Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Staðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar er mjög góð um þessar mundir. Haustið var hagfellt rekstrinum og innrennsli vel umfram meðallag á öllum vatnssviðum, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Þórs Gylfasonar yfirmanns sam- skiptasviðs Landsvirkjunar. Staða miðlunarlóna um áramótin var betri en hefur verið síðan Hálslón var tekið í rekstur árið 2007 eða um 86% fylling miðlunarforða. Veturinn hefur verið mildur og úrkomusamur og hefur það hjálpað til. Í hlýindum og rign- ingum síðustu daga hefur jafnvel hækkað örlítið í Hálslóni og Þórisvatni. „Í sjálfu sér er það ekki óvenjulegt og má allt- af eiga von á lægðum sem flytja úrkomu og hlýtt loft til landsins yfir vetrarmánuðina,“ segir Magnús Þór. Í Hálslóni, sem er miðlunarlón fyrir Fljóts- dalsstöð, var vatnsstaðan hinn 12. febrúar 614,76 metrar yfir sjávarmáli. Er þetta rúmum tveimur metrum hærri vatnsstaða en í fyrra og rúmum sjö metrum betri staða en í meðalári. Vatnsstaðan í Þórisvatni, sem er miðlunarlón fyrir virkjanir á Þjórsársvæðinu, er 577,5 metrar yfir sjávarmáli. Það er þremur metrum hærra en í fyrra og næstum fimm metrum hærri vatns- staða en í meðalári. Í Blöndulóni, sem er miðlunarlón fyrir Blöndustöð, er vatnsstaðan 476 metrar yfir sjáv- armáli, rúmum tveimur metrum hærri en í meðalári. sisi@mbl.is Vatnsstaða á hálendinu aldrei betri  Staðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar er mjög góð  Vatnsyfirborð Hálslóns hefur ekki verið hærra frá upphafi 2007  Veturinn hefur verið einstaklega mildur og úrkomusamur Morgunblaðið/Frikki Hálslón Vatnsstaðan í vetur er sú hæsta síðan lónið var tekið í notkun fyrir 10 árum. Aflstöðvar » Landsvirkjun starfrækir fjórtán vatnsaflsstöðvar víðs vegar um landið. » Fljótsdalsstöð er aflmesta stöðin með 690 megavatta uppsett afl. Stöðin nýtir vatn úr Hálslóni til rafmagns- framleiðslunnar. » Á Þjórsársvæðinu eru sex aflstöðvar. Þeirra stærst er Búrfellsstöð en uppsett afl hennar er 270 MW. » Blöndustöð er með 150 MW uppsett afl. Hún nýtir vatn úr Blöndulóni til miðl- unar. „Það hefur verið veitt fé til fram- kvæmda við þetta flugskýli á fjárlög- um Bandaríkjanna. Grunnhönnun þess er hafin og útboð verður vænt- anlega í lok sumars,“ sagði Jón M. Guðnason, framkvæmdastjóri loft- helgis- og öryggismálasviðs hjá Landhelgisgæslunni, þegar Morgun- blaðið leitaði fregna af nýju flugskýli fyrir P-8 eftirlitsflugvélar Banda- ríkjahers sem staðið hefur til að reisa á Keflavíkurflugvelli. Varnarmálaráðuneytið bandaríska fór fram á fjárveitingu að jafnvirði 2,7 milljarða króna til framkvæmdanna, fyrir hönd sjóhersins, en heimildin sem er fyrir hendi hljóðar upp á jafn- virði 1.950 milljóna króna. Flugskýl- ið, sem heyra mun undir Atlantshafs- bandalagið, er gríðarlega stórt, rúmlega 12.000 fermetrar. Landhelg- isgæslan á Keflavíkurflugvelli mun hafa umsjón með notkun og rekstri byggingarinnar, en Framkvæmda- sýsla ríkisins annast útboðið. Útboðs- gögn eru unnin bæði í Norfolk, höf- uðstöðvum sjóhersins, og hér heima. Líklegt er að fram fari alútboð