Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Tesopi í dagsins önn Það er notalegt að gefa sér tíma í dagsins önn til að setjast niður, fá sér tebolla og ræða málin í botn, eins og þessar tvær gerðu á kaffihúsi í miðborg Reykjavíkur í gær. Árni Sæberg Þegar ég, sem barn, hafði orð á því við elskulega móður mína að ég vildi vera með í fyrstu rútuferðinni til tunglsins sagði hún: „Bragi minn, Guð mun aldrei leyfa það.“ Og þeg- ar frétt barst af því að nunna hefði lýst því yfir að Jesús Kristur væri ekki eingetinn fór hrollur um kaþólsku kirkjuna. Og loks, fyrir örfáum dögum lýsti nýskipaður dómsmála- ráðherra okkar því yfir að svo- nefndur kynbundinn launa- mismunur væri ekki á Íslandi heldur sæktu konur frekar en karlar í láglaunastörf. Það þarf sterk bein fyrir stjórnmála- mann að halda slíku fram þvert á ríkjandi viðhorf og fjöl- miðla. Ég rifja þetta upp til að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir öra þróun tækni og vís- inda er okkar litla samfélag ótrúlega íhaldssamt. Sjómannaverkfallið hefur staðið í marga mánuði og er talið að fjárhagslegt tap vegna verkfallsins muni nema allt að 1.000 milljónum króna á dag. Það munar um minna. Ráðherra sjávarútvegsmála segir að þetta sé grafalvarlegt en ríkisstjórnin muni ekkert gera, það sé mál viðsemjenda. Lög um verkföll voru á sínum tíma samin af stjórnvöldum og samþykkt á Alþingi. Sam- kvæmt þeim var gengið út frá því að atvinnurekendur væru skyldaðir til að semja við launþega. Reynslan hefur sýnt að sú kenning gengur ekki upp. Verkföll í núverandi mynd eru tímaskekkja, sem deiluaðilar bera í raun enga ábyrgð á. Það eru alþingismenn og stjórnvöld sem bera ábyrgðina. Eftir Braga Jósepsson »Það eru al- þingismenn og ríkisstjórnin sem bera ábyrgð á þeim skaða sem hlotist hefur af sjómanna- verkfallinu. Bragi Jósepsson Höfundur er prófessor emeritus, rithöfundur og ritstjóri. Verkföll – tímaskekkja Vatn er undirstaða alls lífs; ekkert líf án þess, a.m.k. í þeim lífsformum sem nú eru kunn. Á Íslandi er gnægð vatns og er það talið ein af auðlindum þjóðarinnar. Í bænda- samfélagi í þúsöld var hvert býli með sitt eigið vatnsból; þéttbýlismyndun síðari hluta 19. aldar leiddi til breyttra viðhorfa við vatnsöflun og dreifingu sem hafði í för með sér að gerðar voru vatnsveitur og var það verkefni falið sveit- arstjórnum. Í Reykjavík var komið á vatnsveitu árið 1909, Vatnsveitu Reykja- víkur, sem nú er hluti af Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Hafa OR og forveri hennar annast vatnsöflun og dreifingu af stakri prýði frá upphafi og hafa séð höf- uðborgarbúum og fleiri sveitarfélögum á svæðinu fyrir gnótt af góðu vatni og er Reykjavík eina höfuðborgin á Norð- urlöndum sem býður neytendum upp á drykkjarvatn án þess að það hafi verið meðhöndlað eða ,,efnabætt“. Vatnslindir hafa frá upphafi verið á því svæði er nú nefnist Heiðmörk; fyrst í Gvend- arbrunnum en nú á fleiri stöðum innan Heiðmerkur. Mikilvægt er að vatnslind- anna sé vel gætt, að þær mengist ekki, vegna ágangs eða utanaðkomandi áhrifa. Er þessa vel gætt af OR, en dæmi eru þess að vatnsból hafi eyðilagst af völdum meng- unar og má þar nefna vatnsból á Suð- urnesjum sem menguðust frá Keflavík- urflugvelli. Meðalnotkun á köldu vatni í Reykjavík er 504 l/mann/sólarhring. Hver einstaklingur notar því um 184 m³ á ári. Meðalnotkun á vatni hér í Reykjavík er langt umfram not í borgum á Norð- urlöndum þar sem vatnsnotkun er mæld. búa í stærri íbúðinni 59.334 