Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 stundirnar. Betri tengdaföður hefði ég ekki getað kosið mér. Þóru og öllum hans nánustu sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Valgerður Hafstað. Kær afi minn, Páll Flygenring, er látinn. Missir okkar í fjölskyld- unni er mikill. Afi var verkfræðingur og átti áhugaverðan starfsferil. Þegar ég fór að muna eftir mér hafði hann látið af störfum en sinnti hugðarefnum sínum af miklum áhuga og eftirminnilegri natni sem smitaði út frá sér. Hann hafði ríka rökhugsun en var sam- tímis fagurkeri og hneigður fyrir menningu. Afi hreifst af hvers konar tækninýjungum og tölvan var hans verkfæri. Hann var ætíð fyrstur í fjölskyldunni að fjár- festa í og tileinka sér nýjustu tækni. Þannig gat hann m.a. átt í samskiptum við fólkið sitt erlend- is, lesið erlend tímarit og varð- veitt gamlar ljósmyndir. Þess má einnig geta að hann braut um og sá um útgáfu á mörgum ljóðabók- um ömmu minnar, Þóru Jóns- dóttur frá Laxamýri, úr tölvunni heima. Oftar en ekki þegar við sátum að spjalli þurfti að fletta upp í tölvunni og spyrja ráða – um nöfn, erindi í ljóðum eða landakort – og alltaf þegar svarið birtist dáðist afi að þeirri tækni- öld sem við lifðum saman. Afi unni einnig tónlist. Áður en nútímatækni kom til tók hann upp ýmis verk sem leikin voru í útvarpi á gamaldags segulbands- tæki, skráði nákvæmlega niður og flutti verkin seinna yfir á geisladiska. Hann átti stórkost- legt safn af klassískri tónlist og jafnan spilaði hann fyrir gesti valdar upptökur sem hann hafði hrifist af. Hann var einnig mjög vel lesinn og dáði m.a. Íslend- ingasögurnar. Áhugi afa lá líka í ættfræði, sem hann fékkst við skráningu á. Þannig býr fjölskyldan að góðum heimildum um formæður og for- feður þar eð afi gaf sjálfur út ætt- artöl fyrir nánustu ættingja sína. Snemma lærði ég í samtölum við hann að gott var að hafa svör til reiðu við spurningum um hverra manna hinn og þessi væri. Afi sýndi einnig fólki og samfélagi mikinn áhuga. Hann lagði sig fram um að kynna sér þau við- fangsefni sem afkomendur hans voru að fást við hverju sinni og hlustaði eftir skoðunum okkar. Hann hafði einstaka nærveru, sem erfitt er að lýsa með orðum, var brosmildur og kátur. Afi var hógvær og vildi jafnan sem minnst úr sínum afrekum gera. Hann var fær í samræðum og sýndi hverjum sem hann hitti ein- lægan áhuga. Hann sagði skemmtilegar sögur, stundum með leikrænum tilburðum, og glettnin var aldrei langt undan. Afi og amma kynntust í Menntaskólanum á Akureyri ung að árum. Þau gengu í hjónaband sem reyndist langt og hamingju- ríkt og hefðu fagnað 68 ára brúð- kaupsafmæli á þessu ári. Á heim- ili þeirra hef ég alltaf átt athvarf og stundum sagt að ég hafi hálft í hvoru alist upp hjá þeim. Þau litu eftir mér fram á menntaskólaár, m.a. þegar foreldrar mínir bjuggu erlendis um skeið. Í sam- vistum við þau hef ég lært um þjóðfélag sem var – og þannig mun ég minnast samverustund- anna með afa, þar sem fortíð og nútíð kölluðust á, í sögum hans frá fyrri tíð og forvitni gagnvart því nýja sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Kristel Finnbogadóttir Flygenring. Það er margt um manninn í heyskapnum. Aldrei hefur verið svona gaman að raka með hrífu. Páll er búinn að tengja múgavél- ina við Willy’s-jeppann. Hann er gestur sem getur hjálpað til. Við krakkarnir fáum að sitja í. Flýt- um okkur að raka til þess að fá far. Páll leikur við hvern sinn