Morgunblaðið - 18.02.2017, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 18.02.2017, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 ✝ Benedikt Frí-mannsson, tré- smíðameistari og fyrrverandi bóndi, fæddist á Steinhóli í Fljótum 27. júlí 1930. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Stykkis- hólmi 10. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Frímann Viktor Guðbrandsson, bóndi á Austara-Hóli í Fljótum og eig- inkona hans, Jósefína Jósefs- dóttir. Benedikt var 12. í röð- inni af 16 systkinum. Benedikt Vestmannaeyjum. Eignuðust þau fimm börn; Rebekku, f. 21. janúar 1957, andvana fæddan dreng 16. apríl 1958, Rakel, f. 4. nóvember 1959, Kristínu, f. 19. júní 1962, og Líneyju, f. 3. október 1963. Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin 17. Benedikt og Ester hófu bú- skap sinn í Vestmannaeyjum, þau fluttu til Reykjavíkur 1964. Árið 1971 hófu þau búskap að Stórholti í Dölum og bjuggu þar til ársins 1990. Þau byggðu sér hús í Stykk- ishólmi og bjuggu þar til ársins 1998 er þau fluttust aftur til Vestmannaeyja, en fluttu aftur í Hólminn 2009 og bjuggu þar síðustu árin. Útför Benedikts fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 18. febrúar 2017, og hefst athöfnin kl. 14. ólst upp hjá for- eldrum sínum á Austara-Hóli til ríflega sex ára ald- urs en var þá send- ur í fóstur að Reykjarhóli i Fljót- um. Fósturfor- eldrar hans voru hjónin Árni Eiríks- son, bóndi á Reykj- arhóli, og eigin- kona hans, Líney Guðmundsdóttir. Þann 1. október 1955 kvænt- ist Benedikt Ester Guðjóns- dóttur, f. 4. apríl 1934, d. 2. desember 2012, frá Skaftafelli í Elsku pabbi okkar hefur nú kvatt þetta líf og er nú kominn í Sumarlandið til mömmu, nokkuð sem hann hefur beðið eftir síðan hún kvaddi. Við systur erum óendanlega þakklátar fyrir elsku pabba okk- ar, klettinn í lífi okkar, sem hafði mikil áhrif á okkar líf með um- hyggju sinni og kærleika. Barna- börnin nutu samverunnar við hann í uppvextinum og minnast hans með hlýju og þakklæti. Okk- ur systrum er ofarlega í huga þakklæti til félaga hans í Ný- ræktinni, þar sem umræður um sauðfé og landbúnað voru einatt ofarlega á baugi – en þessi mál voru honum mjög hugleikin. Einnig erum við þakklátar fyrir félaga hans í „Hornhópnum“ á Dvalarheimili aldraðra í Stykkis- hólmi en þar naut hann góðs fé- lagsskapar og mynduðust sterk vináttubönd. Það var okkur mjög mikilvægt að fá að annast hann síðustu sólarhringana. Hann kvaddi eins og hann hafði óskað sér helst, umvafinn dætrum sín- um. Hjartans þakklæti til alls starfsfólks Dvalarheimilisins – sérstakar þakkir til Kristínar Hannesdóttur forstöðukonu. Við kveðjum þig, elsku pabbi, með söknuði og þakklæti fyrir líf- ið sem þú gafst okkur. Þú sem gafst mér göfugt líf og list loks þú gekkst á vit við aðra vist. Og þegar ég með söknuði þig kveð ég þarf að láta fylgja kveðju með, - Hve sárt mér finnst að hafa þig nú misst. Þín hagleiksmikla hönd sem gaf mér allt, sem hafði listaaflið þúsundfalt. Mér kenndir lífsins kúnstir við og við, af veikum mætti stóðstu mér við hlið. – Með réttlátt mat sem stundum var þó kalt. Er gekk ég út í lífið, list var ein að læra bæði Einar Ben og Stein. „Og mannganginn hann muna ávallt skal“ og músikin var talin sjálfsagt val. – Þín