Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Framkvæmdastjóri fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins Norðurskautsráðið leitar að umsækjanda í stöðu framkvæmdastjóra fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins. Fastaskrifstofan er staðsett í Tromsø, Noregi. Norðurskautsráðið er fjölþjóðlegur samstarfsvettvangur ríkja til að efla samvinnu, samhæfingu og samskipti norðurskautsríkja með þátttöku frumbyggjasamtaka á norðurslóðum og annarra íbúa þar. Framkvæmdastjóri fastaskrifstofunnar Undir stjórn formanns embættisnefndar Norðurskautsráðsins sam- ræmir framkvæmdastjóri vinnu fastaskrifstofunnar. Framkvæmdastjóri heyrir undir embættisnefndina og ber ábyrgð á heildar stjórn og rekstri starfsemi Norðurskautsráðsins, þ.m.t. fjármálum, stjórnun og sam- skiptum. Framkvæmdastjóri mun þurfa að ferðast reglulega. Kröfur um menntun, hæfi og lykil starfsreynslu Umsækjandi um þessa stöðu verður að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Vera ríkisborgari norðurskautsríkis. • Hafa lokið framhaldsmenntun á háskólastigi eða hafa yfir að ráða bæði færni, sem sýnt hefur verið fram á, og reynslu, sem við- kemur starfi fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins. • Hafa yfir að ráða verulegri sannreyndri starfsreynslu á sviði mannauðsstjórnar sem nýtast myndi í stöðu framkvæmdastjóra fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins. • Reynslu af fjármálastjórn og fjárhagsáætlanagerð, þ.m.t. undir- búningur fjárhagsáætlanagerðar og stjórnun útgjalda. • Geta ferðast og hafa gilt vegabréf sem gildir út ráðningartímabilið. Starfskjör Samkeppnishæf laun og aukagreiðslur eru í boði sem ráðast af starfsreynslu, menntun og hæfi umsækjandans. Lengd ráðningar Um er að ræða tímabundna ráðningu til fjögurra ára. Embættisnefndin getur framlengt ráðninguna um eitt fjögurra ára tímabil til viðbótar. Umsóknarferli Umsóknir þurfa að berast fyrir 31. mars 2017. Ef þú telur að þú hafir viðeigandi bakgrunn, vinsamlegast sendið ferilskrá ásamt umsóknar- bréfi þar sem fjallað er um hvernig þú uppfyllir þær hæfniskröfur sem koma fram í þessari auglýsingu, til bandarísku formennsku Norður- skautsráðsins (ac_chair@arctic-council.org). Magnús Jóhannesson, núverandi framkvæmdastjóri fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins, er tengiliður vegna umsóknarinnar. Farið verður með allar veittar upplýs- ingar sem trúnaðarmál. Völdum umsækjendum verður boðið til viðtals í Helsinki, Finnlandi, í júní 2017. Reiknað er með að Norðurskautsráðið velji endanlega umsækjanda í júní 2017. Áætlað er að nýr framkvæmdastjóri hefji störf 1. október 2017. Æski- legt er að sá umsækjandi sem ráðinn verður geti varið 1-2 vikum með núverandi framkvæmdastjóra áður en hann hefur störf. Allar frekari upplýsingar um starfið má nálgast á heimasíðu Norður- skautsráðsins http://arctic-council.org/images/available_positions/ EDOCS-3981-v2-Job-posting-director-2017.pdf og á heimasíðu utanríkisráðuneytisins https://www.utanrikisradu- neyti.is/upplysingar/laus-storf/althjodastofnanir/ Ath. að ef ósamræmi er milli enska frumtextans og íslensku þýðingarinnar þá gildir enski textinn. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, hvatti þá Breta sem styðja veru landsins innan Evrópu- sambandsins til þess að „rísa upp“ og reyna að fá stuðningsmenn útgöng- unnar til að skipta um skoðun. „Nú er ekki stundin til að hörfa, standa á sama eða örvænta, heldur til að rísa upp og verja það sem við trúum á,“ sagði Blair í ræðu sem hann flutti fyrir Open Britain, samtök sem vilja viðhalda nánum tengslum við Evrópu- sambandið. Sagði Blair að kynslóðir framtíðarinnar myndu dæma evrópu- sinnaða Breta samtímans hart ef þeir reyndu að minnsta kosti ekki að standa fyrir máli sínu. Blair nýtti tækifærið og kynnti að hann myndi setja á fót stofn- un sem myndi reyna að greiða fyrir auknum samskiptum Breta við Evr- ópusambandið. Frumvarp ríkisstjórnar Theresu May um að virkja 50. grein Lissabon- sáttmálans verður rædd í lávarðadeild breska þingsins á mánudaginn. May hefur lýst því yfir að hún vilji virkja greinina fyrir lok marsmánaðar næst- komandi, en þá hefst tveggja ára við- ræðuferli milli Breta og Evrópusam- bandsins. Lögspekinga í Bretlandi greinir á um það hvort ríkisstjórnin hafi heimild til þess að skipta um skoð- un varðandi útgöngu úr sambandinu eftir að greinin hefur verið virkjuð. „Maður gærdagsins“ Ræðu Blairs var ekki vel tekið, og