fingur. Gerir gott grín. Hann er bílstjóri af mikilli natni. Ég gleymi mér í gleðinni. Bíllinn er fullur af sól og sumri. Þetta eru fyrstu kynni mín af Páli. Heimsóknir fjölskyldunnar eru alltaf ómissandi hluti af til- verunni. Skemmtileg tilbreyting. Þessu fylgja bíltúrar og berja- ferðir. Meira mannlíf. Eitthvað nýtt sem fylgir fólki að sunnan. Barni á bóndabæ finnst það frá- bært. Um haustið fæ ég að fara suð- ur. Páll fer með mig og fleiri krakka í Hafnarfjörð. Heimsækir foreldra sína. Það er ævintýri fyrir mig. Ég fæ að leika mér í stórum garði í kaupstað. Þá skemmir ekki að fá heila appels- ínflösku að drekka. Borða útlent sælgæti. Löngu seinna gerist ég heima- gangur í Njörvasundi. Páli fylgir gleði og gæska. Hann er sístarf- andi. Stoltur af sínu húsi. Hann er með grænar hendur. Hefur yndi af því að slá garðinn. Þar eru glæsileg grenitré og glansandi gljávíðir. Á haustin eru runnarnir rauðir af rifsberjum. Sólberin fylla margar skálar. Páll hrífst af ávöxtum jarðar. Gróðurmoldin gefur honum mikið. Hann ræktar gullfallegar gulrófur. Kartöflurn- ar koma sér vel. Hann ræðst í stórvirki. Byggir sér glæsilegt gróðurhús. Unir þar löngum stundum. Fær hvíld frá erli dags- ins. Páll er maður tækja og tækni. Hann grandskoðar gaum- gæfilega allt sem er nýtt. Nýjar vasareiknivélar eru ekki fjötur um fót. Fljótur er hann að til- einka sér tölvuheiminn. Hann er duglegur að hugsa um dætur sín- ar. Fylgir þeim mörg fótmál. Hvetur til náms. Hjálpar til með erfið dæmi. Stundum eru þær stríðnar. Segja í sunnudagsmatn- um að hann megi ekki borða of mikið. Þá hlær Páll og húsið fyll- ist af einhverri ást og alúð sem erfitt er að útskýra. Páll kaupir sér fallegan Volvo. Býður oft í bíltúra. Fjölskyldan fer austur í Búrfell. Þar er gist. Sveitirnar skoðaðar. Stelpurnar syngja í bílnum. Farið suður með sjó. Á Þingvelli og í Hafnarfjörð. Tóta tekur á móti okkur. Þar rík- ir gleði og góðlátlegt grín. Heim- ilið er fullt af sólskini. Svo eru Bláfjöll. Það er gestkvæmt í Njörva- sundi. Fjölskylduboð og spila- kvöld. Við krakkarnir erum alltaf með. Hlustum, tölum og höfum tilgang. Páll geislar af gleði. Gestir gefa honum mikið. En tíminn tekur sinn toll. Á öllum bæjum bankar aldurinn upp á. Einn daginn er lífið ekki lengur eins og það var. Páll fer frá okkur. Við tregum dásamlega daga. Hins vegar gleðjumst við yfir því hve lengi hann lifði með okkur. Hve mikla gleði og gæsku hann færði fjölskyldu sinni, vin- um, vandamönnum og samstarfs- fólki. Trúa má því að hann verði leiddur um nýjar lendur þar sem sumarið er langt og litríkt. Megi minning hans lengi lifa og þó nú hafi orðið sólarlag mun lýsa af morgni á ný með nýrri gleði og nýrri gæfu. Atli Vigfússon. Fyrstu kynni okkar Páls Fly- genring voru 1. september 1978, daginn sem ný ríkisstjórn tók við eftir langvinnar fæðingarhríðir að loknum vorkosningum. Hann hafði þá gegnt starfi ráðuneytis- stjóra í iðnaðarráðuneytinu í rúmt ár, annar í röðinni frá því stofnað var sjálfstætt ráðuneyti iðnaðar- og orkumála 1970. Þar var þá fámennt en góðmennt inn- andyra, en átti eftir að fjölga með auknum verkefnum næstu árin. Páll stýrði sínu liði af hógværð og samviskusemi og auðveldaði hon- um létt lund og eðlislæg glað- værð. Við komum að viðfangsefnum ráðuneytisins úr ólíkum áttum í upphafi, hann reyndur verkfræð- ingur sem unnið hafði m.a. hjá Landsvirkjun áður en hann kom í ráðuneytið, ég óræð stærð utan af landi sem nálgast