Morgunblaðið - 14.02.2017, Side 36

Morgunblaðið - 14.02.2017, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 45. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Beyonce ögraði þyngdarlögmálinu 2. Berast enn ábendingar í máli Birnu 3. Stjórnleysi í fangelsinu 4. Adele braut Grammy-verðlaunin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Leikarinn Guðmundur Ingi Þor- valdsson mun fara með hlutverk í þriðju þáttaröð sænsku glæpaþátt- anna Gåsmamman, eða Gæsa- mamman. Þættirnir hafa verið sýndir á Stöð 2 og fer sænska leikkonan Alexandra Rapaport með aðal- hlutverkið í þeim, hlutverk Sonju Ek, fjögurra barna móður sem stýrir eit- urlyfjahring. „Hún er að glíma við alls konar vandamál sem móðir og eig- inkona, auk þess að stýra eitur- lyfjasölu,“ segir Guðmundur um gæsamömmuna Sonju. „Ég mun leika Íslending sem er að gera sig gildandi á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, reyna að taka yfir markaðinn og verð samkeppnisaðili hennar,“ segir Guð- mundur um hlutverk sitt í þáttunum. Tökur hefjast í maí og segist Guð- mundur þurfa að leika í fyrsta sinn á sænsku. „Þetta er fínasta hlutverk, flottur vondikall,“ segir hann en þáttaröðin verður sýnd í Svíþjóð næsta vetur. Guðmundur lék fyrir jól í fyrra í spænskri auglýsingu fyrir nýtt vörumerki Coca-Cola, Royal Bliss, og þurfti að leika á spænsku sem hann segist ekki kunna stakt orð í. Morgunblaðið/Styrmir Kári Leikur í þriðju þátta- röð Gæsamömmu  Kvartett píanóleikarans Sunnu Gunnlaugsdóttur leikur í kvöld á djasskvöldi Kex hostels og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Haukur Gröndal leikur á saxófón, Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott McLemore á trommur. Flutt verður blanda af frumsömdu efni og djass- standördum. Kvartett Sunnu leikur á djasskvöldi Á miðvikudag Fremur hæg breytileg átt. Skýjað og víða rigning en slydda til fjalla. Hiti 1 til 6 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Samfelldari úrkoma sunnan og vestan til í dag en var í gær. Styttir upp norðvestan til í kvöld. Hiti 1 til 7 stig, en vægt frost í innsveitum norðaustan til. VEÐUR Kári Árnason, landsliðs- maður í knattspyrnu, er kominn í fámennan hóp Ís- lendinga sem hafa náð að skora mörk í deildakeppni í sex löndum. Kári náði þess- um áfanga á Kýpur á dög- unum en það er sjötta land- ið þar sem hann spilar með félagsliði á ferlinum. Aðeins þrír íslenskir knatt- spyrnumenn hafa skorað mörk í deildum fleiri landa en Kári. »2-3 Kári hefur skorað í sex löndum Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur farið á kostum í marki handknattleiksliðs Hauka í síðustu leikjum og segir ým- islegt liggja þar að baki. „Ég stunda aukaæfingar og hef ég verið að vinna með veikleika mína og styrkleika. Nú hef ég haft meiri tíma til æfinga eft- ir að ég lauk stúdentsprófi fyrir jól- in. Eftir áramót hefur aukatíminn verið meiri og hann hef ég nýtt til æfinga. Það er að skila sér.“ »4 Aukaæfingar Elínar Jónu eru að skila sér Craig Pedersen, þjálfari karlalands- liðs Íslands í körfubolta, segir Ísland betur í stakk búið nú en áður til að eiga við bestu lið Evrópu á EM. Nú sé færri spurningum ósvarað en þegar liðið fór á EM í Berlín 2015 og lands- liðshópurinn hafi blandast betur. Pedersen hefur í nógu að snúast þar til hann kallar landsliðið saman 20. júlí til lokaundirbúnings. »2 Fleiri tilbúnir að taka af skarið en í Berlín ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ragnar Ágúst Bjarnason, fyrrver- andi sjómaður, fæddist á Fálkagötu 15 í Reykjavík fyrir rúmum 85 árum og hann á enn heima á 15. Þó að hann hafi brugðið sér af bæ og búið í næsta nágrenni í um fimm ár er hann ókrýndur sýslumaður Fálka- götu og þótt víðar væri leitað. „Þetta hefur verið yndislegur tími,“ segir Ragnar, sem man eftir sér frá því um 1935. „Hér hjálpuðust allir að og við höfðum alltaf nóg að borða.