má segja að ráðist hafi verið á efni hennar frá bæði hægri og vinstri. Þannig sagði Nigel Farage, fyrrver- andi formaður breska sjálfstæðis- flokksins UKIP, á Twitter að Blair væri „maður gærdagsins“. Boris John- son, utanríkisráðherra Breta, sem barðist fyrir útgöngunni, sagði ræðu Blairs sýna breskum kjósendum lítils- virðingu, þar sem meirihlutavilji þeirra hefði komið skýrt fram í atkvæða- greiðslunni í júní í fyrra. „Ég skora á fólk að slökkva á sjónvarpinu næst þegar Blair vill ræða við það á þennan niðurlægjandi hátt,“ sagði Johnson við Sky News. Blair gagnrýndi einnig í ræðu sinni Jeremy Corbyn, formann Verka- mannaflokksins, og varaði við því að Skotar hefðu nú fengið ærna ástæðu til þess að yfirgefa sambandið við Eng- land. AFP Brexit Tony Blair vill koma í veg fyrir útgöngu Breta úr ESB. Sótt að Tony Blair úr báðum áttum  Vill að stuðningsmenn ESB berjist gegn Brexit Minnihlutastjórnin á Írlandi stóð af sér vantrauststillögu, sem borin var fram á miðvikudaginn, vegna hneykslismáls sem snertir írsku lög- regluna og það hvernig ríkisstjórnin hefur tekið á því. 57 þingmenn á írska þinginu greiddu atkvæði á móti vantrausti en 52 með. 44 þing- menn sátu hins vegar hjá. Hneykslið á rætur að rekja allt til ársins 2006 þegar lögregluþjónninn Maurice McCabe kvartaði undan því að félagi sinn hjá lögreglunni hefði verið að möndla með refsipunkta vegna umferðarlagabrota. Sá svar- aði með því að saka McCabe um að hafa brotið kynferðislega á sex ára gamalli dóttur sinni. Við rannsókn málsins var McCabe hreinsaður af öllum grun. Það voru þó ekki endalok málsins, því að barnaverndaryfirvöld á Ír- landi hófu aftur rannsókn sína á McCabe árið 2013, en viðurkenndu ári síðar að það hefði verið mistök. McCabe var hins vegar ekki greint frá rannsókninni fyrr en árið 2015. Þar sem McCabe var þekktur fyr- ir að hafa bent á spillingu innan lög- reglunnar hefur sá grunur komið upp að ásakanirnar um barnaníð hafi verið samsæri háttsettra yfir- manna í lögreglunni til þess að þagga niður í honum eða draga úr trúverðugleika hans. Hefur verið sett á fót sérstök rannsóknarnefnd til þess að kanna hver tildrög máls- ins voru. Í síðustu viku hófu írskir fjöl- miðlar að fjalla um málið, og kom þá í ljós að ráðherrar í ríkisstjórninni höfðu gefið misvísandi upplýsingar um það hvað þeir vissu og hvenær. Enda Kenny forsætisráðherra neyddist síðan til þess að viðurkenna á þriðjudaginn að hann hefði gefið „rangar upplýsingar“ um fund sinn með einum ráðherra sínum þar sem mál McCabes var rætt. Mun sam- starfsflokkur Kennys hafa krafist sjálfstæðrar rannsóknar á lögregl- unni vegna málsins í skiptum fyrir að verja stjórnina áfram falli. Hékk á bláþræði  Hneykslismál skekur minnihlutastjórnina á Írlandi  Lögreglan bendluð við spillingu  Vantrauststillaga felld AFP Í vanda Enda Kenny forsætisráð- herra Írlands stóðst vantraust. Mikið var um dýrðir í höfuðborginni Pristina þegar þess var minnst í gær að níu ár voru liðin frá því að Kó- sóvó varð að sjálfstæðu ríki. Kósóvó-búar eru að meginstofni til albanskir að uppruna, en héraðið hefur mikil og söguleg tengsl við Serbíu, sem neitar enn að viðurkenna fullveldi Kósóvó-ríkis. Síðar í mánuðinum verða nítján ár liðin frá upphafi Kósóvó-stríðsins, þar sem um 13.500 manns féllu. AFP Níu ár frá stofnun Kósóvó-ríkis Samkvæmt heimildum lögregl- unnar í Malasíu virðist sem konan frá Indónesíu, sem nú er í gæslu- varðhaldi, hafi verið göbbuð til þess að taka þátt í morðtilræðinu við Kim Jong-Nam, hálfbróður Kim Jong-Il. Siti Aishah er ein af þremur manneskjum sem lögreglan hefur í haldi vegna málsins, en henni mun hafa verið sagt að hún væri að taka þátt í „falinni myndavél“ þegar hún sat fyrir Kim. Að sögn lögreglunnar í Indónesíu mun Aishah áður hafa tekið þátt í svipuðum „hrekkjum“ fyrir sjón- varpsþætti þar sem læðst er upp að fólki og einhverju úðað framan í það. Aishah er nú í haldi ásamt kær- asta sínum, 26 ára gömlum karlmanni frá Malasíu, og 28 ára gamalli konu, sem bar á sér víetnamskt vegabréf. Fjöl- skylda og vinir Aishah hafa stigið fram í fjöl- miðlum og sagt að þeir trúi því ekki að hún hefði viljandi tekið þátt í ódæði á borð við morðið á Kim Jong-Nam. Enn er á huldu hver dánarorsök hans var, önnur en að eiturefni var úðað í andlit hans á al- þjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpúr. Konan göbbuð til að taka þátt í tilræðinu Kim Jong-Nam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.