hafði mála- flokkinn um sex ára skeið sem einn af fulltrúum Náttúruvernd- arráðs í samstarfsnefnd um iðn- aðar- og orkumál, svokallaðri SINO-nefnd. Páll fylgdi mér til Stokkhólms á fund iðnaðarráðherra Norður- landa þá um haustið og gafst í þeirri ferð færi á að bera saman bækur. Á leiðinni frá Arlanda- flugvelli uppgötvuðum við að sjónarhornin voru dálítið ólík, Páll var upptekinn af raflínum og byggingum sem bar fyrir augu, en ég spáði í mismunandi trjá- tegundir utan við lestarglugg- ann. Þetta voru ólgutímar á málasviði iðnaðarráðuneytisins, bæði hér heima og alþjóðlega, og átti mikil hækkun olíuverðs þátt í því, svo og aðlögun samkeppnis- iðnaðar að fríverslun. Þessu fylgdu miklar breytingar, m.a. í skipulagi raforkumála þar sem starfsemi Landsvirkjunar var færð út til landsins alls. Páll tók drjúgan þátt í aðlögun ráðuneyt- isins að breyttum verkefnum og ráðningu nýrra starfsmanna til að sinna þeim. Innan ráðuneyt- isins var mikill mannauður þessi árin og eflaust síðar. Stefna ráð- herrans var pólitískt umdeild þau fimm ár sem ég kom þar við sögu og risu öldur hæst vegna verðlagningar á orku til stóriðju og deilumála við Alusuisse út af „hækkun í hafi“ á aðföngum til álbræðslunnar í Straumsvík. Þrátt fyrir þetta hélst góður starfsandi á vinnustaðnum og átti ráðuneytisstjórinn ómældan þátt í því. Páll var gæfumaður í einkalífi með Þóru skáldkonu sér við hlið með sínar djúpu rætur í íslenskri þjóðmenningu. Það var ánægjulegt þá og síð- ar að koma á heimili þeirra hjóna og nærast af því andrúmslofti sem þar ríkti. Af börnum þeirra kynntist ég yngstu dótturinni Elínu, sem veitti mér drjúga aðstoð þegar kom að þátttöku í Norðurlanda- ráði á 10. áratugnum. Það er mikils virði fyrir þá sem starfa að stjórnmálum að eiga vísan stuðning velmennt- aðra og samviskusamra embætt- ismanna við lausn viðfangsefna. Páli og fjölskyldu hans þökkum við Kristín samfylgdina. Hjörleifur Guttormsson. sonur hennar fórum að draga okkur saman. Þau Siggi höfðu flutt að Laugarvatni þar sem hann naut þess að kenna grunn- skólabörnum og hún hafði komið sér upp aðstöðu til að sinna mál- aralistinni. Þau byggðu sér hús við vatnið þar sem Gunna gerði þeim fallegt heimili þar sem mál- verkin hennar voru í forgrunni. Á Laugarvatni leið þeim vel og þangað fannst eldri börnunum okkar gaman að koma og fara í ævintýraleiðangra með afa sín- um og mála með ömmu sinni. En Gunna var ekki heilsu- hraust og fyrir nokkrum árum var ljóst að hún yrði að sækja þjónustu til borgarinnar vegna veikinda sinna. Siggi tók af ótrú- legri hlýju utan um Gunnu í veik- indum hennar og sinnti henni af mikilli natni. Í þeim nutu þau líka góðrar umönnunar m.a. í Fríðuhúsi þar sem Gunna átti góðar stundir og síðar að hjúkr- unarheimilinu Mörk þar sem hún bjó síðustu árin. Allan þennan tíma hefur Siggi annast Gunnu af mikilli ást og umhyggju og er hans missir mikill nú þegar hún hefur fallið frá. Gunna var ákveðin kona en með viðkvæma strengi. Hún var hjartagóð og fordómalaus gagn- vart náunganum. Hún var líka góð móðir. Matti ber þess merki að hafa alist upp við hlýju og kærleik þar sem forvitni og fróð- leikur var leiðarstef. Börnin okk- ar þrjú nutu þess líka að eiga ljúfa og góða ömmu sem þótti svo undurvænt um þau. Þakklát kveðjum við kæra tengdamóður, ömmu og móður í dag. Dalla Ólafsdóttir. Það er vor og við bönkum á dyrnar hjá Minnu og Sigga á Laugarvatni. Drengirnir litlir og ekki endilega í