Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjörnuhrap eralgengt ogdrýgstur hluti þeirra fer fram hjá öllum. Ástandið á hinum pólitíska himni er svipað. Stjörnur koma og fara, stundum með nokkrum blossa en oftar mark- ar ekki fyrir því á himinhvelf- ingunni. Á fyrstu mánuðum gríska fjármálahrunsins slokknaði ljósið á skærustu stjörnum gömlu flokkanna. Flokkur sem lá lengst til vinstri á litrófinu komst til valda. Tsipras, leiðtogi Syriza- flokksins, ólst upp stjórn- málalega í Æskulýðsfylkingu Kommúnistaflokksins. Það þurfti nokkuð til að maður úr því umhverfi yrði leiðtogi Grikklands. Sá pólitíski jarð- skjálfti varð. Atburðir urðu, sem fullyrt var að gætu ekki gerst. Evr- ópuríki, sem var hluti af evr- unni, sameiginlegu myntinni, hrundi efnahagslega á fáeinum vikum. Ólgan, sem af því hlaust, skolaði Tsipraz til valda. Hann þandi sig myndarlega í kosning- unum og á fyrstu vikum á valda- stól. Grikkir mættu treysta því að hann væri öðruvísi en gömlu valdaklíkurnar. Hann myndi aldrei láta óþokkana í Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum eða Brussel- valdið kúga Grikki. Þeir höfðu áður hrundið óvægnum óvinum af höndum sér. En Tsipraz varð undir ofureflinu og pólitískir rokkar hans þögnuðu. Þegar öllum skuldum Grikkja hafði verið komið í evrur var lokabjargráðið að taka upp drökmu, gömlu góðu sjálfstæðu myntina, horfið aftur inn í svartholið. Hægri (eða kannski fremur vinstri) hönd Tsiprazar, marx- íski hagfræðingurinn Janis Varoufakis, sem varð fjármála- ráðherra, hlaut heimsfrægð á fáum dögum. Hann var jafnvel enn heitari í heitstrengingum sínum um að standast kúg- unartilþrif en leiðtoginn. Því má segja að Varoufakis hafi orðið hluti af öðrum fórnarkostnaði þegar leiðtoginn Tsipraz „óx upp og þroskaðist“ eins og það heitir á evrópsku elítumáli þeg- ar stjórnmálamenn svíkja hug- sjónir sínar í „þágu heildar- innar“. Varoufakis fór en þagnaði ekki alveg. Nýlega sagði hann að það hefðu verið mistök af Bretum að kjósa útgöngu úr ESB. Hann hefði fullan skilning á því, að kjósendurnir hefðu „ill- an bifur á hinu ólýðræðislega Evrópusambandi“. En samt væri sigurvænlegra að berjast gegn ESB-elítunni innan frá. Kannski er uppreisnarmað- urinn tekinn að vaxa og þroskast. En nú er Grikk- land í uppnámi á nýjan leik og eng- inn veit hvernig fer. Vestan við þá er svo Ítalía. Fræðimenn telja að ætli Ítalir úr ESB sé tíminn naumur. Eftir þrjú til fjögur ár verði mun erfiðara að taka upp líru á ný. Þá séu hug- myndir um tvær samhliða landsmyntir ekki vænlegur kostur. Vangavelturnar snúast nú að- allega um lönd eins og Holland og Frakkland. Uppnám Frakka tengist kosningum. Hingað til hafa þingkosningar í þessum ESB-héruðum, sem ESB-ríkin eru að þróast í, litlu skipt. ESB lýtur sínum eigin lögmálum óháð sprikli í héruðunum. En nú spyrja menn hvort hugsanlegt sé að Frakkland standi nær því en áður að fá kosningaúrslit sem muni skipta máli, jafnvel byltingarkennd úrslit. Það er ekki líklegt. En þeir sem telja stjórnmálaspennuna raunveru- lega benda á að aðdragandi kosninganna sé þegar orðinn sögulegur. Ósnertanlegir elítuframbjóð- endur hafa farið fyrir lítið. Tveir fyrrverndi forsetar og tveir fyrrverandi forsætisráð- herrar þegar úr leik. Francois Fillon, sá þriðji fyrrverandi, hökti nú um vegna hneyksl- ismáls. Kastljósið beinist að Marine Le Pen leiðtoga Þjóð- fylkingarinnar og Emmanuel Macron. Sá síðarnefndi var í Sósíalistaflokki Hollande, og naut trúnaðar bæði í flokks- maskínunni og ríkisstjórn, þar sem hann var ráðherra iðnaðar- og efnahagsmála. Áður var hann í fjárfestingarbankaheim- inum. Macron sagði sig nýlega úr flokki Hollande og stofnaði nýjan „miðjuflokk“ en slíkt möndl er algengt í Frakklandi. Brusselvaldinu til hugarhægðar er Macron ákafur stuðnings- maður ESB ólíkt Marine Le Pen. Talið er langlíklegast að Mar- ine og Macron komist áfram í síðari umferð forsetakosninga. Kannanir benda til þess að Mar- ine sé með meira fylgi en Mac- ron. En hefðbundin reynsla í Frakklandi segir að það muni breytast í seinni umferð. Þá muni hefðbundnu elítuflokk- arnir mæta og ráða úrslitum. Þeir muni af miklu afli og ákafa hvetja stuðningsmenn sína til að „forða óstjórnlegum ógnum“ og tryggja að Marine Le Pen tapi. Líklega verður það nið- urstaðan rétt einu sinni. Nú er talið hugsan- legt að kosningar í ESB-ríki hafi einhver áhrif. Það er þó mjög fjarlægt.