Morgunblaðið - 14.02.2017, Síða 31

Morgunblaðið - 14.02.2017, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Hinn fjölhæfi bandaríski söngvari Al Jarreau lést í Los Angeles á sunnudag, 76 ára að aldri. Jarreau naut á löngum ferli vinsælda í mörgum geirum tónlistar. Hann seldi millj- ónir hljómplatna og hreppti sex Grammy- verðlaun, í þremur flokkum tónlistar: djassi, poppi og R&B. Ferill Jarreau hófst í djassinum þegar hann var kominn vel á þrítugsaldur en fljótlega eftir það tókst hann á við aðrar gerðir tónlistar, þar sem hann blandaði áhrifum frá blús, trúartónlist, djassi og poppi á afar persónulegan hátt. Bandaríski söngvarinn Al Jarreau látinn Fjölhæfur Al Jarreau. Bandaríska kvikmyndin La La Land hlaut flest verðlaun, fimm talsins, á verðlaunahátíð bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Bafta, sem haldin var í Royal Albert Hall í Lundúnum í fyrrakvöld. Það kom nokkuð á óvart hversu vítt verðlaun- in dreifðust, þ.e. á mun fleiri kvik- myndir en búist var við, yfir 15 tals- ins og að La La Land, sem sópaði að sér Golden Globe-verðlaunum í jan- úar sl., skyldi ekki hljóta fleiri þó að fimm séu vissulega ágætisárangur. La La Land hlaut verðlaun sem kvikmynd ársins 2016, fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki (Emmu Stone), fyrir besta leikstjóra (Da- mien Chazelle), fyrir bestu frum- sömdu kvikmyndatónlist (Justin Hurwitz) og bestu kvikmyndatöku (Linus Sandgren). Jóhann Jóhanns- son var meðal tilnefndra fyrir bestu frumsömdu tónlist, fyrir Arrival. Verðlaun sem besti leikari í aðal- hlutverki hlaut hinn bandaríski Casey Affleck fyrir leik sinn í Man- chester by the Sea og bar þar sig- urorð af Ryan Gosling sem margir áttu von á að hlyti hnossið fyrir leik sinn í La La Land. Fyrir besta leik í aukahlutverki hlutu verðlaun banda- ríska leikkonan Viola Davis fyrir Fences og breski leikarinn Dev Patel fyrir Lion. Verðlaun fyrir framúrskarnandi breska kvikmynd hlaut leikstjórinn Ken Loach fyrir I, Daniel Blake og Kenneth Lonegran hlaut verðlaun fyrir besta frum- samda handritið, handrit sitt að Manchester by the Sea. Luke Davies hlaut verðlaun fyrir handrit byggt á áður útgefnu efni, handrit Lion. Af öðrum helstu verðlaunum má svo nefna að besta erlenda kvik- myndin, þ.e. á öðru máli en ensku, þótti hin ungverska Son of Saul, besta heimildarmyndin þótti hin bandaríska 13th og besta teikni- myndin Kubo and the Two Strings, einnig bandarísk. Verðlaun fyrir bestu klippingu hlaut svo John Gil- bert fyrir Hacksaw Ridge sem Mel Gibson leikstýrði. helgisnaer@mbl.is AFP Ánægð Emma Stone með leikstjóra La La Land, Damien Chazelle. La La Land hlaut fimm Bestur Casey Affleck virðir fyrir sér Bafta-verðlaunagripinn sinn.  Bafta-verðlaun- in dreifðust á fjölda kvikmynda Hljómsveitin Síðan skein sól, með Helga Björnsson í broddi fylkingar, hélt sína fyrstu tónleika í Hlaðvarp- anum, þar sem nú er Tapasbarinn, 25. mars árið 1987, fyrir 30 árum. Hljómsveitin ætlar að halda upp á 30 ára afmælið sama dag, 25. mars, með tónleikum í Háskólabíói og verður það gert með pomp og prakt, eins og segir í tilkynningu. Síðan skein sól var iðin við kol- ann á sínum tíma, tónleikadagskrá- in þétt og kom hún fram í félags- miðstöðvum, skólum og hinum ýmsu tónleikastöðum borgarinnar og hún hélt árið 1989 í hringferð um landið í svokallaðan kassatúr þar sem var að mestu leikið óraf- magnað. „Síðan tóku við ár með mikilli spilamennsku bæði á böllum og tónleikum og útgáfu mikils fjölda af lögum sem þjóðin hefur tekið ástfóstri við,“ segir í tilkynn- ingu. Margir af þeim sem komu við sögu á ferli hljómsveitarinnar taka þátt í hátíðarhöldunum í Háskóla- bíói, m.a. Ingólfur Sigurðsson, Haf- þór Guðmundsson og Jakob Smári Magnússon og góðir gestir munu gleðja tónleikagesti. Af einstökum smellum sveitarinnar má nefna „Blautar varir“, „Geta pabbar ekki grátið“, „Ég verð að fá að skjóta þig“, „Halló ég elska þig“ og „Ég stend á skýi“. Miðasala hefst á tix.is í dag kl. 10. 30 ár Síðan skein sól heldur afmælistónleika í Háskólabíói, 25. mars nk. Síðan skein sól fagnar 30 ára afmæli Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Úti að aka (Stóra svið) Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Mið 19/4 kl. 20:00 160. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Lau 22/4 kl. 20:00 161. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 8/4 kl. 20:00 158. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Þri 11/4 kl. 20:00 159. s Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 8/4 kl. 13:00 40. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Fórn (Allt húsið) Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið Illska (Litla sviðið) Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls. Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Salka Valka (Stóra svið) Fim 16/2 kl. 20:00 17.sýn Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 11:30 Þri 21/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00 Þri 21/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.