Morgunblaðið - 14.02.2017, Síða 24

Morgunblaðið - 14.02.2017, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 ✝ María IngiríðurJóhannsdóttir (Lóló) fæddist 11. september 1923 í Viðfirði. Hún lést á Landakoti 28. jan- úar 2017. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Sveinsdóttir, kenn- ari, f. 29. október 1891, d. 29. október 1927, og Jóhann Magnússon, skipstjóri, f. 19. júní 1888, d. 17. júlí 1968. Jóhann giftist seinna Kristínu J. Magn- úsdóttur, sem var fyrsta hjúkr- unarkonan í Neskaupstað, f. 11. júlí 1892, d. 7. mars 1968, en hún var frá Dalvík. Þau eignuðust þríbura sem allir létust fljótlega eftir fæðingu. Kristín átti fyrir soninn Hilmar Friðþórsson sem var vélstjóri, f. 8. september 1918, d. 4. desember 2008. María ólst upp hjá móðurfjölskyldu sinni í Viðfirði en flytur fimm ára til föður síns og Kristínar í Neskaupstað. Fyrir austan gekk María ávallt undir nafninu Lóló en hún giftist 18. júlí 1942 Jóhanni Pétri og uppeldisdóttir Bergdís Björt. Dóttir Helgu er Sandra Rós. Árið 1963 flyst fjölskyldan til Reykjavíkur og árið 1972 skilja María og Jóhann. Þann 22. júlí 1977 giftist María Grími Lund, vélstjóra hjá Landhelgisgæsl- unni, hann var ættaður úr Þing- eyjarsýslu. Hann var ekkill og átti þrjú börn sem eiga þrjú barnabörn. Afkomendur Gríms hafa reynst Maríu vel og fann hún sig vel í ömmuhlutverki þessara afkomenda eins og allra hinna. Hún og Grímur Lund áttu góða vini og hélst vinskapur áfram við andlát Gríms 1992. Seinna eftir andlát hans eign- aðist hún traustan vin, sem hét Gísli Þór Sigurðsson. Það var Maríu þungbært þegar Gísli Þór lést á haustdögum 2009 aðeins nokkrum mánuðum eftir að Gísli Sigurberg, tengdasonur hennar, lést. Afkomendur Maríu og Jó- hanns Péturs eru 58 fyrir utan tengdabörn og stjúpbörn. Framan af ævi var María heimavinnandi húsmóðir. Í Reykjavík vann hún við versl- unarstörf og eins starfaði hún fjögur sumur við Hótel Blöndu- ós. Lengst af var hún ræst- ingastjóri hjá Sjálfsbjörg í Hátúni. María verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, 14. febrúar 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Guðmundssyni, húsgagnasmíða- meistara. Þau eign- uðust fimm börn: a) Jóhann, f. 1943, d. 1972. Hann var gift- ur Bergþóru Jó- hannsdóttur en þau áttu þrjár dætur, Maríu, Jóhönnu Kristbjörgu og Hildi. Að auki átti Jóhann soninn Ósk- ar Jóhann. b) Guðrún María, f. 1944. Hún var gift Gísla Sig- urbergi Gíslasyni, f. 1939, d. 2009. Þau eignuðust saman fjóra syni; Jóhann Pétur, Gísla, Guð- mund Rafnkel og Eyleif Þór, sem er látinn. c) Kristín Ingi- björg, f. 1946, er gift Jóni Rafni Sigurðssyni. Þau eiga þrjú börn; Sigurð Magnús, Maríu Ingi- björgu og Ingólf Rafn. d) Jens Pétur, f. 1954, kvæntur Matthildi Róbertsdóttur. Þau eiga þrjá syni; Róbert Einar, Ingimar Ara og Jóhann Pétur. Að auki á Jens Pétur Maríu Dórótheu. e) Hólm- geir Þór, f. 1957, í sambúð með Helgu Georgsdóttur. Dóttir Hólmgeirs er Birgitta Stefanía „Þú átt eftir að verða stolt af nöfnu þinni, mamma mín,“ sagði afi minn við langömmu mína Lóló, um nýfædda móður mína. Þær voru alnöfnur og amma Lóló sagði mér reglulega söguna af afa stolt- um, enda var hún alla tíð mjög hreykin af nöfnu sinni; betri móð- ur gæti ég eflaust