} Fyrst spenna og svo spennufall Þ á er hann runninn upp á ný, dagur elskenda. Dagurinn sem þú átt að sýna ástinni þinni hversu mikils virði hún er þér. Helst að eyða smá peningum í það líka. Þrátt fyrir að allir viti að ástin verður ei keypt. Eða hvað? Dagurinn er sérlega góður fyrir blómasala, kortasala, skartgripasala og marga aðra kaup- menn. Má nefna að smokkasala í Bandaríkj- unum rýkur upp um 20-30% á þessum degi. Víða um heim er hefð fyrir að senda Valent- ínusarkort og er sendur milljarður slíkra á ári hverju. Gríðarleg sala er í kringum daginn en Bandaríkjamenn eyða t.d. 15 þúsund krónum á hvert mannsbarn árlega þennan dag. Haldið er upp á Valentínusardaginn í Banda- ríkjunum, Kanada, Englandi, Mexíkó, Ástralíu, Frakklandi, Danmörku og Ítalíu og líklega víð- ar. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess að taka upp erlenda siði eins og þessa en ég segi bara: Hví ekki það? Siðurinn hefur smátt og smátt verið að festa sig í sessi hér á landi. Í Morgunblaðinu árið 1958 er fyrst minnst á Valentínusar- daginn en þar segir: „...hér á landi fer minna fyrir deg- inum. Þó hafa blómaverzlanir í Reykjavík til sölu litla blómvendi, sem hnýttir hafa verið í tilefni dagsins.“ Dagurinn kryddar tilveruna mitt í ísköldum febr- úarmánuði. Og þótt úti ríki nú vorveður er ekkert því til fyrirstöðu að kynda smá undir ástinni og hafa það kósí. Nú til dags er algengt að fólk geri sér dagamun á einhvern hátt. Unga fólkið tekur deginum fagnandi og eru blóm, konfekt, skartgripir eða boð út að borða sjald- an vinsælli en á þessum degi. Ófá bónorðin verða borin upp í dag um heim allan. Ástin blómstrar í dag sem aldrei fyrr. Það er þá bara spurning hvernig við ein- hleypa fólkið eyðum deginum. Ég gæti til dæmis sent sjálfri mér blóm, eins og reyndar 15% bandarískra kvenna gera. Margir nota daginn til að hringja í vinalínuna þegar þung- lyndið færist yfir og ljóst er að enginn sendir kort, skilaboð, blóm eða súkkulaði. Í Banda- ríkjunum er þetta sá dagur þegar mest er hringt í nokkurs konar „sjálfsmorðslínu“. Þannig að ekki halda allir jafn mikið upp á daginn. En oft er það þannig að ástin kemur og ástin fer. Og Valentínusardagar geta verið misjafnir eins og dæmin sanna. Ég þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna dæmi! Ég nýtti þennan dag nefnilega í mjög órómantíska athöfn fyrir nokkrum árum þegar ég skrifaði undir skiln- aðarpappíra. Líklega hafa fáir haft hugmyndaflug í það áður. Sú minning hefur þó ekkert skemmt fyrir mér Val- entínusardaginn og ég útiloka ekki að dagurinn gæti orðið góður, jafnvel yfirmáta rómantískur. Því sem betur fer eru margir fiskar í sjónum, eða eins og einhver góð kona sagði: „too many men, too little time!“ Ég hlýt að fá blóm frá leynilegum aðdáanda í kvöld. Eða ég ræðst á einhvern og kyssi hann í dag því það á víst að boða mikla gæfu út ár- ið að kyssa einhvern á Valentínusardaginn. Ef þú mætir mér með stút á vör veistu hvað er í vændum! Ásdís Ásgeirsdóttir Pistill Ef þú mætir mér með stút á vör... STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þetta kom í raun nokkuð áóvart, en það veldur okkurhins vegar verulegumáhyggjum að 77% þeirra ökumanna sem hafa minnstu reynsl- una, þ.e. einstaklingar á aldrinum 18 til 24 ára, segjast aka hraðar en 90 km/klst. þar sem það er leyfður há- markshraði,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynn- ingar- og öryggismálum hjá Sam- göngustofu, í samtali við Morg- unblaðið og vísar í máli