Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 27
síðan hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar, starfaði hjá Waasa Teater í Finnlandi 1973, sinnti auk þess leikstjórn fyrir RÚV, útvarp og sjónvarp, af og til frá 1968 og starfrækti eigin vinnu- stofu að Hátúni í Ölfusi, Eyver – listiðju – trésmiðju, frá 2000. Eyvindur lék lögreglustjórann í kvikmyndinni Foxtrot, 1988; Haf- stein í kvikmyndinni 101 Reykjavík, 2000; afann í Mávahlátri, 2001, og Rúnar í Mýrinni, 2006. Eyvindur er höfundur bókarinnar Júrí í neðra, endurminningar Júrís A. Retsjetovs, sendiherra Rússa á Íslandi. Hann hefur samið nokkur leikverk og kvikmyndahandrit, s.s. Fund í hjónaballsnefnd, Óðinn um afa, Stillt vakir ljósið (um Jón úr Vör) og samið og sent frá sér þrjú ljóðakver, ritað fjölda blaðagreina og gert útvarpsþætti, einkum um listir. Hann þýddi ýmis leikrit eftir Tsékhov, Gorkí og Arbusov og fleiri, þýddi söguna The Ballad og the Sad Café, eftir Carson McCull- ers sem og bækur Péturs Guðjóns- sonar, Að lifa er list og Leitað að guði. Eyvindur flutti Passíusálma Hall- gríms Péturssonar í Selfosskirkju og Hallgrímskirkju, nokkur ár í röð og las Njáls sögu í Útvarp Suður- lands. Fjölskylda Kona Eyvindar er Sjöfn Hall- dórsdóttir, f. 17.1. 1939, fyrrv. kaupmaður. Hún er dóttir Halldórs Guðbrandssonar, f. 1.11. 1903, d. 10.4. 1976, bónda, og Heiðrúnar Björnsdóttur, f. 31.10. 1911, d. 30.5. 1988, húsfreyju. Börn Eyvindar og Sjafnar: Ásta Guðrún Eyvindsdóttir, f. 24.5. 1959, d. 16.5. 1998, listmálari; Heiðrún Dóra Eyvindsdóttir, f. 25.5. 1960, mannfræðingur og bókasafnsfræð- ingur og forstöðumaður Bæjar- og héraðsbókasafns Árnessýslu; Reyn- ir Þór Eyvindsson, f. 19.3. 1963, raf- magnsverkfræðingur hjá Vodafone, búsettur á Akranesi en kona hans er Rún Halldórsdóttir læknir og eiga þau þrjá syni; Heimir Eyvind- arson, f. 14.4. 1968, tónlistarmaður og grunnskólakennari, búsettur í Hveragerði en kona hans er Sólrún Auður Katarínusardóttir þroska- þjálfi og eiga þau þrjú börn; Er- lendur Eyvindarson, f. 26.7. 1976, tölvunarfræðingur, búsettur í Hafn- arfirði en kona hans er Júlía Krist- jánsdóttir, grafískur hönnuður og eiga þau tvö börn. Systkini Eyvindar: Hreinn Er- lendsson, f. 4.12. 1935, d. 21.5. 1997, sagnfræðingur; Örn Erlendsson, f. 2.11. 1938, trésmiður og fyrrv. ráðs- maður við Árbæjarsafn, búsettur í Biskupstungum; Sigrún Erlends- dóttir, f. 17.12. 1942, húsmóðir í Reykjavík; Edda Ragnhildur Er- lendsdóttir, f. 25.2. 1950, trygginga- fulltrúi í Reykjavík. Foreldrar Eyvindar voru Erlend- ur Gíslason, f. 28.11. 1907, d. 23.9. 1997, sjómaður og síðar bóndi í Dalsmynni í Biskupstungum og bóndi í Laugarási í Biskupstungum, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 4.12. 1911, d. 4.9. 