Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á síðasta stjórnarfundi Faxaflóa- hafna voru kynntar nýjar tillögur Yrkis arkitekta að umhverfi innsigl- ingarvita við Sæbraut í Reykjavík. Hafnarstjórn bókaði að hún óskaði eftir því að umhverfis- og skipulags- ráð borgarinnar lyki gerð deiliskipu- lags vegna vitans sem fyrst. Innsiglingarviti við Sæbraut hefur verið lengi á teikniborðinu. Innsiglingarvitinn nýi, sem verður við ströndina rétt austan við Höfða, kemur í stað vita í turni Sjó- mannaskólans sem þjónaði hlutverk- inu allt fram á síðustu ár, eða þar til byggingar við Höfðatún fóru að skyggja á hann. Þrátt fyrir að skip og bátar séu í dag með fullkomnustu siglingatæki þykir hafnaryfirvöldum samt sem áður þörf á að hafa innsigl- ingarvita til að vísa leiðina inn Eng- eyjarsund. Þá hafi vitinn einnig þýð- ingu fyrir umferð um Sundahöfn. Áður en Sjómannaskólinn var byggður var notaður viti við Vita- stíg, skammt frá Vitatorgi. Tillaga Yrkis arkitekta byggist á því að vitinn verði með sama útliti og innsiglingarvitarnir í Gömlu höfninni, sem hafa litið eins út frá byggingu hafnarinnar á árunum 1913 til 1917. Arkitektarnir skiluðu tillögu í mars í fyrra. Þar var m.a. gert ráð fyrir útsýnispalli sem nýt- ast myndi sem áningarstaður við göngustíginn meðfram Sæbraut. Borgaryfirvöld vildu látlausari út- færslu sem nú liggur fyrir. Engu að síður er reiknað með að margir ferðamenn muni stoppa við vitann og virða fyrir sér fagurt útsýnið yfir Flóann. Áætlun sem gerð var í fyrra gerði ráð fyrir að kostnaður við vit- ann sjálfan og ljósbúnað yrði á bilinu 20 til 30 milljónir króna. Viðbót- arkostnaður mundi verða við grjót- vörn, fyllingar og frágang. Látlausari útfærsla á umhverfi ljósvitans Ljósmynd/Yrki arkitektar Nýi vitinn Útsýnið verður fagurt yfir Flóann. Eflaust verður þessi staður vinsæll eins og Sólfarið hefur verið.  Hafnarstjórnin vill að deiliskipu- lagsvinnu ljúki sem fyrst Vertu upplýstur! blattafram.is MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI ÞOLENDUR OG GERENDUR KYNFERÐISOFBELDIS PERSÓNULEGA. ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI? Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Robell stretcbuxur kr. 7.900.- Str. 36-52 7 litir Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um sögu og starfsemi Veitna ohf. og viðtali við framkvæmdastjóra auk sérfræðinga. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 Heimsókn til Veitna ohf í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld • Gvendarbrunnar – eitt helsta vatnstökusvæði á höfuðborgarsvæðinu. • Hvernig fáum við kalt vatn úr krönunum? • Umhverfismál, loftlagsmál og vitund almennings. • Fjölbreytt þjónusta Veitna gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum. Sveitarstjórn Eyjafjarðar- sveitar sam- þykkti á fundi sínum nýverið að skoða möguleika á kolefnisjöfnun og upptöku kol- efnisbókhalds fyrir Eyjafjarð- arsveit. Haft er eftir Jóni Stef- ánssyni oddvita á vef sveitarfé- lagsins að mikil umræða hafi verið um losun kolefnis frá landbún- aðarstarfsemi og heldur neikvæð í garð bænda. „Ég tel ekki augljóst að allir horfi á heildarmyndina í því samhengi. Bændur eru víða mjög atkvæðamiklir skógræktendur og hafa margir hverjir plantað mikið á jörðum sínum samhliða búrekstri sínum, án þess að landsmenn hafi veitt því sérstaka athygli. Þá má ekki líta fram hjá því að hér í Eyja- fjarðarsveit eru til að mynda stór votlendissvæði sem skapa sterkt mótvægi við losun kolefnis,“ segir Jón og telur að bændur og landeig- endur í Eyjafjarðarsveit hafi síst legið á liði sínu við skógrækt og uppgræðslu lands. Skoða kolefnisjöfn- un í Eyjafjarðarsveit mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.