stefnuskrá var ætíð hrein og bein. Er fyrir sjónum líður æviskrá og sorgarleikur herjar hug minn á. Þá ég aðeins tel þann manninn mesta, minn föður – er ég taldi æ hinn besta. Oft ég sjálfan mig í þér ég sá. (Már Elíson) Þínar elskandi dætur, Rebekka, Rakel Kristín og Líney. Elsku afi. Það koma ótal minningar upp í hugann núna þegar þú hefur kvatt okkur og ótal margt er hægt að segja um manninn sem þú geymdir. Það sem mér er efst í huga er hlýja, væntumþykja, ákveðni í góðu hófi, dálítil þrjóska sem fólst í því að þú vildir ná þínu fram, á því augnabliki sem það átti við. Óbilandi dugnaður var alltaf í þér sem sást til dæmis í því að þú varst mun lengur að eldast inn á við en hið ytra. Einnig má telja upp kunnáttu til ýmissa verka, smíðavinnu og bændastarfa. Þú varst dýraþekkjari á fugla og kindur svo eitthvað sé nefnt og aldrei voru hnyttnu tilsvörin langt und- an í amstri dagsins. Kunnátta á íslenskt mál og ljóð og ást á öllu því sem íslenskt var, annað var aukaatriði. Ég kynntist þér sem bónda síðar á ævinni eða þegar þið amma fluttuð í Hólminn og þú og mamma fóruð að stunda frístundabúskap í frístunda- byggðinni við Stykkishólmi. Þá sá ég hvað rollurnar voru alltaf ofarlega í huga þínum. Ef ég fór í húsin fyrir mömmu fékk ég sím- hringingu þar sem þú vildir vita hvernig rollurnar hefðu það. Ef það var vont veður tókstu stund- um ferðina fyrir mig en yfirleitt fórum við nú öll saman á meðan heilsan leyfði. Mér fannst alltaf gaman að hringja í þig þegar við vorum komin úr smalamennsku á Hraunhálsi svo þú gætir þá lagt af stað til að sækja þær kindur sem yfirleitt komu niður þar. Í næstu smölun mun ég hugsa að það vantar að geta ekki hringt í afa og fært honum fréttir af kind- unum. Þú kenndir okkur að slá með orfi og ljá sem var skemmti- legt að prufa. Ég á eftir að hugsa til þín í fjárhúsakaffinu á hverj- um degi og ylja mér við minning- arnar. Þótt ég hafi eytt mestum tíma með þér og mömmu í fjárhúsun- um eru til aðrar góðar minningar líka, við sitjum heima í stofu á Dvalarheimilinu og hlustum þegjandi á karlakóratónlist sem var eitt af þínum uppáhalds og mér leiddist aldrei. Ég gerði jafn- tefli við þig í skák í Fljótum í Skagafirði þar sem ég spilaði allt- af spegilskák, en þig var aldrei hægt að vinna í íþróttum þar sem keppnisskapið var mikið. Á góð- virðisdögum á sumrin varst þú oftar en ekki búinn að stilla upp í Kubb úti á lóð við Dvalarheimilið og ég held í alvöru að ég hafi allt- af tapað fyrir þér í þeim leik. Eitt af síðustu kvöldunum sem þú varst á fótum, var á þorra- blótinu á Dvalarheimilinu þar sem ég kom og spilaði á harm- onikkuna sem ég var nýbúin að fá mér og ég hugsaði með mér að ég ætlaði að sitja lengur því þú varst svo hress, þessu kvöldi á ég aldr- ei eftir að gleyma. Tveimur vik- um síðar á fögrum föstudags- morgni í febrúar kvaddir þú okk- ur þegar þú sofnaðir svefninum langa. Ég á margar góðar minn- ingar sem ég mun halda í og vildi þakka þér kærlega fyrir tímann sem ég átti með þér, elsku afi minn. Nú ertu kominn til ömmu. Hvíldu í friði. Ávallt. Þín Jóhanna Ómarsdóttir. „Ég kem bráðum,“ kallaði afi minn ofan í gröfina hennar ömmu þegar hún var jarðsungin í des- ember árið 2012. Þar sem afi var mjög stríðinn að eðlisfari varð þetta „bráðum“ að rúmum