Morgunblaðið - 18.02.2017, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.02.2017, Qupperneq 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist 8. apríl 1940. Hún lést á dvalarheimil- inu Brákarhlíð 9. febrúar 2017. Foreldrar Ingi- bjargar voru Jón Jónsson yngri frá Laug í Biskups- tungum, f. 21. des- ember 1900, d. 31. maí 1941, og Aðal- heiður Lilja Guðmundsdóttir frá Arnarholti, f. 21. apríl 1909, d. 2. apríl 1981. Ingibjörg átti tvö alsystkini: Alfreð R. Jónsson, fæddur í Reykjavík 24. ágúst 1933, dáinn 29. desember 2012, og Vilborgu, f. 14. nóvember 1936, d. 6. mars 2008. Ingibjörg átti einnig hálfbróður samfeðra, Hlöðver, f. 9. september 1923, d. 1. mars 1927. Ingibjörg ólst upp að Laugarfelli í Biskupstungum enn fluttist síðan til Reykjavíkur Arnar, f. 4. maí 2001. 2) Björn, f. 19. apríl 1964, maki Hraundís Guðmundsdóttir, f. 25. október 1964. Börn þeirra eru: a) Snorri, f. 29. mars 1996. b) Hekla, f. 22. september 1999. Dóttir Björns er Ingunn Rut, f. 29. september 1992, móðir Sonja Blomster- berg, f. 11. apríl 1973. Dóttir Hraundísar er Valgerður, f. 2. febrúar 1984. Börn hennar eru Jökull, f. 7. ágúst 2009 og Esar, f. 7. október 2014. Fyri átti Ingi- björg soninn Jón Aðalstein Jóns- son, f. 23. maí 1958. Fyrrverandi sambýliskona Salóme Högna- dóttir, f. 8. júní 1963. Börn þeirra eru: a) Högni Guðlaugur f. 8. febrúar 1984. Maki Sigrún Sigurlínusardóttir, f. 20. maí 1989. Börn þeirra eru Úlfur Breki, f. 17. ágúst 2013, og Anna Salóme, f. 1. mars 2016. b) Ingi- björg Lilja, f. 2. september 1987. Maki Björn Guðmundsson, f. 5. maí 1979. Börn þeirra eru Emma Rós, fædd 27. september 2006, og Elísabet Fjóla, fædd 29. ágúst 2010. Útför Ingibjargar fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 18. febrúar 2017, og hefst klukkan 13. með móður sinni eftir að faðir henn- ar féll frá. Hún stundaði ýmsa al- menna vinnu á yngri árum en árið 1962 giftist Ingi- björg Oddi Guð- björnssyni bónda á Rauðsgili, f. 22. desember 1922, d. 1. desember 1990. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörn Oddsson og Steinunn Þorsteinsdóttir. Ingibjörg bjó ásamt manni sín- um á Rauðsgili en eftir að hann dó fluttist hún í Reykholt, síðan á Kleppjárnsreyki og núna síð- ustu árin sín á dvalarheimilið Borgarnesi. Börn Ingibjargar og Odds eru: 1) Steinunn, f. 12. maí 1963, maki Sigurvin Jóns- son, f. 6. mars 1958. Börn þeirra eru: a) Jón Oddur, f. 28. mars 1991. b) Karl, f. 25. júní 1994. c) Byrjunin á þessum orðum til þín er eflaust erfiðust, minning- arnar eru endalausar og gleði- stundirnar líka. Allt frá tímum okkar saman á Rauðsgili að þeim síðustu á Brákarhlíð. Þú varst lífsins yndi og alltaf átti maður samastað hjá þér, Það var alltaf stutt í brosið þitt og húmorinn, það var gott að vita af þér á Brákarhlíð þar leið þér vel umkringd fólki og nóg að gera hjá þér. Við áttum nú skrautlega tíma þar í gardín- uveseni og fleiru. Gæfi margt fyrir eitt ömmuknús í viðbót. Ég verð að eilífu þakklát fyr- ir að geta kallað þig ömmu mína. Og enda þessi orð mín á sömu nótum og símtölin okkar: Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Sjáumst seinna, amma mín, Guð geymi þig. Ingibjörg Lilja Jónsdóttir. Elsku langamma það var alltaf svo gott að koma til þín, alltaf fengum við kex og gotterí og að kíkja í dótakistuna. Við fengum líka svo oft að horfa á mynd. Oft fór maður frá þér með smá nammipening í vas- anum. Allt sem þú gerðir fyrir okkur; peysur bangsar, húfur og margt fleira ásamt öllum góðu knúsunum frá þér. Við verðum að eilífu þakklátar fyrir að hafa haft þig sem langömmu okkar. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku langamma. Emma Rós og Elísabet Fjóla. Elsku Imba frænka, þá er komið að því að kveðja. Ekki grunaði mig þegar ég hitti þig síðast að það yrði í síðasta skiptið sem við mundum eiga stund saman. Aldrei þessu vant varstu ekki að prjóna eða sauma út þegar ég kom enda þú að berjast við að ná þér af flensu og lungnabólgu. Jákvæð eins og alltaf, aldrei vol eða væl, sama á hverju gekk. Við spjölluðum um alla heima og geima eins og við gerðum svo oft og sögðum hvor annari fréttir af frænkum og frændum norðan og sunnan heiða. Við vorum líka að ræða um hvenær við myndum hittast aftur og ég sagði þér að við Hilmar yrðum á ferðinni um næstu mánaða- mót og þá mundum við kíkja til þín. En hlutirnir eru fljótir að breytast. Við eigum eftir að sakna þess að kíkja ekki aðeins til þín þegar við erum á ferðinni suður eða norður og fá hjá þér kaffi- sopa. Þú bauðst upp á kaffið, ég kom við í Geirabakaríi og sótti ástarpunga handa þér og Hilmari en kleinu handa mér. Takk fyrir allt, elsku frænka. Nú sitjið þið systurnar örugg- lega saman með kaffibollann ykkar og prjónana, og rifjið upp hvað á daga ykkar hefur drifið frá því þið hittust síðast. Nonni, Steinunn, Bjössi og fjölskyldur, samúðarkveðjur til ykkar allra. Ykkar missir er mikill. Kristín og Hilmar. Imba frænka gerðist ná- granni okkar haustið 2008 og betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Heimilið þitt var oft á tíðum eins og á umferð- armiðstöð hvort sem það voru krakkarnir í hverfinu, eða sveitungar já og samferðafólk þitt úr öllum áttum. Imba var þeim kostum gædd að hún tók öllum vel og allir voru velkomn- ir. Imba varð strax eins og hluti af okkur fjölskyldunni, alltaf var hægt að leita ráða hjá Imbu, alveg sama hvað það var, og alltaf hafði hún svör. Stelp- unum fannst hvergi betra að vera en í dekri hjá Imbu ömmu frænku, eins og hún var kölluð. Imba eignaðist tryggan vinn þegar hún flutti í Árberg, það var hann Skjóni. Skjóni sá til þess að allt var í lagi og hans fyrst verk á morgnana var að stökkva upp í svefnherbergis- gluggann og athuga með Imbu og svo fór hann að gera þarfir sínar. Meðan við vorum í vinnu og skóla þá passaði Imba Skjóna og Skjóni passaði Imbu. Þessi vinátta var alveg einstök og það mátti varla sjá hvort var ánægðara, Imba eða Skjóni, þegar hann kom í heimsókn í Brákarhlíð. Eftir að Imba flutti í Brákarhlíð áttum við margar góðar stundir. En enginn er víst eilífur og ekki einu sinni Imba frænka. Elsku Imba, takk fyrir allt sem þú varst okkur fjölskyld- unni. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Elsku Nonni, Steinunn og Björn, innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar og fjölskyldu. Fyrir hönd fjölskyldunnar Litla Bergi, Þórhildur María Kristinsdóttir. Gjafmildi og kærleikur, fal- inn undir rámri röddu, er það fyrsta sem kemur upp, þegar maður hugsar til Imbu á Rauðsgili. Það er ekki oft á lífsleiðinni sem maður hittir fólk sem býr yfir þeim kostum sem voru ein- kennandi fyrir Imbu. Hún var alltaf hress og skemmtileg. Grín og glens var það fyrsta sem mætti fólki og var hún hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Börnum var hún sérlega góð, hún sýndi þeim áhuga og hafði einstakt lag á að lempa þau til ef þau voru óþekk. Hún var einnig mjög gjafmild. Þegar börn voru í heimsókn hjá henni náði hún iðulega í litabækur og annað dót í Bitann, svo að þeim leiddist ekki. Ég var þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera send í sveit á Rauðsgil þegar ég var ungling- ur. Sá tími var mjög skemmti- legur og eftirminnilegur. Það var mannmargt á bænum, tvær aðrar unglingsstúlkur og tveir strákar fyrir utan heimilisfólk- ið. Þar var oft líf og fjör og mikið að gera, bæði í heyskap og húsverkum. Ég minnist þess ekki að Imba hafi – nema einu sinni – reiðst, og þá sprungum við stelpurnar úr hlátri. Hún sá að það leiddi ekki til neins og fór sjálf að hlæja. Þegar gesti bar að garði, sem var nokkuð oft, tók hún ávallt vel á móti þeim. Hún átti líka marga góða vini. Næmi hennar á líðan annarra og áhuginn sem hún sýndi öðru fólki, ásamt góðum persónueig- inleikum, drógu að henni unga sem aldna. Það verður erfitt að fylla í skarðið sem hún skilur eftir sig. