Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Innanríkisráðuneytið auglýsti um helgina til umsóknar embætti 15 dómara við hinn nýja Landsrétt, sem taka mun til starfa hinn 1. jan- úar 2018. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar næstkomandi. Samkvæmt lögum um skipan dómstóla, sem samþykkt voru á Alþingi í fyrravor, verða þrjú dóm- stólastig. Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll ríkisins og hefur að- setur í Reykjavík. Landsréttur er áfrýjunardómstóll og hefur aðsetur í Reykjavík. Héraðsdómstólar eru átta í landinu öllu. Með stofnun Landsréttar verður til millidómstig sem mun létta álagi af Hæstarétti. Sjálfstæð stjórnsýslustofnun, Dómstólasýslan, mun annast sam- eiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Stjórn dómstólasýslunnar skipar framkvæmdastjóra hennar til fimm ára í senn og fer hann með daglega stjórn dómstólasýslunnar í umboði stjórnar. Framkvæmdastjóri ræður aðra starfsmenn dómstólasýslunnar. Ströng skilyrði sett Sem fyrr segir munu 15 dómarar eiga sæti í Landsrétti sem forseti Íslands skipar ótímabundið sam- kvæmt tillögu ráðherra. Ráðherra skal leggja tillögu sína um hverja skipun dómara í embætti fyrir Alþingi til samþykktar. Samkvæmt lögunum verða landsréttardómarar að hafa náð 35 ára að aldri. Þeir verða að fullnægja ströngum skil- yrðum svo sem um menntun og reynslu. Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breyt- ingu á dómstólafrumvarpinu sem samþykkt var í fyrra. Þar segir m.a: Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er hljóð- ar svo: „Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. getur Landsréttur haft aðsetur utan Reykjavíkur fram til 1. janúar 2022.“ Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu lagt sé til að heimilt verði tímabundið að aðsetur Lands- réttar verði utan Reykjavíkur þar sem erfitt hafi reynst að finna hús- næði sem hæfir réttinum í Reykja- vík. Fyrirhugað sé að byggja fyrir réttinn framtíðarhúsnæði í Reykja- vík. Þar til slíkt húsnæði er tilbúið verði að finna réttinum húsnæði til bráðabirgða. Gert er ráð fyrir að bráðabirgðahúsnæðið verði á höf- uðborgarsvæðinu, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ eða á Seltjarnarnesi. Fram hefur komið í fréttum að ráðuneytið hafi augastað á húsnæði sem Siglingastofnun hafði áður til umráða Kópavogsmegin við Skerja- fjörð, Vesturvör 2. Þá kemur fram í greinargerðinni að á árinu 2017 sé gert ráð fyrir 104 milljóna króna fjárveitingu til und- irbúnings að stofnun Landsréttar 15 embætti dómara við Landsrétt auglýst  Tillögur um skipan dómara verða bornar undir Alþingi Morgunblaðið/Golli Hæstiréttur Íslands Stofnun Landsréttar á að létta miklu álagi sem hefur verið á réttinum. Hann hefur verið eini áfrýjunardómstóll landsins. Stjórn Faxaflóahafna hefur sam- þykkt að undirbúa samkeppni um listaverk sem minni á þátt kvenna í starfsemi Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Miðað verði við að samkeppnin verði lokuð með forvali samkvæmt reglum Sambands íslenskra mynd- listarmanna. Í minnisblaði Gísla Gíslasonar hafnarstjóra og Vignis Albertssonar skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna kem- ur fram að þeir hafi átt fund með Ingi- björgu Gunnlaugsdóttur, fram- kvæmdastjóra SÍM þar sem farið var yfir nokkrar samkeppnistegundir og hvað myndi henta Faxaflóahöfnum best. Þá kemur fram að SÍM hafi tilnefnt Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur sem trúnaðarmann. Hún mun vinna keppnislýsingu, annast auglýsingar, upplýsingar og samskipti við þátttak- endur o.fl. Miðað við að farið verði í lokaða samkeppni með forvali þarf að skipa þriggja manna forvalsnefnd, einn frá SÍM og tvo frá Faxaflóahöfnum, sem taki afstöðu til þeirra listamanna sem valdir verða til