Morgunblaðið - 14.02.2017, Page 33

Morgunblaðið - 14.02.2017, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Nú er bíóveisla í höf-uðborginni, úr mörgumgæðamyndum að veljaog margar sýndar sem líklegar eru til afreka á Ósk- arsverðlaununum. Þýskir kvik- myndadagar hófust í Bíó Paradís sl. föstudag og ef allar myndirnar sex sem á þeim eru sýndar eru jafn- góðar og Toni Erdmann má með sanni segja að boðið sé til veislu. Toni Erdmann var opnunarmynd hátíðarinnar og veltust bíógestir um af hlátri yfir nokkrum atriða henn- ar, á boðssýningu sl. fimmtudags- kvöld þegar hátíðin var formlega sett. Sendiherra Þýskalands, Her- bert Beck, sló á létta strengi í opn- unarræðu sinni og setti upp kjána- lega hárkollu að hætti persónunnar Toni Erdmann, sem skartar slíkri hárkollu og gervitönnum í myndinni og lýgur því m.a. að hann sé sendi- herra Þýskalands í Rúmeníu. Mynd af Beck með kolluna má sjá hér til hliðar og fær starfsmaður sendi- ráðsins þakkir fyrir að útvega hana. Þó að mörg atriði Toni Erdmann séu bráðfyndin, sum svo fyndin að bíógestir náðu varla andanum, eru önnur dramatísk og jafnvel sorgleg. Þetta er tragíkómedía eða dra- medía, þ.e. blanda drama og kóme- díu, og einkar vel heppnuð sem slík. Í henni segir af fráskildum píanó- kennara sem kominn er á efri ár, Winfried Conradi (Simonischek) og býr einn með fjörgömlum hundi sín- um. Winfried er mikill spaugari og hrekkjalómur, eins og áhorfendur komast að strax í byrjun myndar þegar hann lýgur að póstsendli og þykist vera annar en hann er með því að setja upp hárkollu og gervi- tennur. Þegar hundurinn hans deyr ákveður Winfried að heimsækja dóttur sína, Ines, óvænt en hún starfar í Búkarest í Rúmeníu, gegn- ir þar ábyrgðarmiklu starfi fyrir ráðgjafarfyrirtæki. Fljótlega kemur í ljós að starfið felur í sér að spara olíufyrirtæki peninga með því að út- hýsa starfsemi með tilheyrandi fjöldauppsögnum. Ines þarf að sanna sig í miklu karlaveldi þess geira og oftar en ekki er gripið fram í fyrir henni og mætti eflaust kalla það hrútskýringar. Þegar Winfried birtist óvænt er Ines allt annað en kát, tímasetningin eins slæm og hugsast getur þar sem hún þarf að heilla forstjóra olíufyrirtækis upp úr skónum og meðreiðarsveina hans, auk þess að sanna sig fyrir sínum eigin yfirmanni. Á yfirborðinu er hún hörð í horn að taka og lætur engan vaða yfir sig en eftir því sem líður á myndina kemur betur í ljós að starfið veldur henni mikilli streitu og vanlíðan. Þetta veit faðir hennar og sér og reynir hvað hann getur að bæta heldur stirt samband þeirra og líðan dótturinnar með fíflalegum uppátækjum. Í brjóstvas- anum á skyrtunni sinni geymir hann gervitennur sem hann stingur ítrek- að upp í sig og lýgur að samstarfs- mönnum dótturinnar, henni til lít- illar skemmtunar en bíógestum til ómældrar gleði. Svo virðist sem feðginin séu eins ólík og svart og hvítt og Winfried heldur aftur til Þýskalands, eða það heldur Ines. Henni til mikillar furðu dúkkar hann aftur upp á veitingastað, þar sem Ines er stödd með vinkonum sínum, með óhemjuljóta hárkollu og gervitennur og segist heita Toni Erdmann. Hefst þá lygileg atburða- rás, vægt til orða tekið, og ekki ljóst hvernig mun fara, hvort Ines missir starfið og hvaða áhrif þetta uppá- tæki mun hafa á samband feðgin- anna. „Ertu genginn af göflunum, pabbi?!