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Sólveig Sigurgeirsdóttir (Solla). Enn er höggvið skarð í minn gamla og góða vinahóp því með andláti Imbu minnar á Rauðs- gili fer minn síðasti tengiliður við það fólk er ég átti að þegar ég átti búsetu um skeið í Borg- arfirðinum. Eins og gengur oft í þessu lífi þá urðu samveru- stundir okkar með árunum færri en það var sterkur strengur á milli okkar, sem aldrei rofnaði og þegar við hitt- umst hvarf tíminn og var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Svo háttaði til að ég gerðist „bóndakona“ um hríð í ná- grenni við þá góðu konu er nú er kvödd. Ekki reyndist það mér alltaf auðvelt en átti alltaf skjól hjá Imbu minni enda stutt á milli bæja. Það var gott að eiga hana að, heyra glaðværa og dillandi hláturinn hennar, finna hlýjuna og umhyggjuna og getað flúið í hennar stóra og breiða faðm. Af öllu þessu átti hún nóg. Margt var brallað en á toppnum tróna okkar frægu verslunarleiðangrar í Borgar- nes því margt þurfti að kaupa, bæði þarfa og óþarfa hluti. Þá var nú litli bíllinn minn blind- fullur af krökkum og ýmsum varningi. Í miðri hrúgunni sátu krakkarnir með fulla poka af nammi sem Imba hafði útdeilt og allir brostu. Ekki mun ég rekja ættir Imbu minnar en læt hér með fylgja kvæði Jóns Trausta og finnst mér það segja allt sem segja þarf um hug minn til þessarar góðu og gömlu vin- konu minnar. Þig faðmi liðinn friður guðs, og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína högu hönd og hetjulega dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Með þessum fátæklegu orð- um kveð ég ljúfu og góðu fyrr- verandi nágrannakonu mína með þökk fyrir allt og allt. Sendi börnum hennar, Stein- unni, Bjössa og Jóni, dýpstu samúðarkveðjur sem og öllum hennar aðstandendum. Þeirra er sorgin og missirinn mestur. Hvíl í friði, mín ljúfa. Friður Guðs þig blessi. Með kærleiks-, vinkonu- og friðarkveðjum, Sóley Benna. Ingibjörg Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR TRYGGVASONAR, fyrrum bónda, Svertingsstöðum, Eyjafirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sandgerðis. Þökkum einnig öðru starfsfólki og stjórnendum hjúkrunar- heimilisins Lögmannshlíðar fyrir einstaka umönnun og hlýju í hans garð. Pétur Haraldsson Júlía Þórsdóttir Tryggvi Geir Haraldsson Hrefna Hallvarðsdóttir Sólveig Anna Haraldsdóttir Hörður Guðmundsson Hansína María Haraldsdóttir Hallgrímur Haraldsson Lára Kristín Sigfúsdóttir Ágústína Haraldsdóttir Gunnar Berg Haraldsson Kristín Bjarnadóttir Sigrún Rósa Haraldsdóttir afa- og langafabörn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, SÆUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, fimmtu- daginn 9. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur. Þorvaldur Sverrisson Helga Eysteinsdóttir Baldur Jóhann Þorvaldsson Sverrir Kristján Þorvaldsson Hjartans þakkir fyrir þann hlýhug og vináttu sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR PÉTURSSONAR, læknis og prófessor emeritus, Klapparstíg 20. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 11-G Landspítala fyrir frábæra hjúkrun og sérstaka alúð við umönnun hans. Bergljót Björg Guðmundsdóttir Sveinn Haraldsson Sigurður Árni Steingrímsson Halla Björg Sigurþórsdóttir Sindri Már Steingrímsson Guðmundur Páll Sigurþórsson Fjölskylda PÁLS GUÐBRANDSSONAR, Hávarðarkoti, Þykkvabæ, þakkar af alhug öllum þeim sem heiðruðu minningu hans með minningargjöfum og nærveru sinni við útförina. Bestu þakkir til starfsfólks Lundar fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll og gefi góða daga. Hjördís Sigurbjartsdóttir Sigurbjartur, María, Guðbrandur og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÓBERT SIGMUNDSSON, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést sunnudaginn 5. febrúar á Landspítalanum. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að óskhins látna. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Birgir Róbertsson Birna Róbertsdóttir Guðbjörg R. Róbertsdóttir Ellert Róbertsson Bryndís Theódórsdóttir afabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.