kr. meira ár- lega en þeir í minni íbúðinni. Má ekki með sömu rökum hafa mismunandi verð á elds- neyti á bifreiðar eftir því hversu langt bil er á milli fram- og afturhjóla? Tökum ann- að dæmi, tvíbýlishús þar sem önnur íbúðin er 62 m² og hin 168 m². Einn býr í minni íbúðinni en tveir í þeirri stærri; heim- taugar eru sameiginlegar og allir með- alnotendur ( 504 l/mann/sólarhring). Vatnsgjöld og verð á m³ miðað við með- alnotkun koma fram í meðfylgjandi sam- anburðartöflu: Úr töflunni má lesa að notendur stærri íbúðar greiða u.þ.b. 10 kr. hærra verð á rúmmetra fyrir kalda vatnið og u.þ.b. 19 kr. hærra verð fyrir rúmmetra af fráveitu- vatni. Um áratugaskeið var það krafa Vatns- veitu Reykjavíkur að frágangur vatns- inntaks í hús væri með þeim hætti að koma mætti fyrir rennslismæli. Var þar með gert ráð fyrir að vatnsgjald yrði síðar innheimt eftir mæli. Af þessu hefur ekki orðið, illu heilli. Núverandi fyrirkomulag leiðir til sóunar og er andstætt tíðaranda. Það er ógagnsætt og kemur í veg fyrir að unnt sé að gera samanburð á verði sam- bærilegrar þjónustu milli landa og sveitar- félaga. Ennfremur er engan veginn ljóst að kostnaðskipting milli notenda sé réttlát og ekki er vitað hvað einn rúmmetri af köldu vatni kostar í raun. Sama á við um fráveitugjöldin. Því ætti það að vera krafa neytenda að kalt neysluvatn sé selt eftir mæli og fráveitugjöld reiknuð út frá sama magni að viðbættu því heita vatni sem ætla má að skili sér í fráveitukerfi. Mælum vatnsnotkunina, burt með sóunina. Þetta er réttlætt hér með því að segja að vatnið streymi hvort sem er til sjávar og þurfi engar áhyggjur af að hafa. En sóun getur fylgt kostnaður og svo er hér. Til þess að full- nægja umframþörf verður að virkja fleiri brunna og það kostar sitt. Jafnframt ber að hafa í huga að verulegur hluti þess vatns, sem rennur um krana neytenda fer til baka og þá í formi spillivatns; öðru nafni skólp. Skólpinu þarf að dæla á haf út. Það kostar raf- orku og því meira skólp, þeim mun öflugri dælubúnaður og aukinn raf- orkukostnaður. Upphaf og endir ofnotk- unar kostar fjármuni að óþörfu og er ekki í takt við kröfu um sjálfbærni; en það orð er helst notað án skilnings á tyllidögum. Í Danmörku er kalt vatn selt eftir mæli og mun sú mæling einnig gilda fyrir fráveitu, þ.e. skólpið. Er greitt fyrir hvort tveggja samkvæmt mælingu á kaldavatnsnotkun. Hér í Reykjavík háttar þannig til, hvað íbúðarhúsnæði varðar, að fyrir kalda vatn- ið greiða neytendur fastagjald, 5.235 kr./ matseiningu í fasteign og til viðbótar fer- metragjald, 203,15 kr./m²; fyrir fráveitu er greitt 10.100 kr./matseiningu og til við- bótar fermetragjald, 390.19 kr./m². Í kynningarbæklingi sem OR gaf út árið 2011 þegar kynnt var nýtt innheimtufyr- irkomulag segir: „Það er eðlilegra að greiðsla fyrir vatn á leið til notenda (neysluvatn og brunavatn) og frá þeim (fráveita) sé í samhengi við stærð hús- eignar en fasteignamat. Stærð húsnæðis ræður meiru um kostnað við þjónustu en fasteignamarkaðurinn metur viðkomandi eign.“ Heyr á endemi! Hér skal tekið dæmi af tveim íbúðum, önnur er 170 m² en hin 70 m². Mismunur á stærð er þá 100 m², tveir búa í hvorri íbúð og nota jafnmikið vatn í m³. Eigi að síður greiða þeir sem Eftir Magnús Sædal Svavarsson »Mælum vatnsnotkunina, burt með sóunina. Magnús Sædal Svavarsson Höfundur er byggingartæknifræðingur og stjórnarmaður í Húseigendafélaginu. Það kemur með kalda vatninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.