Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fríköfun er tiltölulega ný íþrótta- grein hérlendis og nýverið æfðu tíu Íslendingar í dýpstu laug í heimi, Y-40, sem er í þorpinu Montegrotto Terme, um 45 km vestur af Fen- eyjum á Ítalíu. „Þessi laug er mekka fríköfunar innanhúss, þegar kemur að því að æfa dýptir,“ segir Sigríður Lár- usdóttir, sem náði ásamt þremur öðrum í hópnum að kafa niður á botn 40 m djúprar laugarinnar á einum andardrætti. Hún segir að fríköfun sé bæði stunduð sem áhugamál og keppnisíþrótt. Hún njóti vaxanda vinsælda erlendis og unnið sé að því að fá hana við- urkennda sem keppnisíþrótt á Ólympíuleikum, en fyrsta alþjóðlega mótið á Íslandi verði í sumar. Birgir Skúlason er frumkvöðull íþróttarinnar hérlendis og eini Íslendingurinn með kennararétt- indi. Þátttakendur æfa tvisvar í viku, í Sundhöll Reykjavíkur og Sundhöll Hafnarfjarðar. Auk þess fer fólkið í vötn og sjó, oftast í Silfru, Þingvallavatn, Kleifarvatn og sjóinn á höfuðborgarsvæðinu. Sumir hafa æft sig erlendis, meðal annars við Kanaríeyjar og í Blue Hole, Dahab í Egyptalandi. „Við búum ekki við góða æfingaaðstöðu til þess að kafa djúpt og því voru mikil við- brigði að æfa á Ítalíu, það var mikil reynsla að æfa í dýpstu laug í heimi,“ segir Sigríður, sem fór líka til Tenerife í nóvember sl. til þess að æfa. Stjórn „Fríköfun snýst um að hafa stjórn á þeirri þörf að vilja anda,“ segir Sigríður og leggur áherslu á að fræðslan skipti mjög miklu máli því þetta sé hættuleg íþrótt ef ekki er farið eftir reglum, þar sem manninum sé ekki eðlilegt að vera svona lengi í kafi. Íþróttina þurfi að læra undir leiðsögn kennara og þátttakendur taki bæði bókleg og verkleg próf. Tekin séu alþjóðleg réttindastig, allt eftir því hvert við- komandi stefni með fríköfuninni. Hún bendir á að líkaminn fari í það ástand að hægja á allri starfsemi og þá skipti öllu að bregðast rétt við. Ekki sé auðvelt að kafa án búnaðar niður á 40 metra dýpi. Þrýsting- urinn sé gríðarlegur og allt í lík- amanum pressist saman. „Maður þarf að búa yfir gríðarlega mikilli hugarstjórnun,“ segir hún og bætir við að tímafrekasta dýfan hennar niður á botn í Y-40 hafi tekið 1,58 mínútur. „Við keppum líka meðal annars í því að liggja máttlaus á yf- irborðinu og halda niðri í okkur andanum, en alls eru sex við- urkenndar keppnisgreinar í fríköf- un.“ Nordic Open-fríköfunarmótið verður haldið í Laugardalslaug síð- ustu helgina í júlí. Sigríður segir að auk erlendra keppenda komi dóm- arar víðs vegar frá. „Það er mikil sprenging í þessari grein, þetta er vaxandi íþrótt.“ Íslendingar köfuðu í dýpstu lauginni  Fríköfun ryður sér víða til rúms og fyrsta alþjóðlega mótið hérlendis haldið í Laugardalslaug í júlí í sumar Dýpsta laugin Y-40 er 40 m djúp og í þorpinu Montegrotto Terme á Ítalíu. Fríköfun Íslendingar á miklu dýpi í lauginni á Ítalíu. Í Silfru Sigríður Lárusdóttir fær mikið út úr köfun og æfir mikið. www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 LIPUR GRIPUR AVANT - ER TIL Í ALLT - ALLT ÁRIÐ UM KRING Hvort sem þig vantar öflugt hjálpartæki í skógræktina, fyrir bæjarfélagið, til meðhöndlunar á vörubrettum, í moksturinn eða snjó- og jarðvinnu, þá getur þú verið viss um að AVANT leysir málið fyrir þig. Yfir 100 mismunandi aukatæki eru fáanleg á vélina. Raf- diesel- bensín- eða gasknúinn – þitt er valið. Framleiddur í Finnlandi – fyrir norðlægar slóðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.