Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ykkur er nauðsynlegt að halda ykkur til hlés um sinn til að íhuga ykkar gang og endurnýja orkuna. Til að byrja á því gerðu þá eitthvað þér einungis til skemmtunar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur búið svo um hnútana að fátt á að geta komið þér í opna skjöldu. Sérstaklega hagstætt er allt sem tengist útlöndum, ferða- lögum, æðri menntun og mikilvægum mál- um. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Stjörnurnar koma á töfrasambandi. Hann lítur á það verkefni sem áskorun. Sýndu skoðunum annarra virðingu og leitaðu sam- komulags við þá. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú nærð engan veginn að klára verk- efnalista þinn í dag. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að setjast niður með ein- hverjum og ræða hvernig þið ætlið að verja sameiginlegum fjármunum. Vertu nær- gætin/n á öllum sviðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Meðan vinnufélagarnir eru enn að velta hlutunum fyrir sér hefur þú þegar tekið ákvörðun. Reyndu að sjá hvatirnar í réttu ljósi, þær eru viðbrögð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það skiptir öllu máli að hafa hlutina í jafnvægi svo gætið þess að forgangsraða rétt til þess að ná árangri. Mundu að tíminn vinn- ur með þér og störf þín bera þér best vitni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú munt sjá að samvinna skilar betri árangri en að hver sé í sínu horni. En þetta snýst ekki um hversu margar hug- myndir þú færð, heldur hve margar þú fram- kvæmir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn í dag er afleitur til að samþykkja eitthvað mikilvægt eða að skrifa undir samning. Að setja saman sögur og ljóð er góð dægrastytting. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhverjir draugar úr fortíðinni eru að gera þér lífið leitt. Aðstæður á heimili munu batna til muna og hið sama gildir um sambandið við þína nánustu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gættu þess umfram allt að taka ekki þátt í neikvæðu umtali um náungann. Vertu sáttur við sjálfa/n, þig gakktu glöð/ glaður fram á veginn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur nú beðið nógu lengi eftir tækifærinu til þess að láta til skarar skríða. Líttu á björtu hliðarnar og þú munt sjá að ástandið er ekki svo alvarlegt eftir allt saman. Seint verður fullort um veðrið ogvínið – Fía á Sandi orti um lág- nættið: Þó að enn sé úti kalt og ófært hér á næsta bar vínið fraus þó ekki allt ekki það sem drukkið var. Sr. Skírnir Garðarsson svaraði: „Hóflega drukkin skál gleður mannsins hjarta … Einatt lífs í ólgusjó, úfnum velkjast synir. Brjóst- þá reynist birtan ó- brigðul, kæru vinir. … hvernig konurnar upplifa þetta veit ég minna um.“ Páll Imsland heilsaði „eld- snemma vors“ og sagði sögu af bráðsnilli kokksins á sjónum: Það var bálfjandi’ og bræla á sjónum og bilaðar reimar í skónum en svo hált uppi’ á dekki að hann hætti sér ekki. Sendi kallinum kaffið með drónum. Í sunnudagshádeginu var Páll aftur á ferðinni: Fjallmikil húsfreyja’ á Hæli um hádegi skreiddist úr bæli. Eftir áralangt leg hún lagði’ út á veg og lallaði’ allt norður að Dæli. Og undir miðnættið lét Páll enn í sér heyra: „Auðsveipni getur fólg- ist í fleiru en því að sveipa sig auði:“ Hún saumaði stanslaust hún Stína á strákana hreint alla sína. Hún átti þá fjórtán og flikkurnar sextán og allt fyrir auðsveipni sína. Árni Eyjafjarðarskáld orti og mátti trútt um tala: Mælti nokkur menja Týr sem missti Immu: „Þá er aftur önnur Gunna.