sínu til niðurstöðu könnunar á umferðar- hegðun almennings sem Gallup framkvæmdi í lok síðasta árs. Er þar gerð athugun á viðhorfi og hegðun vegfarenda til ýmissa þátta er varða umferðaröryggi, en könnunin var unnin fyrir Samgöngu- stofu. Niðurstöðurnar þykja benda til þess að ökumenn ástundi meiri hraðakstur en áður og hefur hann einungis einu sinni mælst meiri frá upphafi sambærilegra kannana. Lögreglan lítt sýnileg Aðspurður segir Einar Magnús marga þætti geta haft áhrif á hegð- un ökumanna í umferðinni, en einn þeirra er sýnileg löggæsla. Alls segj- ast 50% svarenda sjaldan eða aldrei verða varir við umferðareftirlit lög- reglu. Til samanburðar má nefna að árið 2013, þegar um 500 milljónum króna var veitt aukalega til starf- semi lögreglu, voru 36% svarenda sömu skoðunar. Einungis 13% segj- ast oft hafa orðið vör við eftirlit lög- reglu á síðasta ári. Það skal þó tekið fram að þessi viðbótarfjárveiting 2013 einskorðaðist ekki við umferð- areftirlit. Þá má nefna að í sömu könnun kom fram að 61% svarenda væru þeirrar skoðunar að umferðareftirlit lögreglu væri of lítið, en 45% sögðu jafnframt að umferðareftirlit hefði áhrif á aksturslag þeirra. Þegar ökumenn voru spurðir hversu hratt þeir aka að jafnaði á þeim svæðum þar sem leyfður há- markshraði er 90 km/klst. segjast 62% aka á 91 km hraða eða meira. Meðalhraði svarenda er 95,9 km/ klst. og segir Einar Magnús hann aldrei hafa mælst svo háan áður. Má til samanburðar nefna að árið 2014 sögðust 54% aka hraðar en 90 km/ klst. og 3% sögðust aka á 101 km/ klst. eða hraðar, en í fyrra var það hlutfall komið upp í 7% sem er það hæsta sem mælst hefur. „Hlutfall þeirra sem fara að lögum og halda sig við 90 km/klst. eða minna fer úr 46% árið 2014 niður í 37% í fyrra,“ segir í niðurstöðum könnunarinnar. Einar Magnús bendir einnig á að 25% ungra ökumanna, 24 ára og yngri, segjast aka hraðar en 101 km/ klst. og er það áberandi hæsta gildið samanborið við aðra aldurshópa. „Menn hafa töluvert miklar áhyggj- ur af þessari þróun,“ segir hann. Konurnar virða lögin betur Þá sýnir könnunin einnig að fleiri konur aka á löglegum hraða en karlar. En þannig segjast 52% kvenna halda sig innan 90 km hraða- marka á meðan einungis 43% karla segjast gera slíkt hið sama. „Þær eru skynsamari en við strákarnir,“ segir Einar Magnús. „Af slysaskýrslum undanfar- inna ára og hlutfallslegri þátttöku kynjanna í umferðinni má draga þá ályktun að það séu jafnmiklar líkur á að kona valdi slysi eða óhappi í umferðinni og karl. Þegar hins vegar afleiðingar slysanna eru skoðaðar kem- ur í ljós að í tilfelli karl- manna eru mun meiri líkur á að afleiðingarnar verði al- varlegar – banaslys eða alvar- legt slys,“ segir enn fremur í samantekt Samgöngustofu. Virðing ökumanna fyrir lögum minnkar Könnun á umferðarhraða Spurt var hversu hratt fólk æki að jafnaði á svæðum þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á kukkustund 90 km/klst eða minna 91 - 100 km/klst 101 km/klst eða meira 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Heimild: Samgöngustofa 53% 42% 56% 38% 60% 36% 53% 42% 52% 44% 55% 42% 51% 44% 51% 46% 57% 38% 55% 37% Myndavélar eru einföld leið til að hafa eftirlit með hraða öku- manna og virðingu þeirra fyrir rauðum umferðarljósum. Yfir 40 myndavélakassar eru í notkun um allt land og eru myndavélarnar færðar á milli staða eftir því sem þörf þykir vera á. Morgunblaðið greindi frá því í fyrra að engar hraðamynda- vélar hafa verið í notkun við gatnamót í Reykjavík í um eitt ár vegna bilunar í tækjabúnaði, en taka átti eina í gagnið í desember síðastliðnum. „Það er greinilegt af nið- urstöðum þessarar könn- unar að almenningur hef- ur áhyggjur af því að ekki sé hægt að halda úti því sem kalla má ásætt- anlegt umferð- areftirlit,“ segir Einar Magnús Magnússon, sér- fræðingur hjá Sam- göngustofu. Ásættanlegt eftirlit skortir ÁN MYNDAVÉLA Í EITT ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.