Morgunblaðið - 14.02.2017, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.02.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Grunnur að góðu lífi 34 ára reynsla í fasteignasölu Þorlákur Ómar Einarsson, löggiltur fasteignasali. Sími 820 2399 thorlakur@stakfell.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Heildarvelta á aðalmarkaði Kauphall- arinnar í gær nam 10,2 milljörðum króna. Er gærdagurinn því annar veltu- mesti dagurinn frá því fyrir banka- áfallið 2008. Það var aðeins þann 18. mars 2011 sem veltan var meiri og nam hún þá 15,7 milljörðum króna. Mest velta var með bréf Marel og nam hún tæpum 1,7 milljörðum króna. Hækkuðu bréf félagsins ekki í við- skiptum dagsins. Næstmest var veltan með bréf Icelandair, rétt rúmir 1,5 millj- arðar og lækkaði félagið um tæplega 0,5% í viðskiputnum. Þá var tæplega 1,3 milljarða velta með bréf Sjóvár og hækkaði félagið um rúm 3,5% í við- skiptum dagsins. Þá voru mikil við- skipti með bréf Símans eða tæpir 1,2 milljarðar og hækkaði félagið um tæp 4%. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,9% í gær og stendur nú í tæpum 1.746 stigum. Hefur hún því hækkað um rúm 2% prósent frá ára- mótum. Annar veltumesti dag- urinn frá október 2008 STUTT BAKSVIÐ Jón Þórisson jonth@mbl.is Í síðast liðinni viku funduðu stjórn- endur Arion banka með fulltrúum ís- lenskra lífeyrissjóða og kynntu fyrir þeim starfsemi bankans með að- komu þeirra fyrir augum við sölu bankans sem verið hefur í undirbún- ingi um langa hríð. Mun nokkur leynd hafa verið yfir fundarhöldunum og fundargestum ekki verið heimilt að taka gögn með sér út af fundunum. Af hálfu bank- ans kynntu Höskuldur Ólafsson bankastjóri og Stefán Pétursson fjármálastjóri upplýsingarnar sem fyrir fundinum lágu. Um nokkra fundi var að ræða þar sem fjölda fundargesta á hverjum fundi var stillt í hóf. Til undirbúnings fyrir þátttöku Hvað upplýsingar úr rekstri bank- ans varðar, voru þær byggðar á 9 mánaða óendurskoðuðu uppgjöri hans sem tilkynnt var til Kauphallar um miðjan nóvember. Ekki var því um fjárhagsupplýsingar að ræða sem ekki eru nú þegar aðgengilegar á heimasíðu bankans og í upplýs- ingakerfum Kauphallar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þykir ljóst að fundahöldun- um er ætlað að búa lífeyrissjóði und- ir að leitað verði til þeirra um þátttöku í hlutafjárkaupum í Arion banka þegar að þeim tímapunkti kemur. Kom fram á fundunum að stefnt væri að svonefndri tvöfaldri skrán- ingu Arion banka, það er í Kauphöll- ina í Stokkhólmi og Kauphöllina ís- lensku. Jafnframt kom fram að undirbún- ingi þessara skráninga væri nú nær lokið og ekki þyrfti langan fyrirvara til að hlutabréf bankans yrðu tekin til skráningar. Erlendir ráðgjafar til aðstoðar Eins og kunnugt er hefur um nokkurra missera skeið verið unnið að sölu Arion banka. Í frétt frá Reut- ers í síðasta mánuði kom fram að Kaupþing, eigandi 87% hlutar í Ar- ion banka, hefði fengið sænska fjár- festingabankann Carnegie til þess að hafa umsjón með skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í Svíþjóð. Ásamt Carnegie mundu bankarnir Citi og Morgan Stanley koma að skráningunni. Eru þessi fundahöld með fulltrú- um lífeyrissjóða í beinu framhaldi þess. Athygli vekur að þeir aðilar sem lífeyrissjóðir