ekki átt. Amma Lóló var tengingin okk- ar við föðurfjölskylduna hennar mömmu, því afi minn kvaddi okk- ur alltof ungur. Honum kynntist ég því aldrei. En tengingin við ömmu Lóló var alltaf sterk, enda passaði hún ætíð upp á fólkið sitt. Ég var svo heppin að kynnast ömmu Lóló vel, en þegar foreldr- ar mínir voru ungir í námi þá naut ég þeirra forréttinda að vera mik- ið hjá henni og vorum við alltaf miklar vinkonur. Í minningunni voru stofurnar stórar og íburðar- miklar en amma var fín frú, sú fín- asta sem ég hef þekkt. Milli jóla og nýárs, eftir að hún hafði verið lögð inn á öldrunardeild Land- spítalans í Fossvogi, þá sagði hún mér að hún ætlaði jafnvel að fara í hárgreiðslu, í fína sloppnum sín- um sem hún hafði keypt, að hana minnti, 25 árum áður. Þá sem endranær, bauð hún upp á kon- fekt, en amma Lóló átti alltaf nokkrar sortir til að bjóða upp á, ef einhvern skyldi bera að garði. Það er með miklum söknuði sem ég kveð ömmu Lóló, en eftir stendur hafsjór af kærum minn- ingum. Þín Katrín Dögg. Elsku amma Lóló, þú varst okkar tenging við föður okkar sem kvaddi alltof snemma, sterk og dugleg kona sem þú alltaf varst, lífsglöð og falleg. Takk fyrir allan þann tíma sem við áttum með þér. Okkar hinsta kveðja með lífsgleði þína að leiðarljósi. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum) María, Hildur og fjölskyldur. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Hinsta kveðja frá börnum, Guðrún María, Kristín Ingibjörg, Jens Pétur og Hólmgeir Þór. Það var alltaf gaman að heim- sækja ömmu Maríu. Sameiginleg- ar stundir sem við áttum eru minningar sem gaman er að end- urvekja og munu líklega aldrei hverfa úr hugsýn. Hún bauð okk- ur inn í líf sitt og með nokkrum orðum langar okkur systkinin til að kveðja elskulega ömmu. Æviskeið ömmu Maríu spann- aði næstum heila öld og bar vitni um örar og látlausar breytingar. Fyrir vikið var amma María hvort tveggja í senn: Skemmtilega gamaldags en um leið forvitin og fús til að skilja takt tímans. Til vitnis um hið síðarnefnda kemur ástríða ömmu til ferðalaga upp í hugann. Má vera að hún hafi verið einn af fyrstu Spánarförunum? Allavega var hún ávallt trygg og trú Spáni þar sem fólkið var „svo brosmilt og kátt“ eins og hún orð- aði það og alltaf færðist bros yfir andlit hennar þegar hugurinn leitaði þangað. Amma María leitaði ekki bara til útlanda til að sjá heiminn og skilja, heldur einnig í reynslu- banka okkar viðmælenda sinna. Oft, þegar liðið var á heimsóknina og farið að sjá til botns í kaffiboll- anum, átti hún það til að krefja barnabörn sín útskýringa á alls- kyns nútíma háttalagi og nýjum siðum. Stundum gat þetta, hve beinskeytt hún var, slegið mann út af laginu. Hugur hennar var sí- virkur og tilbúinn að melta það sem tíðarandinn bar henni á borð. Fátt fór meira fyrir brjóstið á henni en hungur og neyð fólks í hinum stóra heimi og neyslu- hyggja Íslendinga fór óstjórnlega í taugarnar á henni. Amma kunni líka þá list að leiða samtal. Hún gat verið skemmtilega beitt þegar hún mátaði skoðanir sínar við aðrar og var góð í að ögra ef engan sameig- inlegan flöt var að finna. María Jóhannsdóttir var aldrei líkleg til að halda framhjá „íhaldinu“ og fyrir vikið urðu allar samræður um pólitík við