1976, húsfreyja. Úr frændgarði Eyvindar Erlendssonar Eyvindur Erlendsson Sigríður Einarsdóttir frá Urriðafossi, af Fjallsætt Eiríkur Eiríksson b. á Miðbæli á Skeiðum, af Reykjaætt og Bolholtsætt Sigrún Eiríksdóttir húsfr. í Austurhlíð Guðmundur Hjartarson hreppstj. í Austurhlíð Guðrún Guðmundsdóttir b. og húsfr. í Dalsmynni Guðrún Magnúsdóttir dóttir Magnúsars Jóns- sonar alþm. í Bráðræði í Rvík, húsfr. á Syðri-Brú Hjörtur Eyvindsson hreppstj. á Syðri-Brú Jónína Þorbjörg Gísladóttir húsfr. í Úthlíð Gísli Sigurðsson ritstj. Lesbókar Morgunblaðsins Ingvar Eiríkur Sigurðsson b. á Apavatni í Laugardal, bróðursonur Guðlaugar, ömmu Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups, af Fjallsætt. Sigríður Ingvarsdóttir húsfr. í Úthlíð Gísli Guðmundsson b. í Úthlíð í Biskupstungum Erlendur Gíslason sjóm. og síðar b. í Dalsmynni og í Laugarási í Biskupstungum Sigríður Gísladóttir húsfr. Guðmundur Bjarnason ættfaðir Tjarnarkotsættar Björn Sigurðs- son b. í Úthlíð Kristín Eyvinds- dóttir húsfr. í Skógarkoti í Þingvallasveit Sigríður Jóns- dóttir húsfr. í Gestshúsum Ólafur Bjarna- son útvegsb. í Gestshúsum Sigríður Ólafsdóttir húsfr. í Rvík Ólafur Jensson prófessor og forstm. Blóðbankans Þorgerður Eyvindsdóttir húsfr. á Apavatni í Laugardal, frá Útey Blómafólk Eyvindur situr undir Sigrúnu Heklu Erlendsdóttur. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Þórarinn B. Þorláksson fæddistá Undirfelli í Vatnsdal 14.3.1867. Foreldrar hans voru Þorlákur Stefánsson, prestur að Undirfelli, og s.k.h., Sigurbjörg Jónsdóttir, prests í Steinnesi Pét- urssonar. Systur Sigurbjargar voru Guðrún, amma Sveins Björnssonar forseta, og Þórunn, langamma Jó- hanns Hafstein forsætisráðherra. Meðal systkina Þórarins voru Þorlákur, hreppstjóri í Vesturhóps- hólum, faðir Jóns, forsætisráðherra, og Bjargar, fyrsta íslenska kven- doktorsins. Annar bróðir Þórarins var Arnór, prestur á Hesti, afi Sig- urðar Pálssonar skálds. Þórarinn var kvæntur Sigríði Snæbjarnardóttur og eignuðust þau þrjú börn. Þórarinn var fimm ára er hann missti föður sinn. Hann lærði bók- bandsiðn, sá um bókbandsstofu Ísa- foldar um skeið og fékk tilsögn í teikningu hjá frú Þóru Thoroddsen. Hann fékk svo styrk frá Alþingi til að nema listir í Danmörku, hélt til Kaupmannahafnar 1905, og lauk þar málaranámi, fyrstur Íslendinga. Heim kominn ferðaðist Þórarinn um landið, málaði landslagsmyndir og hélt sýningu á verkum sínum í timb- urstórhýsinu Glasgow í Grjóta- þorpinu í Reykjavík. Þóarinn varð fyrstur Íslendinga til að nema málaralist erlendis, hélt fyrstu eiginlegu málverkasýningu á Íslandi og var fyrsti listmálarinn sem hlaut opinbera styrki. Hann málaði einkum landslagsmyndir, og er, ásamt Ásgrími Jónssyni, Jóhann- esi Kjarval og Jóni Stefánssyni, tal- inn til frumkvöðlanna fjögurra í ís- lenskri myndlist. Þórarinn sat m.a. í nefndinni sem átti að hanna fána Íslands. Hann kenndi teikningu í Iðnskólanum, var forstöðumaður skólans 1916-22, rak bókaverslun og blaðaafgreiðslu, var einn af helstu forgangsmönnum stofnunar Listvinafjelagsins og stóð fyrir byggingu sýningarskála þess á Skólavörðuholtinu. Þórarinn lést 10.7. 