“ hrópar Ines á föður sinn sem leiðréttir hana og segist ekki vera faðir hennar heldur Toni Erd- mann. Nú þykir mörgum e.t.v. fullmikið sagt um söguþráðinn en ég get full- vissað þá um að nóg á eftir að koma á óvart í þessari kostulegu kvik- mynd Maren Ade. Aðalleikarar hennar eru ekkert minna en stór- kostlegir í hlutverkum sínum og þá sérstaklega Hüller, sem er ákaflega sannfærandi í hlutverki hinnar þjáðu dóttur. Leikur Simonischek er lágstemmdari og fyrir vikið verður hann enn fyndnari. Þessar tvær per- sónur vekja samúð áhorfandans með ólíkum hætti og eru einkar vel mót- aðar. Í Toni Erdmann er spurt stórra spurninga, hvers virði starfsframinn sé og hvað geri lífið þess virði að lifa því. Í hverju felst hamingjan og hvað er hamingja? „Ekki glata skop- skyninu,“ segir Winfried við blá- snauðan starfsmann olíufyrirtækis þegar við blasir fjöldauppsögn og minnir áhorfandann á það sem gefur lífinu gildi, að hafa gaman af því að vera til og sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu, jafnvel þegar á móti blæs. Og það gerir handritshöfundur og leik- stjóri myndarinnar svo sannarlega og með ákaflega óvæntum hætti, á köflum súrrealískum. „Gleðin er besta víman,“ söng Pálmi Gunn- arsson hér um árið og gestir í Bíó Paradís á opnunarkvöldi Þýskra kvikmyndadaga voru sannarlega í gleðivímu. Það eina sem ég hef út á kvikmyndina að setja er að hún er heldur hæg á köflum og þá finnur maður fyrir lengdinni. Þess má að lokum geta að til stendur að endurgera kvikmyndina í Bandaríkjunum og mun Jack Nich- olson leika föðurinn og Kristen Wiig dótturina. Hvað svo sem fólki finnst um endurgerðir verður hún eflaust bráðskemmtileg líkt og frumgerðin. Kostulegur Peter Simonischek í hlutverki Winfried Conradi sem hér hefur brugðið sér í hlutverk furðufuglsins Toni Erdmann. Ines, leikin af Söndru Hüller, veltir því fyrir sér hvort faðir hennar sé genginn af göflunum. Bió Paradís – Þýskir kvikmyndadagar Toni Erdmann bbbbm Leikstjórn og handrit: Maren Ade. Leikarar: Peter Simonischek, Sandra Hüller o.fl. Þýskaland, Austurríki og Rúmenía, 2016. 162 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Hárprúður Sendiherra Þýskalands, Herbert Beck, brá á leik við opnun Þýskra kvikmyndadaga. Gleðin er besta víman Sænski óperusöngvarinn Nicolai Gedda er látinn, 91 árs að aldri. Hann reif sig upp úr erfiðum að- stæðum í æsku og uppvexti og varð einn dáðasti tenórsöngvari síðustu aldar, með ljóðræna og tæra rödd, næmur listamaður með einstaka framsögn á mörg evrópsk tungumál, segja gagnrýnendur. Í frétt í The New York Times segir að Gedda hafi verið einn fjöl- hæfasti söngvari sinnar kynslóðar. Hann söng tugi aðalhlutverka við öll stærstu óperuhúsin á löngum ferli – þar á meðal 367 sýningar við Metropolitan-óperuna – og hann söng opinberlega fram á átt- ræðisaldur. Hann söng í Rigoletto í Þjóðleikhúsinu árið 1960. Margir söngvarar nefna Gedda sem sitt uppáhald, fyrir einstaka tækni og tónlistarhæfileika. Þá var hann eftirsóttur kennari þegar leið á ferilinn, og Gunnar Guð- björnsson tenór var einn þeirra sem nutu tilsagnar hans og ríku- legs stuðnings. „Ég gleymi aldrei deginum sem ég söng fyrst fyrir Nicolai Gedda,“ skrifaði hann á Facebook. „Þetta var eins og að upplifa draum, að hitta goðið sem maður hafði hlust- að á alla sína stuttu ævi – því hann var líka í miklu uppáhaldi hjá pabba mínum. Og ekki olli hann vonbrigðum heldur reyndist hann mér vel, kenndi mér svo ótalmargt og gaf mér góð ráð um árabil.“ Dáður Nicolai Gedda heitinn. Stjörnutenórinn Gedda látinn Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 OG 3:40 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ 5% SÝND KL. 8 SÝND KL. 5.30, 8, 10.30 SÝND KL. 8, 10.15 SÝND KL. 5.40 SÝND KL. 10.40 SÝND KL. 5.40

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.