fjór- um árum, eða þangað til hann laut í lægra haldi fyrir meini sem hann greindist með seint síðast- liðið sumar. Baráttan var stutt en snörp og afi var tilbúinn til end- urfunda við ástina í lífi sínu. Sú staðreynd huggar okkur, sem eftir standa, í sorginni. Allt frá minni fyrstu minningu hefur afi staðið mér við hlið. Hann gaf mér það mikilvægasta sem hægt er að gefa barni, hann gaf mér tíma sinn. Í minningunni gerðum við svo margt saman og ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í sama húsi og hann og amma löngum stundum. Við sungum saman, hann spilaði fyrir mig á munnhörpu, við smíðuðum saman, við lögðum okkur saman í hádeginu, við gerðum við vélar og tæki saman. Hann var hlýr og góður og veitti mér alla þá alúð sem ég þurfti. Afi var mér mikil fyrirmynd og ég vildi gera allt eins og afi, sumt hafði sársauka- fullar afleiðingar, líkt og þegar ég á leikskólaaldri ákvað að raka mig í laumi, raka andlitið eins og afi. Ég hins vegar gleymdi að nota raksápu og sársaukinn í andlitinu var logandi í minning- unni. Minningarnar með afa eru óteljandi margar og það er ljúf- sárt að staldra við og ylja sér við þær. Í æsku minni lagði afi grunn að traustu og hjartahlýju sambandi okkar á milli sem við héldum alla tíð. Við afi vorum nefnilega tengd í hjartastað, hann var vinur minn mikill; samgladdist mér innilega þegar vel gekk og var sem klettur þegar á reyndi. Hann var skemmtilegur og hann var stríð- inn. Hann var alltaf til staðar, svo hlýr og góður, gaf góð ráð og var áhugasamur um hag minn. Hann sagði mér meðal annars að ég ætti að gera allt sem gerði mig hamingjusama. Hann var mér í raun miklu meira en afi. Og jafn- vel þó svo að það sé lífsins gangur að kveðja þetta líf, hefur þráin eftir óendanleikanum aldrei verið jafnmikil og einmitt nú, þegar ég kveð, elsku afa minn. Efst í huga mér er þó þakklæti. Ég er óend- anlega þakklát fyrir að elsku afi Benni hafi verið afi minn og að hann hafi verið það af öllu hjarta. Á litlum skóm ég læðist inn og leita að þér, afi minn. Ég vildi að þú værir hér og vært þú kúrðir hjá mér. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn ég strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (S.P.Þ.) Þín Ester Helga. Með örfáum orðum langar mig að minnast vinar míns, Benedikts Frímannssonar, eða Benna eins og við kölluðum hann oftast. Ég man fyrst eftir honum í Vestmannaeyjum þar sem ég ólst upp til 16 ára aldurs. Benni var tengdur fjölskyldunni, var giftur Ester Guðjónsdóttur frá Skafta- felli í Eyjum, systur föður míns. Ein af mínum fyrstu minningum um Benna var þegar hann kallaði á mig og bað mig að koma upp á Faxastíg, þar sem þau hjón bjuggu, hann þyrfti að ræða svo- lítið við mig. Þegar þangað kom var erindið að semja við mig um að hugsa um kindurnar sínar þarna um vetur- inn, því þau hjón væru að hugsa um að flytja til Reykjavíkur um haustið. Þetta kom svolítið flatt upp á mig, 11 ára strákinn, að hann skyldi treysta mér fyrir þessu. Man ég að hann hafði sett á tvær gimbrar þarna um haustið, aðra hvíta og hina gráa. Hann sagðist skyldi gefa mér gráu gimbrina ef ég gerði þetta nú fyr- ir sig. Já, já, ég var til í það. Hafði oft verið að flækjast í kringum hann og stússast við kindurnar sem hann var með í bakhýsi á