Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Einvígið sem stefndi í á milli popp- dívanna Adele og Beyoncé, eftir að báðar voru tilnefndar til allra helstu Grammy-verðlaunanna sem stóðu þeim til boða, lauk með afgerandi hætti þar sem Adele stóð uppi sem óumdeildur sigurvegari þegar verð- launin voru afhent í 59. skipti í Los Angeles á sunnudagskvöldið. Breska söngkonan Adele hreppti alls fimm af helstu verðlaununum. Plata hennar, 25, sem notið hefur mikilla vinsælda úti um heimsbyggð- ina, var þar á meðal valin sú besta og þá var lagið „Hello“ sem er á plöt- unni valið dægurlag ársins. Adele hreppti sömu fimm verðlaun fyrir fimm árum þegar plata hennar 21 kom út og er hún eini listamaðurinn sem hefur tvisvar hirt öll aðalverð- launin á Grammy-hátíðinni. Beyoncé hreppti tvenn verðlaun, önnur þegar plata hennar Lemonade var valin sú besta í flokknum „urban contemporary“ og myndbandsverð- laun fyrir lagið Formation. Hún hafði verið tilnefnd til alls níu verðlauna. Alls voru veitt 84 verðlaun í fjöl- mörgum og ólíkum flokkum fyrir all- ar tegundir tónlistar. Flest þeirra voru veitt við athöfn fyrr um daginn, sem ekki var í beinni sjónvarps- útsendingu. Þar á meðal voru verð- launin fyrir klassíska tónlist en tvö- faldur diskur með upptöku á upp- færslu Óperunnar í Los Angeles á Ghosts of Versailles, þar sem Krist- inn Sigmundssonar var meðal söngv- ara, hreppti tvenn verðlaun; besta óperuupptakan og fyrir upptöku- stjórn á klassískri tónlist. Fannst Lemonade best Við verðlaunaafhendinguna voru augu flestra á þeim Adele og Beyoncé, sem báðar tróðu upp og þóttu, samkvæmt fjölmiðlum vestra, standa sig afbragðs vel. En þegar verðlaunin tóku að safnast upp hjá Adele virtist hún ekkert of sátt við það og þegar átti að afhenda henni síðustu verðlaunin, fyrir plötu ársins, þá sagði hún voteygð að hún gæti ekki tekið við þeim – þótt hún gerði það síðan að lokum. „Mér finnst Lemonade vera plata ársins og sem Beyoncé-aðdáandi þá dó eitthvað inni í mér þegar platan vann ekki,“ sagði Adele við blaða- menn eftir verðlaunaafhendinguna. Og í þakkarávarpi sagði Adele við Beyoncé að hún dáði hana og vildi að Beyoncé væri mamma hennar. Þar vísaði Adele til áhrifamikils atriðis hinnar, þar sem Beoncé hyllti móð- urhlutverkið, með áherslu á vaxandi kvið sinn en hún gengur með tvíbura þeirra Jay Z. Fimm ára dóttir þeirra hjóna dansaði kringum móður sína. Bowie með fern verðlaun Meðan David Bowie var á lífi hreppti hann aðeins einu sinni Grammy-verðlaun og það fyrir myndband, auk þess sem hann hlaut sérstök verðlaun árið 2006 fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. Nú bar svo við að rúmu ári eftir andlátið hlaut Bowie fern verðlaun, þar á meðal fyrir besta rokklagið, „Black- star“, og samnefnd plata var valin besta framlagið í rokki. Nýlátinna listamanna var minnst á hátíðinni, Adele söng lag eftir George Michael og Bruno Mars kom fram í gervi Prince með hljómsveit- inni The Time, sem iðulega lék með Prince. Chance the Rapper í sviðsljósi Rapparinn sem kallar sig Chance the Rapper hreppti þrenn verðlaun, sem besti „nýi listamaðurinn“, fyrir bestu nýju rapp-plötuna, Coloring Book, og fyrir rapp-flutning. Chance the Rapper þykir fulltrúi nýrra tíma í tónlistarútgáfu þar sem hann gefur efni sitt aðeins út á streymisveitum. Bobby Rush, sem er 83 ára, var verð- launaður fyrri bestu hefðbundnu blúsplötuna. Boðið var upp á ýmis tónlistar- atriði við verðlaunaafhendinguna og eins og búist var við voru sumir lista- mennirnir póitískir og skutu misföst- um skotum á nýkjörinn