Morgunblaðið - 18.02.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Balaton&Búdapest
sp
ör
eh
f.
Sumar 6
Balaton vatn í Ungverjalandi er margrómað fyrir fallegar
strendur, líflega bæi og ólýsanlega fegurð og ekki að
undra að vatnið og umhverfi þess sé einn vinsælasti
ferðamannastaður landsins. Góður tími gefst til að slaka
á og eiga notalegar stundir á þessum fagra stað, kynnast
menningu og mannlífi Ungverja ásamt því að taka þátt í
ungversku sveitabrúðkaupi.
15. - 25. júní
Fararstjóri: Pavel Manásek
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 214.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Raforkuverð hækkaði um 12,6-
22,63%, mismunandi mikið eftir hin-
um ýmsu seljendum raforku, frá því
í janúar 2013 til janúar 2017. Þetta
er samkvæmt upplýsingum sem
stjórn Samtaka sveitarfélaga á köld-
um svæðum (SSKS) fékk frá Orku-
setrinu.
Stjórn SSKS lýsti yfir miklum
vonbrigðum með hækkanirnar og
sendi atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytinu erindi vegna þeirra. Þar
var bent á að þessi hækkun raforku
væri langt umfram hækkun á
neysluverðsvísitölu sem hækkaði um
8,85% á sama tímabili.
„Svo virðist sem sölufyrirtækin
hafi nýtt sér þá staðreynd að hækk-
un hefur orðið á niðurgreiðslum til
íbúa á köldum svæðum og hækkað
gjaldskrár sínar óhóflega sem kem-
ur harkalega niður á íbúum sem búa
á þeim svæðum,“ segir m.a. í bréfi
stjórnar SSKS til ráðuneytisins.
Stjórn SSKS segir að svo miklar
hækkanir á raforkuverði hafi veru-
leg áhrif á byggðaþróun á köldum
svæðum. Einnig vinni þessar hækk-
anir gegn því markmiði SSKS að
jafna húshitunarkostnað á landinu.
Stjórn SSKS hefur farið þess á
leit við stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga að hún beiti sér í mál-
inu. Hún var minnt á þá stefnu sam-
bandsins að það „skuli beita sér fyrir
því að jafna raforkukostnað bæði hjá
fyrirtækjum og íbúum, m.a. með
jöfnun flutningskostnaðar á raforku
og hærri greiðslum til jöfnunar á
húshitunarkostnaði.“
Málið var tekið fyrir á stjórnar-
fundi sambandsins 27. janúar. Af-
greiðslu var frestað til næsta fundar
og var framkvæmdastjóra falið að
taka saman minnisblað um málið.
Þróun verðs í samkeppni
„Hér er um að ræða verðþróun á
samkeppnismarkaði sem endur-
speglast af verðmæti rafmagnsins á
hverjum tíma m.a. út frá framboði
og eftirspurn,“ sagði Páll Erland,
framkvæmdastjóri Samorku, sam-
taka orku- og veitufyrirtækja á Ís-
landi. „Svör vegna verðþróunar á því
tímabili sem hér um ræðir er best að
fá beint frá hverju fyrirtæki fyrir
sig, enda starfa þau á samkeppnis-
markaði.
Samorka harmar hinsvegar þær
aðdróttanir sem fram koma í bókun
stjórnar SSKS um hvort sölufyrir-
tækin hafi nýtt sér hækkun sem orð-
ið hefur á niðurgreiðslu til íbúa á
köldum svæðum til að hækka gjald-
skrár sínar. Þannig vinna þessi
ábyrgu sölufyrirtæki ekki. Rétt er
að benda á að aðeins um 10% heimila
í landinu nota raforku til húshitunar
og því ólíklegt að þau séu á einhvern
hátt ráðandi þáttur í verðlagningu
raforku á markaði.“
Vonbrigði með hækkun
Raforka hefur
hækkað langt um-
fram vísitölu
Hækkun raforkuverðs frá janúar 2013 til janúar 2017
Heimild: SSKS
Breytilegt gjald Jan. 2013 Jan. 2017 Hækkun
HS Orka 5,08 5,72 12,6%
Orkubú Vestfjarða 4,70 5,70 21,3%
OR/Veitur/Orka náttúrunnar 4,97 6,09 22,5%
Rafveita Reyðarfjarðar 4,74 5,78 21,9%
Fallorka 4,86 5,67 16,7%
Orkusalan 4,86 5,96 22,6%
Vísitala neysluverðs 403,30 439 8,9%
Það er ekki á hverjum degi sem ljósmyndarar
komast í tæri við jafn gæfan dílaskarf og í stór-
grýtinu við Langeyrarveginn í Siglufirði í gær.
