Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 kynnast fólki. Ég spurði í lok ferðar hvaða skoð- un þau hefðu haft á mér í upphafi ferðar og þá sagðist einn í hópnum hafa hugsað: „Andskot- inn, ein gömul kella, ég ætla að vona að hún hægi ekki á hópnum.“ Sá hinn sami kom til mín á þriðja degi og spurði: „Af hverju stoppar þú aldrei Gréta? Þarftu aldrei að hvíla þig?“ segir Gréta og hlær en hún var alltaf fremst í göng- unni af því hún vildi taka mikið af myndum með og án rassa samferðamanna, og varð af sömu ástæðum stundum eftir aftast og þá hljóp hún hópinn upp. „Strákarnir frá Kúwæt sögðust ekki vera vanir að sjá svona gamlar konur eins og mig ganga svona hratt,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið sú eina í hópnum sem var með alvörureynslu af fjallgöngum og alvön að vera með frosið hor og fara ekki í sturtu dögum saman. En hún hefur ekki einvörðungu gengið um fjöll og firnindi á Íslandi og Grænlandi, held- ur gekk hún líka á Kilimanjaro árið 2008, sem er í 5.800 metra hæð. Grunnbúðirnar í Everest eru í tæplega 5.500 metra hæð. Rindilslegur Skoti þurfti að sanna sig „Mér fannst auðveldara að ganga á Ever- est en Kilimanjaró, af því ég fann ekkert fyrir Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta var skyndiákvörðun, ég er í náms-leyfi hér í Madrid og það poppaði uppauglýsing á Fésbókinni um ferð áEverest yfir hátíðirnar og ég ákvað að skella mér. Ég nýtti ferðina til að taka myndir áður en haldið var á fjallið og skoðaði mig um í Amman, Abu Dhabi, Kathmandu og smábæjum þar í kring, t.d Bhaktapur sem fór illa út úr jarð- skjálftanum sem og Nakarkottaka. Ég synti líka í Dauðahafinu fyrir brottför, sem var mögn- uð upplifun, það er ekki hægt að setja lappirnar niður í því hafi, ég flaut eins og korktappi,“ segir Gréta Guðjónsdóttir fjallaleiðsögukona, ljós- myndari og kennari. „Mig hafði lengi langað til að upplifa hina hliðina, prófa að vera ein í hópi ókunnugra og láta leiðsegja mér. Ég hef alltaf talað um að ég rekist illa í hópi og mér finnst erfitt að láta telja mig inn í rútu. Þessi fjallganga var því ný og æð- isleg upplifun fyrir mig.“ Þarft þú aldrei að hvíla þig Gréta? Þau voru fjórtán sem lögðu af stað upp á Everest og í hópnum voru margir Ástralar, en líka fólk frá Kúvæt, Írak, Kína og fleiri löndum. „Strákarnir voru aðeins fleiri en stelpurnar og ég var langelst, þau voru flest undir þrítugu,“ segir Gréta og hlær en hún er 48 ára. „Maður er svo fljótur að dæma fólk og mynda sér skoðanir, og ég skrifaði mínar skoðanir á þessu fólki strax niður á fyrsta degi, af því það er gaman að fylgj- ast með hvernig skoðanir manns breytast við að „Ég hef aldrei skilið þetta með að fólk þurfi að „finna sjálft sig“ í erfiðum fjallgöngum eða öðrum áskorunum. Fyrir mér er það alls ekki þannig, og hvers vegna er verið að telja fólki trú um að það sé týnt? Ég bara er. Ég fór á Ever- est til að njóta og til að mynda, ekki til að leita. Ég skil ekki þessi eilífu skilaboð um að fólk þurfi að leita einhvers,“ segir Gréta Guðjónsdóttir sem gekk í grunn- búðir á Everest í jólafríinu sínu. Fegurð Fjallstoppurinn Ama Dablam sólroðinn, Gréta tók myndina á leið upp frá Thyangboche. Ljósmyndir/Gréta Guðjónsdóttir Burðardýr Gréta lærði fljótt að jakuxarnir eiga réttinn og hún færði sig alltaf frá til að hleypa þeim fram hjá og nýtti stundina til að hvíla sig. Vann veðmálið um að æla ekki Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur spjallar reglulega um gildin í lífinu í heimspekikaffi í Gerðubergi í Breiðholti. Á morgun, miðvikudag, fær hann til sín Þorgerði Önnu Björnsdóttur, fræðimann í mál- vísindum og kínverskum fræðum, til að brjóta heilann um hvað er líkt og ólíkt með tímahugtakinu á Vestur- löndum og í Kína. Í tilkynningu kemur fram að flestir telji að tíminn sé óum- breytanlegur og óháður mannlegri tilveru. En svo er ekki. Tíminn er per- sónulegur, hann tekur mið af tauga- kerfi, hjartslætti og viðhorfi hverrar lífveru fyrir sig. Hann er breytilegur frá menningu til menningar og frá einni persónu til annarrar. Allt hefur sinn tíma en tíminn spinnst þó með ólíkum hætti eftir stað og menningu. Gunnar Hersveinn og Þorgerður Anna rýna í tímahugtakið og kanna hvað kemur upp úr kafinu. Allir eru vel- komnir í heimspekikaffi sem hefst kl 20 og aðgangur er ókeypis. Gestir taka virkan þátt í umræðum og Gunn- ar Hersveinn hefur umsjón og leiðir umræðu um málefnið. Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini og Þorgerði Önnu Tíminn tekur mið af taugakerfi, hjartslætti og viðhorfi Ljósmynd/Styrmir Kári & Heiðdís Gunna Hersveinn Þorgerður Anna Björnsdóttir Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is GLERHANDRIÐ Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.