Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Í allri umfjöllun um
Brexit – sem í augum
undirritaðs er einfald-
lega stórfellt sögulegt
slys, sem ábyrgðar-
lausir þjóðernissinnar,
popúlistar og valda-
sjúkir menn æstu að
nokkru óupplýstan al-
menning í, án grein-
ingar á því, hvað þetta
myndi þýða, svo og án
greiningar á því, sem á eftir kynni að
koma – er alltaf látið, eins og greini-
legur meirihluti þjóðarinnar hafi
stutt úrgöngu Breta úr ESB. Þetta
er alrangt.
16,1 milljón kaus gegn Brexit –
13 milljónir kusu ekki
Af 46,5 milljónum kjósenda,
greiddu 16,1 milljón atkvæði með
því, að Bretlandi yrði áfram í ESB.
34,7% allra kjósenda.
Því miður upplifðum við það hér,
eins og oft hefur gerzt, að hin hóf-
sömu miðjuöfl sýna af sér værukærð
og mæta ekki á kjörstað, gagnstætt
því sem gerist með æsingamenn og
öfgaöfl. 13 milljónir Breta sátu
heima í þessum kosningum.
Veigamikil ástæða fyrir þessari
miklu hjásetu voru skoðanakann-
anir, sem flestar sýndu meirihluta
meðal þeirra, sem vildu vera áfram í
ESB. Þessi endalausa mötun fjöl-
miðla á villandi upplýsingum, gerði
þann stóra hóp, sem sat hjá, 27,8%
allra kjósenda, sinnulausan og væru-
kæran um málið, og því fór sem fór.
Almennt er í mínum huga ljóst, að
þorri þeirra, sem ekki kusu, vildi og
reiknaði með óbreyttu ástandi:
Áframhaldandi veru í ESB. Það voru
því ekki nema 37,4% brezkra kjós-
enda sem studdu Brexit og leiddu
þannig breytingar og stórfellda
áhættu um bakföll í
framtíðar viðskipta- og
efnahagslíf landsins yfir
hin 62,6% þjóðarinnar. Í
raun er hér rúmlega
þriðjungur Breta að
leiða tæplega 2/3 hluta
landa sinna út á þunnan
og brothættan ís.
Aðalaflið á bak við
Brexit var þjóðernis- og
öfgaflokkurinn UKIP.
Ætla hefði mátt að
þessi flokkur, sem hafði
í grundvallaratriðum
bara eitt stefnumál, hafi búið yfir
verulegu fylgi. Svo var þó ekki; í
þingkosningunum í maí 2015 fékk
UKIP aðeins 3,9 milljónir atkvæða,
eða aðeins um 8%.
Hvaða lærdóm má draga
af Brexit-kosningunni?
Það vakna hér tvær spurningar:
1. Er rétt að leyfa skoðanakann-
anir fram á síðustu stundu? Kannski
ætti að banna þær síðustu 2 vikurnar
fyrir kosningar. Kjósendur ættu að
vera í friði með sína hugsun og skoð-
unarmyndun rétt fyrir kosningar
2. Væri ekki rétt að beita kosn-
ingaskyldu í þjóðaratkvæða-
greiðslum. Kosningarétturinn er
mikill réttur og er ekki ástæða til að
láta skýra ábyrgð fylgja þeim rétti?
Margar þjóðir hafa innleitt kosn-
ingaskyldu í viðleitni sinni til að ná
fram vilja allra kjósenda og þar með
réttri mynd af vilja þjóðarinnar.
Nefna má lönd eins og Belgíu,
Grikkland, Ítalíu, Lichtenstein,
Lúxemborg, Tyrkland, en einnig
Ástralíu og Nýja-Sjáland, þar sem
kosningaskylda gildir.
Erfitt inngönguferli
Bretar sóttu fyrst um inngöngu í
ESB 1963. Þá var þeim hafnað. Síð-
an sóttu þeir aftur um 1967. Enn var
þeim hafnað. Stórmennið Charles de
Gaulle taldi Breta, með sitt hrunda
nýlendu- og heimsveldi, ekki upp-
fylla skilyrði um þá samstöðu, það
óeigingjarna samstarf og þá sameig-
inlegu evrópsku framtíðarsýn, sem
nauðsynleg væri, enda lifðu þeir enn
í fornri frægð.
Það var fyrst tíu árum seinna,
1973, – eftir mikla eftirgangsmuni
Breta, en ekki aðeins Harold Mac-
millan og Edward Heath (Íhalds-
flokkurinn), heldur einnig Harold
Wilson (Verkamannaflokkurinn)
höfðu beitt sér af alefli fyrir inn-
göngu – að aðildarumsókn þeirra að
ESB var samþykkt. Brexit er því
meira en áhættusamt heljarstökk
fyrir Breta, ef af úrgöngu á endanum
verður, sem ég reyndar efa, væru
Bretar að leika sér að eldinum.