þægasta skapi en það kemur aldrei að sök. Það er alltaf tekið hlýlega á móti okkur enda húsráðendur einstaklega umburðarlyndir gagnvart þeim sem ekki feta troðnustu slóðirn- ar. Ég skoða myndir hjá Minnu, við þiggjum hressingu og förum í gróðurhúsið hans Sigga við vatn- ið, sem var líffræðileg rannsókn- arstöð, ævintýraland fyrir unga og aldna. Þannig voru heimsókn- ir okkar til þessara yndislegu hjóna, nærandi og gefandi. Ég man þau einnig á öðrum skeiðum, einkum frá því þegar foreldrar Minnu, Bára og Matti, voru flutt í Norðurbrún og Minna og Siggi bjuggu rétt hjá. Mér þótti alltaf gaman að heim- sækja Báru og Matta, eins og flestum sem þau þekktu. Bára ömmusystir mín var einstakur húmoristi og Matthías maður hennar bæði fróður og sérvitur svo að heimsóknirnar voru aldrei leiðinlegar. Þá leit ég líka oft inn hjá Minnu og Sigga, þáði kaffi- sopa, fékk bók að láni, eða lánaði, skoðaði listaverk eftir Minnu og handíð. Það lék allt í höndunum á henni. Fyrstu gjafir sem son- um mínum bárust eftir fæðingu voru prjónaðir jakkar frá henni, jakkar sem voru mikið notaðir og síðan pakkað sem þeim ger- semum sem þeir eru. Minna frænka hét fullu nafni Guðrún Matthíasdóttir. Hún ólst upp í sama húsi og faðir minn á Snekkjuvogi og var tæpu ári yngri en hann. Ég leit alltaf á Snekkjuvogsfólkið sem eina fjöl- skyldu og Minna var því eins og ein af föðursystrum mínum. Mér þótti þau Siggi alltaf tilheyra æv- intýralega hluta fjölskyldunnar þegar ég var barn og unglingur. Þau voru með fiskeldi og hunda- rækt og höfðu dvalið langdvölum erlendis. Og svo var Minna list- málari sem hélt áfram að þróa sig og vinna með nýja hluti fram á síðustu ár. Eitt af því sem gerði heim- sóknirnar til Minnu svo góðar var hve óhrædd hún var að ræða erfiða hluti á heiðarlegan hátt og án þess að skella sér í dómara- sæti. Hún hafði enga sérstaka þörf fyrir að dæma aðra en miklu meiri áhuga á því jákvæða og fallega. Hún glímdi oft við vanheilsu síðari árin en gat rætt það eins og annað og var órög við að leita óhefðbundinna leiða til að efla heilsuna. Við spjölluðum líka stundum um trúmál, einkum eftir að þau Siggi gengu til liðs við kaþólsku kirkjuna. Hún fylgdist vel með Snekkjuvogs- fjölskyldunni stóru, þakkaði allt- af fyrir myndir af okkur og drengjunum eftir hver jól og festi á vegg með fleiri slíkum myndum sem hún hafði mjög gaman af. Þegar heilsunni fór að hraka verulega fluttu þau Siggi í Mörk- ina. Siggi hugsaði einstaklega vel um Minnu bæði meðan hún var heima og eftir að hún fékk hjúkr- unarvist. Það er gæfa að eiga góðan maka og Minna var ein- staklega heppin að eignast Sigga. Hún brosti til mín síðast þeg- ar ég sá hana. Nú sé ég hana fyr- ir mér brosandi í fylgd góða hirð- isins, sem leiðir hana að grænum grundum. Ég votta Sigga, Matta, Döllu og börnum þeirra innilega samúð um leið og ég þakka Minnu sam- fylgdina. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. ✝ JennýJónsdóttir fæddist að Fremra- Hálsi í Kjós 25. janúar 1930. Hún lést á Sólteigi, Hrafnistu, 4. febr- úar 2017. Foreldrar Jennýjar voru hjónin Ingibjörg Eyvindsdóttir og Jón Sigurðsson. Jenný giftist 1. ágúst 1959 Grími Ormssyni, f. 1932, frá Kletti í Geiradal. Börn þeirra eru: 1) Birna, f. 1956, sambýlis- maður Benedikt Jóhannsson. Dætur hennar og Jakobs Jóhannessonar eru Ingibjörg Jóna, f. 1980, og Dagný Kristín, f. 1985. Barnabörnin eru fjögur. 