okkur ungu rót- tæklingana stórskemmtilegar. Þegar pólitískum samræðum lauk klykkti amma yfirleitt út með orð- unum „ég hef aldrei reynt að prédika pólitík“ og þá var ekki hægt annað en að brosa. Við heimsóttum hins vegar ekki ömmu til að ræða pólitík, heldur til að rækta vináttu og samband sem varð okkur sífellt dýrmætara eftir því sem við uxum úr grasi. Heimsóknir til hennar voru eins konar athvarf frá hinu hefðbundna fjölskyldumynstri því hún hafði þessi hlutlausu augu sem við þurftum og voru okkur mikilvæg í uppvextinum. Í lok góðrar kvöldstundar var kaffi- bollum skellt á sjóðandi heitan ofninn og uppþornaðar leifar urðu að rúnum sem amma las framtíð- ina úr. Amma trúði nefnilega á spádóma og veröld handan hins jarðneska lífs. Ekki dáin bara flutt er nafn á bók sem við gáfum ömmu einhver jólin. Það er falleg tilhugsun að vita af þér bara fluttri og örugg- lega fékkst þú góðar móttökur frá þeim sem voru þér kærastir í þessu lífi. Við systkinin verðum þér ævinlega þakklát fyrir allt sem þú gafst okkur. Í krafti örlag- anna komst þú inn í líf okkar og meiri gæfu hefðum við ekki getað óskað okkur. Það sem var kannski ekki sjálfsagt varð að dýrmætum þætti í lífi okkar og tilveru. Við urðum ömmubörnin þín og þú varðst amma María. Takk, elsku amma. Þórhallur Ingi, Steinunn María og Eyþór. Elsku Lóló amma. Á þessari kveðjustundu er mér þakklæti efst í huga. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt þig að svona lengi, elsku amma mín. Þó ég byggi fyrir austan og þú fyrir sunnan þá hittumst við oft, alveg frá því ég man eftir mér. Þegar ég var yngri kom ég oft til þín og elsku Gríms á Háaleitisbrautina. Það var aldrei neitt mál að fá að gista, alltaf matur og tími fyrir spjall. Það var alltaf svo ljúft að heimsækja þig, faðmur þinn alltaf opinn, faðmlagið svo hlýtt og þú svo yndisleg. Enginn kemst í gegnum lífið án áfalla og fékkst þú þinn skerf af þeim, meira en góðu hófi gegnir. Ég furðaði mig oft á því hvað þú varst sterk. Reynslan skein úr andliti þínu og augum og mér fannst þú djúpvitur. Ég held að þú hafir oft vitað meira en þú gafst uppi. Sannfærð varstu um líf eftir þetta líf og augljóst að það var huggun gegn þínum þungu sorgum. Mér fannst svo gott að tala við þig þegar ég missti og saknaði. Þú varst eins og sálfræð- ingur og prestur í sömu mann- eskju. Þjóðmálin voru þér alltaf ofar- lega í huga, þú varst sjálfstæðis- kona en ég skilgreindi mig lengra til vinstri. Aldrei fann ég fyrir því að það færi mikið í taugarnar á þér og oftast vorum við sammála um flest þótt við deildum ekki að- dáun á alveg sömu stjórnmála- mönnum. Þú varst skemmtilega ákveðin ef sá gállinn var á þér en ávallt réttsýn og vildir öllum vel. Þegar ég byrjaði að búa með Guðrúnu minni tókstu henni opn- um örmum og þið voruð vinkonur frá fyrsta degi. Við eignuðumst Eyrúnu og þú tókst af okkur lof- orð um að eignast annað barn. Þú varst einbirni, eins og Jóhann afi, en þú óskaðir engum þeirra ör- laga. Okkur tókst að efna loforðið og eignuðumst aðra stúlku sem við skírðum Maríu í höfuðið á þér. Dætur mínar elskuðu þig út af líf- inu og oftar en ekki felldu þær tár þegar við kvöddum þig, þú fórst ekki leynt með það síðustu ár að þú værir á förum. Það var dýr- mætt