Það er alllangt síðan ESB varð
stærsti markaður heims, með yfir
500 milljónir að verulegu leyti vel
stæðra neytenda. Nú um áramótin
bættist fríverzlun við Kanada og 37
milljónir, mest efnaðra neytenda,
við. Þetta markaðssvæði er á góðri
leið með að verða tvisvar sinnum
stærra en Bandaríkin. Auk þess er
ESB við húsdyr Breta. Það er engin
önnur Evrópa á þessari jarðkúla,
allra sízt í næstu nálægð. Hvert ætla
Bretar að fara með sinn útflutning
og sína þjónustu? Auk þess hefur
brezkur iðnaður stillt sig inn á evr-
ópskar þarfir og evrópska vöru-
staðla.
Trump getur
ekkert fyrirskipað
Það er nú látið í veðri vaka að
Bretar geti einfaldlega farið með
sinn útflutning og sína þjónustu til
Bandaríkjanna. Innflutningstollar í
Bandaríkjunum hafa verið lágir, að
meðaltali um 5.6%, og hafa þeir ekki
verið nein alvarleg hindrun fyrir
framsækna útflutningsþjóð. Útflutn-
ingur Breta til Bandaríkjanna hefur
verið óverulegur, ca 5% af þeirra
heildarútflutningi, af því að banda-
rískar þarfir – líka flestir staðlar og
öll viðurkenningarferli varnings –
eru önnur þar en í Evrópu.
Það eru amerískir innflytjendur
og neytendur sem ráða því hvað þeir
kaupa, ekki Donald Trump. Funda-
höld hans og Theresu May eru því
innihaldslítið sjónarspil. Fall punds-
ins gagnvart Bandaríkjadal, sem af-
leiðing af Brexit, nemur 10-15%, og
bætir það brezkum útflytjendum til
Bandaríkjanna samkeppnis- og
verðstöðuna þar tvisvar til þrisvar
sinnum betur, heldur en fríverzl-
unarsamningur milli landanna
myndi að jafnaði gera.
Þegar fylgst er með brezkri um-
fjöllun þessa daga leynir sér ekki, að
menn eru að reyna að ljúga kjarki
hver í annan. Menn tala um „nýtt
sjálfstæði“, „ný tækifæri“ og „nýtt
framfaraskeið brezku þjóðarinnar“.
Það er eins og tímaskyn manna hafi
ruglast; það verður ekkert nýtt
brezkt samveldi. Frekari sundur-
liðun og samdráttur brezka ríkisins
ógnar miklu fremur, en hvorki Skot-
ar né Norður-Írar sætta sig við
Brexit. Bretland kynni að enda sem
England eitt sér og þriðja flokks
veldi; Litla Bretland.
Mitt mat er að Bretar muni smám
saman ná áttum og að innan 2-3 ára,
þegar endanleg útganga þeirra úr
ESB stendur fyrir dyrum, muni
verða ný þjóðaratkvæðagreiðsla um
Brexit, sem mun fara á annan veg en
sú fyrsta.
Í maí 2020 verða nýjar kosningar
til brezka þingsins. Ekki er ósenni-
legt að endanlegt þjóðaratkvæði um
Brexit á grundvelli stöðunnar þá,
verði látin fara fram jafnhliða þeim
þingkosningum.
Enginn meirihluti fyrir Brexit!
Eftir Óla Anton
Bieltvedt » Í raun er hér rúm-
lega þriðjungur
Breta að leiða tæplega
2/3 hluta landa sinna út
á þunnan og brothættan
ís.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Vorum að fá mjög fallega
254 fm útsýnisíbúð á 9. hæð
í góðu lyftuhúsi við Granda-
veg 47. Glæsilegt útsýni er
frá íbúðinni.
Eignin skiptist í tvö rúmgóð svefnherbergi, tvær stórar sam-
liggjandi stofur, borðstofu, nýlega endurnýjað eldhús, þvottahús
og tvennar svalir með glæsilegu útsýni. Sérstæði í bílageymslu
auk 30 fm bílskúrs. Eignin er mjög björt og vel við haldin. Stór
samkomusalur er á efstu hæð með eldhúsi og stórum svölum til
suðurs og vesturs. Sameiginleg líkamsræktaraðstaða, sauna og
verönd með heitum potti. Eignin er laus strax. Verð 77,9 millj.
GRANDAVEGUR 47 – 60 ÁRA OG ELDRI
OPIÐ SUNNUDAGINN 19. FEBRÚAR FRÁ KL. 12.30–13.00
Í greininni Glám-
skyggn hæstaréttar-
dómari, sem birtist í
blaðinu 3.2. 2017 fjalla
ég um dóm í hæsta-
réttarmálinu nr. 610/
2007. Ég gagnrýni
dóminn og lög nr. 46/
1941 um landskipti,
sem dómurinn byggist
á. Hér og í næstu grein
dreg ég annars vegar
fram þætti í þúsund ára sögu eign-
arréttar á Íslandi og hins vegar sögu
jarðabóka, sem eru verkfæri skatt-
heimtu.