Skafta- fellslóðinni. Búskapurinn gekk held ég bara vel og næsta ár fluttu þau al- farið til Reykjavíkur og ég keypti af honum kindurnar, alls um 15 ær, að mig minnir. Síðan var ég með kindurnar í Eyjum, þar til við fjölskyldan fluttum frá Eyj- um vorið 1965. Ég tel að Benni hafi með þessu smitað mig af búskaparbakterí- unni, enda ákvað ég aðeins 14 ára að verða bóndi. Ég tel því að Benni hafi haft mikil áhrif á lífs- viðhorf mitt. Mér hefur alltaf þótt mikið til Benna koma. Hann var alltaf góður við mig, strákinn, og kenndi mér margt. Hann fór á samning í húsa- smíði hjá pabba, sem ég gerði svo einnig síðar. Benni gerðist svo sjálfur bóndi síðar, þegar þeir mágar, Benni og Hafliði, bróðir pabba, og þeirra konur, keyptu jörðina Stórholt í Saurbæ í Dala- sýslu þar sem þau bjuggu um hríð. Síðast bjuggu þau Ester og Benni í Stykkishólmi, en Ester lést 2. desember 2012. Benni greindist með krabbamein fyr- ir örfáum misserum, en vildi enga meðhöndlun við því, vildi bara fara þegar hans tími kæmi, til Esterar sinnar, full- viss um að þau hittust á himn- um hjá Jesú, sem þau höfðu tekið við sem frelsara sínum, ung að árum. Blessuð sé minning um góðan dreng, hans er sárt saknað. Elsku Rebekka, Rakel, Krist- ín, Líney og fjölskyldur. Góður Guð styrki ykkur í sorginni. Símon E. Traustason, Ketu. Benedikt Frímannsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA RUTH WOODWARD, lést sunnudaginn 12. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 21. febrúar klukkan 15. Arndís V. Sævarsdóttir Eiríkur Sigurðsson Margrét S. Sævarsdóttir Ólafur Þórðarson Erla S. Sævarsdóttir Jón Óskar Gíslason Bryndís Ósk Sævarsd. Sigurður Á. Pétursson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Sólvangi, Hafnarfirði, áður Miðvangi 41, lést 12. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. mars klukkan 11. Erla G. Sigurðardóttir Loftur Magnússon Hjálmar Jón Sigurðsson Rita Kværnø Kristín M. Sigurðardóttir Ómar R. Agnarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTNÝ I. RÓSINKARSDÓTTIR, Dídí, Vesturgötu 36, Keflavík, áður Hólavöllum, Garði, lést á Heilbrigiðsstofnun Suðurnesja mánudaginn 30. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Esther Aðalbjörnsdóttir Guðmundur Á. Sigurðsson Jón Aðalbjörnsson Aldís Árnadóttir Haraldur Aðalbjörnsson Sigrún Harðardóttir Jakobína Aðalbjörnsdóttir Rósinkar Aðalbjörnsson Ólöf Guðrún Albertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn BJARNI HALLDÓR EGILSSON frá Æðey lést 10. febrúar. Útförin fer fram frá Lindarkirkju þriðjudaginn 21. febrúar klukkan 13. Petrína Gísladóttir og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN G. GUNNBJÖRNSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldu sinnar laugardaginn 11. febrúar á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 20. febrúar klukkan 13. Vilhjálmur G. Vilhjálmsson María Jakobsdóttir Anna María Vilhjálmsdóttir Ingimar Ingimarsson Silvía Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR VALUR JAKOBSSON, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 20. febrúar klukkan 13. Anna Einarsdóttir Dagný Guðmundsdóttir Díana Guðmundsdóttir Helga Jónsdóttir Einar Sigurður Jónsson Birgir Thoroddsen Björk Thoroddsen Arnar Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.