þar sem bjóðendur sjá um fullnaðarhönn- un og framkvæmd. Gangi áætlanir eftir má búast við því að framkvæmd- ir hefjist snemma á næsta ári. Flugskýli Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli hefur verið notað fyrir P-3 Orion eftirlitsflugvélar, sem hafa haft það verkefni að fylgjast með rússneskum kafbátum í Norður-Atl- antshafi. Það dugar hins vegar ekki fyrir nýjar og fullkomnari vélar af gerðinni P-8 Poseidon. Þær vélar eru byggðar á algengri og þrautreyndri gerð farþegaþotna, Boeing B-737- 800, og eru búnar helstu nýjungum í könnunarbúnaði sem völ er á. Flug- vélar af þessari gerð hafa þegar tekið við keflinu í þjónustu Bandaríkjaflota í Evrópu og hafa nokkrum sinnum komið til starfa á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri. gudmundur@mbl.is Flugskýli fyrir P-8 vélar á næsta ári Varnir Kafbátaleitarvél bandaríska sjóhersins af gerðinni P-8 Poseidon.  Framkvæmdin verður líklega boðin út síðsumars  Um tveir milljarðar króna til byggingarinnar  Flugskýlið verður 12 þúsund fermetrar að stærð  P-8 fullkomnustu kafbátaleitarvélar sem völ er á Skipaviðgerðum í Slippnum í vesturhöfninni í Reykjavík hefur stundum fylgt málningarpus, sem ami hefur verið af. Nú er hins vegar komið upp viðvörunarskilti nærri Mýrargötunni svo fólk hefur enga afsökun þótt litir regnbogans fari á flug. Hins vegar er allur varinn góður og skjólflíkur úr plasti sem verja fólk fyrir veðri og vatni koma sér vel. Erlendir ferðamenn eru strax komnir upp á lagið. Morgunblaðið/Golli Varað við málningarúða á Mýrargötunni Allur er varinn góður þegar litir regnbogans fara á flug Innanríkisráðu- neytið kynnti í gær til umsagnar drög að reglum um nefnd um eft- irlit með störfum lögreglu. Þetta er gert í krafti breyt- inga á lögreglu- lögum og stofn- unar stjórnsýslunefndar þangað sem borgarar eiga að geta leitað telji þeir brotið á sér í samskiptum við lög- reglu. Getur það átt við um meint refsiverð brot lögreglumanna, ámæl- isverða háttsemi eða framkomu, al- menna starfshætti lögreglunnar og fleiri. Á nefndin að greina erindi sem henni berast, senda þau til meðferðar hjá viðeigandi stjórnvaldi og fylgjast með afgreiðslu þeirra. Hún fer sjálf hvorki með ákæruvald, rannsókn sakamála né vald til að beita viður- lögum. Einnig getur nefndin rann- sakað mál að eigin frumkvæði. Í drögum að reglunum er kveðið á um starfsemi eftirlitsnefndarinnar, svo sem um tímafresti við afgreiðslu mála, eftirfylgni og birtingu upplýs- inga. Markmiðið er að stuðla að vand- aðri og samræmdri málsmeðferð. Óskað er umsagna  Rannsóknarnefnd fylgist með lögreglu Flugskýlið fyrir P-8 vélarnar á Keflavíkurflugvelli er svar við auknum ferðum rússneskra kaf- báta í Norður-Atlantshafi að undanförnu. Rússneski flotinn sem hefur siglt frá Kólaskaga hefur aukið umsvif sín í nágrenni Íslands. Ekki hafa fengist upplýs- ingar um það hvort rússneskra kafbáta hefur orðið vart innan ís- lenskrar lögsögu, en vitað er að þeir sigla í grenndinni. Mikilvægt þykir að fylgjast með ferðum þeirra og kortleggja þær. Brugðist við FLEIRI KAFBÁTAR Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.