Íslenskir eignamenn hafa í þúsund
ár tryggt eignarhald að lögum með
þinglýsingum. Fyrir daga skráðra
löggerninga (samninga um eignir)
var eignarhald sannað með vitnis-
burði þingvitna. Þegar fyrrgreind
lög voru sett, voru liðnar átta aldir
frá skráningu löggerningsins Reyk-
holtsmáldaga, sem er elsta varð-
veitta frumskjal á íslenskri tungu.
Frá þeim dögum hafa eignamenn
tryggt eignarhald á jarðeign með rit-
uðum, vottuðum löggerningi og
þinglýsingu hans. Til tuttugustu ald-
ar var þinglýsing lifandi orð. Full-
vaxnir áttu, samkvæmt Grágás og
Jónsbók, að koma á hreppsþing og
telja til tíundar eignir að viðlögðum
eiði við bók.
Jarðabækur voru, hins vegar,
gerðar fyrir skattheimtu; kirkjur og
kóng, en ekki til að sanna eignar-
hald. Tíundarlög voru
sett 1096 og dýrleiki á
jarðir. Varðveittar eru
jarðabækur kóngs- og
kirknaeigna frá sex-
tándu öld. Að boði
Rentukammers gerðu
sýslumenn merka
jarðabók 1695-1697;
handritið AM 463 fol.
Verkið var unnið eftir
nákvæmum fyrir-
mælum á þriggja
hreppa þingi um allt
land. Kóngsvaldið lét
skrá eignarhald á allri jarðeign og:
„producere hvad adkomst og Rett-
ighed de hafver til hvis Jordegods.“
Lauslega útlagt: „hvernig menn
væru að eignum sínum komnir.“ Út-
legging á okkar dögum er: „eigna-
heimildir.“ Sérhver eignarmaður átti
að mæta til þings með eignaskjöl í
hans vörslu. Í handritinu er skjöl
dagsett og rakin um kynslóðir.
Handritið er vottað af þingvitnum
þ.e. þinglýst. Jarðabók Árna og Páls
1702-1714, má einnig teljast þinglýst
skjal. Jarðabókin ÍBR 22 8vo frá um
1720 er uppskrift. Eins er skrautritið
Jarðabók Skúla fógeta 1760 skrif-
stofuverk; uppskrift, gerð í Kaup-
mannahöfn á árunum 1760-1769.
Hvorugt verkið hefur réttargildi á
við þinglýstan löggerning.
Í greininni Glámskyggn hæsta-
réttardómari gat ég þess að ég hef í
höndum myndir af frumheimildinni
að jarðabók Skúla; skýrslur sýslu-
manna. Handbragð sýslumanna er
svipað og formálar eru samhljóða að
Löggerningar
og jarðabækur
Eftir Tómas
Ísleifsson
Tómas Ísleifsson
Fréttir berast nú
um það að fjármála-
ráðherra ætli að tak-
marka verulega notk-
un reiðufjár á
Íslandi. Er þetta
skyndihugdetta?
Varla. Á kannski að
gera þetta vegna
þess að sum ríki í
Evrópu hafa tekið
skref í þessa átt?
Eru það rök fyrir því að gera
þetta á Íslandi?
Ekki verður séð að þessi áform
séu nokkurs staðar nefnd í stefnu-
skrá flokksins. Hér á sem sagt að
breyta peningakerfi landsins veru-
lega án þess að það hafi verið
nefnt fyrir kosningar. Kjósendur
Viðreisnar vissu sem sagt ekki
hvaða málefni þeir voru að styðja.
Flokkast þetta ekki undir kosn-
ingasvik af verstu tegund, að
þegja um róttækar
breytingar fyrir kosn-
ingar vitandi að slíkir
gjörningar hefðu fælt
kjósendur frá?
Þessi grundvallar-
breyting virðist við
fyrstu sýn vera í takt
við tímann með auk-
inni tölvuvæðingu, en
hún hefur marga al-
varlega galla að bera.
Hér verða einungis
þrír þeirra tíuandaðir.
1. Allir sjá að rök
ráðherrans um aðgerðir gegn
svartri vinnu eru gervirök. Allir
sjá að þessar ráðstafanir duga í
engu til að koma í veg fyrir svart
vinnuafl. Allir vita að reiðufé verð-
ur alltaf til í einhverri mynd.
2. Margt fólk vill helst ekki eiga
viðskipti við bankana. Bankarnir
hafa aftur og aftur sýnt að þeir
bera hag almennings ekki fyrir
brjósti hvað sem fallegum auglýs-
ingamyndum líður. Ég veit dæmi
Hvað er að hjá fjár-
málaráðherra?
Eftir Hallgrím
Magnússon
Hallgrímur Magnússon
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í
samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferl-
inu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að
slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í
síma 569-1100 frá kl. 8-18.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?