Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, for- dæmdi í gær tilraunir Norður- Kóreumanna með langdrægar eldflaugar og kallaði eftir alþjóð- legri samstöðu gegn ítrekuðum brotum þeirra á samþykktum Sam- einuðu þjóðanna. Öryggisráðið var kallað saman til fundar klukkan tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma til þess að ræða stöðuna sem komin væri upp eftir að Norður-Kóreumenn skutu á loft tilraunaeldflaug á sunnudag- inn. Þetta er fyrsta tilraunaskot þeirra síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkj- anna. Samþykkti öryggisráðið að fordæma tilraunir Norður-Kóreu- manna, líkt og Guterres hafði gert. Hótaði ráðið að gera frekari ráðstafanir gegn yfirvöldum í Pyongyang. Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi frá sér til- kynningu í gær, þar sem hann lýsti yfir ánægju sinni með að ríki sitt byggi nú yfir „enn einni öfl- ugri aðferð til þess að beita kjarn- orkuvopnum“. Tilraunaskotinu var hins vegar fálega tekið annars staðar. Sendu til dæmis bæði Kínverjar og Rúss- ar frá sér tilkynningu þar sem framferði Norður-Kóreumanna var fordæmt, en bæði ríkin eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu. Sagði í tilkynningu frá utanrík- isráðuneyti Rússlands að tilraunin sýndi „fullkomna fyrirlitningu á ályktunum öryggisráðsins“. Þá sögðu Kínverjar, sem hafa verið helstu bandamenn Norður- Kóreumanna um langt skeið, að þeir væru andvígir eldflaugaskot- um, þar sem þær gengju gegn ályktunum öryggisráðsins. Fyrsta prófraun Trumps Suður-Kóreumenn sögðu að til- raunaskotið væri hugsað sem próf- raun fyrir Donald Trump, sem ný- tekinn er við forsetaembættinu í Bandaríkjunum. Trump brást þeg- ar við með því að heita Japönum og Suður-Kóreumönnum fullkomn- um stuðningi. Trump hefur einnig þrýst á Kín- verja um að þeir reyni að fá Kim Jong-Un og stjórnvöld í Pyon- gyang til þess að draga í land með kjarnorkuvopnaáætlun sína. Öryggisráðið hefur ályktað að kjarnorkuvopnaáætlun Norður- Kóreu sé í trássi við vilja alþjóða- samfélagsins. Þeim hefur því verið meinað að gera nokkrar tilraunir með eldflaugar eða annað sem gæti nýst við gerð kjarnorku- vopna. Norður-Kóreumenn hafa ekkert skeytt um það bann og segjast nú búa yfir getu til þess að ráðast á meginland Bandaríkjanna. Fordæma eldflaugaskotið  Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gærkvöldi um tilraunaskot Norður- Kóreumanna  Sýnir „fullkomna fyrirlitningu á ályktunum öryggisráðsins“ AFP Norður-Kórea Kim Jong-Un var hæstánægður með tilraunaeldflaugina. Burhan Ozbilici, ljósmyndari Associated Press, hlaut í gær hin virtu ljósmyndaverðlaun World Press Photo fyrir bestu fréttaljósmynd síðasta árs, en hún sýndi tyrkneska lögreglumanninn Mevlut Mert Altintas, þar sem hann stóð og hrópaði vígorð eftir að hann myrti Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi. Sögðu meðlimir dómnefndarinnar að myndin hefði náð að fanga hatrið sem einkennir alþjóðasamskipti í dag. AFP World Press Photo verðlaunin afhent Fangaði hatrið á filmu Talið er að meira en 12 ráðherrar í ráðuneyti Ther- esu May muni greiða atkvæði með vantrausts- tillögu á John Bercow, forseta neðri deildar breska þingsins, samkvæmt heim- ildum breska blaðsins Daily Tele- graph, en May hefur leyft að ráð- herrar sínir greiði atkvæði samkvæmt samvisku sinni í málinu. Tillagan var lögð fram af íhalds- manninum James Duddridge í kjöl- far þess að Bercow gagnrýndi Donald Trump Bandaríkjaforseta og sagðist myndu neita því að bjóða honum til þess að ávarpa þingheim. Þá ljóstraði Bercow því upp á fundi með stúdentum að hann hefði kosið með veru Breta innan Evrópusam- bandsins. Þykir gagnrýnendum Bercows sem hann hafi farið á svig við strangar reglur sem gildi um hlutleysi forseta þingsins. Bercow hefur gegnt embættinu frá árinu 2009. Hitnar undir sæti Bercows? John Bercow STÓRA-BRETLAND Nærri 200.000 manns höfðu fengið fyrirmæli um að yfirgefa heimili sín í gær, eftir að skemmdir komu í ljós á hjáveitugöngum frá Oroville- stíflunni í norðurhluta Kaliforníu- fylkis. Var óttast að göngin myndu bresta og valda stórflóði. Stíflan sjálf var ekki talin í bráðri hættu, en hún er hæsta stífla Banda- ríkjanna, tæplega 235 metrar á hæð. Hún er um 120 kílómetrum norðan við Sacramento, höfuðborg fylkisins. Mikil rigningartíð hefur verið á svæðinu, og hefur uppistöðulón stífl- unnar verið yfirfullt síðustu vik- urnar. Yfirvöld á svæðinu brugðust við með því að hleypa vatni í gegnum önnur hjáveitugöng stíflunnar, og nam vatnsmagnið um 2.830 rúm- metrum á sekúndu. Nægði það til þess að lækka uppistöðulónið þannig að vatn flæddi ekki lengur um hin hjáveitugöngin. Neyðarástand ríkti þó enn á svæðinu og var fólki ráðlagt að halda sig fjarri. Óttast að stórflóð bresti á  Um 200.000 fluttir á brott í Kaliforníu Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur? 150g50% meira m ag n! Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Lyfjaauglýsing Fjórir skíðamenn létust og fimm annarra er saknað eftir að snjóflóð féll á skíðasvæðið Tignes í frönsku Ölpunum. Snjóflóðið var um 400 metra breitt og er talið að aðrir skíðamenn ofar í fjallinu hafi valdið því, samkvæmt tilkynningu sem björgunarmenn sendu frá þsér. Flóðið lenti á skíðahóp sem sam- anstóð af átta ferðamönnum og leið- sögumanni, en hópurinn var að skíða utan helstu leiða þegar slysið varð um hálfellefuleytið í gærmorgun. Var fjölmennt björgunarlið þegar kallað út. Í fyrstu fregnum sagði að tveir hefðu fundist á lífi, en þeir lét- ust fljótlega eftir að þeim hafði verið bjargað. Óttast var að hinir fimm væru einnig látnir, en einnig var verið að kanna það hvort hópurinn hefði skipt sér í tvennt áður en flóðið féll. Fjórir létust í snjóflóði  Leitað að fimm manns í Ölpunum AFP Tignes Leitarfólk að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.