með fötlun til þjón- ustu í raun ekki skýrari en hann var á tímum Kópavogs- hælis. Kópavogshæli, erum við á sama stað? Eftir Guð- mund Ármann Pétursson Guðmundur Ármann Pétursson »Einstaklingurinn á að eiga rétt á því að vita með skýrum hætti hvaða þjónustu og mönnun hann á rétt á. Höfundur er fram- kvæmdastjóri Sólheima og sveitarstjórnarmaður. Allt of oft er litið á Afríku sem eitt stórt vandamál. Þegar ég hugsa um Afríku stendur mér fyrir hug- skotssjónum heimsálfa vonar, fyrirheita og mikilla mögu- leika. Ég er staðráðinn í að hlúa að þessum sprotum og koma á fót æðri samstarfsvettvangi fyrir Sameinuðu þjóðirnar og leiðtoga álfunnar og Afr- íkubúa. Þetta er brýnt til þess að ryðja braut fyrir sjálfbæra þróun sem er öllum opin og efla samstarf um frið og ör- yggi. Þetta er kjarni þess boð- skapar sem ég flutti nýliðnu þingi Afríkusambandsins í Addis Ababa í Eþíópíu, en þangað hélt ég í mínum fyrsta erindrekstri á alþjóðavett- vangi sem aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Fyrst og fremst sótti ég þingið í anda samstöðu og virðingar. Ég er sannfærður um að heimurinn geti lært mikið af afrískri speki, hug- myndum og lausnum. Ég er þakklátur Afríku fyr- ir að hafa lagt Sameinuðu þjóðunum til meirihluta frið- argæsluliða samtakanna um allan heim. Þjóðir Afríku eru á meðal þeirra þjóða heims sem taka við flestum flótta- mönnum og af hvað mestri rausn. Mestan hagvöxt í heiminum er að finna í sum- um ríkja Afríku. Lausn pólitísks vanda í Gambíu sýndi og sannaði hve öfluga forystu sameinuð Afr- íkuríki geta sýnt til þess að takast á við áskorun og standa vörð um lýðræði, mannréttindi og réttarríki. Að þessum leiðtogafundi loknum er ég sannfærðari en áður um að allt mannkynið hafi gagn af því að hlusta á, læra af og vinna með Afríkubúum. Við höfum til- tækar áætlanir um að byggja betri framtíð. Alþjóða- samfélagið hef- ur nú í á annað ár unnið að því að hrinda í framkvæmd Áætlun 2030 um sjálfbæra þróun, en það er allsherjarátak til að takast á við fátækt í heiminum, ójöfn- uð, óstöðugleika og óréttlæti. Afríka hefur samþykkt eigin metnaðarfulla áætlun til fyll- ingar og er hún kennd við árið 2063. Nauðsyn krefur að þessar tvær áætlanir séu samhæfðar öllum Afríkubúum til hags- bóta. Allt byrjar á forvörnum. Okkur ber að grípa í taumana áður en hættuástand skapast í stað þess að takast á við af- leiðingar þess. Við þurfum að rjúfa vítahring sem skapast þegar við bregðumst við of seint og of máttlaust. Átök víðast hvar eru af inn- lendum toga og blossa upp vegna samkeppni um völd og auðlindir, vegna ójöfnuðar, útilokunar og kreddufullrar sundrungarstefnu. Oft og tíð- um hellir ofbeldisfull öfga- stefna olíu á eldinn eða útveg- ar eldsneytið. Sameinuðu þjóðirnar eru staðráðnar í að vinna í nánu samstarfi við bandamenn sína hvar sem átök eru í uppsigl- ingu sem ógna stöðugleika og hagsæld. En forvarnir geta ekki að- eins beinst að átökum sem slíkum. Bestu forvarnir og tryggasta leiðin að varan- legum friði liggur um sjálf- bæra þróun í þágu allra. Við getum hraðað árangri með því að skapa tækifæri og von fyrir ungt fólk. Meira en þrír af hverjum fimm Afr- íkubúum eru þrjátíu og fimm ára eða yngri. Til þess að full- nýta þessa miklu auðlind þarf að fjárfesta meira í menntun, þjálfun og sómasamlegri vinnu og virkja ungt fólk í að móta sína eigin framtíð. Við þurfum einnig að gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla völd kvenna til þess að þær geti tekið fullan þátt í að koma á sjálfbærri þróun og varanlegum friði. Ég gleðst yfir því að Afríkusambandið hefur ævinlega sinnt sér- staklega jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. Ég hef séð það ítrekað að þegar konum eru færð völd er það öllum heiminum í hag. Ég hef ferðast til Afríku sem samstarfsmaður, vinur og sannfærður baráttumaður fyrir því að breyta þurfi við- horfi til þessarar fjölbreyttu og þýðingarmiklu heimsálfu. Hættuástand sem dregur til sín athygli annað slagið segir ekki alla söguna. Við getum fengið yfirlit yfir stöðuna af sjónarhóli æðri samstarfs- vettvangs og beint þannig kastljósi að hinum miklu möguleikum og sagt söguna um sigra í hverju einasta horni afrísku heimsálfunnar. Með þetta samhengi í huga efast ég ekki um að við getum unnið orrustuna um sjálfbæra þróun fyrir alla, sem er einnig skæðasta vopnið til að hindra átök og þjáningar og leyfa Afríku að skína skærar en nokkru sinni og vera heim- inum leiðarljós. Heimsálfa vonarinnar Eftir António Guterres António Guterres » Bestu forvarnir og tryggasta leiðin að varanleg- um friði liggur um sjálfbæra þróun í þágu allra. Höfundur er aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.