1924. Merkir Íslendingar Þórarinn B. Þorláksson 85 ára Hanna Dagmar Jónsdóttir Helga Aðalsteinsdóttir 80 ára Eyvindur Erlendsson Guðrún Ósk Sigurðardóttir Hulda Þórðardóttir 75 ára Guðrún Karlsdóttir 70 ára Dóra Halldórsdóttir Greta Freydís Kaldalóns Grétar Páll Ólafsson Guðrún Erla Björnsdóttir Ívar Þórarinsson Jóhanna Rósa Blöndal Ragna Sveinsdóttir Wieslawa Boguslawa Lydka 60 ára Bjarni Baldursson Guðmundur Rúnar Stefánsson Helgi Jóhann Sigurðsson Hörður Hauksson Jóhann Baldvinsson Jón Ágúst Sigurjónsson Kristberg Óskarsson Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir Ólafur Jónsson Ragnheiður Óskarsdóttir Sigfríður Ingibjörg Karlsdóttir Stefán Dagfinnsson Wieslaw Feliks Mianowany 50 ára Anna Soffía Halldórsdóttir Arnar Eyfjörð Harðarson Dariusz Henryk Wojcicki Hafsteinn Gunnarsson Halldór Svanur Guðjónsson Jóhannes Ingimundarson Jón Ásgeir Einarsson Jón Hólm Hafsteinsson Leifur Örn Leifsson Margrét Fríða Unnarsdóttir Margrét Snæbjörnsdóttir María Birna Jónsdóttir Ólöf Ævarsdóttir Ómar Ingi Bragason Reynir Harald Jónsson Slawomir Waechter Valentine Morrisse Simire Þorvaldur Skúlason Schumacher 40 ára Annamaria Lopa Atli Már Jónsson Ásdís María Rúnarsdóttir Baldvin Ottó Guðjónsson Camelia Ignatescu Dísa Ragnheiður Tómasdóttir Elín Kristín Guðmundsdóttir Gunnar Árni Jónsson Ingibjörg Ólöf Isaksen Jóhannes Einar Valberg Marinó Waage Marinósson Mayura Klaibamrung Rannveig Magnúsdóttir Sóley Renee Mathiesen 30 ára Björn Daníel Daníelsson Charity Oppong Einar Guðni Valentine Hafdís Helgadóttir Hrefna Lára Sigurðardóttir Krystian Gabriel Berimi Til hamingju með daginn 30 ára Einar ólst upp á Akureyri, býr þar, hefur lengst af stundað bif- reiðaakstur og er bílstjóri hjá Samskipum. Þá lék hann íshokkí með Skauta- félagi Akureyrar um ára- bil. Dóttir: Guðrún Ásta Val- entine, f. 2012. Móðir: Guðrún Elín Sig- urðardóttir, f. 1943, hjúkr- unarfræðingur við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Einar Guðni Valentine 40 ára Jóhannes ólst upp í Kópavogi, býr í Mos- fellsbæ, lauk MSc-prófi í vélaverkfræði og er verk- fræðingur hjá Bláa lóninu. Maki: Sigríður Rún Krist- insdóttir, f. 1979, lista- maður. Synir: Jón Ingvar Val- berg, f. 1999, og Hrafnkell Þór Valberg, f. 2007. Foreldrar: Helgi Þröstur Benediktsson Valberg, f. 1953, og María Kristín Ingvarsdóttir, f. 1952. Jóhannes Einar Valberg 40 ára Gunnar býr á Ak- ureyri og er lagermaður á dekkjaverkstæði hjá N-1. Maki: Monika Margrét Stefánsdóttir, f. 1978, í endurhæfingu. Börn: Stefán Darri og Hjördís Harpa, f. 2010. Stjúpdætur: Malena Mist, f. 1999, og Jana Sól, f. 2001. Foreldrar: Ragnheiður Guðrún Finnsdóttir, f. 1959, og Jón Ragnar Gíslason, f. 1951. Gunnar Árni Jónsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.