að hitta þig nú um áramótin. Þó að augljóst væri í hvað stefndi þá varstu svo hress og falleg þeg- ar við kvöddum þig. Sú minning lifir. Viðfjörður var þér alltaf svo kær, fjörðurinn sem fóstraði þig fyrstu fimm árin. Við hringdum í þig þegar við vorum þar og þú sagðir alltaf að hann væri fegurst- ur allra fjarða á Íslandi. Þú baðst okkur að kyssa þvottasteininn og skila kveðju í fjörðinn þinn. Þú sagðist ætla að búa þar að loknu þessu lífi, flytja aftur heim. Við munum sigla þangað næsta sum- ar, amma mín, og minnast þín. Elsku Lóló amma. Ég, Guðrún og stelpurnar þínar þökkum þér fyrir allt. Minningarnar um þig munu ylja um ókomin ár. Guðmundur Rafnkell Gíslason. Á Laugateignum var hún alltaf kölluð amma María. Viðurnefnið fékk hún þegar frumburður okk- ar hjóna var á fyrsta ári. Hjarta- rými og umhyggja Maríu fyrir ömmubörnum, skyldum sem óskyldum, var takmarkalaus. Nýr kafli í tilverunni var hafinn í lífi beggja, pabba og Maríu, þeg- ar þau kynntust. Hann ekkill, hún fráskilin, basl og barnauppeldi yf- irstaðið hjá báðum. Sjómennskan að renna sitt skeið hjá pabba. Tími kominn á léttleika tilverunn- ar. Evrópa og sólarlönd urðu oft fyrir valinu. Það hét: „Við ætlum að „sigla“. Svo voru það sunnu- dagsbíltúrar og lengri ferðir um landið þar sem María settist æðrulaus upp í bílinn hjá pabba. Aðdáunarvert traust því hann þótti ekki sérlega góður bílstjóri. Nær daglega renndu þau við hjá okkur á Laugateignum. Pabbi þurfti að kíkja á hana Kötu sína og barnabörnin. Þau fengu því stóran skerf af ömmu Maríu og spunnu þráðinn áfram, sjálfum sér og Maríu til yndisauka þar til hún var öll. „Hún María mín“ og „Hann Grímur minn“. Þetta var við- kvæðið þegar þau töluðu hvort um annað og lýsir hlýjunni og virðingunni sem ríkti milli þeirra árin 16 sem þau fengu saman en pabbi lést árið 1992. Ég kom oft við hjá Maríu eftir að hún varð ekkja. Hún lét mig fljótt vita af því að hún hefði ekk- ert gaman af svokölluðum stutt- um innlitum til að friða einhverja samvisku. Nei, hún vildi að við gæfum okkur tíma til að ræða um lífið sjálft eins og hún þekkti það og eins og ég þekkti það. María var góður hlustandi og þótt hún væri fastheldin á gömul gildi var hún móttækileg og skilningsrík á líf yngra fólks. Þetta voru eftir- minnilegar stundir sem víkkuðu sjóndeildarhring beggja. Blessuð sé minning Maríu Jó- hannsdóttur. Rannveig Lund. María Ingiríður Jóhannsdóttir Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Þjónusta ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD              Uppl. í s: 788 8870 eða murumogsmidum@murumogsmidum.is Múrum og smíðum ehf Byggingavörur Lóð undir smáhýsi Lítil (100m2+) lóð óskast fyrir 30 fer- metra smáhýsi. Mosfellsbær, Reykja- vík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og fleiri staðir koma til greina. Uppl. sendist: magnus@vidur.is eða gsm. 660 0230, Magnús Ýmislegt 7.900 kr. 5.900 kr. 3.950 kr. 6.500 kr. 6.500 kr. 5.200 kr. Fylgstu með á Facebook Frú Sigurlaug Mjóddin s. 774-7377 Sundbolir • Tankini Bikini • Náttföt Undirföt • Sloppar Inniskór • Undirkjólar Aðhaldsföt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Smáauglýsingar Færir þér fréttirnar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.