Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Það er allt ljómandi að frétta héðan. Veðrið er búið að leika viðokkur en ég vildi gjarnan fá meiri snjó í fjallið,“ segir Ingi-björg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri, en hún á 40 ára afmæli í dag. „Við stöndum í miklum endurbótum í sundlaug Akureyrar og erum að setja upp þrjár nýjar rennibrautir. Ein er löng og þar næst mikill hraði og hún verður lengsta braut landsins, önnur er svokölluð trekt og er aðeins styttri og svo kemur ný barnarennibraut. Einnig kemur nýr heitur pottur og vaðlaug ásamt endurbótum á sundlaugarsvæði. En akkúrat þessa dagana hlakka ég til að fylgjast með heimsmeist- aramóti kvenna í íshokkíi sem hefst 27. febrúar í Skautahöllinni á Akureyri. Mér finnst frábært að fá mót sem þetta í bæinn minn og gaman að sjá hvernig bæjarbragurinn breytist meðan á því stendur.“ Ingibjörg starfar einnig sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar- innar í Eyjafjarðarsveit, en hún sér um sundlaugina, tjaldstæðið og íþróttahúsið sem er í Hrafnagili. „Aðsóknin er alltaf að aukast hjá okkur, bæði í sundlaugina og á tjaldsvæðið. Ungmennafélagið í Eyja- fjarðarsveit, Samherjar, bjóða upp á fjöldann allan af íþróttum í íþróttahúsinu auk þess sem við erum búin að skrifa undir samning við landlækni um Heilsueflandi samfélag í Eyjafjarðarsveit og erum að vinna í því á fullu.“ Sambýlismaður Ingibjargar er Sigurjón Karel Rafnsson, sölustjóri hjá Netkerfum. Samtals eiga þau sex börn og eru þau í aldursröð Arna Ýr, f. 1997, Ragnar Ágúst, f. 1998, Andrea Björk, f. 1999, Stefán Daði, f. 2003, Ólöf Kristín, f. 2005 Eydís Arna 2008. „Ég ætla að njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum í dag en það verður haldið upp á afmælið síðar.“ Bæjarfulltrúinn Ingibjörg fyrir framan sundlaugina á Akureyri. Spennt fyrir HM í íshokkíi kvenna Ingibjörg Ólöf Isaksen er fertug í dag E yvindur Erlendsson fæddist í Grindavík 14.2. 1937. Hann stundaði nám við Iðn- skólann á Selfossi og lauk þaðan sveinsprófi í hús- gagnasmíði 1959, stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1960, stundaði nám við Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins til 1962 og lauk BA-prófi í leikstjórn frá Leik- listarháskólanum í Moskvu 1967. Eyvindur hefur verið sjálfstætt starfandi leikstjóri, leikari, rithöf- undur, þýðandi, gagnrýnandi, myndlistarmaður, trésmiður og bóndi. Hann starfaði hjá Teatr Sovré- mennik í Moskvu 1967, var leikstjóri hjá áhugamanna- leikhópnum Grímu 1966-68 og hjá Leiksmiðjunni 1967-68, starfaði við Þjóðleikhúsið af og til frá 1968 og Eyvindur Erlendsson leikstjóri – 80 ára Í Vigelandsparken í Ósló Eyvindur, ásamt Rún og Reyni og sonarsonunum Erlendi, Pálma, Halldóri og Eyþóri. Lífskúnstner og kátur þúsundþjalasmiður Skírnarveisla 1960 Sjöfn og Eyvindur, Ásta Guðrún og Heiðrún Dóra. Reykjavík Adrían Leví Björnsson fæddist 23. febrúar 2016 kl. 2.48. Hann vó 3.420 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Rebekka Þórisdóttir og Björn Clifford Alex- andersson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.