“ Fjölskyldan bjó í um 65 til 70 fermetra tveggja hæða kolakyntu timburhúsi, foreldrarnir Bjarni Bjarnason og Guðrún Kristjáns- dóttir með þrjá syni og eina dóttur, sem andaðist nokkurra vikna gömul. „Við höfðum líka hænsni og vorum með hænsnakofa og góðan kart- öflugarð á lóðinni,“ segir Ragnar. Bjarni var sjómaður og Ragnar byrjaði ungur að fara með pabba sín- um á netaveiðar út á Skerjafjörð. „Það gerðu margir út báta frá Grímsstaðafjörunni um þetta leyti,“ rifjar Ragnar upp. Hann munstraði sig fyrst á skip fyrir tæplega 70 ár- um, byrjaði á Ingólfi Arnarsyni og var síðan á fiskiskipum og flutn- ingaskipum í rúm 40 ár. Herinn og fótboltinn Bræðurnir Haukur og Ragnar ætluðu ungir að árum að byrja að æfa fótbolta og fóru á Melavöllinn í þeim tilgangi að skrá sig í Val um 1938 eða skömmu áður en Bretar hernámu Ísland 1940. „Þá voru Frí- mann og Grímar þekktustu nöfnin í Val og við vildum tilheyra sama liði. Valdbeiting kom í veg fyrir það. Framararnir á vellinum sögðu að að- eins Fram kæmi til greina og því gengum við í Fram, en það voru nokkrir Holtarar í Fram á þessum árum.“ Ragnar ber enska hernum vel sög- una. „Það hefði verið gaman að eiga góða myndavél og smella á það sem fyrir augu bar á Melunum. Það var skrýtin sjón að sjá þá allt í einu tjalda í næsta nágrenni einn morg- uninn, skammt frá Loftskeytastöð- inni. En þetta voru mjög góðir strák- ar og sýndu okkur ekkert annað en kurteisi.“ Hann segir samt að her- námið hafi haft mikil áhrif á sig. „Það bitnaði á lærdómnum. Þetta voru stórkostlegir tímar fyrir unga stráka og ég seldi þeim Daily Post, íslenskt fréttablað á ensku. Þannig komst ég inn í kampinn og fékk súkkulaði og appelsínur, eitthvað sem maður sá annars ekki nema þá helst á jólum.“ Faðir Ragnars dó 1949 og móðir hans 1981. „Þegar blokkin við hliðina var byggð 1964 sagði mamma hingað og ekki lengra, vildi hafa sinn garð áfram, og var samþykkt að hún fengi að vera í húsinu alla ævi. Það var sótt mjög hart að henni að selja en hún var ekki á því. Við byggðum svo átta íbúða hús á lóðinni okkar við blokk- ina 1987 og ég var fyrsti íbúinn.“ Í gegnum tíðina hafa verið nokkr- ar verslanir við Fálkagötu. Þar má nefna Gunnlaugsbúð, sem síðar varð Verslun Árna Einarssonar eða Árnamagasín eins og hún var kölluð, Ragnarsbúð, fiskbúð, mjólkurbúð og Pöntunarfélagið. Nú er þar aðeins Björnsbakarí. Ragnar hætti á sjónum 1991. „Ég var orðinn þreyttur,“ segir hann, en bætir við að hann hafi alltaf nóg að gera. „Ég dunda mér mikið í frí- merkjasafninu,“ heldur hann áfram. „Mér leiðist aldrei, á ekkert nema góðar minningar, mér hefur alltaf liðið vel hérna, nágrannarnir eru yndislegir, börnin í garðinum minna mig á þegar ég var lítill að leika mér við púturnar og heilsan hefur verið góð. Það er fyrir öllu.“ Sýslumaður allra sýslumanna  Ragnar Ágúst hefur búið á sama stað í um 80 ár Morgunblaðið/RAX Garðurinn Ragnar Ágúst Bjarnason bak við húsið. Hernámið Ragnar með vini úr hernum í garðinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.