Auðvitað var þá hið kærkomna tækifæri notað
hjá fréttaritara Morgunblaðsins. Um var að
ræða ungan fugl. Íslenski dílaskarfurinn lifir
mest á botnfiski, eins og t.d. marhnút, og á það
til að sækja hann á mikið dýpi, en tekur líka aðra
fiska, s.s. urriða. Hann er djúpsyndur og getur
verið allt að mínútu í kafi í einu. Myndatökunni
tók fyrirsætan með stóískri ró, horfandi dreymn-
um augum yfir spegilsléttan hafflötinn.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Dílaskarfur horfði dreyminn út á hafflötinn
Starfsmenn Vegagerðarinnar unnu í
gær og fyrradag við að laga vegstik-
ur á Suðurlandsvegi um Hellisheiði
og Svínahraun. Eins og oft áður
skemma plógar snjóruðningstækja
vegstikurnar og þær lágu á köflum
eins og hráviði utan vegar.
Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri
Vegagerðarinnar, segir algengt að
vegstikur brotni þegar vegurinn er
hreinsaður að vetrinum. Þótt vetur-
inn hafi verið snjóléttur hafi stund-
um myndast krapi og hálka og því
hafi þurft að hreinsa veginn.
Stikurnar eru öryggismál
Aðstæður til aksturs eru stundum
slæmar á Hellisheiði og í Svína-
hrauni, þoka, snjókoma, skafrenn-
ingur og dimmviðri, og þurfa öku-
menn þá að reiða sig á ljósendurvarp
stikanna. Þær eru því öryggismál.
Þess vegna var ráðist í að koma þeim
í samt lag.
Vegagerðarmaður sem vann við
verkið kvartaði undan því hvað öku-
menn væru tillitslausir. Ekki væri
slegið af hraðanum þegar ekið væri
framhjá. Það skapaði stórhættu.
helgi@mbl.is
Vegstikur endurreistar
Stikur á Hellisheiði hafa legið eins og hráviði utan vegar
Ruðningstækin skemma Vegagerðin fór í lagfæringar
Morgunblaðið/Ómar
Hellisheiði Vegstikur eru mikilvægt öryggistæki á þjóðvegunum.
Aðalmeðferð í skotárásarmálinu í
Fellahverfi lauk í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Í málinu er tekist
á um atburði sem áttu sér stað fyrir
utan Leifasjoppu í Breiðholti kvöldið
5. ágúst á síðasta ári.
Tveir eru ákærðir í málinu, bræð-
urnir Rafal og Marcin Nabakowski,
en báðir hafa þeir játað að hafa
hleypt skoti af afsagaðri haglabyssu
fyrir utan söluturninn. Sögðu
ákærðu fyrir dómi að þeim hefðu
borist hótanir með SMS-skilaboðum
úr óþekktu númeri en seinna sama
dag hefði komið til átaka fyrir utan
söluturninn. Hvorugur bræðranna
segist þó hafa komið með byssuna á
staðinn og segjast þeir ekki hafa vilj-
að vinna nokkrum mein, ætlunin hafi
aðeins verið að hræða fólk úr hinum
hópnum. Saksóknari fer fram á 5-6
ára fangelsi yfir Marcin, sem skaut
úr byssunni svo höglin hæfðu bifreið
sem í voru kona og maður. Í ákæru
málsins er hann sagður með þessu
hafa stefnt lífi og heilsu fólksins í bif-
reiðinni í „stórfelldan háska á ófyrir-
leitinn hátt“. Þá er farið fram á 3-4
ára fangelsi yfir Rafal, sem skaut úr
byssunni upp í loftið. Segist dómari
gera ráð fyrir dómi í málinu fljótlega.
Farið fram
á 3-6 ára
fangelsi
Dæmt fljótlega í
máli byssubræðra