“ – Ýmsir þetta máltak kunna. Sigluvíkur-Sveinn var dótt- ursonur Árna. Hann orti þegar hann var spurður um efnahag sinn: Ekki bíður svarið Sveins síst eru hagir duldir ég á ekki neitt til neins nema börn og skuldir Um sjálfan sig kvað hann: Þótt með sjáist svarta brá og sólir gráar hvarma mér hafa fáar ógeð á eikur láar bjarma. Og enn: Ég er mæddur, böli bræddur, blárri klæddur skyrtu líns, kaffibelgur, óráðselgur einnig svelgur brennivíns. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um veðrið, vínið og venjulegt fólk Í klípu „ELDA, ÞRÍFA, ÞVO, ELDA, ÞRÍFA, ÞVO. ÞETTA VAR GRIMMUR VÍTAHRINGUR. SUMIR SÖGÐU AÐ HANN HEFÐI VERIÐ OF GRIMMUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ER VERIÐ AÐ INNKALLA BÍLINN ÞINN. ÞAÐ ER EITTHVAÐ VESEN MEÐ SÆTISÓLARNAR Í HONUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... Að ná fram því besta úr litla skrattanum þínum. HEY, FEITI! ÉG VIL BARA AÐ ÞÚ VITIR ÞAÐ AÐ ÞÚ HRÆÐIR MIG EKKI! NEIBBS, KÖNGULÆR HAFA ÁTTA LÍF, ÞÚ VEIST EKKI ÞAÐ? ÞÚ MEINAR ÁTTA LEGGI ÚPS VÍKINGAR ERU UMBÓTAAFL! VIÐ ÖRVUM EFNAHAGSLÍFIÐ! ÉG LÉT ÚTBÚA HEST- VAGNINN VIÐ ÞURFUM AÐ FARA Í HÚSGAGNAVERSLUN! Víkverji gæti skrifað langa greinum Trump en ætlar að hlífa les- endum við þeim lestri. Í staðinn skal fjallað um vorið, sem kemur snemma þetta árið. Eins og gat að líta á for- síðu Morgunblaðsins í gær eru vor- verkin hafin í borginni og íbúar farn- ir að taka til í görðum og næsta umhverfi. Hitamet í febrúar er fallið og Víkverji áttar sig hreinlega ekki á hvað er að gerast. Er kannski bara farið að hitna svo á norðurhveli jarð- ar að heimsendir sé í nánd? x x x Túlipanar eru farnir að kíkja uppúr moldinni, trén farin að bruma, fuglarnir skríkja sem aldrei fyrr og Víkverji er ekki frá því að hann hafi heyrt í lóunni, kannski í draumi sínum en hver veit. Sólin hækkar á lofti með hverjum deg- inum, bros færist yfir andlit borg- arbúa, aldrei þessu vant sjást hjól- reiðamenn á reiðhjólastígum borgarinnar, kaffihúsaeigendur draga fram stóla og borð á gang- stéttina og bílaþvottastöðvar hafa ekki undan að þrífa skítinn af öku- tækjunum. x x x Víkverji er að velta fyrir sér tiltektí garðinum og hvort ástæða sé til að fara að mála grindverkið, jafn- vel að taka til í bílskúrnum. Allt eru þetta verkefni sem jafnan hafa beðið í apríl eða maí. Í febrúar, í enda þorra, hefur flest af þessu legið í dvala og helst puðað við snjómokstur á tröppum og í innkeyrslu. Þetta er allt með miklum ólíkindum. x x x Vorblíðan gerir það einnig að verk-um að Víkverji hefur enga af- sökun fyrir því að drífa sig ekki í golf. Margir vellir eru opnir þessa dagana og einhvers staðar hefur ver- ið efnt til golfmóts, nú þegar almanakið segir okkur að sé miður vetur. Vinir Víkverja á Facebook eru í öllu falli farnir að pósta myndum af sér í golfi, t.d. í Sandgerði og Leir- unni, og meira að segja gerst svo djarfir að birta skorið um leið. Hvað sem veldur þessum hlýindum er vissara að njóta þeirra sem mest, áð- ur en fer að snjóa í sumar! vikverji@mbl.is Víkverji „… Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“ (Matt. 18:20) Mikið úrval af snögum og snagabrettum Snagabretti frá kr. 890 Snagar frá kr. 260 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.