Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 6
Arion banki hagnaðist um 21,7 millj- arða króna á síðasta ári. Það er 28 milljörðum króna minni hagnaður en árið 2015, þegar bankinn skilaði nærri 50 milljarða króna afgangi. Arðsemi eigin fjár var 10,5% á síð- asta ári, en hafði verið 28,1% árið 2015. Reiknaður hagnaður af reglu- legri starfsemi nam 9,7 milljörðum króna, samanborið við 14,1 milljarð á árinu 2015. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi nam 4,7% en var 8,7% á árinu 2015. Heildareignir námu 1.036 millj- örðum króna samanborið við 1.011 milljarða króna í árslok 2015 og eigið fé hluthafa bankans nam 211,2 millj- örðum króna, samanborið við 192,8 milljarða króna í árslok 2015. Eiginfjárhlutfall Arion banka var í árslok 27,1% en var 24,2% í árslok 2015. Hlutfall eiginfjárþáttar A  Arion banki hagnaðist um 21,7 milljarða í fyrra hækkaði og nam 26,5% samanborið við 23,4% í árslok 2015. Haft er eftir Höskuldi H. Ólafs- syni, bankastjóra Arion banka, í til- kynningu að afkoman sé viðunandi og í takti við væntingar. Grunn- starfsemi bankans standi vel og fjár- hagsstaðan haldi áfram að styrkjast. Segir Höskuldur það vonbrigði að stjórnvöld hafi framlengt banka- skattinn svonefnda. Sambærilegur skattur leggist ekki á aðrar inn- lendar atvinnugreinar né á erlenda banka sem séu með umsvif hér á landi. Hagnaðurinn 28 milljörðum minni Morgunblaðið/Ómar Bankar Arion banki hagnaðist um tæpa 22 milljarða kr. árið 2016. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...algjör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Ómissandi í eldhúsið Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Póst- og fjarskiptastofnun vinnur nú að öryggisúttekt á farsímanetinu á öllu rýmingarsvæði Kötlu vegna mögulegs eldgoss. Þá er Neyðarlín- an að koma upp sendi fyrir Tetra- kerfið í Dyrhólaey og Síminn einnig að setja þar upp farsímasendi. Fyrir er farsímasendir á vegum Vodafone. Víðir Reynisson, verkefnisstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir að fengist hafi styrkur úr fjarskipta- sjóði til að vinna úttektina á farsíma- netinu. Verði farið vandlega yfir það kerfi sem til staðar er. Ef Katla fer að gjósa verða send út sms boð til allra farsíma sem eru á áhrifasvæði gossins. Því er mikil- vægt að öll farsímakerfin á svæðinu virki og hvergi séu öryggisbrestir. Hins vegar hafa heyrst kvartanir um að farsímasamband á svæðinu sé ekki nógu öruggt og detti jafnvel út öðru hverju. Víðir segir að eftir raf- magnsbilun fyrir nokkru hafi tekið tíma að koma farsímakerfinu í gang aftur. Tryggja verða að slíkt gerist ekki. Ferðamenn auka vandann Um 3.000 manns hafa fasta búsetu á rýmingarsvæði Kötlu. Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna á Suð- urlandi eykur hins vegar vandann við að rýma svæðið ef eldstöðin gýs. Þegar ferðamannastraumurinn er sem mestur á svæðinu eru þar stundum allt að 15 þúsund manns á ferðinni samtímis. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dög- um að lögreglan á Suðurlandi hefur fundað um þessi mál með aðilum sem reka ferðaþjónustu á svæðinu. Hafa þeir verið hvattir til þess að fara yfir viðbragðsáætlanir sínar. Við eldgos undir jöklinum bráðnar mikill ís á skömmum tíma og fylgja gosunum jökulhlaup sem sum hver hafa verið gríðarmikil. Jökulhlaupin ryðjast til sjávar með tilheyrandi sand- og jakaburði. Í aldanna rás hafa jökulhlaupin lagt byggðir í auðn, auk þess að mynda mikil sand- flæmi umhverfis Kötlu og færa út strandlengju landsins. Gjóska úr Kötlu hefur lagst yfir stóra hluta landsins og jafnvel borist til annarra landa. Hlaup úr Kötlu getur farið þrjár leiðir. Líklegast er að það fari niður Mýrdalssand. En það getur líka farið niður Jökulsá á Sólheima- sandi eða í vesturátt og niður Mark- arfljót. 