Bandaríkja- forseta. Hvað harðastir í gagnrýn- inni þóttu félagarnir í hipp-hopp-- sveitinni A Tribe Called Quest. efi@mbl.is Adele ótvíræður sigurvegari  Söngkonan Adele hreppti fimm Grammy-verðlaun, Beyoncé tvenn AFP Sigursæl Söngkonan Adele með verðlaunagripina fimm. Hún varð fyrst listamanna til að vinna þessi fimm helstu verðlaun í tvígang. Nýliðinn Chance the Rapper fór heim með þrjá verðlaunagripi. Stefnumót Lady Gaga tróð upp með rokkurunum í Metallicu. AFP Tvisvar tveir Beyoncé hampar grip- unum en hún gengur með tvíbura. Kristinn Sigmundsson var einn söngvaranna í uppfærslu Los Ang- eles-óperunnar á Ghosts of Ver- sailles eftir tónskáldið John Cor- igliano og textahöfundinn William M. Hoffman, sem hreppti tvenn Grammy-verðlaun; fyrir bestu óp- eruupptökuna og bestu upptöku- stjórn á klassískri plötu. James Conlon var hljómsveitarstjóri og meðal helstu söngvara í upptök- unni eru Joshua Guerrero, Christ- opher Maltman, Lucas Meachem, Patricia Racette, Lucy Schaufer og Guanqun Yu. „Það er gaman að vera með í þessu,“ segir Kristinn um Grammy-verðlaunin. Óperan var frumflutt á Metropilitan í New York árið 1991 en Kristinn söng hlutverk konungsins Loðvíks XVI. í þessari afar fjölmennu uppfærslu í Los Angeles fyrir tveimur árum. „Þetta er fantalega flott stykki,“ segir hann og það hafi verið gaman að vera í þessum fjölmenna og góða hópi. „Sýningin var rosalega góð og það er verst að hún hafi ekki líka verið tekin upp á vídeó. Ég hef aldrei verið í sýningu þar sem jafn margir hafa verið á sviðinu í einu.“ Óperan fjallar um hirð Loðvíks sem hefur öll verið hálshöggvin en gengur aftur. Kristinn segir Maríu Antoinette vera í aðalhlutverki, henni leiðist að vera látin og kon- ungurinn ákveður að létta henni dauðann og fær Beaumarchais til að gera óperu fyrir hana, sem síð- an er sett upp innan óperunnar. Upptakan frá uppfærslunni sem hlaut Grammy-verðlaunin var gef- in út á tveimur diskum í fyrra. „Gaman að vera með í þessu“ KRISTINN SÖNG Í GRAMMY-VERÐLAUNAUPPFÆRSLU Kristinn í hlutverki Loðvíks XVI. Ein af vinsælustu kvikmyndum síð- ustu ára, Hringadróttinssaga – Föruneyti hringsins, verður sýnd á sérstökum viðhafnartónleikum í Eldborgarsal Hörpu í sumar, með sinfóníuhljómsveit og kórum. Það verður fjölmenni á sviði Eld- borgar 25. og 26. ágúst í sumar, þegar 84 manna sinfóníuhljómsveit, einsöngvarar og kórarnir Söng- sveitin Fílharmónía, Barnakór Kársnesskóla og Hljómeyki flytja tónlistina við myndina, meðan hún verður sýnd í fullri lengd. Alls verða um 230 flytjendur á sviðinu. Tónlistin við Föruneyti hringsins er eftir eitt vinsælasta kvikmynda- tónskáld samtímans, Howard Shore. Tónlistin við kvikmyndina hefur unnið til fjölda verðlauna og hreppti þar á meðal Óskars- verðlaunin. Ævintýri Fróði Baggins, aðalpersóna Hringadróttinssögu, með hringinn eina. Tónlistin í kvikmyndinni er eftir Howard Shore og verður flutt í Hörpu. Hljómsveit, einsöngvarar og kórar flytja tónlist Föruneytis hringsins Fyrirlestraröð Landsbókasafns Íslands – háskóla- bókasafns, Konfúsíusarstofnunar og KÍM – Kínversk- íslenska menningarfélagsins– verður fram haldið í há- deginu í dag, þriðjudag. Þá mun Arnþór Helgason, for- maður KÍM og vináttusendiherra, segja frá starfsemi félagsins. Fyrirlesturinn er í Þjóðarbókhlöðunni, hefst kl. 12 og eru allir hjartanlega velkomnir. Fyrirlestr- arnir eru annan hvern þriðjudag, út marsmánuð. Arnþór Helgason segir frá Arnþór Helgason Verð 3.995 Stærðir 20-30 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Pollastígvél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.