2) Inga Kristín, f. 1959. Börn hennar og Guðjóns G. Ósk- arssonar eru Að- alheiður, f. 1984, og Grímur, f. 1992. Barnabörnin eru fimm. 3) Óðinn, f. 1962, maki Kristín Birgisdóttir. Börn þeirra eru Elsa Rut, f. 1986, Óskar Freyr, f. 1989, og Birgir Orri, f. 1996. Barnabörnin eru þrjú. Útför Jennýjar fer fram frá Áskirkju í dag, 14. febrúar 2017, klukkan 13. Mig langar að minnast hennar mömmu sem nú hefur kvatt. Mamma var ein af átta systk- inum og ólst upp hjá foreldrum sínum að Fremra-Hálsi í Kjós. Ung að árum fór hún til Reykja- víkur til vinnu og vann þar lengst af á saumastofu. Í Reykjavík kynntist hún pabba á dansleik, þau fóru fljótlega að búa saman og þá hætti mamma að vinna utan heimilis. Foreldrar mínir voru alla tíð mjög samhent og milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing og ást. En lífið var ekki bara dans á rósum, mamma varð fyrir nokkrum áföllum og náði aldrei fullri heilsu eftir það. En hún tókst á við veikindi sín með ótrú- legri jákvæðni og bjartsýni og gafst aldrei upp og alltaf var stutt í húmorinn. Eftir að heilsu mömmu hrak- aði sinnti pabbi henni af alúð heima á Markarveginum og þeg- ar að því kom að hún gat ekki dvalist heima lengur og flutti á Sólteig Hrafnistu, í júní 2015, varð þar annað heimili pabba og hann dvaldi þar með mömmu alla daga. Vil ég nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki á Sól- teigi fyrir einstaka alúð og um- hyggju við foreldra mína þann tíma sem mamma dvaldi þar. Mamma var mikil handa- vinnukona og hafði mjög gaman af því að sauma út og prjóna og bera útsaumuð verk hennar þess vitni hversu vandvirk hún var. Á seinni árum hafði sjóninni hrak- aði svo að hún gat ekki lengur unnið handavinnu og saknaði hún þess að geta ekki „haft eitt- hvað í höndunum“ eins og hún orðaði það. Annað áhugamál mömmu var spilamennska og var ávallt mikið spilað á heimilinu. Mamma kenndi okkur að spila og hún kenndi líka mínum börnum að spila þegar þau höfðu aldur til og ég hef grun um að í upphafi hafi hún alltaf látið þau vinna. Spilamennskan var sameiginlegt áhugamál foreldra minna, þau lærðu bridds saman og spiluðu oft en seinni árin stunduðu þau aðallega félagsvist með eldri borgurum sér til mikillar ánægju og voru spiladagarnir þeim mjög mikilvægir og þar eignuðust þau marga góða fé- laga. Fjölskyldan var mömmu mik- ils virði og henni var umhugað um sína, hún var stolt af afkom- endum sínum og fylgdist af áhuga með þeim allt fram á síð- asta dag. Hennar er sárt saknað. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Inga. Jenný Jónsdóttir Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ARA V. RAGNARSSONAR kennara, Lynghólum 24, Garðabæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sólvangs, Hafnarfirði, fyrir frábæra umönnun. Gyða Guðmundsdóttir Kristrún Halldórsdóttir Hulda Halldórsdóttir Sigurður B. Halldórsson Inga S. Ragnarsdóttir Gestur J. Ragnarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG MATTHILDUR GUÐLAUGSDÓTTIR, Hjallatúni, Vík í Mýrdal, lést 3. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Óskars S. Þorsteinssonar, sonar hennar, kt. 540776-0169, reikn. 0317-26-100622. Þakklæti fyrir hlýhug og vináttu. Kristín Þorsteinsdóttir Jens Andrésson Einar Guðni Þorsteinsson Petra Kristín Kristinsdóttir Guðlaugur J. Þorsteinsson Laufey Guðmundsdóttir Ólöf Ósk Þorsteinsdóttir Rannveig Harðardóttir Ragnar Sævar Þorsteinsson Kjartan Hreinsson Sigíður Árný Sævaldsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.