12 metra mastur í Dyrhólaey Þar sem um friðlýst land er að ræða óskaði Neyðarlínan eftir leyfi Umhverfisstofnunar til að byggja smáhýsi og mastur á Háey í Dyr- hólaey. Um 12 metra hátt mastur yrði að ræða, með möguleika á að setja þar líka upp öryggismyndavél- ar. Stofnunun hefur fyrir sitt leyti veitt leyfið, að settum nokkrum skil- yrðum, m.a. að halda raski í lág- marki og vanda allan frágang. Öryggisúttekt á öllu farsímaneti við Kötlu  Nýr farsímasendir í Dyrhólaey  Einnig Tetra-kerfi Morgunblaðið/RAX Eldfjall Katla er talin eitt hættulegasta eldfjall hér á landi, ekki síst vegna jökulhlaupa sem koma í kjölfar goss. Freyr Bjarnason Sigurður Bogi Sævarsson „Það var mjög gott að fá afsökun- arbeiðni frá ríkinu,“ segir Haraldur Ólafsson, fyrrverandi vistmaður á Kópavogshælinu. Bjarni Benedikts- son forsætisráðherra átti í gær fund í Stjórnarráðshúsinu með þeim Har- aldi og Brynju Snæbjörnsdóttur, formanni Þroskahjálpar. Þar baðst Bjarni fyrir hönd stjórnvalda afsök- unar á slæmum aðbúnaði og vondum aðstæðum fólks á hælinu í Kópavogi, en skýrsla svonefndrar vistheim- ilisnefndar sem birt var í síðustu viku greinir frá slíku. Ánægð með framgöngu Bjarna Haraldur Ólafsson segir að fund- urinn með forsætisráðherra hafi verið góður. „Við ræddum allt mögu- legt í sambandi við skýrsluna og um búsetuúrræði,“ segir Haraldur, sem var þriggja ára þegar hann var vist- aður á Kópavogshæli árið 1959. Þar var hann næstu 22 árin. Einnig var rætt á fundinum um sanngirnis- bætur en Samtök vistheimilabarna hafa farið fram á að bæturnar verði mun hærri en verið hefur hingað til. Bryndís Snæbjörnsdóttir segist ánægð með framgöngu Bjarna Benediktssonar í þessu máli. Hún hafði áður óskað eftir afsökun- arbeiðni frá honum. Á hinn bóginn kveðst hún ekki fylgjandi því að lög- regla rannsaki þá meðferð sem vist- menn á Kópavogshæli sættu. Í raun og veru verði enginn neinu bættari með slíku. „Við höldum að það sé málefninu ekki endilega til góðs,“ segir Bryndís. Skýrslu vistheimilisnefndar segir hún á hinn bóginn sýna afdráttar- laust að börnin á hælinu hafi sætt illri meðferð og því séu sanngirnis- bætur þeim til handa eðlileg lending í málinu. Lögreglurannsókn ekki til góðs  Skýrslan um Kópavogshælið víða rædd  Forsætisráðherra bað vistmenn af- sökunar fyrir hönd stjórnvalda  Sanngirnisbætur eru eðlileg lending í málinu Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Fundur Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp, Haraldur Ólafsson og Bjarni Benediktsson ræddu saman í Stjórnarráðshúsinu í gær. Í tilefni af skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli bjóða Átak, félag fólks með þroska- hömlun, Þroskahjálp og Þroska- þjálfafélag Íslands til kynning- arfundar á Grand hóteli á morgun, kl. 17-19. Kynningin er eingöngu ætluð þeim sem tengjast Kópavogshæli á ein- hvern hátt, fötluðu fólki sem bjó á Kópavogshæli, aðstand- endum þeirra og starfsfólki. Formaður vistheimilanefnd- arinnar, Hrefna Friðriksdóttir, kynnir skýrsluna. Kynning á skýrslunni FUNDUR Á MORGUN Fyrir helgina var opnað vefsetrið posting.is þar sem finna má upplýs- ingar um réttindi og skyldur er- lendra þjónustufyrirtækja og starfs- manna þeirra sem sendir eru til starfa á Íslandi. Vinnumálastofnun stóð fyrir gerð vefsíðunnar í sam- vinnu við ýmsa. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf til erlendra að- ila sem starfa tímabundið hér á landi og tryggja að þeir starfi í samræmi við lög og reglur. Starfsmenn á veg- um innlendra og erlendra starfs- mannaleiga hér á landi í fyrra voru samtals 1.527. Á vefsíðunni eru meðal annars birtar upplýsingar um kaup og kjör, vinnuvernd, skattamál, mat á starfs- réttindum, skráningu til Þjóðskrár og upplýsingar um skráningar- skyldu erlendra fyrirtækja til Vinnumálastofnunar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Atvinnulíf Störfin eru fjölbreytt. Vefsetur um vinnumarkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.