að vinna tillögur að verki. Síðan þarf að skipa fimm manna dómnefnd þar sem tveir koma frá SÍM og þrír frá Faxaflóahöfnum. Kostnaðarmat við samkeppnina sjálfa er liðlega 3,0 milljónir króna en við bætist verðlaunafé til þeirra sem valdir eru til þátttöku og loks gerð viðkomandi verks. Fram kemur í greinargerðinni að til greina komi að í keppnislýsingu verði miðað við að tillaga geti verið um verk á ákveðnu svæði (t.d. frá Vesturbugt að Miðbakka) í stað þess að tilgreina ákveðinn stað eða ákveðna staði. sisi@mbl.is Samkeppni um hafnarlistaverk  Minni á þátt kvenna í starfsemi Gömlu hafnarinnar Morgunblaðið/Eggert Höfnin Listaverkið verður líklega við Miðbakka eða Vesturbugt. Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Kynbundinn launamunur er alltaf mælanlegur, þrátt fyrir að mismun- andi aðferðir séu notaðar til að reikna hann út og notast sé við mis- munandi tölulega útreikninga. Þetta segir Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu. „Ótal kannanir hafa sýnt fram á kynbundinn launamun,“ segir Krist- ín, en Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra segist í grein, sem birtist í nýútkomnu árshátíðarriti laganema í Háskóla Íslands, efast um tilvist kynbundins launamunar. Kristín segir þau 5%, sem ráðherra segir að mælist í könnunum sem kynbundinn launamunur, vera lægstu töluna sem nefnd hafi verið í þessu sambandi. „Það hafa verið birtar tölur alveg upp í 17-18% ef síðustu ár eru skoðuð og stéttarfélög á borð við VR og SFR hafa árlega gert sambærilegar kannanir sem hafa undanfarin ár sýnt í kringum 10-11% launamun,“ segir Kristín. Unnið að samræmingu Fjallað var um kynbundinn launa- mun í Morgunblaðinu í gær og þar var m.a. haft eftir þeim Einari Stein- grímssyni stærðfræðingi og Helga Tómassyni tölfræðingi, sem báðir hafa gagnrýnt reikniaðferðir við að greina kynbundinn launamun, að máli skipti hvaða breytur væru not- aðar við slíka út- reikninga. „Okk- ar vandi er að aðferðafræðin er ekki samræmd,“ segir Kristín um þessi ummæli. „Vandinn er að það hafa verið notaðar mismun- andi aðferðir og þess vegna eru niðurstöðurnar svona mismunandi.“ Hún segir að nú vinni velferðarráðu- neytið að aðgerðaáætlun og eitt af því sem í henni felist sé að ákveða eigi ákveðna aðferðafræði til mæl- inga. Er þetta bara eitthvert rugl? Kristín bendir á útreikninga Hag- stofu Íslands frá síðasta hausti sem byggðir voru á aðferðafræði Evr- ópsku hagstofunnar. „Evrópusam- bandið hefur komið sér saman um ákveðna aðferðafræði þar sem þeir mæla tímakaup og þetta reiknaði Hagstofan út hér á landi. Útkoman var að launamunurinn hér væri um 17% og svipaður og í Evrópulönd- unum. Er þetta bara eitthvert rugl? Vita þessir spekingar, þeir Einar og Helgi, meira en þessir hagfræðingar og tölfræðingar sem hafa komið sér saman um þessa aðferðafræði?“ spyr Kristín og varpar fram þeirri spurningu hvort við verðum ekki að treysta á Hagstofu Íslands. Morgunblaðið/Golli Launamunur Frá kvennafrídeginum á Austurvelli í fyrra þar sem þess var m.a. krafist að konur og karlar fengju sömu laun fyrir sömu störf. Segir ótal kannan- ir sýna launamun  Aðferðafræðin er ekki samræmd Kristín Ástgeirsdóttir „Fyrirhugað er að byggja nýtt húsnæði fyrir réttinn í Reykja- vík og hefur nú um nokkurt skeið verið einkum verið horft til hins svokallaða Stjórn- arráðsreits í miðborg Reykja- víkur og hafinn er undirbún- ingur að því að búa réttinum nýtt framtíðarhúsnæði,“ sagði Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra á Alþingi í síð- ustu viku. Ráðherra sagði ennfremur að það mundi taka nokkur ár að byggja slíkt hús. Því mundi rétturinn tímabundið í fimm ár hafa aðsetur utan Reykjavíkur. Stjórnarráðs- reitur valinn? FRAMTÍÐARHÚSNÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.