höfðu ráðið til ráðgjaf- ar við sig á fyrri stigum í tengslum við mögulega aðkomu sína að eign- arhaldi bankans, tóku ekki þátt í fundinum. Um aðkomu þeirra var fjallað í Morgunblaðinu í janúar 2016. Þetta eru Þórarinn V. Þórar- insson lögmaður og ráðgjafarfyrir- tækið Icora Partners, í eigu Friðriks Jóhannssonar og Gunnars Páls Tryggvasonar. Morgunblaðið skýrði síðar frá að kvarnast hefði úr hópi líf- eyrissjóða í þessu samstarfi og hefði Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sagt sig frá því. Skriður að komast á sölu hlutabréfa í Arion banka Morgunblaðið/Kristinn Arion Söluferli bankans er nú hafið og er talið að tvöföld skráning hans geti farið fram í apríl næstkomandi. Arion banki » Hagnaður bankans nam 21,7 milljörðum króna á nýliðnu rekstrarári. » Arðsemi eigin fjár var 10,5%. » Hagnaður af reglulegri starf- semi nam 9,7 milljörðum króna. » Heildareignir námu 1.036 milljörðum króna í lok síðasta árs » Eigið fé hluthafa bankans nam 211,2 milljörðum króna um áramót.  Fundahöld hafa staðið með fulltrúum lífeyrissjóða um mögulega aðkomu þeirra Aðili sem í síðustu viku leitaði fyrir sér með kaup á 3% hlut í Icelandair Group með aðstoð Kviku, keypti í gær 50 milljón hluti í félaginu. Sem fyrr var það Kvika banki sem ann- aðist viðskiptin. Var gengið miðað við 16 samkvæmt heimildum blaðs- ins og er því um að ræða viðskipti sem nema um 800 milljónum króna. Í þreifingum síðustu viku var leitað eftir 150 milljónum hluta og var þá boðið gengið 15. Þau kaup gengu ekki eftir þar sem ekki tókst að safna nægum fjölda söluloforða fyrir fjárhæðinni allri. Ekki liggur fyrir hver eða hverjir eru seljendur hlutanna nú, en í síð- ustu viku var einkum leitað til líf- eyrissjóða í þeim efnum, enda eiga þeir samanlagt rúman meirihluta hlutafjár í félaginu. Stærsti hluthafi félagsins er Lífeyrissjóður verslun- armanna, með 14,69% hlut. Þá kem- ur Stefnir-IS15, með 9,52% hlut. Því næst lífeyrissjóðurinn Gildi, með 7,39% hlut. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er fjórði stærsti hluthafinn með 7,03% hlut og fimmti stærsti hluthafinn er líf- eyrissjóðurinn Birta með 6,77% hlut. Þó að ekki liggi fyrir hver kaup- andi þessa 1% hlutar er, eru þessi viðskipti sögð tengd því að senn dregur að aðalfundi Icelandair Gro- up þar sem fram mun fara stjórn- arkjör. Herma heimildir blaðsins að búast megi við að til standi að beita atkvæðisrétti sem þessum hlut fylgir, við stjórnarkjörið. Aðalfundur félagsins verður 3. mars næstkomandi. jonth@mbl.is mbl.is/Júlíus Sigurjónsson Icelandair Eitt prósent hlutafjár í félaginu skipti um hendur í gær. Keypti eitt pró- sent í Icelandair  Talið að kaupin tengist stjórn- arkjöri á aðalfundi 14. febrúar 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.09 113.63 113.36 Sterlingspund 141.38 142.06 141.72 Kanadadalur 85.94 86.44 86.19 Dönsk króna 16.182 16.276 16.229 Norsk króna 13.493 13.573 13.533 Sænsk króna 12.681 12.755 12.718 Svissn. franki 112.78 113.42 113.1 Japanskt jen 0.9951 1.0009 0.998 SDR 153.05 153.97 153.51 Evra 120.31 120.99 120.65 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.7029 Hrávöruverð Gull 1229.4 ($/únsa) Ál 1848.0 ($/tonn) LME Hráolía 55.66 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.